Segir hótelstjóra hafa hindrað fólk að kjósa en hann neitar

Tvennum sögum fer af því hvort hótelstarfsmönnum City Park Hotel hafi verið neitað um að greiða atkvæði um verkfall.

City Park Hotel og Sólveig Anna
Auglýsing

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir hótelstjóra City Park Hotel hafa reynt að hindra félagsmenn sem vilja kjósa í atkvæðagreiðslu um verkfall en hún greinir frá þessu á Facebook-síðu Eflingar í dag. Árni Sólonsson, hótelstjóri City Park Hotel, segir í samtali við Kjarnann þetta ekki eiga við rök að styðjast.

„SA hótaði Eflingu í morgun ákæru ef atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna yrði ekki stöðvuð. Og ekki nóg með það. Yfirmaður hjá City Park Hotel reyndi að koma í veg fyrir að félagsmenn okkar gætu tekið þátt í kosningunni. Lýðræði á ekki upp á pallborðið hjá yfirstéttinni í dag,“ segir í færslunni.

Sólveig Anna segir í myndbandsklippu með færslunni á Facebook að hótelstjórinn hafi tekið á móti þeim til að tilkynna að þar ætlaði enginn að kjósa. Hún segist hafa spurt hann af hverju enginn ætli að kjósa og hann svarað að auðvitað vilji þau kjósa en að enginn vilji fara í verkfall. Sólveig spurði hann hvernig hann vissi það „Svo hélt hann áfram að þusa og svo raunverulega meinaði hann okkur aðgang og það kom í ljós að starfsfólkið sem ætlaði að kjósa var allt komið upp aftur og var raunverulega búið að senda þeim þau skilaboð að þau mættu ekki kjósa á sínum vinnutíma,“ segir Sólveig Anna í klippunni.

Auglýsing

Í Facebook-færslu Eflingar segir að pólskumælandi starfsmaður Eflingar hafi staðfest að starfsfólkið vildi víst kjósa og að yfirmaðurinn væri einfaldlega að segja ósatt.

„Óeðlilegt að draga fólk út í bíl“

Árni segir aftur á móti í samtali við Kjarnann að Efling hafi boðað komu sína klukkan tólf í dag en reglum samkvæmt þurfi að tala við yfirmann um nákvæma tímasetningu. Hann hafi sagt að það væri í lagi að Efling kæmi í staðinn klukkan tvö vegna þess að starfsfólkið væri í vinnunni í hádeginu. Efling hefði rétt á koma þegar starfsfólkið væri í pásu. 

Hann segir að hann hafi verið að tala við Sólveigu Önnu þegar síminn hennar hringdi og hún svarað. Honum hafi fundist það mikill dónaskapur og víst hún hafi ekki viljað tala við hann þá vísaði hann henni á dyr.

„Fólk getur auðvitað greitt atkvæði hvernig sem það vill og á netinu. En mér finnst óeðlilegt að draga það út í bíl til þess,“ segir Árni og bætir því við að starfsfólk hans hafi sagt að því væri mjög svo brugðið við framkomu Eflingar. „Ég hvatti þau til að greiða atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu. Ég vill að það sé gert á réttan hátt, á réttum stöðum. Ekki í einhverjum bíl undir stjórn Sólveigar.“

Hann telur að Efling hafi komið til að sækja atkvæði og segir hann að starfsmenn hafi ekki fengið kynningu frá stéttarfélaginu. Hann telur þannig að upplýsingagjöf þurfi að vera betri því ekki sé eðlilegt að starfsmenn fá einungis upplýsingar frá honum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband Eflingar. 

Hótelstjóri reynir að hindra félagsmenn sem vilja kjósa

SA hótaði Eflingu í morgun ákæru ef atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna yrði ekki stöðvuð. Og ekki nóg með það. Eigandi City Park Hotel reyndi að koma í veg fyrir að félagsmenn okkar gætu tekið þátt í kosningunni. Lýðræði á ekki upp á pallborðið hjá yfirstéttinni í dag. Sólveig Anna var á staðnum þegar þetta gerðist -- sem og pólskumælandi starfsmaður Eflingar, sem staðfesti að yfirmaðurinn væri einfaldlega að segja ósatt.

Posted by Efling on Monday, February 25, 2019

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent