Segir hótelstjóra hafa hindrað fólk að kjósa en hann neitar

Tvennum sögum fer af því hvort hótelstarfsmönnum City Park Hotel hafi verið neitað um að greiða atkvæði um verkfall.

City Park Hotel og Sólveig Anna
Auglýsing

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir hótelstjóra City Park Hotel hafa reynt að hindra félagsmenn sem vilja kjósa í atkvæðagreiðslu um verkfall en hún greinir frá þessu á Facebook-síðu Eflingar í dag. Árni Sólonsson, hótelstjóri City Park Hotel, segir í samtali við Kjarnann þetta ekki eiga við rök að styðjast.

„SA hótaði Eflingu í morgun ákæru ef atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna yrði ekki stöðvuð. Og ekki nóg með það. Yfirmaður hjá City Park Hotel reyndi að koma í veg fyrir að félagsmenn okkar gætu tekið þátt í kosningunni. Lýðræði á ekki upp á pallborðið hjá yfirstéttinni í dag,“ segir í færslunni.

Sólveig Anna segir í myndbandsklippu með færslunni á Facebook að hótelstjórinn hafi tekið á móti þeim til að tilkynna að þar ætlaði enginn að kjósa. Hún segist hafa spurt hann af hverju enginn ætli að kjósa og hann svarað að auðvitað vilji þau kjósa en að enginn vilji fara í verkfall. Sólveig spurði hann hvernig hann vissi það „Svo hélt hann áfram að þusa og svo raunverulega meinaði hann okkur aðgang og það kom í ljós að starfsfólkið sem ætlaði að kjósa var allt komið upp aftur og var raunverulega búið að senda þeim þau skilaboð að þau mættu ekki kjósa á sínum vinnutíma,“ segir Sólveig Anna í klippunni.

Auglýsing

Í Facebook-færslu Eflingar segir að pólskumælandi starfsmaður Eflingar hafi staðfest að starfsfólkið vildi víst kjósa og að yfirmaðurinn væri einfaldlega að segja ósatt.

„Óeðlilegt að draga fólk út í bíl“

Árni segir aftur á móti í samtali við Kjarnann að Efling hafi boðað komu sína klukkan tólf í dag en reglum samkvæmt þurfi að tala við yfirmann um nákvæma tímasetningu. Hann hafi sagt að það væri í lagi að Efling kæmi í staðinn klukkan tvö vegna þess að starfsfólkið væri í vinnunni í hádeginu. Efling hefði rétt á koma þegar starfsfólkið væri í pásu. 

Hann segir að hann hafi verið að tala við Sólveigu Önnu þegar síminn hennar hringdi og hún svarað. Honum hafi fundist það mikill dónaskapur og víst hún hafi ekki viljað tala við hann þá vísaði hann henni á dyr.

„Fólk getur auðvitað greitt atkvæði hvernig sem það vill og á netinu. En mér finnst óeðlilegt að draga það út í bíl til þess,“ segir Árni og bætir því við að starfsfólk hans hafi sagt að því væri mjög svo brugðið við framkomu Eflingar. „Ég hvatti þau til að greiða atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu. Ég vill að það sé gert á réttan hátt, á réttum stöðum. Ekki í einhverjum bíl undir stjórn Sólveigar.“

Hann telur að Efling hafi komið til að sækja atkvæði og segir hann að starfsmenn hafi ekki fengið kynningu frá stéttarfélaginu. Hann telur þannig að upplýsingagjöf þurfi að vera betri því ekki sé eðlilegt að starfsmenn fá einungis upplýsingar frá honum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband Eflingar. 

Hótelstjóri reynir að hindra félagsmenn sem vilja kjósa

SA hótaði Eflingu í morgun ákæru ef atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna yrði ekki stöðvuð. Og ekki nóg með það. Eigandi City Park Hotel reyndi að koma í veg fyrir að félagsmenn okkar gætu tekið þátt í kosningunni. Lýðræði á ekki upp á pallborðið hjá yfirstéttinni í dag. Sólveig Anna var á staðnum þegar þetta gerðist -- sem og pólskumælandi starfsmaður Eflingar, sem staðfesti að yfirmaðurinn væri einfaldlega að segja ósatt.

Posted by Efling on Monday, February 25, 2019

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent