Segir hótelstjóra hafa hindrað fólk að kjósa en hann neitar

Tvennum sögum fer af því hvort hótelstarfsmönnum City Park Hotel hafi verið neitað um að greiða atkvæði um verkfall.

City Park Hotel og Sólveig Anna
Auglýsing

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir hótelstjóra City Park Hotel hafa reynt að hindra félagsmenn sem vilja kjósa í atkvæðagreiðslu um verkfall en hún greinir frá þessu á Facebook-síðu Eflingar í dag. Árni Sólonsson, hótelstjóri City Park Hotel, segir í samtali við Kjarnann þetta ekki eiga við rök að styðjast.

„SA hótaði Eflingu í morgun ákæru ef atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna yrði ekki stöðvuð. Og ekki nóg með það. Yfirmaður hjá City Park Hotel reyndi að koma í veg fyrir að félagsmenn okkar gætu tekið þátt í kosningunni. Lýðræði á ekki upp á pallborðið hjá yfirstéttinni í dag,“ segir í færslunni.

Sólveig Anna segir í myndbandsklippu með færslunni á Facebook að hótelstjórinn hafi tekið á móti þeim til að tilkynna að þar ætlaði enginn að kjósa. Hún segist hafa spurt hann af hverju enginn ætli að kjósa og hann svarað að auðvitað vilji þau kjósa en að enginn vilji fara í verkfall. Sólveig spurði hann hvernig hann vissi það „Svo hélt hann áfram að þusa og svo raunverulega meinaði hann okkur aðgang og það kom í ljós að starfsfólkið sem ætlaði að kjósa var allt komið upp aftur og var raunverulega búið að senda þeim þau skilaboð að þau mættu ekki kjósa á sínum vinnutíma,“ segir Sólveig Anna í klippunni.

Auglýsing

Í Facebook-færslu Eflingar segir að pólskumælandi starfsmaður Eflingar hafi staðfest að starfsfólkið vildi víst kjósa og að yfirmaðurinn væri einfaldlega að segja ósatt.

„Óeðlilegt að draga fólk út í bíl“

Árni segir aftur á móti í samtali við Kjarnann að Efling hafi boðað komu sína klukkan tólf í dag en reglum samkvæmt þurfi að tala við yfirmann um nákvæma tímasetningu. Hann hafi sagt að það væri í lagi að Efling kæmi í staðinn klukkan tvö vegna þess að starfsfólkið væri í vinnunni í hádeginu. Efling hefði rétt á koma þegar starfsfólkið væri í pásu. 

Hann segir að hann hafi verið að tala við Sólveigu Önnu þegar síminn hennar hringdi og hún svarað. Honum hafi fundist það mikill dónaskapur og víst hún hafi ekki viljað tala við hann þá vísaði hann henni á dyr.

„Fólk getur auðvitað greitt atkvæði hvernig sem það vill og á netinu. En mér finnst óeðlilegt að draga það út í bíl til þess,“ segir Árni og bætir því við að starfsfólk hans hafi sagt að því væri mjög svo brugðið við framkomu Eflingar. „Ég hvatti þau til að greiða atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu. Ég vill að það sé gert á réttan hátt, á réttum stöðum. Ekki í einhverjum bíl undir stjórn Sólveigar.“

Hann telur að Efling hafi komið til að sækja atkvæði og segir hann að starfsmenn hafi ekki fengið kynningu frá stéttarfélaginu. Hann telur þannig að upplýsingagjöf þurfi að vera betri því ekki sé eðlilegt að starfsmenn fá einungis upplýsingar frá honum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband Eflingar. 

Hótelstjóri reynir að hindra félagsmenn sem vilja kjósa

SA hótaði Eflingu í morgun ákæru ef atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna yrði ekki stöðvuð. Og ekki nóg með það. Eigandi City Park Hotel reyndi að koma í veg fyrir að félagsmenn okkar gætu tekið þátt í kosningunni. Lýðræði á ekki upp á pallborðið hjá yfirstéttinni í dag. Sólveig Anna var á staðnum þegar þetta gerðist -- sem og pólskumælandi starfsmaður Eflingar, sem staðfesti að yfirmaðurinn væri einfaldlega að segja ósatt.

Posted by Efling on Monday, February 25, 2019

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent