Efling vísar athugasemdum SA alfarið á bug

Efling lýsir yfir vonbrigðum með athugasemdir SA vegna atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hótelþerna þann 8. mars næstkomandi.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

Efl­ing lýsir yfir von­brigðum með athuga­semdir SA vegna atkvæða­greiðslu um verk­falls­boðun hót­el­þerna þann 8. mars næst­kom­andi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins sendu frá sér til­kynn­ingu í morgun þar sem þau skor­uðu á Efl­ingu að stöðva nú þegar atkvæða­greiðslu um verk­­fall sem koma á til fram­­kvæmda 8. mars næst­kom­andi. SA telja ólög­­lega staðið að atkvæða­greiðslu um verk­­fall­ið.

Verði Efl­ing ekki við áskorun Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins munu SA höfða félags­­­dóms­­mál gegn stétt­­ar­­fé­lag­inu. Nið­­ur­­staða dóms­ins mun, sam­kvæmt SA, liggja fyrir áður en verk­­falli er ætlað að koma til fram­­kvæmda.

Auglýsing

Viðar Þor­steins­son fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar segir full­yrð­ingar SA fjarri lagi og athuga­semd­irnar aug­ljós­lega til þess ætl­aðar að hindra félags­menn Efl­ingar í að nýta lýð­ræð­is­leg rétt­indi sín.

For­maður kjör­stjórnar Efl­ingar þegar svarað SA

Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ingar seg­ist harma afskipti SA og ein­sakra atvinnu­rek­enda af kosn­ing­un­um. „Það er með ólík­indum að sjá hags­muna­að­ila reyna að stöðva þá miklu upp­risu verka­fólks sem nú er í gang­i,“ segir Sól­veig. Hún hefur varið morgn­inum í verk­falls­kosn­inga­bíl Efl­ingar sem ekið hefur milli hót­ela. „Það hefur verið magnað og ótrú­legt að fylgj­ast með und­ir­tektum Efl­ing­ar­fé­laga. Allir eru ólmir að kjósa og mik­ill hugur í fólk,“ segir Sól­veig.

Í til­kynn­ingu Efl­ingar áréttar Viðar að allur und­ir­bún­ingur og fram­kvæmd kosn­ing­anna hafi verið í sam­ræmi við við­eig­andi regl­ur. Þar sé um að ræða lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deilur nr. 80 frá 1938, lög Efl­ingar og Reglu­gerð ASÍ um leyni­lega alls­herjar atkvæða­greiðslu meðal félags­manna aðild­ar­sam­taka. „Lög­menn okkar og for­maður kjör­stjórnar hafa að sjálf­sögðu yfir­farið þessar reglur mjög vand­lega,“ segir Við­ar. Hann segir Efl­ingu vísa athuga­semdum SA alfarið á bug og að for­maður kjör­stjórnar Efl­ingar hafi þegar svarað SA.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Icelandair ætlar að fljúga til 32 áfangastaða
Flugfélagið gerir ráð fyrir 25 til 30 prósentum færri sætum næsta sumar miðað við í fyrra, en stefnir þó á að fljúga til 22 borga í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. október 2020
Guðrún Þórðardóttir
Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
Kjarninn 20. október 2020
Þórarinn Eyfjörð
Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun
Kjarninn 20. október 2020
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
Kjarninn 20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent