Efling vísar athugasemdum SA alfarið á bug

Efling lýsir yfir vonbrigðum með athugasemdir SA vegna atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hótelþerna þann 8. mars næstkomandi.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

Efl­ing lýsir yfir von­brigðum með athuga­semdir SA vegna atkvæða­greiðslu um verk­falls­boðun hót­el­þerna þann 8. mars næst­kom­andi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins sendu frá sér til­kynn­ingu í morgun þar sem þau skor­uðu á Efl­ingu að stöðva nú þegar atkvæða­greiðslu um verk­­fall sem koma á til fram­­kvæmda 8. mars næst­kom­andi. SA telja ólög­­lega staðið að atkvæða­greiðslu um verk­­fall­ið.

Verði Efl­ing ekki við áskorun Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins munu SA höfða félags­­­dóms­­mál gegn stétt­­ar­­fé­lag­inu. Nið­­ur­­staða dóms­ins mun, sam­kvæmt SA, liggja fyrir áður en verk­­falli er ætlað að koma til fram­­kvæmda.

Auglýsing

Viðar Þor­steins­son fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar segir full­yrð­ingar SA fjarri lagi og athuga­semd­irnar aug­ljós­lega til þess ætl­aðar að hindra félags­menn Efl­ingar í að nýta lýð­ræð­is­leg rétt­indi sín.

For­maður kjör­stjórnar Efl­ingar þegar svarað SA

Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ingar seg­ist harma afskipti SA og ein­sakra atvinnu­rek­enda af kosn­ing­un­um. „Það er með ólík­indum að sjá hags­muna­að­ila reyna að stöðva þá miklu upp­risu verka­fólks sem nú er í gang­i,“ segir Sól­veig. Hún hefur varið morgn­inum í verk­falls­kosn­inga­bíl Efl­ingar sem ekið hefur milli hót­ela. „Það hefur verið magnað og ótrú­legt að fylgj­ast með und­ir­tektum Efl­ing­ar­fé­laga. Allir eru ólmir að kjósa og mik­ill hugur í fólk,“ segir Sól­veig.

Í til­kynn­ingu Efl­ingar áréttar Viðar að allur und­ir­bún­ingur og fram­kvæmd kosn­ing­anna hafi verið í sam­ræmi við við­eig­andi regl­ur. Þar sé um að ræða lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deilur nr. 80 frá 1938, lög Efl­ingar og Reglu­gerð ASÍ um leyni­lega alls­herjar atkvæða­greiðslu meðal félags­manna aðild­ar­sam­taka. „Lög­menn okkar og for­maður kjör­stjórnar hafa að sjálf­sögðu yfir­farið þessar reglur mjög vand­lega,“ segir Við­ar. Hann segir Efl­ingu vísa athuga­semdum SA alfarið á bug og að for­maður kjör­stjórnar Efl­ingar hafi þegar svarað SA.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Vésteinn Ólason
Að láta allt dankast
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent