Sektagreiðslur verði endurgreiddar úr ríkissjóði

Seðlabanki Íslands hefur birt ítarlega fréttatilkynningu í tilefni af áliti Umboðsmanns Alþingis þar sem fjallað var um ákvörðun um sektrargreiðslu handa Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Seðla­banki Íslands telur rétt að end­ur­skoða strax allar sekt­ar­á­kvarð­anir og sættir vegna brota á fjár­magns­höftum í gild­is­tíð reglna nr. 1082/2008, 880/2009 og 370/2009 um gjald­eyr­is­mál, þar til regl­urnar voru lög­festar síðla árs 2011, og fara þess á leit að rík­is­sjóður end­ur­greiði sektir vegna brota á fyrr­nefndum regl­u­m. 

Eiga þeir von á bréfi sem falla undir þessa ákvörð­un. 

Þetta kemur fram í ítar­legri til­kynn­ingu Seðla­banka Íslands vegna álits Umboðs­manns Alþing­is, þar sem til umfjöll­unar var sekt­ar­greiðsla sem lögð var á Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra Sam­herj­a. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu Seðla­bank­ans eru mála­vextir rakt­ir, og fjallað um hvernig málin horfa við bank­an­um, eftir ítar­lega skoð­un. 

Hún fer í heild sinni hér að neð­an.

„Um­boðs­maður Alþingis birti í lok jan­úar álit nr. 9730/2018 vegna kvört­unar ein­stak­lings á afgreiðslu Seðla­banka Íslands á kröfu hans um að Seðla­bank­inn aft­ur­kall­aði, að eigin frum­kvæði, stjórn­valds­á­kvörðun vegna brota gegn reglum um gjald­eyr­is­mál. Það er meðal ann­ars nið­ur­staða umboðs­manns að við með­ferð máls­ins hafi Seðla­bank­inn ekki tekið afstöðu til rök­semda sem lutu að ummælum rík­is­sak­sókn­ara um gildi laga og reglna um gjald­eyr­is­mál, sem refsi­heim­ilda, sem fram komu í afstöðu hans til sex mála frá 20. maí 2014 Eins og fram kom í yfir­lýs­ingu Seðla­bank­ans sem birt var hinn 19. febr­úar sl. í til­efni álits umboðs­manns hefur bank­inn ráð­ist í ítar­lega skoðun á því hvað í álit­inu felst. Meg­in­at­riði skoð­un­ar­innar er hvort til staðar hafi verið full­nægj­andi heim­ildir til að leggja á stjórn­valds­sektir eða refsa með öðrum hætti fyrir brot gegn fjár­magns­höft­um frá því að þeim var komið á undir lok árs 2008 og þar til lögum um gjald­eyr­is­mál var breytt síðla árs 2011. Nánar til­tekið hvort þær reglur sem settar voru á grund­velli ákvæðis til bráða­birgða í lögum um gjald­eyr­is­mál teld­ust full­nægj­andi refsi­heim­ild, þ.e. hvort það fram­sal Alþingis á laga­setn­ing­ar­valdi sem fólst í ákvæð­inu full­nægði kröfum stjórn­ar­skrár og hvort við­ur­laga­á­kvæði lag­anna og bráð­birgða­á­kvæð­is­ins teld­ust nægj­an­lega skýr til að beita mætti refs­ingum eða stjórn­valds­sektum á grund­velli þeirra vegna brota á regl­un­um.

Þetta álita­efni hefur verið til umræðu frá því að fjár­magns­höftum var komið á og hef­ur Seðla­bank­inn fengið utan­að­kom­andi lög­fræði­á­lit sem hafa verið sam­hljóma um að líkur séu til þess að skil­yrðum um fram­sal laga­setn­inga­valds og skýr­leika refsi­heim­ilda sé full­nægt, enda liggi ekki fyrir skýr dómafor­dæmi á annan veg. Þá hefur ráðu­neyt­ið, sem farið hefur með þennan mála­flokk, verið sama sinn­is. Enn fremur var þetta nið­ur­staða Laga­stofn­unar Háskóla Íslands í úttekt á stjórn­sýslu Seðla­bank­ans við fram­kvæmd gjald­eyr­is­eft­ir­lits sem unnin var fyrir banka­ráð Seðla­bank­ans. Þá hefur Seðla­bank­inn talið vilja lög­gjafans skýran um þetta efni og því fram­fylgt fjár­magns­höft­unum með við­ur­lögum í ljósi þeirra ríku almanna­hags­muna sem þeim var ætlað að vernda. Seðla­bank­inn hefur einnig litið svo á að það væri vart í hans valdi að úrskurða gegn því fyr­ir­komu­lagi sem Alþingi ákvað þegar fjár­magns­höftum var komið á og telur að til þess hefði þurft að koma til skýr afstaða frá ákæru­valdi eða nið­ur­staða dóm­stóla.

Seðla­bank­inn hefur við fram­kvæmd laga og reglna um gjald­eyr­is­mál ályktað að afstaða rík­is­sak­sókn­ara, sem umboðs­maður vísar til í áliti sínu, fæli ekki í sér end­an­lega úrlausn ákæru­valds­ins um gildi reglna um gjald­eyr­is­mál sem refsi­heim­ilda. Sú ályktun var m.a. byggð á síð­ari afstöðu rík­is­sak­sókn­ara í máli vegna ætl­aðra brota á reglum um gjald­eyr­is­mál, þar sem rík­is­sak­sókn­ari m.a. leið­beindi Seðla­bank­anum um að hann gæti kært mál gegn reglum um gjald­eyr­is­mál til lög­reglu að þeim skil­yrðum upp­fylltum að þau telj­ist meiri hátt­ar, án þess að nokkuð kæmi fram um efa­semdir um gildi þeirra. Þá hefur verið litið til þess að lög­regla réðst í hús­leit­ir, hald­lagði gögn og rann­sak­aði mál vegna brota á reglum um gjald­eyr­is­mál. Þá voru jafn­framt gefnar út ákærur vegna brota á þeim. Auk þess hélt rann­sókn mála vegna brota á reglum um gjald­eyr­is­mál áfram hjá lög­reglu eftir að áður­nefnd afstaða ríkissak­sókn­ara lá fyrir auk þess sem mál voru end­ur­send Seðla­bank­anum til með­ferðar og ákvörð­un­ar. Var fram­an­greint talið til marks um að það væri ein­ungis á færi dóm­stóla að skera úr um gildi reglna um gjald­eyr­is­mál.

Vegna álits umboðs­manns Alþingis rit­aði Seðla­bank­inn rík­is­sak­sókn­ara bréf þar sem þess var óskað að rík­is­sak­sókn­ari skýrði frekar þau ummæli um gildi reglna um gjald­eyr­is­mál sem refsi­heim­ilda sem fram komu í fyrr­nefndum ákvörð­unum hans. Í svar­bréfi rík­is­sak­sókn­ara sem barst Seðla­bank­anum undir lok síð­ustu viku segir að mat hans sé að regl­ur um gjald­eyr­is­mál gátu ekki talist gild refsi­heim­ild fyrr en þær voru lög­festar með lögum nr. 127/2011. Með bréf­inu er þar með tek­inn af allur vafi um að mat rík­is­sak­sókn­ara, sem æðsta hand­hafa ákæru­valds, sé að reglu­setn­ing­ar­heim­ild í bráða­birgða­á­kvæði laga um gjald­eyr­is­mál hafi ekki upp­fyllt áður­nefnd skil­yrði um fram­sal laga­setn­ing­ar­valds og skýr­leika refsi­heim­ilda. Þar með gætu reglur um gjald­eyr­is­mál, sem settar voru á grund­velli bráða­birgða­á­kvæð­is­ins, ekki talist gildar sem refsi­heim­ild. Seðla­bank­inn hafði reyndar áður óskað eftir afstöðu rík­is­sak­sókn­ara til þessa bréf­lega árið 2012 en þeirri fyr­ir­spurn var á sínum tíma ekki svarað af hálfu rík­is­sak­sókn­ara þar sem talið var að slíkt svar hefði getað skapað rík­is­sak­sókn­ara van­hæfi í öðrum málum sem voru til með­ferð­ar á þeim tíma. Nú þegar nið­ur­staða liggur fyrir með afdrátt­ar­lausum hætti telur Seðla­bank­inn það eðli­legt að end­ur­skoða strax allar sekt­ar­á­kvarð­anir og sættir vegna brota á fjár­magns­höftum í gild­is­tíð reglna nr. 1082/2008, 880/2009 og 370/2010 um gjald­eyr­is­mál, þar til regl­urnar voru lög­festar síðla árs 2011, og fara þess á leit að rík­is­sjóður end­ur­greiði sektir vegna brota á reglum um gjald­eyr­is­mál. Hlut­að­eig­andi aðilar mega því eiga von á bréfi frá Seðla­bank­anum á næst­unni þar að lút­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent