„Óforsvaranleg afskipti“ af störfum bankaráðs

Afskipti af störfum bankaráðs, af hálfu Seðlabankans, eru harðlega gagnrýnd í bókunum bankaráðsmanna.

selabankinn_15367564864_o.jpg
Auglýsing

„Við­brögð Seðla­bank­ans, fyrst með frétta­til­kynn­ingu í kjöl­far dóms Hæsta­réttar í máli bank­ans gegn Sam­herja, hinn 13. nóv­em­ber 2018, og síðan með yfir­lýs­ingu í til­efni af álíti umboðs­manns Alþingi, hinn 19. febr­úar 2019, eru ekki til merkis um að stjórn­endur bank­ans taki til sín þá alvar­legu gagn­rýni á starf­semi og stjórn­sýslu bank­ans sem þar kom fram. Þá eru þau afskipti bank­ans af störfum banka­ráðs, sem að framan eru rak­in, í kjöl­far þess að því bár­ust fyr­ir­spurnir frá for­sæt­is­ráð­herra í kjöl­far þess að dómur Hæsta­réttar gekk í máli Sam­herja hf., ófor­svar­an­leg.“

Þetta segir í loka­orðum bók­unar Þór­unnar Guð­munds­dóttur og Sig­urðar Kára Krist­jáns­son­ar, banka­ráðs­manna Seðla­banka Íslands, en í bók­un­inni gagn­rýna þau Seðla­banka Íslands harð­lega. 

Sér­stak­lega er minnst á við­brögð bank­ans við því, að banka­ráð tæki saman grein­ar­gerð, sem fjallað var um á vef Kjarn­ans fyrr í dag, fyrir Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, vegna Sam­herj­a­máls­ins svo­nefnda.

Auglýsing

Segja þau í bók­un­inni að lög­fræði­ráð­gjöf Seðla­banka Íslands hafi reynt að hafa afskipti af vinnu banka­ráðs­ins, og við það eru gerðar alvar­legar athuga­semd­ir. 

„Við und­ir­rituð teljum nauð­syn­legt að að gera alvar­legar athuga­semdir við fram­göngu

Seðla­bank­ans í kjöl­far þess að banka­ráð hóf vinnu sína við að svara erindi for­sæt­is­ráð­herra frá

12. nóv­em­ber 2018. Þær athuga­semdir lúta að því að hinn 7. des­em­ber 2018 barst banka­ráði minn­is­blað frá lög­fræði­ráð­gjöf Seðla­banka íslands með yfir­skrift­inni "Athuga­semdir varð­andi ósk for­sæt­is­ráð­herra um grein­ar­gerð banka­ráðs vegna dóms Hæsta­réttar íslands í máli Seðla­banka íslands­gegn Sam­herja.

Segir í minn­is­blað­inu að banka­ráðið hafi hafið vinnu við skrif grein­ar­gerðar en að lög­fræði­ráð­gjöf Seðla­bank­ans geri veru­legar athuga­semdir við­fyr­ir­huguð efn­is­tök, sem kunna að valda því að lög­boð­inn trún­aður verði brot­inn .... 1/

Vart þarf að taka fram að lögum sam­kvæmt er ekki ráð fyrir því gert að Seðla­banki íslands hafi

eft­ir­lit með eigin emb­ætt­is­færslum og stjórn­valds­á­kvörð­un­um. Er það því ekki hlut­verk bank­ans að gera athuga­semdir við eða að reyna að hafa áhrif á efn­is­tök svara banka­ráðs við fyr­ir­spurn for­sæt­is­ráð­herra þegar banka­ráðið sinnir lög­bundnu eft­ir­lits­hlut­verki sínu.

Enn síður getur talist eðli­legt, hvað þá lögum sam­kvæmt, að Seðla­bank­inn geri til­raun til þess að

hindra að banka­ráðið svari fyr­ir­spurnum þess ráð­herra sem mál­efni bank­ans heyra undir með

þeim hætti sem gert var í minn­is­blaði lög­fræði­ráð­gjafar hans,“ segir í bókun Þór­unnar og Sig­urðar Kára. 

Í bókun þeirra segir enn fremur að Alþingi þurfi að taka sam­skipti yfir­stjórnar Seðla­bank­ans við Umboðs­mann Alþing­is, Tryggva Gunn­ars­son, til skoð­un­ar. „Und­ir­rituð telja að Alþingi hljóti, í ljósi þeirra lýs­inga sem fram koma í áður­nefndu áliti umboðs­manns Alþingis á sam­skiptum hans við Seðla­bank­ann, að taka fram­göngu yfir­stjórnar bank­ans í sam­skiptum sínum við umboðs­mann til sér­stakrar umfjöll­unar og skoð­un­ar,“ segir í bók­un­inn­i. 

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent