„Óforsvaranleg afskipti“ af störfum bankaráðs

Afskipti af störfum bankaráðs, af hálfu Seðlabankans, eru harðlega gagnrýnd í bókunum bankaráðsmanna.

selabankinn_15367564864_o.jpg
Auglýsing

„Við­brögð Seðla­bank­ans, fyrst með frétta­til­kynn­ingu í kjöl­far dóms Hæsta­réttar í máli bank­ans gegn Sam­herja, hinn 13. nóv­em­ber 2018, og síðan með yfir­lýs­ingu í til­efni af álíti umboðs­manns Alþingi, hinn 19. febr­úar 2019, eru ekki til merkis um að stjórn­endur bank­ans taki til sín þá alvar­legu gagn­rýni á starf­semi og stjórn­sýslu bank­ans sem þar kom fram. Þá eru þau afskipti bank­ans af störfum banka­ráðs, sem að framan eru rak­in, í kjöl­far þess að því bár­ust fyr­ir­spurnir frá for­sæt­is­ráð­herra í kjöl­far þess að dómur Hæsta­réttar gekk í máli Sam­herja hf., ófor­svar­an­leg.“

Þetta segir í loka­orðum bók­unar Þór­unnar Guð­munds­dóttur og Sig­urðar Kára Krist­jáns­son­ar, banka­ráðs­manna Seðla­banka Íslands, en í bók­un­inni gagn­rýna þau Seðla­banka Íslands harð­lega. 

Sér­stak­lega er minnst á við­brögð bank­ans við því, að banka­ráð tæki saman grein­ar­gerð, sem fjallað var um á vef Kjarn­ans fyrr í dag, fyrir Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, vegna Sam­herj­a­máls­ins svo­nefnda.

Auglýsing

Segja þau í bók­un­inni að lög­fræði­ráð­gjöf Seðla­banka Íslands hafi reynt að hafa afskipti af vinnu banka­ráðs­ins, og við það eru gerðar alvar­legar athuga­semd­ir. 

„Við und­ir­rituð teljum nauð­syn­legt að að gera alvar­legar athuga­semdir við fram­göngu

Seðla­bank­ans í kjöl­far þess að banka­ráð hóf vinnu sína við að svara erindi for­sæt­is­ráð­herra frá

12. nóv­em­ber 2018. Þær athuga­semdir lúta að því að hinn 7. des­em­ber 2018 barst banka­ráði minn­is­blað frá lög­fræði­ráð­gjöf Seðla­banka íslands með yfir­skrift­inni "Athuga­semdir varð­andi ósk for­sæt­is­ráð­herra um grein­ar­gerð banka­ráðs vegna dóms Hæsta­réttar íslands í máli Seðla­banka íslands­gegn Sam­herja.

Segir í minn­is­blað­inu að banka­ráðið hafi hafið vinnu við skrif grein­ar­gerðar en að lög­fræði­ráð­gjöf Seðla­bank­ans geri veru­legar athuga­semdir við­fyr­ir­huguð efn­is­tök, sem kunna að valda því að lög­boð­inn trún­aður verði brot­inn .... 1/

Vart þarf að taka fram að lögum sam­kvæmt er ekki ráð fyrir því gert að Seðla­banki íslands hafi

eft­ir­lit með eigin emb­ætt­is­færslum og stjórn­valds­á­kvörð­un­um. Er það því ekki hlut­verk bank­ans að gera athuga­semdir við eða að reyna að hafa áhrif á efn­is­tök svara banka­ráðs við fyr­ir­spurn for­sæt­is­ráð­herra þegar banka­ráðið sinnir lög­bundnu eft­ir­lits­hlut­verki sínu.

Enn síður getur talist eðli­legt, hvað þá lögum sam­kvæmt, að Seðla­bank­inn geri til­raun til þess að

hindra að banka­ráðið svari fyr­ir­spurnum þess ráð­herra sem mál­efni bank­ans heyra undir með

þeim hætti sem gert var í minn­is­blaði lög­fræði­ráð­gjafar hans,“ segir í bókun Þór­unnar og Sig­urðar Kára. 

Í bókun þeirra segir enn fremur að Alþingi þurfi að taka sam­skipti yfir­stjórnar Seðla­bank­ans við Umboðs­mann Alþing­is, Tryggva Gunn­ars­son, til skoð­un­ar. „Und­ir­rituð telja að Alþingi hljóti, í ljósi þeirra lýs­inga sem fram koma í áður­nefndu áliti umboðs­manns Alþingis á sam­skiptum hans við Seðla­bank­ann, að taka fram­göngu yfir­stjórnar bank­ans í sam­skiptum sínum við umboðs­mann til sér­stakrar umfjöll­unar og skoð­un­ar,“ segir í bók­un­inn­i. 

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent