Þórdís Kolbrún: Fólk borðar ekki verðbólgu eða vaxtahækkanir

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði í pontu Alþingis í dag að henni fyndust laun hinna lægst launuðu að sjálfsögðu ekki fullkomlega réttlát en að þróunin væri á vegferð einhvers konar réttlætis.

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir
Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, sat fyrir svörum í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi í dag. Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði hana hvort henni fynd­ust kröfur ræst­inga­fólks eðli­legar og hvort von væri á frek­ari til­lögum frá rík­is­stjórn­inni varð­andi kjara­mál.

Hún sagði það vera kunn­ug­legt stef að fólk borð­aði ekki með­al­tölin og exel-skjölin en bætti því við að fólk borð­aði ekki heldur óstöð­ug­leika. „Fólk borðar ekki heldur verð­bólgu eða vaxta­hækk­an­ir,“ sagði hún.

Þor­dís Kol­brún sagði að ef hún væri spurð hvort henni fynd­ist laun hinna lægst laun­uðu full­kom­lega rétt­lát þá myndi hún svara: Að sjálf­sögðu ekki. „Það er ekki til það sam­fé­lag í þessum heimi þar sem lægst laun­uðu lifa við mjög öfl­ugt og mikið rétt­læti. En þá þarf að horfa á á hvaða veg­ferð höfum við ver­ið. Þegar við skoðum – og það má kalla það með­al­töl sem eng­inn étur en ég kýs að kalla það stað­reyndir og við hljótum að tala út frá stað­reyndum – upp­safn­aða raun­á­vöxtun ráð­stöf­un­ar­tekna þá er það mynd sem sýnir ákveðið rétt­læti. Vegna þess að tekju­lægstu tíund­irnar hafa fengið meira hlut­falls­lega heldur en þeir tekju­hæstu. Þannig að þegar horft er á þá mynd þá hugsa ég að sú þróun sé á veg­ferð ein­hvers rétt­læt­is,“ sagði ráð­herra í pontu Alþing­is.

Auglýsing

Alltaf erfitt að tala um þá tekju­lægstu

Hún sagði að hana lang­aði að vera almenni­leg og geta sagt að henni fynd­ist að allir ættu skilið að fá hærri laun. „Hverri og einni mann­eskju finnst hún þess verðug og þannig á okkur að líða. Og þess vegna er alltaf erfitt að tala um þá hópa sem eru með lægstu laun­in.“

Þess vegna séu til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar sér­stak­lega beint að þessum hóp. „En það þarf ein­fald­lega að finna út hvert er svig­rúm til launa­hækk­ana og svo er það þess­ara aðila að finna út úr því hvernig því er skipt. Ég get ekki gerst dóm­ari í því og þess vegna hef ég líka sagt að það er óheppi­legt þegar maður getur ekki einu sinni lagt mat á raun­veru­legar kröfur af því að deilu­að­ilar ríf­ast líka um þær – hverjar þær eru,“ sagði ráð­herra.

Þarf líka að horfa til sveit­ar­fé­lag­anna

Logi spurði hana aftur hvort henni fynd­ust þessi lægstu laun vera sann­gjörn og hvort von væri á ein­hverju frá rík­is­stjórn­inni.

Þór­dís Kol­brún sagði að svarið lægi í þeim til­lögum sem kynntar voru hér fyrir örfáum dög­um. Þar væri tekið á ýmiss konar kerf­is­breyt­ingum í skatt­kerf­inu. „Við höfum þegar lagt tölu­vert meiri fjár­muni í barna­bóta­kerfið og svo fram­veg­is. Hér er sagt að það hefði átt að halda betur á spil­un­um. Við erum samt með þá stöðu að hér ríkir lítið atvinnu­leysi, hér hefur kaup­máttur auk­ist og þegar fjallað er um mál sem snerta þessa hópa hvað mest þá er alveg aug­ljóst af allri umræðu að hús­næð­is­málin eru þar stór þátt­ur,“ sagði hún. Þess vegna væri sér­stök áhersla lögð á þá þætti í þessum til­lögum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Hún telur þó að ekki eigi ein­ungis að horfa til rík­is­ins heldur einnig til sveit­ar­fé­lag­anna. „Þá má alveg velta því fyrir sér hvað sveit­ar­fé­lög í þessu landi og þá kannski sér­stak­lega Reykja­vík­ur­borg hefði getað gert öðru­vísi, hefði getað haldið betur á spilum til þess að það væru til fleiri íbúðir á mark­aðn­um. En allar okkar aðgerðir miða sér­stak­lega að því að mæta þessum hóp­um,“ sagði hún.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent