Þórdís Kolbrún: Fólk borðar ekki verðbólgu eða vaxtahækkanir

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði í pontu Alþingis í dag að henni fyndust laun hinna lægst launuðu að sjálfsögðu ekki fullkomlega réttlát en að þróunin væri á vegferð einhvers konar réttlætis.

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir
Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, sat fyrir svörum í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi í dag. Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði hana hvort henni fynd­ust kröfur ræst­inga­fólks eðli­legar og hvort von væri á frek­ari til­lögum frá rík­is­stjórn­inni varð­andi kjara­mál.

Hún sagði það vera kunn­ug­legt stef að fólk borð­aði ekki með­al­tölin og exel-skjölin en bætti því við að fólk borð­aði ekki heldur óstöð­ug­leika. „Fólk borðar ekki heldur verð­bólgu eða vaxta­hækk­an­ir,“ sagði hún.

Þor­dís Kol­brún sagði að ef hún væri spurð hvort henni fynd­ist laun hinna lægst laun­uðu full­kom­lega rétt­lát þá myndi hún svara: Að sjálf­sögðu ekki. „Það er ekki til það sam­fé­lag í þessum heimi þar sem lægst laun­uðu lifa við mjög öfl­ugt og mikið rétt­læti. En þá þarf að horfa á á hvaða veg­ferð höfum við ver­ið. Þegar við skoðum – og það má kalla það með­al­töl sem eng­inn étur en ég kýs að kalla það stað­reyndir og við hljótum að tala út frá stað­reyndum – upp­safn­aða raun­á­vöxtun ráð­stöf­un­ar­tekna þá er það mynd sem sýnir ákveðið rétt­læti. Vegna þess að tekju­lægstu tíund­irnar hafa fengið meira hlut­falls­lega heldur en þeir tekju­hæstu. Þannig að þegar horft er á þá mynd þá hugsa ég að sú þróun sé á veg­ferð ein­hvers rétt­læt­is,“ sagði ráð­herra í pontu Alþing­is.

Auglýsing

Alltaf erfitt að tala um þá tekju­lægstu

Hún sagði að hana lang­aði að vera almenni­leg og geta sagt að henni fynd­ist að allir ættu skilið að fá hærri laun. „Hverri og einni mann­eskju finnst hún þess verðug og þannig á okkur að líða. Og þess vegna er alltaf erfitt að tala um þá hópa sem eru með lægstu laun­in.“

Þess vegna séu til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar sér­stak­lega beint að þessum hóp. „En það þarf ein­fald­lega að finna út hvert er svig­rúm til launa­hækk­ana og svo er það þess­ara aðila að finna út úr því hvernig því er skipt. Ég get ekki gerst dóm­ari í því og þess vegna hef ég líka sagt að það er óheppi­legt þegar maður getur ekki einu sinni lagt mat á raun­veru­legar kröfur af því að deilu­að­ilar ríf­ast líka um þær – hverjar þær eru,“ sagði ráð­herra.

Þarf líka að horfa til sveit­ar­fé­lag­anna

Logi spurði hana aftur hvort henni fynd­ust þessi lægstu laun vera sann­gjörn og hvort von væri á ein­hverju frá rík­is­stjórn­inni.

Þór­dís Kol­brún sagði að svarið lægi í þeim til­lögum sem kynntar voru hér fyrir örfáum dög­um. Þar væri tekið á ýmiss konar kerf­is­breyt­ingum í skatt­kerf­inu. „Við höfum þegar lagt tölu­vert meiri fjár­muni í barna­bóta­kerfið og svo fram­veg­is. Hér er sagt að það hefði átt að halda betur á spil­un­um. Við erum samt með þá stöðu að hér ríkir lítið atvinnu­leysi, hér hefur kaup­máttur auk­ist og þegar fjallað er um mál sem snerta þessa hópa hvað mest þá er alveg aug­ljóst af allri umræðu að hús­næð­is­málin eru þar stór þátt­ur,“ sagði hún. Þess vegna væri sér­stök áhersla lögð á þá þætti í þessum til­lögum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Hún telur þó að ekki eigi ein­ungis að horfa til rík­is­ins heldur einnig til sveit­ar­fé­lag­anna. „Þá má alveg velta því fyrir sér hvað sveit­ar­fé­lög í þessu landi og þá kannski sér­stak­lega Reykja­vík­ur­borg hefði getað gert öðru­vísi, hefði getað haldið betur á spilum til þess að það væru til fleiri íbúðir á mark­aðn­um. En allar okkar aðgerðir miða sér­stak­lega að því að mæta þessum hóp­um,“ sagði hún.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent