Verðmiðinn á Marel rokið upp um 35 milljarða á tveimur vikum

Markaðsvirði Marel hefur hækkað um 23,24 prósent á einum mánuði. Erlendir fjárfestar hafa keypt hlutafé að undanförnu.

Marel Mynd: Marel
Auglýsing

Mark­aðsvirði Marel er nú tæp­lega 335 millj­arðar króna og hefur það auk­ist um 23,24 pró­sent á einum mán­uð­i. 

Á und­an­förnum rúmum tveimur vikum hefur virði fyr­ir­tæk­is­ins hækkað um tæp­lega 35 millj­arða. Í lok dags 12. febr­úar fór mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins í fyrsta skipti yfir 300 millj­arða króna. 

Hækk­unin á und­an­förnu ári nemur tæp­lega 33 pró­sent­u­m. 

Auglýsing

Evr­ópska sjóð­stýr­ing­ar­fé­lagið Tel­eios Global á nú orðið um 1,92 pró­sent hluta­fjár í félag­inu eftir mikil kaup á hlutafé að und­an­förnu. Virði þess nemur um 6,4 millj­örðum króna. 

Eyrir Invest er stærsti eig­andi félags­ins, með 27,9 pró­sent hlut, en íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eru einnig meðal stærstu hlut­hafa og er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna þeirra stærst­ur, með 9,74 pró­sent hlut.

Virði hluta Eyris í Marel nemur nú 93,4 millj­örðum króna.

Hagn­aður árs­ins 2018 hjá Marel nam í heild­ina 122,5 millj­­ónum evra, um 16,8 millj­­örðum króna, sem er aukn­ing um 26,4 pró­­sent frá árinu áður þegar það var 96,9 millj­­ónir evra, eða um 13,5 millj­­örðum króna. 

Áform um skrán­ingu hluta­bréfa Marel í alþjóð­­legri kaup­höll ganga sam­­kvæmt áætl­­un, sagði í  til­­kynn­ingu félags í kaup­hall­ar, í til­efni af upp­gjöri fjórða árs­fjórð­ungs í fyrra. 

Á aðal­­fundi félags­­ins 2018 til­­kynnti Ást­hildur Mar­grét Othars­dóttir stjórn­­­ar­­for­­maður Mar­el, að STJ Advis­ors, óháðir alþjóð­­legir ráð­gjaf­­ar, hefðu verið fengnir til að greina mög­u­­lega skrán­ing­­ar­­kosti fyrir félag­ið.

„Unnið er að því að fá tvo alþjóð­­lega fjár­­­fest­inga­­banka til ráð­gjafar við skrán­ing­­ar­­ferl­ið. Um leið og ákvörðun um kaup­höll liggur fyr­ir, mun Marel leita ráð­gjafar hjá þar­­lendum fjár­­­mála­­stofn­un­­um. ­­Stjórn Marel tel­­ur, byggt á ráð­­gjöf stjórn­­enda og STJ Advis­ors, að tví­­hlíða skrán­ing í alþjóð­­legri kaup­höll sé til hags­­bóta fyrir bæði núver­andi og verð­andi hlut­hafa Mar­el. Aðrir skrán­ing­­ar­­kostir sem voru til skoð­unar voru að vera áfram skráð félag á Íslandi ein­­göngu eða afskrá félagið á Íslandi og skrá það að fullu erlend­­is. Hluti af grein­ing­­ar­­ferl­inu var ítar­­leg upp­­lýs­inga­beiðni sem var send á fimm alþjóð­­legar kaup­hall­­ir. Í fram­haldi voru skrán­ing­­ar­­kostir þrengdir niður í þrjár kaup­hall­ir, Amster­dam, Kaup­­manna­höfn, og London. Valið stendur nú fyrst og fremst á milli Euro­­next í Amster­dam og Nas­daq í Kaup­­manna­höfn,“ segir í fyrr­nefndri til­­kynn­ingu.

Heild­ar­virði skráðra félaga í kaup­höll­inni nemur nú tæp­lega þús­und millj­örðum króna, og er Marel lang­sam­lega stærsta félagið á aðal­l­ist­an­um, sé horft til mark­aðsvirð­is. 

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent