Stefán hættir sem forstjóri Sýnar

Segist í tölvupósti taka ábyrgð með þessum hætti, á versnandi afkomu.

Sýn - Fjölmiðlar
Auglýsing

Stefán Sig­urðs­son for­stjóri Sýnar hefur óskað eftir því að láta af störfum sem for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins frá og með 1. júní, sam­kvæmt sam­komu­lagi við stjórn Sýn­ar. 

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Sýn. Stjórn­ar­for­maður Sýnar er Heiðar Guð­jóns­son, en aðrir stjórn­ar­menn eru Hildur Dungal, Anna Guðný Ara­dótt­ir, Hjör­leifur Páls­son og Yngvi Hall­dórs­son.

Stefán Sigurðsson.Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ráðn­ingu for­stjóra í hans stað en ráðn­ing­ar­ferli er haf­ið. Stefán mun verða stjórn­inni innan handar þar til nýr for­stjóri er ráð­inn, að því er segir í til­kynn­ingu.

Auglýsing

Stjórn félags­ins hefur falið Heið­ari Guð­jóns­syni stjórn­ar­for­manni að ann­ast í auknum mæli skipu­lag félags­ins og fylgj­ast með rekstr­in­um.Í tölvu­pósti sem Stefán sendi starfs­mönnum Sýnar í kvöld, og vitnað er til á frétta­vefnum Vísi, sem Sýn á, segir að ákvörðun hans um starfs­lok á þessum tíma­punkti sé tví­þætt.„Ég vil í fyrsta lagi taka ábyrgð á því að afkomu­spár hafa ekki gengið eftir og í öðru lagi við­ur­kenna að mikil orka fór á síð­asta ári í sam­run­ann og ég tel að félagið þurfi á þessum tíma­punkti for­stjóra með fulla tanka af orku,“ segir í frétt Vís­is.Stefán hefur gegnt starfi for­stjóra síðan árið 2014, þegar hann var ráð­inn for­stjóri Voda­fone en félagið tók svo upp nýtt nafn, þegar félagið keypti hlut af eignum 365 miðla fyrir 6,8 millj­arða króna, að teknu til­liti til yfir­töku skulda upp á 4,6 millj­arða króna, en skrifað var undir samn­inga um kaupin í des­em­ber 2016.

Mark­aðsvirði félags­ins hefur fallið um tæp­lega 40 pró­sent á einu ári og nemur nú rúm­lega 11,4 millj­örðum króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent