Of stórir hópar hafa lent utangarðs á fasteignamarkaði

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rót vandans sem verið sé að takast á við í kjaraviðræðum liggi í þróun fasteignamarkaðar. Þar hafi stórir hópar verið skildir eftir. En vandi þeirra verði ekki leystir með hækkun launa.

Halldór Benjamín Þorbergsson
Auglýsing

„Fyrir mér hefur það verið aug­ljóst í langan tíma að þegar við horfum inn í þetta kjara­samn­ings­um­hverfi þá sé rótin á þessu, hún liggi fyrst og fremst á fast­eigna­mark­að­i.“

Þetta segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, i við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut sem frum­sýndur verður klukkan 21 í kvöld.

Þar ræðir hann meðal ann­ars stöðu mála í kjara­við­ræð­um, yfir­vof­andi verk­föll, útspil rík­is­stjórn­ar­innar til að liðka fyrir lausn í við­ræðum vinnu­mark­að­ar­ins og launa­hækk­anir rík­is­for­stjóra. Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an.Hall­dór segir að staðan á Íslandi sé góð en á sama tíma virð­ist hún vera slæm. „Það er mikið róstur framundan á vinnu­mark­aði sem á sér ein­hverjar aðrar und­ir­liggj­andi aðstæð­ur. Eigna­staða við útlönd er jákvæð í fyrsta skipti í langan tíma. Við eigum meiri eignir í útlöndum heldur en skuld­ir. En á sama tíma sjáum við þegar við horfum inn í heim­ili lands­ins þá virð­ist vera að það sé hluti þar sem standi utan­garðs.“

Auglýsing
Þar sé þróun fast­eigna­mark­aðar fyrst og síð­ast um að kenna. „Hún liggur þar að það séu of stórir hópar ein­stak­linga og fjöl­skyldna sem hafi lent utan­garðs á fast­eigna­mark­aði. Ekki all­ir, mik­ill minni­hluti, vegna þess að þeir sem hafa átt fast­eign á þessu tíma­bili hafa séð alveg gríð­ar­lega aukn­ingu á sinni eigna­stöðu yfir þetta tíma­bil. En þeir sem hafa verið á leigu­mark­aði í ótryggu hús­næði og hafa þurft að glíma við erf­iðar afleið­ingar hækk­andi hús­næð­is­verðs og þar af leið­andi leigu­verðs.“

Hall­dór seg­ist hafa haldið því fram allt frá þvi að yfir­stand­andi deila hóf­st, og í raun mörgum mán­uðum áður, að lausnin á deil­unni myndi liggja í gegnum rót hans, fast­eigna­mark­að­inn. „Við sjáum það í hendi okkar það sem á sér stað inni í Karp­húsi og á samn­inga­fundum Sam­taka atvinnu­lífs­ins við öll þessi verka­lýðs­fé­lög er fyrst og fremst karp um kaup og kjör. En við leysum ekki fram­boðs­skort á fast­eigna­mark­aði sem er sann­ar­lega und­ir­liggj­andi rót vand­ans með því að hækka laun. Við leysum þann fram­boðs­skort með því að byggja meira, með því að byggja hag­kvæmar og auka fram­boð af hús­næði á við­ráð­an­legu verði. Allar lausnir sem líta fram hjá þess­ari stað­reynd eru dæmdar til að mis­takast.“

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent