Of stórir hópar hafa lent utangarðs á fasteignamarkaði

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rót vandans sem verið sé að takast á við í kjaraviðræðum liggi í þróun fasteignamarkaðar. Þar hafi stórir hópar verið skildir eftir. En vandi þeirra verði ekki leystir með hækkun launa.

Halldór Benjamín Þorbergsson
Auglýsing

„Fyrir mér hefur það verið aug­ljóst í langan tíma að þegar við horfum inn í þetta kjara­samn­ings­um­hverfi þá sé rótin á þessu, hún liggi fyrst og fremst á fast­eigna­mark­að­i.“

Þetta segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, i við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut sem frum­sýndur verður klukkan 21 í kvöld.

Þar ræðir hann meðal ann­ars stöðu mála í kjara­við­ræð­um, yfir­vof­andi verk­föll, útspil rík­is­stjórn­ar­innar til að liðka fyrir lausn í við­ræðum vinnu­mark­að­ar­ins og launa­hækk­anir rík­is­for­stjóra. Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an.Hall­dór segir að staðan á Íslandi sé góð en á sama tíma virð­ist hún vera slæm. „Það er mikið róstur framundan á vinnu­mark­aði sem á sér ein­hverjar aðrar und­ir­liggj­andi aðstæð­ur. Eigna­staða við útlönd er jákvæð í fyrsta skipti í langan tíma. Við eigum meiri eignir í útlöndum heldur en skuld­ir. En á sama tíma sjáum við þegar við horfum inn í heim­ili lands­ins þá virð­ist vera að það sé hluti þar sem standi utan­garðs.“

Auglýsing
Þar sé þróun fast­eigna­mark­aðar fyrst og síð­ast um að kenna. „Hún liggur þar að það séu of stórir hópar ein­stak­linga og fjöl­skyldna sem hafi lent utan­garðs á fast­eigna­mark­aði. Ekki all­ir, mik­ill minni­hluti, vegna þess að þeir sem hafa átt fast­eign á þessu tíma­bili hafa séð alveg gríð­ar­lega aukn­ingu á sinni eigna­stöðu yfir þetta tíma­bil. En þeir sem hafa verið á leigu­mark­aði í ótryggu hús­næði og hafa þurft að glíma við erf­iðar afleið­ingar hækk­andi hús­næð­is­verðs og þar af leið­andi leigu­verðs.“

Hall­dór seg­ist hafa haldið því fram allt frá þvi að yfir­stand­andi deila hóf­st, og í raun mörgum mán­uðum áður, að lausnin á deil­unni myndi liggja í gegnum rót hans, fast­eigna­mark­að­inn. „Við sjáum það í hendi okkar það sem á sér stað inni í Karp­húsi og á samn­inga­fundum Sam­taka atvinnu­lífs­ins við öll þessi verka­lýðs­fé­lög er fyrst og fremst karp um kaup og kjör. En við leysum ekki fram­boðs­skort á fast­eigna­mark­aði sem er sann­ar­lega und­ir­liggj­andi rót vand­ans með því að hækka laun. Við leysum þann fram­boðs­skort með því að byggja meira, með því að byggja hag­kvæmar og auka fram­boð af hús­næði á við­ráð­an­legu verði. Allar lausnir sem líta fram hjá þess­ari stað­reynd eru dæmdar til að mis­takast.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent