Of stórir hópar hafa lent utangarðs á fasteignamarkaði

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rót vandans sem verið sé að takast á við í kjaraviðræðum liggi í þróun fasteignamarkaðar. Þar hafi stórir hópar verið skildir eftir. En vandi þeirra verði ekki leystir með hækkun launa.

Halldór Benjamín Þorbergsson
Auglýsing

„Fyrir mér hefur það verið augljóst í langan tíma að þegar við horfum inn í þetta kjarasamningsumhverfi þá sé rótin á þessu, hún liggi fyrst og fremst á fasteignamarkaði.“

Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, i viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem frumsýndur verður klukkan 21 í kvöld.

Þar ræðir hann meðal annars stöðu mála í kjaraviðræðum, yfirvofandi verkföll, útspil ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir lausn í viðræðum vinnumarkaðarins og launahækkanir ríkisforstjóra. Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvöldsins hér að neðan.


Halldór segir að staðan á Íslandi sé góð en á sama tíma virðist hún vera slæm. „Það er mikið róstur framundan á vinnumarkaði sem á sér einhverjar aðrar undirliggjandi aðstæður. Eignastaða við útlönd er jákvæð í fyrsta skipti í langan tíma. Við eigum meiri eignir í útlöndum heldur en skuldir. En á sama tíma sjáum við þegar við horfum inn í heimili landsins þá virðist vera að það sé hluti þar sem standi utangarðs.“

Auglýsing
Þar sé þróun fasteignamarkaðar fyrst og síðast um að kenna. „Hún liggur þar að það séu of stórir hópar einstaklinga og fjölskyldna sem hafi lent utangarðs á fasteignamarkaði. Ekki allir, mikill minnihluti, vegna þess að þeir sem hafa átt fasteign á þessu tímabili hafa séð alveg gríðarlega aukningu á sinni eignastöðu yfir þetta tímabil. En þeir sem hafa verið á leigumarkaði í ótryggu húsnæði og hafa þurft að glíma við erfiðar afleiðingar hækkandi húsnæðisverðs og þar af leiðandi leiguverðs.“

Halldór segist hafa haldið því fram allt frá þvi að yfirstandandi deila hófst, og í raun mörgum mánuðum áður, að lausnin á deilunni myndi liggja í gegnum rót hans, fasteignamarkaðinn. „Við sjáum það í hendi okkar það sem á sér stað inni í Karphúsi og á samningafundum Samtaka atvinnulífsins við öll þessi verkalýðsfélög er fyrst og fremst karp um kaup og kjör. En við leysum ekki framboðsskort á fasteignamarkaði sem er sannarlega undirliggjandi rót vandans með því að hækka laun. Við leysum þann framboðsskort með því að byggja meira, með því að byggja hagkvæmar og auka framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Allar lausnir sem líta fram hjá þessari staðreynd eru dæmdar til að mistakast.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent