Of stórir hópar hafa lent utangarðs á fasteignamarkaði

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rót vandans sem verið sé að takast á við í kjaraviðræðum liggi í þróun fasteignamarkaðar. Þar hafi stórir hópar verið skildir eftir. En vandi þeirra verði ekki leystir með hækkun launa.

Halldór Benjamín Þorbergsson
Auglýsing

„Fyrir mér hefur það verið aug­ljóst í langan tíma að þegar við horfum inn í þetta kjara­samn­ings­um­hverfi þá sé rótin á þessu, hún liggi fyrst og fremst á fast­eigna­mark­að­i.“

Þetta segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, i við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut sem frum­sýndur verður klukkan 21 í kvöld.

Þar ræðir hann meðal ann­ars stöðu mála í kjara­við­ræð­um, yfir­vof­andi verk­föll, útspil rík­is­stjórn­ar­innar til að liðka fyrir lausn í við­ræðum vinnu­mark­að­ar­ins og launa­hækk­anir rík­is­for­stjóra. Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an.Hall­dór segir að staðan á Íslandi sé góð en á sama tíma virð­ist hún vera slæm. „Það er mikið róstur framundan á vinnu­mark­aði sem á sér ein­hverjar aðrar und­ir­liggj­andi aðstæð­ur. Eigna­staða við útlönd er jákvæð í fyrsta skipti í langan tíma. Við eigum meiri eignir í útlöndum heldur en skuld­ir. En á sama tíma sjáum við þegar við horfum inn í heim­ili lands­ins þá virð­ist vera að það sé hluti þar sem standi utan­garðs.“

Auglýsing
Þar sé þróun fast­eigna­mark­aðar fyrst og síð­ast um að kenna. „Hún liggur þar að það séu of stórir hópar ein­stak­linga og fjöl­skyldna sem hafi lent utan­garðs á fast­eigna­mark­aði. Ekki all­ir, mik­ill minni­hluti, vegna þess að þeir sem hafa átt fast­eign á þessu tíma­bili hafa séð alveg gríð­ar­lega aukn­ingu á sinni eigna­stöðu yfir þetta tíma­bil. En þeir sem hafa verið á leigu­mark­aði í ótryggu hús­næði og hafa þurft að glíma við erf­iðar afleið­ingar hækk­andi hús­næð­is­verðs og þar af leið­andi leigu­verðs.“

Hall­dór seg­ist hafa haldið því fram allt frá þvi að yfir­stand­andi deila hóf­st, og í raun mörgum mán­uðum áður, að lausnin á deil­unni myndi liggja í gegnum rót hans, fast­eigna­mark­að­inn. „Við sjáum það í hendi okkar það sem á sér stað inni í Karp­húsi og á samn­inga­fundum Sam­taka atvinnu­lífs­ins við öll þessi verka­lýðs­fé­lög er fyrst og fremst karp um kaup og kjör. En við leysum ekki fram­boðs­skort á fast­eigna­mark­aði sem er sann­ar­lega und­ir­liggj­andi rót vand­ans með því að hækka laun. Við leysum þann fram­boðs­skort með því að byggja meira, með því að byggja hag­kvæmar og auka fram­boð af hús­næði á við­ráð­an­legu verði. Allar lausnir sem líta fram hjá þess­ari stað­reynd eru dæmdar til að mis­takast.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent