Ein ástæða ófriðar að hagvöxtur byggir á vexti í láglaunaatvinnugreininni ferðaþjónustu

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor heldur áfram að greina stöðuna á vinnumarkaði í ítarlegum greinum í Vísbendingu.

7DM_9652_raw_1782.JPG
Auglýsing

„Við komum nú að kjarna máls sem er sá að hag­vöxtur síð­ustu ára hefur verið bor­inn uppi af lág­launa­at­vinnu­grein en hag­vöxt­ur­inn hefur gert ýmsum öðrum greinum kleift að greiða mun hærri laun.“

Þetta segir Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fess­or, í ítar­legri grein í Vís­bend­ingu, sem kom til áskrif­enda í dag. 

Í grein­inni heldur Gylfi áfram að fjalla um stöðu mála á vinnu­mark­aði, og greina orsakir þeirra miklu deilna sem eru hjá aðilum vinnu­mark­að­ar­ins, atvinnu­rek­endum og stétt­ar­fé­lög­um.

Auglýsing

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor.Gylfi segir að hag­vöxtur und­an­far­inna ára hafi ekki síst byggst á miklum vexti ferða­þjón­ust­unn­ar, sem sé í lág­launa­at­vinnu­grein. Laun í grein­inni taki mið af sam­keppni ferða­þjón­ustu við önnur lönd, og því séu launin lág í sam­an­burði við aðrar atvinnu­greinar hér á landi.

„En hvernig stendur á því að verka­lýðs­fé­lög ætli að beina spjótum sínum að þeirri grein sem hefur búið til hag­vöxt síð­ustu ára og hjálpað til að búa til bestu lífs­kjör sem þjóð­inni hefur búið við? Svarið hlýtur að liggja í lágum launum í grein­inni í sam­an­burði við aðrar inn­lendar greinar og skiptir þá launa­hlut­fallið í mynd­inni hér að ofan litlu. Í ferða­þjón­ustu starfa þús­undir aðflutts vinnu­fólks á launum sem eru lág í sam­an­burði við önnur laun innan lands. 

Við komum nú að kjarna máls sem er sá að hag­vöxtur síð­ustu ára hefur verið bor­inn uppi af lág­launa­at­vinnu­grein en hag­vöxt­ur­inn hefur gert ýmsum öðrum greinum kleift að greiða mun hærri laun. Gengi krón­unnar hefur verið sterkt, vegna m.a. vaxtar ferða­þjón­ustu, sem lækkar verð á inn­flutttum aðföngum í öðrum atvinnu­greinum í krónum sem þá geta greitt hærri laun; eft­ir­spurn eykst eftir starfs­fólki í öðrum greinum t.d. í bygg­ing­ar­iðn­aði, sem hækkar laun iðn­að­ar­manna, og í mörgum þjón­ustu­grein­um. Síðan er hægt að benda á það hvernig ákveðnir hópar – t.d.  for­stjórar og emb­ætt­is­menn – hafa fengið launa­hækk­anir á meðan starfs­fólk á lágum launum í ferða­þjón­ustu hefur fengið mun færri við­bót­ar­krónur í launa­hækk­un­um. En sá munur er á þessum hópum og starfs­fólki í ferða­þjón­ustu að ferða­þjón­usta er í beinni sam­keppni við ferða­þjón­ustu í öðrum löndum þar sem laun eru yfir­leitt tölu­vert lægri.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent