Um þúsund starfsmenn bíða eftir loðnu

Loðna hefur enn ekki fundist þrátt fyrir töluverða leit en ellefu fiskimjölsverksmiðjur og níu hrognavinnslur um land allt með alls um þúsund starfsmenn bíða nú eftir henni.

Grandi
Auglýsing

Hring­inn í kringum landið eru ell­efu fiski­mjöls­verk­smiðjur og níu hrogna­vinnslur með alls um þús­und starfs­menn sem bíða eftir loðnu. Þetta ­segir Gunn­þór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, í sam­tali við Aust­ur­frétt. „Hjá okkur eru þetta um 150 starfs­menn með sjó­mönn­um,“ segir hann. 

Loðna hefur ekki enn fund­ist þrátt fyrir mikla leit. Í frétt Aust­ur­fréttar um málið segir að reyna eigi til þrautar um helg­ina þegar Polar Amaroq, skip græn­lensks dótt­ur­fé­lags Síld­ar­vinnsl­unn­ar, og Ásgrímur Hall­dórs­son frá Höfn láta úr höfn. Fyr­ir­hugað sé að Ásgrímur fari með­fram suð­ur­land­inu en Polar norður fyr­ir.

„Við ætlum að skoða vest­ur­göngu og áfram upp með Norð­ur­landi. Við vitum að loðnan hefur oft komið í tölu­verðu magni upp að Norð­ur­landi seint. Hof­fell náði til dæmis tveimur full­fermistúrum fyrir norðan í fyrra eftir 14. mar­s,“ segir Gunn­þór.

Auglýsing

Halda í von­ina

Loðnu­ver­tíð­inni hefur lokið um miðjan mars en Gunn­þór bendir að sé horft lengra aftur í tím­ann hafi þekkst að loðna væri veidd og hrogn úr henni unnin framundir lok mán­að­ar­ins.

„Ef ég á að vera heið­ar­legur þá er ég orð­inn vondaufur en við höldum í von­ina. Þrátt fyrir allt er eftir miklu að slægj­ast því hrogna­tíðin er verð­mæt­ust. Við trúum að eitt­hvað af birt­inga­myndum fyrri tíðar verði uppi á ten­ingn­um,“ segir hann.

Áhrifin all­nokkur á hag­vöxt

Haf­rann­sókn­ar­stofnun hefur ekki gefið út neinn upp­hafs­kvóta á loðnu á þess­ari ver­tíð og stefnir því í að engar loðnu­veiðar verði heim­il­að­ar, sam­kvæmt Hag­sjá hag­fræði­deildar Lands­bank­ans. Ver­andi næst mik­il­væg­asta útflutn­ings­fisk­teg­undin á eftir þorsk­inum munu áhrif þess verða all­nokkur á lands­fram­leiðslu og þar með á hag­vöxt.

Útflutn­ings­verð­mæti loðnu nam 17,8 millj­örðum króna í fyrra. Á þriðja árs­fjórð­ungi síð­asta árs nam lands­fram­leiðsla síð­ustu fjög­urra árs­fjórð­unga 2.766 millj­örðum króna og er því um að ræða um 0,6 pró­sent af lands­fram­leiðslu sem þjóð­ar­búið verður af, að öllu öðru óbreyttu.

„Sú veiði­regla sem stuðst er við til ákvörð­unar á umfangi veiða gerir ráð fyrir að veiða upp að því marki að skilin séu eftir um 400 þús­und tonn af kyn­þroska loðnu hverju sinni. Nýjasta mat á þeim stofni frá rann­sókn­ar­leið­angri sem far­inn var 4.-15. jan­úar var að stofn kyn­þroska loðnu væri 214 þús­und tonn,“ segir í Hag­sjánni.

Loðna veidd sam­fleytt frá 1963

Þær mæl­ingar sem gerðar voru í byrjun febr­úar gáfu ekki von um að veiði­ráð­gjöf verði breytt. Hluti af óviss­unni um mat á stærð stofns­ins ligg­ur, sam­kvæmt Hag­sjá, í því að ganga loðn­unnar hefur breyst á síð­ustu árum sem talið er að rekja megi meðal ann­ars til hlýn­unar sjávar í kringum land­ið.

„Verði það nið­ur­staðan að ekki verði veidd nein loðna mun það sæta tölu­verðum tíð­indum enda hefur loðna verið veidd hér við land sam­fleytt frá árinu 1963. Þó komið hafi ver­tíðir með mjög litlum veiðum hefur það aldrei farið svo að ekki hafi orðið nein veiði. Af slæmum ver­tíðum má helst nefna árið 2009 þegar veidd voru 15 þús­und tonn og árið 1982 þegar veiðar námu ein­ungis rúm­lega 13 þús­und tonn­um. Þegar mest lét námu veiðar 1,3 milljón tonnum árið 1997 en segja má að mestu veið­arnar hafi verið á tíma­bil­inu 1996-2002 þegar með­al­veiðar árs­ins námu 976 þús­und tonn­um. Frá árinu 2002 hafa veiðar leitað niður á við og verið að með­al­tali 190 þús­und tonn síð­ustu 5 ár,“ segir í Hag­sjá hag­fræði­deildar Lands­bank­ans.

Hefur áhrif á tekjur sjó­manna

Gunn­þór segir að loðnan sé um 40 pró­sent útflutn­ings­tekna hjá fyr­ir­tækjum í upp­sjáv­ar­fiski. Hún hafi verið 35 pró­sent af þeirra tekjum miðað við áætlun en þau hafi reyndar ekki verið með mik­inn loðnu­kvóta inni í þeim.

„Ég geri ekki lítið úr áhrifum þess, ef ekki finnst loðna, á umfang fyr­ir­tækj­anna en þau draga saman í fjár­fest­ingum og fara í gegnum þetta. Hjá sjó­mönnum get ég trúað að þetta sé 30 pró­sent tekju­lækk­un. Hlut­falls­lega þyngsta höggið er hins vegar fyrir starfs­fólkið sem fer á milli staða og treystir á ver­tíð­ar. Loðnu­brestur kemur víða nið­ur, það má reikna með að Fjarða­byggð verði af 200 til 250 millj­ónum í tekj­ur,“ segir hann.

Skip Síld­ar­vinnsl­unnar hafa verið að veiða kolmunna sem gengur vestur fyrir Bret­landseyjar til að hrygna og sem leitar svo aftur norður þegar líður að sumri. „Það hefur gengið upp og ofan. Sigl­ingin er löng og veið­arnar kostn­að­ar­samar því svæðið er erfitt og tíð­ar­farið hefur verið það einnig,“ segir Gunn­þór við Aust­ur­frétt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent