Um þúsund starfsmenn bíða eftir loðnu

Loðna hefur enn ekki fundist þrátt fyrir töluverða leit en ellefu fiskimjölsverksmiðjur og níu hrognavinnslur um land allt með alls um þúsund starfsmenn bíða nú eftir henni.

Grandi
Auglýsing

Hring­inn í kringum landið eru ell­efu fiski­mjöls­verk­smiðjur og níu hrogna­vinnslur með alls um þús­und starfs­menn sem bíða eftir loðnu. Þetta ­segir Gunn­þór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, í sam­tali við Aust­ur­frétt. „Hjá okkur eru þetta um 150 starfs­menn með sjó­mönn­um,“ segir hann. 

Loðna hefur ekki enn fund­ist þrátt fyrir mikla leit. Í frétt Aust­ur­fréttar um málið segir að reyna eigi til þrautar um helg­ina þegar Polar Amaroq, skip græn­lensks dótt­ur­fé­lags Síld­ar­vinnsl­unn­ar, og Ásgrímur Hall­dórs­son frá Höfn láta úr höfn. Fyr­ir­hugað sé að Ásgrímur fari með­fram suð­ur­land­inu en Polar norður fyr­ir.

„Við ætlum að skoða vest­ur­göngu og áfram upp með Norð­ur­landi. Við vitum að loðnan hefur oft komið í tölu­verðu magni upp að Norð­ur­landi seint. Hof­fell náði til dæmis tveimur full­fermistúrum fyrir norðan í fyrra eftir 14. mar­s,“ segir Gunn­þór.

Auglýsing

Halda í von­ina

Loðnu­ver­tíð­inni hefur lokið um miðjan mars en Gunn­þór bendir að sé horft lengra aftur í tím­ann hafi þekkst að loðna væri veidd og hrogn úr henni unnin framundir lok mán­að­ar­ins.

„Ef ég á að vera heið­ar­legur þá er ég orð­inn vondaufur en við höldum í von­ina. Þrátt fyrir allt er eftir miklu að slægj­ast því hrogna­tíðin er verð­mæt­ust. Við trúum að eitt­hvað af birt­inga­myndum fyrri tíðar verði uppi á ten­ingn­um,“ segir hann.

Áhrifin all­nokkur á hag­vöxt

Haf­rann­sókn­ar­stofnun hefur ekki gefið út neinn upp­hafs­kvóta á loðnu á þess­ari ver­tíð og stefnir því í að engar loðnu­veiðar verði heim­il­að­ar, sam­kvæmt Hag­sjá hag­fræði­deildar Lands­bank­ans. Ver­andi næst mik­il­væg­asta útflutn­ings­fisk­teg­undin á eftir þorsk­inum munu áhrif þess verða all­nokkur á lands­fram­leiðslu og þar með á hag­vöxt.

Útflutn­ings­verð­mæti loðnu nam 17,8 millj­örðum króna í fyrra. Á þriðja árs­fjórð­ungi síð­asta árs nam lands­fram­leiðsla síð­ustu fjög­urra árs­fjórð­unga 2.766 millj­örðum króna og er því um að ræða um 0,6 pró­sent af lands­fram­leiðslu sem þjóð­ar­búið verður af, að öllu öðru óbreyttu.

„Sú veiði­regla sem stuðst er við til ákvörð­unar á umfangi veiða gerir ráð fyrir að veiða upp að því marki að skilin séu eftir um 400 þús­und tonn af kyn­þroska loðnu hverju sinni. Nýjasta mat á þeim stofni frá rann­sókn­ar­leið­angri sem far­inn var 4.-15. jan­úar var að stofn kyn­þroska loðnu væri 214 þús­und tonn,“ segir í Hag­sjánni.

Loðna veidd sam­fleytt frá 1963

Þær mæl­ingar sem gerðar voru í byrjun febr­úar gáfu ekki von um að veiði­ráð­gjöf verði breytt. Hluti af óviss­unni um mat á stærð stofns­ins ligg­ur, sam­kvæmt Hag­sjá, í því að ganga loðn­unnar hefur breyst á síð­ustu árum sem talið er að rekja megi meðal ann­ars til hlýn­unar sjávar í kringum land­ið.

„Verði það nið­ur­staðan að ekki verði veidd nein loðna mun það sæta tölu­verðum tíð­indum enda hefur loðna verið veidd hér við land sam­fleytt frá árinu 1963. Þó komið hafi ver­tíðir með mjög litlum veiðum hefur það aldrei farið svo að ekki hafi orðið nein veiði. Af slæmum ver­tíðum má helst nefna árið 2009 þegar veidd voru 15 þús­und tonn og árið 1982 þegar veiðar námu ein­ungis rúm­lega 13 þús­und tonn­um. Þegar mest lét námu veiðar 1,3 milljón tonnum árið 1997 en segja má að mestu veið­arnar hafi verið á tíma­bil­inu 1996-2002 þegar með­al­veiðar árs­ins námu 976 þús­und tonn­um. Frá árinu 2002 hafa veiðar leitað niður á við og verið að með­al­tali 190 þús­und tonn síð­ustu 5 ár,“ segir í Hag­sjá hag­fræði­deildar Lands­bank­ans.

Hefur áhrif á tekjur sjó­manna

Gunn­þór segir að loðnan sé um 40 pró­sent útflutn­ings­tekna hjá fyr­ir­tækjum í upp­sjáv­ar­fiski. Hún hafi verið 35 pró­sent af þeirra tekjum miðað við áætlun en þau hafi reyndar ekki verið með mik­inn loðnu­kvóta inni í þeim.

„Ég geri ekki lítið úr áhrifum þess, ef ekki finnst loðna, á umfang fyr­ir­tækj­anna en þau draga saman í fjár­fest­ingum og fara í gegnum þetta. Hjá sjó­mönnum get ég trúað að þetta sé 30 pró­sent tekju­lækk­un. Hlut­falls­lega þyngsta höggið er hins vegar fyrir starfs­fólkið sem fer á milli staða og treystir á ver­tíð­ar. Loðnu­brestur kemur víða nið­ur, það má reikna með að Fjarða­byggð verði af 200 til 250 millj­ónum í tekj­ur,“ segir hann.

Skip Síld­ar­vinnsl­unnar hafa verið að veiða kolmunna sem gengur vestur fyrir Bret­landseyjar til að hrygna og sem leitar svo aftur norður þegar líður að sumri. „Það hefur gengið upp og ofan. Sigl­ingin er löng og veið­arnar kostn­að­ar­samar því svæðið er erfitt og tíð­ar­farið hefur verið það einnig,“ segir Gunn­þór við Aust­ur­frétt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent