Vonast til að aðgerða­plan bíti það fast að samningsaðilar komi að borðinu

Formaður VR segir að meginmarkmið fyrirhugaðra verkfallsaðgerða sé fyrst og fremst að reyna ná samningum.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir um fyr­ir­hug­aðar verk­falls­að­gerðir að meg­in­mark­miðið sé auð­vitað fyrst og fremst að reyna ná samn­ing­um. „Við von­umst til að þetta aðgerða­plan bíti það fast að við fáum samn­ings­að­ila að borð­in­u.“ Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í morg­un.

­Stjórn­ VR­ ­sam­­þykkti á fundi fyrr í vik­unni að boða til­ ­leyn­i­­legrar ­at­­kvæða­greiðslu um verk­­fall hjá hóp­bif­­reiða­­fyr­ir­tækjum á félags­­­svæð­i VR­ og í gist­i­­þjón­­ustu á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu og í Hvera­­gerð­i. Verk­­falls­að­­gerð­­irnar dreifast á 15 daga en verði þær sam­­þykktar er fyrsta verk­­fall fyr­ir­hugað 22. mars næst­kom­andi. Verði ekki gengið frá samn­ingum er stefnt á ótíma­bundna vinn­u­­stöðvun 1. maí.

Ragnar Þór seg­ist í sam­tali við Frétta­blaðið gera ráð fyrir því að atkvæða­greiðsla um aðgerð­irnar hefj­ist snemma í næstu viku en ein­ungis þeir starfs­menn sem aðgerð­irnar munu ná til geta greitt atkvæði. Það þýði að þátt­takan þarf að lág­marki að vera 20 pró­sent til að atkvæða­greiðslan telj­ist gild.

Auglýsing

Hann seg­ist ekki vera kom­inn með end­an­legar tölur yfir fjölda félags­manna VR sem aðgerð­irnar gætu náð til en lík­leg­ast sé um yfir þús­und manns að ræða.

„Ég á ekki von á því að það verði bit­ist eitt­hvað um fram­kvæmd­ina en það má alveg búast við því að Sam­tök atvinnu­lífs­ins láti reyna á öll álita­mál sama hver þau eru. Það hefur alltaf verið eðli ferl­is­ins að það sé látið reyna á nán­ast allt fyrir Félags­dómi,“ segir Ragnar Þór við Frétta­blaðið

Það þurfi að passa upp á mörg praktísk mál í þessu ferli öllu. „Við erum fyrst og fremst að reyna að gera þetta rétt og við viljum vanda okk­ur. Við kvörtum alla­vega ekki yfir aðgerða­leysi þessa dag­ana.“ Ragnar segir að aðilar muni hitt­ast hjá rík­is­sátta­semj­ara næst­kom­andi fimmtu­dag þótt fundur hafi ekki form­lega verið boð­að­ur. Í frétt­inni kemur fram að sam­kvæmt lögum þurfi að halda fund innan við tveimur vikum frá því að við­ræðum er slitið en sá frestur rennur út á fimmtu­dag­inn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Þórólfur Matthíasson
Mútur sem hefðbundnir viðskiptahættir
Kjarninn 15. nóvember 2019
Björgólfur reiknar ekki með að sitja sem forstjóri Samherja lengi
Sitjandi forstjóri Samherja kallar sjónvarpsþátt Kveiks um fyrirtækið „einhliða“. Ýjað hafi verið að því að Samherji „hefði brotið gegn lögum og sýnt slæmt siðferði í viðskiptum.“
Kjarninn 15. nóvember 2019
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent