Vonast til að aðgerða­plan bíti það fast að samningsaðilar komi að borðinu

Formaður VR segir að meginmarkmið fyrirhugaðra verkfallsaðgerða sé fyrst og fremst að reyna ná samningum.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir um fyr­ir­hug­aðar verk­falls­að­gerðir að meg­in­mark­miðið sé auð­vitað fyrst og fremst að reyna ná samn­ing­um. „Við von­umst til að þetta aðgerða­plan bíti það fast að við fáum samn­ings­að­ila að borð­in­u.“ Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í morg­un.

­Stjórn­ VR­ ­sam­­þykkti á fundi fyrr í vik­unni að boða til­ ­leyn­i­­legrar ­at­­kvæða­greiðslu um verk­­fall hjá hóp­bif­­reiða­­fyr­ir­tækjum á félags­­­svæð­i VR­ og í gist­i­­þjón­­ustu á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu og í Hvera­­gerð­i. Verk­­falls­að­­gerð­­irnar dreifast á 15 daga en verði þær sam­­þykktar er fyrsta verk­­fall fyr­ir­hugað 22. mars næst­kom­andi. Verði ekki gengið frá samn­ingum er stefnt á ótíma­bundna vinn­u­­stöðvun 1. maí.

Ragnar Þór seg­ist í sam­tali við Frétta­blaðið gera ráð fyrir því að atkvæða­greiðsla um aðgerð­irnar hefj­ist snemma í næstu viku en ein­ungis þeir starfs­menn sem aðgerð­irnar munu ná til geta greitt atkvæði. Það þýði að þátt­takan þarf að lág­marki að vera 20 pró­sent til að atkvæða­greiðslan telj­ist gild.

Auglýsing

Hann seg­ist ekki vera kom­inn með end­an­legar tölur yfir fjölda félags­manna VR sem aðgerð­irnar gætu náð til en lík­leg­ast sé um yfir þús­und manns að ræða.

„Ég á ekki von á því að það verði bit­ist eitt­hvað um fram­kvæmd­ina en það má alveg búast við því að Sam­tök atvinnu­lífs­ins láti reyna á öll álita­mál sama hver þau eru. Það hefur alltaf verið eðli ferl­is­ins að það sé látið reyna á nán­ast allt fyrir Félags­dómi,“ segir Ragnar Þór við Frétta­blaðið

Það þurfi að passa upp á mörg praktísk mál í þessu ferli öllu. „Við erum fyrst og fremst að reyna að gera þetta rétt og við viljum vanda okk­ur. Við kvörtum alla­vega ekki yfir aðgerða­leysi þessa dag­ana.“ Ragnar segir að aðilar muni hitt­ast hjá rík­is­sátta­semj­ara næst­kom­andi fimmtu­dag þótt fundur hafi ekki form­lega verið boð­að­ur. Í frétt­inni kemur fram að sam­kvæmt lögum þurfi að halda fund innan við tveimur vikum frá því að við­ræðum er slitið en sá frestur rennur út á fimmtu­dag­inn.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent