Vonast til að aðgerða­plan bíti það fast að samningsaðilar komi að borðinu

Formaður VR segir að meginmarkmið fyrirhugaðra verkfallsaðgerða sé fyrst og fremst að reyna ná samningum.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir um fyr­ir­hug­aðar verk­falls­að­gerðir að meg­in­mark­miðið sé auð­vitað fyrst og fremst að reyna ná samn­ing­um. „Við von­umst til að þetta aðgerða­plan bíti það fast að við fáum samn­ings­að­ila að borð­in­u.“ Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í morg­un.

­Stjórn­ VR­ ­sam­­þykkti á fundi fyrr í vik­unni að boða til­ ­leyn­i­­legrar ­at­­kvæða­greiðslu um verk­­fall hjá hóp­bif­­reiða­­fyr­ir­tækjum á félags­­­svæð­i VR­ og í gist­i­­þjón­­ustu á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu og í Hvera­­gerð­i. Verk­­falls­að­­gerð­­irnar dreifast á 15 daga en verði þær sam­­þykktar er fyrsta verk­­fall fyr­ir­hugað 22. mars næst­kom­andi. Verði ekki gengið frá samn­ingum er stefnt á ótíma­bundna vinn­u­­stöðvun 1. maí.

Ragnar Þór seg­ist í sam­tali við Frétta­blaðið gera ráð fyrir því að atkvæða­greiðsla um aðgerð­irnar hefj­ist snemma í næstu viku en ein­ungis þeir starfs­menn sem aðgerð­irnar munu ná til geta greitt atkvæði. Það þýði að þátt­takan þarf að lág­marki að vera 20 pró­sent til að atkvæða­greiðslan telj­ist gild.

Auglýsing

Hann seg­ist ekki vera kom­inn með end­an­legar tölur yfir fjölda félags­manna VR sem aðgerð­irnar gætu náð til en lík­leg­ast sé um yfir þús­und manns að ræða.

„Ég á ekki von á því að það verði bit­ist eitt­hvað um fram­kvæmd­ina en það má alveg búast við því að Sam­tök atvinnu­lífs­ins láti reyna á öll álita­mál sama hver þau eru. Það hefur alltaf verið eðli ferl­is­ins að það sé látið reyna á nán­ast allt fyrir Félags­dómi,“ segir Ragnar Þór við Frétta­blaðið

Það þurfi að passa upp á mörg praktísk mál í þessu ferli öllu. „Við erum fyrst og fremst að reyna að gera þetta rétt og við viljum vanda okk­ur. Við kvörtum alla­vega ekki yfir aðgerða­leysi þessa dag­ana.“ Ragnar segir að aðilar muni hitt­ast hjá rík­is­sátta­semj­ara næst­kom­andi fimmtu­dag þótt fundur hafi ekki form­lega verið boð­að­ur. Í frétt­inni kemur fram að sam­kvæmt lögum þurfi að halda fund innan við tveimur vikum frá því að við­ræðum er slitið en sá frestur rennur út á fimmtu­dag­inn.

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent