Segir SA bera mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin

Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins telur að ekki megi skella allri skuld á verkalýðsforystuna og að hún sé að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru komnar í samfélaginu.

Þorsteinn Pálsson
Þorsteinn Pálsson
Auglýsing

Ákveðin hætta er á ferðum varð­andi kjara­samn­inga og verk­föll, sam­kvæmt Þor­steini Páls­syni, fyrr­ver­andi rit­stjóra og for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, en hann var í við­tali í Silfr­inu á RÚV í morg­un.

„Margir tala um nýja verka­lýðs­for­ystu en ég brosi nú svo­lítið út í annað því mér finnst þetta vera svo­lítið gam­al­dags. Eins og við séum að fara svo­lítið inn í gamlan tíma,“ segir hann og bætir því að ekki sé mikið um nýjar eða ferskar hug­myndir hjá verka­lýðs­for­yst­unni.

Að hans mati má þó ekki skella allri skuld­inni á verka­lýðs­for­yst­una. „Ég held að hún sé að bregð­ast svo­lítið við aðstæðum í sam­fé­lag­inu og það er ekki hægt að horfa fram hjá því að Sam­tök atvinnu­lífs­ins bera mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er kom­in. Það hefur líka orðið stefnu­breyt­ing á þeim vett­vangi, ekki síð­ur,“ segir hann.

Auglýsing

SA hlaupið frá grund­vall­ar­at­rið­inu

Þor­steinn rifjar upp að fyrir fimm árum þá hafi það verið skil­yrði hjá SA og ASÍ að fara í við­ræður við rík­is­stjórn­ina og grund­vall­ar­at­riðið var að semja um mynt sem væri stöðug. SA hafi hlaupið frá þessu grund­vall­ar­at­riði og skapi það nýjar aðstæður í sam­fé­lag­inu. „Það er ekki hægt að taka þá ábyrgð frá þessum sam­tök­um,“ segir hann.

„Ef við horfum til baka á þjóð­ar­sátt­ina og rifjum upp út á hvað hún gekk árið 1990 þá voru engar vin­sæld­ar­að­gerðir sem var verið að semja um milli aðila vinnu­mark­að­ar­ins og rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ segir hann. Það sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins hafi lagt við var að afnema nýum­samdar launa­hækk­anir háskóla­mennt­aðra og rík­is­starfs­manna sem rík­is­stjórnin hafði nýlega skrifað und­ir.

Hitt atriðið hafi verið að tryggja stöðugt gengi. „Það var lyk­il­at­riðið sem gengið var út frá í þjóð­ar­sátt­inni. Það var þetta sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins fóru fram á við rík­is­stjórn­ina og það reynd­ist svo unnt að verða við þessum ósk­um. Fyrir fimm til sex árum voru SA enn með sömu stefnu en nú hafa þau hlaupið frá henn­i,“ telur hann. Þetta sé að skapa hinn stóra og alvar­lega vanda.

Þor­steinn seg­ist þó ekki vera að draga úr ábyrgð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar en hann telur að skýra verði þá stöðu sem upp er komin með þess­ari grund­vall­ar­stefnu­breyt­ingu hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins.

Stjórn­völd vilja ekki takast á við órétt­lætið

Þor­steinn segir að þrátt fyrir að há laun ýmissa for­stjóra og hækk­anir kjara­ráðs hafi haft áhrif á við­ræð­urnar þá sé til­tölu­lega mik­ill launa­jöfn­uður hér á landi en að það orðið hafi meiri mis­skipt­ing er varðar eignir í þessu sam­fé­lagi en víða ann­ars stað­ar. Þor­steinn spyr sig hvers vegna það sé að ger­ast. „Menn loka aug­unum fyrir því. Við búum við meiri ójöfnuð á fjár­mála­mark­aði en í nokkru öðru lýð­ræð­is­ríki. Stór hluti atvinnu­lífs­ins er utan við krónu­hag­kerfið og síðan er það launa­fólkið sem á að starfa í því kerf­i.“ Hann telur þetta búa til mis­rétti sem fólk eðli­lega sættir sig ekki við.

„Þetta er órétt­læti sem grefur um sig og stjórn­völd vilja ekki taka á af því að það eru ákveðin hags­muna­öfl sem toga í flokk­ana, bæði frá hægri og vinstri til að við­halda þessu ójafn­rétt­i,“ segir hann og bætir því við að vanda­málið sé í grunn­gerð efna­hags­stefn­unnar og nú hafi menn myndað rík­is­stjórn til að verja þetta mis­rétti og koma í veg fyrir að það sé leið­rétt. „Og þegar fólk fær á til­finn­ing­una að það sé ekki einu sinni vilji til að ræða þetta þá hlýtur að fara svona.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent