Þingmaður telur núgildandi lögræðislög vanvirða og mismuna fólki

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, leggur til að lögræðislögin verði endurskoðuð í heild sinni. Hún telur fólk hafa rétt á að taka sjálfstæðar ákvarðanir í lífi sínu og ráða sínum högum sjálft.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Auglýsing

Tólf þing­menn hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu á Alþingi þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna. Í nefnd­ina kjósi Alþingi þing­menn úr öllum þing­flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Haft verði sam­ráð við sam­tök fatl­aðs fólks við vinnu að end­ur­skoð­un­inni. Auk almennrar heild­ar­end­ur­skoð­unar verði sér­stak­lega litið til ákvæða samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks.

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, leggur fram til­lög­una en með henni er einn vara­þing­maður Pírata sem og þing­menn úr Við­reisn, Sam­fylk­ing­unni, Flokki fólks­ins og Píröt­um.

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni kemur fram að nefndin skuli leggja áherslu á að flýta eins og kostur er breyt­ingum sem ætlað er að afnema ólög­mæta mis­munun gegn fötl­uðum og leggja fram frum­varp þar að lút­andi svo fljótt sem auðið er. For­seti Alþingis skuli tryggja nefnd­inni nauð­syn­lega aðstöðu og sér­fræði­að­stoð til að sinna end­ur­skoð­un­inni.

Auglýsing

Ein­ungis fyrsta skrefið

Þór­hildur Sunna segir í sam­tali við Kjarn­ann að til­lagan sé ein­ungis fyrsta skref­ið. „Til­lagan gengur út á það að Alþingi sam­þykki að heild­ar­end­ur­skoðun fari af stað og að hún eigi sér ekki stað inni í dóms­mála­ráðu­neyt­inu heldur á vett­vangi þings­ins. Og að farið verði með hana á svip­aðan hátt og end­ur­skoðun útlend­inga­lag­anna á sínum tíma,“ segir hún og bendir á að for­dæmi séu einmitt fyrir því í svona mál­um.

„Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta mik­il­vægt er að dóms­mála­ráðu­neytið hefur nú þegar staðið að ein­hverju sem þau töldu vera heild­ar­end­ur­skoð­un. Þeirri vinnu lauk 2015 og þau lög tóku gildi 2016,“ segir hún.

End­ur­skoðun lag­anna upp­fyllti ekki til­mæli Evr­ópu­nefnd­ar 

Þór­hildur Sunnar segir að hún brenni fyrir þessu mál­efni vegna þess að þegar hún starf­aði fyrir Geð­hjálp þá vann hún við úttekt á því hvernig þessum lögum hefði mis­tek­ist að upp­fylla skil­yrði samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks, grunn­skil­yrði Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og dómafor­dæmis Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu né heldur hefði end­ur­skoðun dugað til þess að upp­fylla til­mæli Evr­ópu­nefndar um varnir gegn pynt­ingum og annarri van­virð­andi eða ómann­úð­legri með­ferð eða refs­ingu.

„Ég vænti þess að þessar stað­hæf­ingar mínar verði stað­festar af þess­ari nefnd þegar hún kemur hingað til lands á þessu ári en nú er fyr­ir­huguð heim­sókn til Íslands. Síð­ast kom nefndin árið 2012 og gaf út skýrslu árið eft­ir. Þar voru end­ur­tekin mörg af til­mælum nefnd­ar­innar sem hún hefur komið með frá árinu 1994 – frá fyrstu heim­sókn – og svörin frá Íslandi þá bentu til þess að ekki stæði til að breyta þessu með neinum hætti – og það kom líka á dag­inn. Alla­vega gagn­vart þessum ákvæðum sem mér finnst vera hvað alvar­leg­ust,“ segir Þór­hildur Sunna en hún telur að heild­ar­end­ur­skoð­unin sem fram fór hafi ekki kom­ist með tærnar þar sem hún þurfti að hafa hæl­ana.

Þakk­lát fólki sem vinnur í geð­heil­brigð­is­kerf­inu

Vert er að rýna í hvað svo­kallað lög­form­legt hæfi þýðir í þessu sam­hengi en það sam­anstendur af rétt­hæfi og ger­hæfi. Rétt­hæfi er eitt­hvað sem fólk öðl­ast við fæð­ingu og heldur til dauða­dags, það er rétt­ur­inn til þess að hafa rétt­indi – til að mynda réttur til lífs eða eign­ar­rétt­ur. „Við öðl­umst þessi rétt­indi við fæð­ingu og ættum öll að heita jöfn fyrir lög­um,“ útskýrir Þór­hildur Sunna. Ger­hæfi er rétt­ur­inn til þess að nýta sér rétt­indi sín – til dæmis að skrifa undir kaup­samn­ing eða leigu­samn­ing eða skrifa greinar í blöð­in. „Þá ertu að nýta tján­ing­ar­frelsið þitt, og svo fram­veg­is. Lög­ræð­is­lögin inni­halda marg­vís­leg inn­grip inn í ger­hæfi fólks. Og þau mis­muna fötl­uðu fólki og fólki með alvar­lega geð­sjúk­dóma. Því er mis­munað svaka­lega í þessum lög­um,“ bendir hún á.

Þór­hildur Sunna segir að sér finn­ist mik­il­vægt að fram komi að með gagn­rýni sinni á lög­ræð­is­lögin – það er að segja lag­ara­mmann sem gildir í kringum þessi úrræði – þá sé hún ekki að setja út á störf geð­heil­brigð­is­starfs­manna að neinu leyti. „Ég er ekki að halda því fram að þau séu sýknt og heil­agt í ein­hvers konar sam­særi með valda­mönnum um að koma sak­lausu fólki inn á stofn­an­ir. Ég er alls ekki að segja það. Laga­kerfið er aftur á móti ekki nægi­lega sterkt til að vernda mis­notkun á þessu kerfi. Það hljóta allir að vera sam­mála um að vilja bæta það,“ segir hún. Fólk í geð­heil­brigð­is­kerf­inu vinni mjög óeig­in­gjarnt og mik­il­vægt starf og fái oft allt of lítið þakk­læti fyrir það. Hún seg­ist vera mjög þakk­lát því fólki fyrir það starf sem það vinn­ur.

Bein laga­leg mis­munun gagn­vart fólki með geð­sjúk­dóma

Eins og áður segir felur til­lagan í sér að Alþingi skipi nefnd átta þing­manna úr öllum flokk­um, það er einn þing­mann úr hverjum flokki, til þess að ráð­ast í heild­ar­end­ur­skoðun á lög­ræð­is­lög­um. Þessi nefnd á líka að setja það í for­gang að afnema öll ákvæði lög­ræð­islaga sem mis­muna fötl­uðu fólki með beinum hætti í lög­um. Í ræðu Þór­hildar Sunnu í pontu á Alþingi, þar sem hún kynnti frum­varpið þann 7. febr­úar síð­ast­lið­inn, segir hún að þar eigi hún við ákvæði í lög­ræð­is­lög­um, sem setur það sem skil­yrði frels­is­svipt­ingar að við­kom­andi aðili þjá­ist af geð­sjúk­dómi, að líkur séu á að svo sé, að ástandi hans sé þannig háttað að því megi jafna við alvar­legan geð­sjúk­dóm eða að hann þjá­ist af vanda gagn­vart áfeng­is- eða fíkni­efna­mis­notk­un.

„Að alvar­legur geð­sjúk­dómur einn og sér, eða grunur þar um, telj­ist nægj­an­legt skil­yrði til jafn alvar­legs inn­grips í frelsi og rétt­indi ein­stak­linga og nauð­ung­ar­vistun sann­ar­lega er er bein laga­leg mis­munun gagn­vart fólki með geð­sjúk­dóma eða ætl­aða geð­sjúk­dóma. Þetta er eitt­hvað sem Evr­ópu­nefnd um varnir gegn pynt­ingum og annarri van­virð­andi með­ferð eða refs­ingu hefur bent á frá sinni fyrstu heim­sókn til Íslands árið 1994 án þess að telj­andi við­brögð hafi verið að sjá eða finna hjá stjórn­völdum á Íslandi, sem er að sjálf­sögðu mið­ur,“ segir hún.

Vit haft fyrir fólki

Þór­hildur Sunna segir að í til­lög­unni sé lagt til að þessu fyr­ir­komu­lagi verði breytt og að snúið verði af þeirri braut sem henni finnst lög­ræð­is­lögin vera á en henni finnst þau van­virða og mis­muna fólki á grund­velli þess að það er ekki talið vita hvað því sé fyrir bestu. „Þetta er við­var­andi við­horf margra gagn­vart fólki með geð­sjúk­dóma, gagn­vart fólki með geð­fötl­un, að það hafi ekki vit á því sem því er fyrir bestu og geti ekki vitað hvers konar lyfja­með­ferð það eigi að fá og eigi ekki endi­lega fá að ganga laust ef læknir telur það ekki vera því fyrir best­u.“

Þrátt fyrir breyt­ingar á þessum lögum telur hún mik­il­vægt að ein­hvers konar neyð­ar­úr­ræði séu í lög­unum eins og hægt er að sjá í mörgum nágranna­lönd­unum og í flestum lýð­ræð­is­ríkj­um. „Þau hafa vissu­lega neyð­ar­úr­ræði til nauð­ung­ar­vist­unar í sínum lögum en þar er skýrt afmarkað og þar er mjög skýrt að um neyð­ar­úr­ræði er að ræða sem ein­ungis er gripið til ef lífi við­kom­andi eða heilsu stafar veru­leg ógn af, nú eða ann­arra. Þessu er ekki fyrir að fara í lögum okkar um nauð­ung­ar­vist­un. Þar eru engin skil­yrði sett um að lífi við­kom­andi aðila eða heilsu stafi ógn af því verði hann ekki nauð­ung­ar­vi­stað­ur. Þar er heldur ekki að finna skil­yrði fyrir því að a.m.k. tveir sér­fræð­ingar í geð­heil­brigði verði að kom­ast að sömu nið­ur­stöðu um nauð­syn nauð­ung­ar­vist­un­ar, sér­stak­lega þegar kemur að áfram­hald­andi nauð­ung­ar­vist­un,“ segir hún.

Verið að van­virða rétt fólks til að taka sjálf­stæðar ákvarð­an­ir 

Í lok ræð­unnar seg­ist hún telja að ef Íslend­ingar tryggi ekki að það sé ein­ungis ýtrasta neyð­ar­úr­ræði að beita fólk þving­un­um, að neyða það til að gera hluti sem það vill ekki gera, að læsa það inni, loka það af án þess að haft sé fyrir því rétt­mætar og lög­mætar ástæð­ur, þá geti hún ekki talið það rétt­læt­an­legt.

„Mér finnst það vera mis­mun­un. Mér finnst það vera for­ræð­is­hyggja. Mér finnst það van­virða rétt stórs hóps fólks í sam­fé­lag­inu til að taka sjálf­stæðar ákvarð­anir í lífi sínu og ráða sínum högum og stjórna sinni heil­brigð­is­þjón­ustu sjálft. Ég lít á það sem sjálf­sagðan hlut að ég geti sagt nei við þeim lyfjum sem læknir leggur til að ég taki við einum sjúk­dómi eða öðrum, að ég geti valið hvar ég kýs að búa og verði ekki fang­elsuð nema ég brjóti af mér á þann hátt að það telj­ist nauð­syn­legt til verndar almanna­hags­mun­um,“ segir hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent