Ákveðið hefur verið að viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna VR hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og félagsmönnum VR hjá tuttugu fyrirtækjum.
Frá þessu er greint í frétt VR í dag.
Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 5. til 12. mars. Allir kosningabærir félagsmenn sem starfa í fyrirtækjunum fá send kjörgögn á næstu dögum.
Stjórn VR samþykkti á fundi þann 25. febrúar síðastliðinn að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Verkfallsaðgerðirnar dreifast á 15 daga en verði þær samþykktar er fyrsta verkfall fyrirhugað 22. mars. Verði ekki gengið frá samningum er stefnt á ótímabundna vinnustöðvun 1. maí næstkomandi.
Rafræn atkvæðagreiðsla verður í eftirfarandi fyrirtækjum:
- Fosshótel Reykjavík ehf.
- Hótel 1919 ehf.
- Íslandshótel hf.
- Hótel Óðinsvé hf.
- Flugleiðahótel ehf.
- Hótel Leifur Eiríksson ehf.
- Cabin ehf.
- Hótel Smári ehf.
- Hótel Saga ehf.
- Fjörukráin ehf. (Hotel Viking)
- Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf.
- Hótel Holt Hausti ehf.
- Hótel Klettur ehf.
- Hótelkeðjan ehf.
- Örkin Veitingar ehf.
- CapitalHotels ehf.
- Keahótel ehf.
- Kex Hostel
- Hótel Frón ehf.
- 101 (einn núll einn) hótel ehf.