Verkfall Eflingar löglegt og hefst á morgun

Verkföll hefjast í fyrramálið eftir að Félagsdómur dæmdi verkfallsboðun Eflingar lögmæta.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Félags­dómur hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að verk­fall Efl­ing­ar, sem á að hefj­ast á morg­un, sé lög­legt. Frá þessu er greint á vef Vísis. Úrskurð­ur­inn var kveð­inn upp klukkan 13 í dag.

Verk­föll hefj­ast í fyrra­málið eftir að Félags­dómur dæmdi verk­falls­boðun Efl­ingar lög­mæta.

Í til­kynn­ingu frá Efl­ingu er nið­ur­stöð­unni fagn­að. Þar er haft eftir Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­manni Efl­ing­ar, að nið­ur­staðan sé frá­bær en að hún hafi ekki komið sér á óvart. „Ég er gríð­ar­lega þakk­lát Karli Ó. Karls­syni lög­manni okkar sem flutti málið af festu en vil líka þakka Magn­úsi Norð­da­hl, for­manni kjör­stjórnar Efl­ingar og aðal­lög­fræð­ingi ASÍ, fyrir að hafa aðstoðað við okkur við að standa rétt að þess­ari atkvæða­greiðslu frá upp­hafi. Það er leitt að þurfa að leggja svona mikla orku í að verj­ast laga­klækj­um, en verka­lýðs­hreyf­ingin á sem betur fer góða að,“ segir Sól­veig Anna. 

Auglýsing

Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, segir að það sé að hans mati ekki jákvætt að not­ast við laga­klæki til að koma í veg fyrir að fólk geti nýtt lýð­ræð­is­leg rétt­indi sín. „Nið­ur­staða dóms­ins stað­festir þau rétt­indi. Ég held að allir sem kynntu sér grein­ar­gerðir okkar og SA í þessu máli hafi séð það í hendi sér að lít­ill fótur var fyrir mála­til­bún­aði SA,“ segir hann. 

Kröfð­ust þess að verk­fallið yrði dæmt ólög­mætt og að Efl­ing greiddi sekt

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins höfð­uðu mál fyrir Félags­­­dómi gegn Efl­ingu og kröfð­ust þess að boðað verk­­fall 8. mars næst­kom­andi yrði dæmt ólög­­mætt. Þess var einnig kraf­ist að Efl­ing yrði dæmt til greiðslu sektar í rík­­is­­sjóð vegna brota á lögum um stétt­­ar­­fé­lög og vinn­u­­deil­­ur.

Í til­kynn­ingu sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins sendu frá sér vegna þessa sagði að þau teldu „at­kvæða­greiðslu Efl­ingar hafa verið and­­stæða lögum enda verði vinn­u­­stöðv­­un, sem ein­ungis sé ætlað að ná til ákveð­ins hóps félags­­­manna, ein­ungis borin undir þá félags­­­menn sem vinn­u­­stöðvun er ætlað að taka til. Einnig er vísað til þess að atkvæða­greiðsla Efl­ingar hafi ekki verið póst­­at­­kvæða­greiðsla í skiln­ingi laga enda var atkvæða að mestu aflað með kjör­fundum fyrir utan ein­staka vinn­u­­staði. Þegar atkvæði eru greidd á kjör­fundi þurfa a.m.k. 20% félags­­­manna á atkvæða­­skrá að taka þátt í atkvæða­greiðslu.“

Nú hefur Félags­dómur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að verk­fallið sé lög­legt. Hrein­gern­ing­ar­fólk á hót­elum fer því í eins dags verk­fall á morgun að óbreyttu.

Félags­­­menn Efl­ingar sam­­þykktu boðun verk­­falls­ins með yf­ir­­gnæf­andi meiri­hluta greiddra atkvæða. Af 862 greiddum atkvæðum voru 769 sem sam­­þykktu boð­un­ina, 67 greiddu atkvæði gegn og 26 tóku ekki afstöðu. Ver­­falls­­boð­unin var því sam­­þykkt með 89 pró­­sent atkvæða.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent