Verkfall Eflingar löglegt og hefst á morgun

Verkföll hefjast í fyrramálið eftir að Félagsdómur dæmdi verkfallsboðun Eflingar lögmæta.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Félags­dómur hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að verk­fall Efl­ing­ar, sem á að hefj­ast á morg­un, sé lög­legt. Frá þessu er greint á vef Vísis. Úrskurð­ur­inn var kveð­inn upp klukkan 13 í dag.

Verk­föll hefj­ast í fyrra­málið eftir að Félags­dómur dæmdi verk­falls­boðun Efl­ingar lög­mæta.

Í til­kynn­ingu frá Efl­ingu er nið­ur­stöð­unni fagn­að. Þar er haft eftir Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­manni Efl­ing­ar, að nið­ur­staðan sé frá­bær en að hún hafi ekki komið sér á óvart. „Ég er gríð­ar­lega þakk­lát Karli Ó. Karls­syni lög­manni okkar sem flutti málið af festu en vil líka þakka Magn­úsi Norð­da­hl, for­manni kjör­stjórnar Efl­ingar og aðal­lög­fræð­ingi ASÍ, fyrir að hafa aðstoðað við okkur við að standa rétt að þess­ari atkvæða­greiðslu frá upp­hafi. Það er leitt að þurfa að leggja svona mikla orku í að verj­ast laga­klækj­um, en verka­lýðs­hreyf­ingin á sem betur fer góða að,“ segir Sól­veig Anna. 

Auglýsing

Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, segir að það sé að hans mati ekki jákvætt að not­ast við laga­klæki til að koma í veg fyrir að fólk geti nýtt lýð­ræð­is­leg rétt­indi sín. „Nið­ur­staða dóms­ins stað­festir þau rétt­indi. Ég held að allir sem kynntu sér grein­ar­gerðir okkar og SA í þessu máli hafi séð það í hendi sér að lít­ill fótur var fyrir mála­til­bún­aði SA,“ segir hann. 

Kröfð­ust þess að verk­fallið yrði dæmt ólög­mætt og að Efl­ing greiddi sekt

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins höfð­uðu mál fyrir Félags­­­dómi gegn Efl­ingu og kröfð­ust þess að boðað verk­­fall 8. mars næst­kom­andi yrði dæmt ólög­­mætt. Þess var einnig kraf­ist að Efl­ing yrði dæmt til greiðslu sektar í rík­­is­­sjóð vegna brota á lögum um stétt­­ar­­fé­lög og vinn­u­­deil­­ur.

Í til­kynn­ingu sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins sendu frá sér vegna þessa sagði að þau teldu „at­kvæða­greiðslu Efl­ingar hafa verið and­­stæða lögum enda verði vinn­u­­stöðv­­un, sem ein­ungis sé ætlað að ná til ákveð­ins hóps félags­­­manna, ein­ungis borin undir þá félags­­­menn sem vinn­u­­stöðvun er ætlað að taka til. Einnig er vísað til þess að atkvæða­greiðsla Efl­ingar hafi ekki verið póst­­at­­kvæða­greiðsla í skiln­ingi laga enda var atkvæða að mestu aflað með kjör­fundum fyrir utan ein­staka vinn­u­­staði. Þegar atkvæði eru greidd á kjör­fundi þurfa a.m.k. 20% félags­­­manna á atkvæða­­skrá að taka þátt í atkvæða­greiðslu.“

Nú hefur Félags­dómur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að verk­fallið sé lög­legt. Hrein­gern­ing­ar­fólk á hót­elum fer því í eins dags verk­fall á morgun að óbreyttu.

Félags­­­menn Efl­ingar sam­­þykktu boðun verk­­falls­ins með yf­ir­­gnæf­andi meiri­hluta greiddra atkvæða. Af 862 greiddum atkvæðum voru 769 sem sam­­þykktu boð­un­ina, 67 greiddu atkvæði gegn og 26 tóku ekki afstöðu. Ver­­falls­­boð­unin var því sam­­þykkt með 89 pró­­sent atkvæða.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent