Verkfall Eflingar löglegt og hefst á morgun

Verkföll hefjast í fyrramálið eftir að Félagsdómur dæmdi verkfallsboðun Eflingar lögmæta.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Félags­dómur hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að verk­fall Efl­ing­ar, sem á að hefj­ast á morg­un, sé lög­legt. Frá þessu er greint á vef Vísis. Úrskurð­ur­inn var kveð­inn upp klukkan 13 í dag.

Verk­föll hefj­ast í fyrra­málið eftir að Félags­dómur dæmdi verk­falls­boðun Efl­ingar lög­mæta.

Í til­kynn­ingu frá Efl­ingu er nið­ur­stöð­unni fagn­að. Þar er haft eftir Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­manni Efl­ing­ar, að nið­ur­staðan sé frá­bær en að hún hafi ekki komið sér á óvart. „Ég er gríð­ar­lega þakk­lát Karli Ó. Karls­syni lög­manni okkar sem flutti málið af festu en vil líka þakka Magn­úsi Norð­da­hl, for­manni kjör­stjórnar Efl­ingar og aðal­lög­fræð­ingi ASÍ, fyrir að hafa aðstoðað við okkur við að standa rétt að þess­ari atkvæða­greiðslu frá upp­hafi. Það er leitt að þurfa að leggja svona mikla orku í að verj­ast laga­klækj­um, en verka­lýðs­hreyf­ingin á sem betur fer góða að,“ segir Sól­veig Anna. 

Auglýsing

Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, segir að það sé að hans mati ekki jákvætt að not­ast við laga­klæki til að koma í veg fyrir að fólk geti nýtt lýð­ræð­is­leg rétt­indi sín. „Nið­ur­staða dóms­ins stað­festir þau rétt­indi. Ég held að allir sem kynntu sér grein­ar­gerðir okkar og SA í þessu máli hafi séð það í hendi sér að lít­ill fótur var fyrir mála­til­bún­aði SA,“ segir hann. 

Kröfð­ust þess að verk­fallið yrði dæmt ólög­mætt og að Efl­ing greiddi sekt

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins höfð­uðu mál fyrir Félags­­­dómi gegn Efl­ingu og kröfð­ust þess að boðað verk­­fall 8. mars næst­kom­andi yrði dæmt ólög­­mætt. Þess var einnig kraf­ist að Efl­ing yrði dæmt til greiðslu sektar í rík­­is­­sjóð vegna brota á lögum um stétt­­ar­­fé­lög og vinn­u­­deil­­ur.

Í til­kynn­ingu sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins sendu frá sér vegna þessa sagði að þau teldu „at­kvæða­greiðslu Efl­ingar hafa verið and­­stæða lögum enda verði vinn­u­­stöðv­­un, sem ein­ungis sé ætlað að ná til ákveð­ins hóps félags­­­manna, ein­ungis borin undir þá félags­­­menn sem vinn­u­­stöðvun er ætlað að taka til. Einnig er vísað til þess að atkvæða­greiðsla Efl­ingar hafi ekki verið póst­­at­­kvæða­greiðsla í skiln­ingi laga enda var atkvæða að mestu aflað með kjör­fundum fyrir utan ein­staka vinn­u­­staði. Þegar atkvæði eru greidd á kjör­fundi þurfa a.m.k. 20% félags­­­manna á atkvæða­­skrá að taka þátt í atkvæða­greiðslu.“

Nú hefur Félags­dómur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að verk­fallið sé lög­legt. Hrein­gern­ing­ar­fólk á hót­elum fer því í eins dags verk­fall á morgun að óbreyttu.

Félags­­­menn Efl­ingar sam­­þykktu boðun verk­­falls­ins með yf­ir­­gnæf­andi meiri­hluta greiddra atkvæða. Af 862 greiddum atkvæðum voru 769 sem sam­­þykktu boð­un­ina, 67 greiddu atkvæði gegn og 26 tóku ekki afstöðu. Ver­­falls­­boð­unin var því sam­­þykkt með 89 pró­­sent atkvæða.

Skiptar skoðanir um uppátæki Hatara
Það vakti mikla athygli þegar meðlimir Hatara veifuðu fána Palestínu í beinni útsendingu frá úrslitum Eurovison í Tel Aviv í gær. Uppátækið hefur bæði verið lofað og gagnrýnt.
Kjarninn 19. maí 2019
Vala Yates
Karolina Fund: Vala Yates – Fyrsta plata
Vala Yates, söngkona og tónskáld, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Lög og texti eru samin af Völu, en platan mun innihalda fimm lög á íslensku og fimm á ensku.
Kjarninn 19. maí 2019
Björn Gunar Ólafsson
Innstæðutryggingar
Kjarninn 19. maí 2019
Enn sannfærðari en áður um að það hafi verið rétt að mynda ríkisstjórnina
Svandís Svavarsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé „fantagóð“ í því að stýra ríkisstjórn þeirra þriggja ólíku flokka sem nú sitja að völdum á Íslandi. Stundum þurfi að takast á við ríkisstjórnarborðið.
Kjarninn 19. maí 2019
Halfdan Rasmussen, eitt vinsælasta skáld Dana.
Hvað gera Kasper, Jesper og Jónatan nú
Danska forlagið Gyldendal ákvað að sleppa átta ljóðum úr safni ljóða eftir skáldið Halfdan Rasmussen, þau eiga það sameiginlegt að í þeim koma fyrir orðin negri og hottintotti. Sú ákvörðun forlagsins hefur vakið mikla athygli í Danmörku.
Kjarninn 19. maí 2019
Áhætta á fasteignamarkaði
Nýjasta spá Hagstofu Íslands um þróun mála í efnahagslífinu bendir til þess að fasteignamarkaðurinn gæti átt erfitt uppdráttar á næstu misserum.
Kjarninn 19. maí 2019
Hatari veifaði Palestínufánum
Liðsmenn Hatara héldu á fána Palestínu þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í Eurovison í kvöld. Hatari hafnaði í 10. sæti í keppninni.
Kjarninn 19. maí 2019
Fjárhagslegur ávinningur er af sameiginlegum lyfjainnkaupum
Svandís Svavarsdóttir segir að það bæði ríkissjóður og notendur lyfja muni njóta góðs af samstarfi við hin Danmörk og Noreg um innkaup á lyfjum. Innkaup verði hagstæðari og öryggi í afhendingu meira.
Kjarninn 18. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent