Verkfall Eflingar löglegt og hefst á morgun

Verkföll hefjast í fyrramálið eftir að Félagsdómur dæmdi verkfallsboðun Eflingar lögmæta.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Félags­dómur hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að verk­fall Efl­ing­ar, sem á að hefj­ast á morg­un, sé lög­legt. Frá þessu er greint á vef Vísis. Úrskurð­ur­inn var kveð­inn upp klukkan 13 í dag.

Verk­föll hefj­ast í fyrra­málið eftir að Félags­dómur dæmdi verk­falls­boðun Efl­ingar lög­mæta.

Í til­kynn­ingu frá Efl­ingu er nið­ur­stöð­unni fagn­að. Þar er haft eftir Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­manni Efl­ing­ar, að nið­ur­staðan sé frá­bær en að hún hafi ekki komið sér á óvart. „Ég er gríð­ar­lega þakk­lát Karli Ó. Karls­syni lög­manni okkar sem flutti málið af festu en vil líka þakka Magn­úsi Norð­da­hl, for­manni kjör­stjórnar Efl­ingar og aðal­lög­fræð­ingi ASÍ, fyrir að hafa aðstoðað við okkur við að standa rétt að þess­ari atkvæða­greiðslu frá upp­hafi. Það er leitt að þurfa að leggja svona mikla orku í að verj­ast laga­klækj­um, en verka­lýðs­hreyf­ingin á sem betur fer góða að,“ segir Sól­veig Anna. 

Auglýsing

Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, segir að það sé að hans mati ekki jákvætt að not­ast við laga­klæki til að koma í veg fyrir að fólk geti nýtt lýð­ræð­is­leg rétt­indi sín. „Nið­ur­staða dóms­ins stað­festir þau rétt­indi. Ég held að allir sem kynntu sér grein­ar­gerðir okkar og SA í þessu máli hafi séð það í hendi sér að lít­ill fótur var fyrir mála­til­bún­aði SA,“ segir hann. 

Kröfð­ust þess að verk­fallið yrði dæmt ólög­mætt og að Efl­ing greiddi sekt

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins höfð­uðu mál fyrir Félags­­­dómi gegn Efl­ingu og kröfð­ust þess að boðað verk­­fall 8. mars næst­kom­andi yrði dæmt ólög­­mætt. Þess var einnig kraf­ist að Efl­ing yrði dæmt til greiðslu sektar í rík­­is­­sjóð vegna brota á lögum um stétt­­ar­­fé­lög og vinn­u­­deil­­ur.

Í til­kynn­ingu sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins sendu frá sér vegna þessa sagði að þau teldu „at­kvæða­greiðslu Efl­ingar hafa verið and­­stæða lögum enda verði vinn­u­­stöðv­­un, sem ein­ungis sé ætlað að ná til ákveð­ins hóps félags­­­manna, ein­ungis borin undir þá félags­­­menn sem vinn­u­­stöðvun er ætlað að taka til. Einnig er vísað til þess að atkvæða­greiðsla Efl­ingar hafi ekki verið póst­­at­­kvæða­greiðsla í skiln­ingi laga enda var atkvæða að mestu aflað með kjör­fundum fyrir utan ein­staka vinn­u­­staði. Þegar atkvæði eru greidd á kjör­fundi þurfa a.m.k. 20% félags­­­manna á atkvæða­­skrá að taka þátt í atkvæða­greiðslu.“

Nú hefur Félags­dómur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að verk­fallið sé lög­legt. Hrein­gern­ing­ar­fólk á hót­elum fer því í eins dags verk­fall á morgun að óbreyttu.

Félags­­­menn Efl­ingar sam­­þykktu boðun verk­­falls­ins með yf­ir­­gnæf­andi meiri­hluta greiddra atkvæða. Af 862 greiddum atkvæðum voru 769 sem sam­­þykktu boð­un­ina, 67 greiddu atkvæði gegn og 26 tóku ekki afstöðu. Ver­­falls­­boð­unin var því sam­­þykkt með 89 pró­­sent atkvæða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Auður Jónsdóttir
Pólitískt óþol
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent