Segja frumvarp sjávarútvegsráðherra grafa undan áhættumati

Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp um breytingar á fiskeldislögum. Sambandið segir að frumvarpið grafi undan áhættumati um erfðablöndun og að það sé í raun vantraustsyfirlýsing ráðherra á Hafrannsóknarstofnun.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Lands­sam­band veiði­fé­laga hefur gert alvar­legar athuga­semdir við frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, ­sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um breyt­ingu á ýmsum laga­á­kvæðum sem tengj­ast fisk­eldi. Sam­bandið mót­mælir því sér­stak­lega að í frum­varp­inu er kveðið á um að setja eigi á fót sam­ráðs­nefnd með full­trúum hags­muna­að­ila sem fjalla á um áhættu­mat erfða­blönd­un­ar. Sam­bandið segir að með þessu hátta­lagi muni ráð­herra grafa undan áhættu­mat­in­u. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­sam­band­inu segir að áhættu­matið sé í raun gert að til­lög­u Haf­rann­sókn­ar­stofn­unn­ar en í frum­varp­inu er einnig kveðið á um að ráð­herra eiga að stað­festa mat­ið. Þessar breyt­ingar eru að mati sam­bands­ins „ský­laust brot“ á und­ir­rit­uðu sam­komu­lagi sem náð­ist um með­ferð áhættu­mats­ins í lögum sem sam­þykkt var í starfs­hópi um stefnu­mótun í fisk­eldi. Krist­ján Þór hefur boðað til mál­þings um á­hættu­matið í næstu viku. 

Frum­varps­drögin mein­gölluð

Krist­ján Þór lagði fram frum­varp um breyt­ingu á ýmsum laga­á­kvæðum sem tengj­ast fisk­eldi á Alþingi í síð­ustu viku. Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að frum­varpið byggi á sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og var við und­ir­bún­ing þess byggt að veru­legu leyti á skýrslu starfs­hóps um stefnu­mótun í fisk­eldi sem skil­aði til­lögum sínum með skýrslu hinn 21. ágúst 2017. Frum­varps­drögin voru birt á sam­ráðs­gátt­inni í des­em­ber síð­ast­liðnum og alls bár­ust 31 umsögn um frum­varp­ið. 

Lands­sam­band veiði­fé­laga skil­aði inn umsögn um frum­varps­drög­in í jan­ú­ar. Í umsögn­inni segir að frum­varps­drögin séu svo „mein­göll­uð“ að óhjá­kvæmi­legt væri að gerðar yrðu grund­vall­ar­breyt­ingar á drög­un­um. Þá segir jafn­framt í umsögn­inni að ámæl­is­vert sé að ekki sé að finna skýra stefnu­mörkun í frum­varp­inu um greiðslu fisk­eld­is­fyr­ir­ækja fyrir afnot af sam­eig­in­legri auð­lind. Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar komi fram að gæta skuli var­úðar við upp­bygg­ingu fisk­eldis á Íslandi og stuðla skuli að sjálf­bærni með vernd líf­rík­is­ins að leiðarljósi.

Auglýsing

Mynd: Birgir Þór HarðarsonÍ umsögn sinni leggur sam­bandið áherslu á að við laga­breyt­ingar verði þessi stefna rík­is­stjórnar mörkuð og stuðlað verði að ábyrg­u ­fisk­eldi þar sem sjálf­bær þróun og vernd líf­ríkis er höfð að leið­ar­ljósi á grund­velli vís­inda og rann­sókna, líkt og segir í sátt­mála rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar. Í umsögn sam­bands­ins segir hins vegar að frum­varps­drög gangi þvert gegn þeirri full­yrð­ingu og að engin til­raun sé gerð til að móta slíka stefnu. Jafn­framt segir að mörg ákvæði séu til þess fallin að veikja stöðu þeirra sem vilja ekki óheft sjó­kvía­eldi á norskum laxi í sjó við Ísland frá því sem nú er. Þá segir í umsögn­inni að „verði það frum­varp sem hér er til umfjöll­unar óbreytt að lögum er verið að efna til stór­felldra átaka stjórn­valda og lög­gjafans við okkur sem gætum hags­muna veiði­rétt­ar­eig­enda að lög­um“

Jafn­gild­ir van­trausts­yf­ir­lýs­ing­u ráð­herra á Haf­rann­sókn­ar­stofnun

Í umsögn sam­bands­ins og í frétta­til­kynn­ingu þess sem birt var í morgun segir að sam­bandið mót­mæli því sér­stak­lega að kveðið er á um sett verði á lagg­irnar sam­ráðs­nefnd um áhættu­mat erfða­blönd­un­ar. Í frum­varp­in­u ­segir að ráð­herra muni skipa sam­ráðs­nefnd um fisk­eldi til fjög­urra ára í senn. Nefndin á að vera stjórn­völdum til ráð­gjafar vegna mál­efna fisk­eld­is. Í því felst meðal ann­ars að leggja mat á for­sendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættu­mat erfða­blönd­unar byggir á. Í henni eiga sæti sjö full­trú­ar. Þrír full­trúar skulu skip­aðir án til­nefn­ingar og er einn þeirra for­mað­ur, einn sam­kvæmt til­nefn­ingu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, einn sam­kvæmt sam­eig­in­legri til­nefn­ingu fisk­eld­is­stöðva, einn sam­kvæmt til­nefn­ingu Lands­sam­bands veiði­fé­laga og einn sam­kvæmt til­nefn­ingu Sam­bands íslenskra  sveit­ar­fé­laga. 

Mynd: Birgir Þór

Sam­bandið gagn­rýnir með­al­ ann­ar­s að  hvergi sé að finna rök­stuðn­ing í grein­ar­gerð fyrir nauð­syn nefnd­ar­inn­ar. „Hvergi má finna rök­stuðn­ing í grein­ar­gerð um nauð­syn þess að leik­menn skuli end­ur­skoða verk okkar fremstu vís­inda­manna á Haf­rann­sókn­ar­stofn­un. Þegar ráð­herra vegur með þessum hætti að einni mik­il­væg­ustu vís­inda­stofnun Íslands sem undir hans ráðu­neyti heyr­ir, þarfn­ast slíkt rök­stuðn­ings og nákvæmra útskýr­inga. Lands­sam­bandið lítur þannig á að þetta ákvæði í fyr­ir­liggj­andi frum­varps­drögum jafn­gildi van­trausts­yf­ir­lýs­ingu ráð­herra á Haf­rann­sókn­ar­stofnun og þá vís­inda­menn sem þar starfa.“

Jafn­framt segir í frum­varp­inu að ráð­herra stað­festi áhættu­mat efða­blönd­unar að feng­inni til­lögu Haf­rannsokn­ar­stofn­un­ar. Að mati sam­bands­ins er ráð­herra með þessu ákvæði fært „óskorðað vald“ til að hafa nið­ur­stöður áhættu­mats að engu þegar hann annað hvort stað­festir áhættu­mat eða synjar því. Í um­sögn­inn­i ­segir jafn­framt að þá sé áhættu­mat Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar orðin til­laga Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar að áhættu­mati sem eigi síðan eftir að „sæta þvæl­ing til svo­nefnds sam­ráðs­vett­vangs sem er þá orðin nokk­urs­konar yfir­vís­ind­stofnun og enn síðar rann­sóknar til stað­fest­ing­ar.“ 

Virð­ist gert í þeim til­gangi að færa ráð­herra geð­þótta­vald yfir umhverf­is­málum fisk­eldis

Í nóv­em­ber 2016 skip­aði sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra starfs­hóp um stefnu­mótun í fisk­eldi á Íslandi. Í starfs­hóp­inn vor­u ­full­trú­ar frá atvinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­in­u, Mat­ís, Lands­sam­band­i ­fisk­eld­is­fyr­ir­tækja og Lands­sam­band­i veiði­fé­laga. Hóp­ur­inn skil­aði af sér skýrslu með til­lögum í ágúst 2017. Í fyrr­nefndri um­sögn Lands­sam­bands veiði­fé­laga ­segir að í núver­andi frum­varpi séu ger­breyttar reglur um með­ferð áhættu­mats í lögum frá þeim til­lögum sem starfs­hóp­ur­inn gerði skrif­legt sam­komu­lag um og fram kom í skýrslu hóps­ins. Þær til­lögur voru teknar upp óbreyttar að efni til stjórn­ar­frum­varpi sem lagt var fyrir 148. lög­gjaf­ar­þing Al­þing­is. 

Sam­bandið segir að ráð­herra þurfi að upp­lýsa hvaða nauð­syn liggi að baki þeim „viða­miklu“ breyt­ingum sem nú finna má í fyr­ir­liggj­andi frum­varps­drög­un­um. Sam­band­ið ­seg­ir að þær breyt­ingar hafi ekki verið ræddar eða kynntar Lands­sam­band­inu. „Virð­ist það gert í þeim til­gangi einum að færa ráð­herra mála­flokks­ins geð­þótta­vald yfir umhverf­is­málum fisk­eld­is­ins enda sýn­ist ráð­herra ekki þurfa að rök­styðja ákvörðun sína um hvort áhættu­mat skuli gilda hverju sinni eður ei,“ segir í umsögn­inni.

Auk þess leggst sam­bandið einnig gegn þeirri fyr­ir­ætlan sem kveðið er á um í frum­varp­inu að Haf­rann­sókn­ar­stofnun verði veitt víð­tækar heim­ildir til að stunda eld­istil­raunir í sjó þegar fyrir liggur að stjórn­völd hyggj­ast nýta þá heim­ild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísa­fjarð­ar­djúp þvert á nið­ur­stöðu áhættu­mats  og fram hjá öllum reglum í umhverf­is­rétt­i. Í frétta­til­kynn­ingu sam­bands­ins segir að í ljósi þess­arar stöðu hefur sam­bandið boðað til for­manna­fundar allra veiði­fé­laga í land­inu þann 18. mars þar sem þessi staða verður rædd og við­brögð við henni.

Mál­þing um áhættu­matið

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur boðað til mál­þings um áhættu­mat vegna mögu­legrar erfða­blönd­unar milli eld­is­laxa og nátt­úru­legra laxa­stofna á Íslandi fimmtu­dag­inn 14. mars. Í frétta­til­kynn­ingu segir að ráð­herra hafi nýlega lagt fram á Alþingi frum­varp um breyt­ingar á ýmsum lögum sem tengj­ast fisk­eldi og þar er lagt til að áhættu­matið verði lög­fest og jafn­framt að það verði tekið til end­ur­skoð­unar í sum­ar. Á mál­þing­inu verður farið yfir áhættu­matið og þá vinnu sem liggur að baki því auk þess sem rædd verða næstu skref í þróun þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent