Segja frumvarp sjávarútvegsráðherra grafa undan áhættumati

Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp um breytingar á fiskeldislögum. Sambandið segir að frumvarpið grafi undan áhættumati um erfðablöndun og að það sé í raun vantraustsyfirlýsing ráðherra á Hafrannsóknarstofnun.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Lands­sam­band veiði­fé­laga hefur gert alvar­legar athuga­semdir við frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, ­sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um breyt­ingu á ýmsum laga­á­kvæðum sem tengj­ast fisk­eldi. Sam­bandið mót­mælir því sér­stak­lega að í frum­varp­inu er kveðið á um að setja eigi á fót sam­ráðs­nefnd með full­trúum hags­muna­að­ila sem fjalla á um áhættu­mat erfða­blönd­un­ar. Sam­bandið segir að með þessu hátta­lagi muni ráð­herra grafa undan áhættu­mat­in­u. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­sam­band­inu segir að áhættu­matið sé í raun gert að til­lög­u Haf­rann­sókn­ar­stofn­unn­ar en í frum­varp­inu er einnig kveðið á um að ráð­herra eiga að stað­festa mat­ið. Þessar breyt­ingar eru að mati sam­bands­ins „ský­laust brot“ á und­ir­rit­uðu sam­komu­lagi sem náð­ist um með­ferð áhættu­mats­ins í lögum sem sam­þykkt var í starfs­hópi um stefnu­mótun í fisk­eldi. Krist­ján Þór hefur boðað til mál­þings um á­hættu­matið í næstu viku. 

Frum­varps­drögin mein­gölluð

Krist­ján Þór lagði fram frum­varp um breyt­ingu á ýmsum laga­á­kvæðum sem tengj­ast fisk­eldi á Alþingi í síð­ustu viku. Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að frum­varpið byggi á sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og var við und­ir­bún­ing þess byggt að veru­legu leyti á skýrslu starfs­hóps um stefnu­mótun í fisk­eldi sem skil­aði til­lögum sínum með skýrslu hinn 21. ágúst 2017. Frum­varps­drögin voru birt á sam­ráðs­gátt­inni í des­em­ber síð­ast­liðnum og alls bár­ust 31 umsögn um frum­varp­ið. 

Lands­sam­band veiði­fé­laga skil­aði inn umsögn um frum­varps­drög­in í jan­ú­ar. Í umsögn­inni segir að frum­varps­drögin séu svo „mein­göll­uð“ að óhjá­kvæmi­legt væri að gerðar yrðu grund­vall­ar­breyt­ingar á drög­un­um. Þá segir jafn­framt í umsögn­inni að ámæl­is­vert sé að ekki sé að finna skýra stefnu­mörkun í frum­varp­inu um greiðslu fisk­eld­is­fyr­ir­ækja fyrir afnot af sam­eig­in­legri auð­lind. Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar komi fram að gæta skuli var­úðar við upp­bygg­ingu fisk­eldis á Íslandi og stuðla skuli að sjálf­bærni með vernd líf­rík­is­ins að leiðarljósi.

Auglýsing

Mynd: Birgir Þór HarðarsonÍ umsögn sinni leggur sam­bandið áherslu á að við laga­breyt­ingar verði þessi stefna rík­is­stjórnar mörkuð og stuðlað verði að ábyrg­u ­fisk­eldi þar sem sjálf­bær þróun og vernd líf­ríkis er höfð að leið­ar­ljósi á grund­velli vís­inda og rann­sókna, líkt og segir í sátt­mála rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar. Í umsögn sam­bands­ins segir hins vegar að frum­varps­drög gangi þvert gegn þeirri full­yrð­ingu og að engin til­raun sé gerð til að móta slíka stefnu. Jafn­framt segir að mörg ákvæði séu til þess fallin að veikja stöðu þeirra sem vilja ekki óheft sjó­kvía­eldi á norskum laxi í sjó við Ísland frá því sem nú er. Þá segir í umsögn­inni að „verði það frum­varp sem hér er til umfjöll­unar óbreytt að lögum er verið að efna til stór­felldra átaka stjórn­valda og lög­gjafans við okkur sem gætum hags­muna veiði­rétt­ar­eig­enda að lög­um“

Jafn­gild­ir van­trausts­yf­ir­lýs­ing­u ráð­herra á Haf­rann­sókn­ar­stofnun

Í umsögn sam­bands­ins og í frétta­til­kynn­ingu þess sem birt var í morgun segir að sam­bandið mót­mæli því sér­stak­lega að kveðið er á um sett verði á lagg­irnar sam­ráðs­nefnd um áhættu­mat erfða­blönd­un­ar. Í frum­varp­in­u ­segir að ráð­herra muni skipa sam­ráðs­nefnd um fisk­eldi til fjög­urra ára í senn. Nefndin á að vera stjórn­völdum til ráð­gjafar vegna mál­efna fisk­eld­is. Í því felst meðal ann­ars að leggja mat á for­sendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættu­mat erfða­blönd­unar byggir á. Í henni eiga sæti sjö full­trú­ar. Þrír full­trúar skulu skip­aðir án til­nefn­ingar og er einn þeirra for­mað­ur, einn sam­kvæmt til­nefn­ingu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, einn sam­kvæmt sam­eig­in­legri til­nefn­ingu fisk­eld­is­stöðva, einn sam­kvæmt til­nefn­ingu Lands­sam­bands veiði­fé­laga og einn sam­kvæmt til­nefn­ingu Sam­bands íslenskra  sveit­ar­fé­laga. 

Mynd: Birgir Þór

Sam­bandið gagn­rýnir með­al­ ann­ar­s að  hvergi sé að finna rök­stuðn­ing í grein­ar­gerð fyrir nauð­syn nefnd­ar­inn­ar. „Hvergi má finna rök­stuðn­ing í grein­ar­gerð um nauð­syn þess að leik­menn skuli end­ur­skoða verk okkar fremstu vís­inda­manna á Haf­rann­sókn­ar­stofn­un. Þegar ráð­herra vegur með þessum hætti að einni mik­il­væg­ustu vís­inda­stofnun Íslands sem undir hans ráðu­neyti heyr­ir, þarfn­ast slíkt rök­stuðn­ings og nákvæmra útskýr­inga. Lands­sam­bandið lítur þannig á að þetta ákvæði í fyr­ir­liggj­andi frum­varps­drögum jafn­gildi van­trausts­yf­ir­lýs­ingu ráð­herra á Haf­rann­sókn­ar­stofnun og þá vís­inda­menn sem þar starfa.“

Jafn­framt segir í frum­varp­inu að ráð­herra stað­festi áhættu­mat efða­blönd­unar að feng­inni til­lögu Haf­rannsokn­ar­stofn­un­ar. Að mati sam­bands­ins er ráð­herra með þessu ákvæði fært „óskorðað vald“ til að hafa nið­ur­stöður áhættu­mats að engu þegar hann annað hvort stað­festir áhættu­mat eða synjar því. Í um­sögn­inn­i ­segir jafn­framt að þá sé áhættu­mat Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar orðin til­laga Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar að áhættu­mati sem eigi síðan eftir að „sæta þvæl­ing til svo­nefnds sam­ráðs­vett­vangs sem er þá orðin nokk­urs­konar yfir­vís­ind­stofnun og enn síðar rann­sóknar til stað­fest­ing­ar.“ 

Virð­ist gert í þeim til­gangi að færa ráð­herra geð­þótta­vald yfir umhverf­is­málum fisk­eldis

Í nóv­em­ber 2016 skip­aði sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra starfs­hóp um stefnu­mótun í fisk­eldi á Íslandi. Í starfs­hóp­inn vor­u ­full­trú­ar frá atvinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­in­u, Mat­ís, Lands­sam­band­i ­fisk­eld­is­fyr­ir­tækja og Lands­sam­band­i veiði­fé­laga. Hóp­ur­inn skil­aði af sér skýrslu með til­lögum í ágúst 2017. Í fyrr­nefndri um­sögn Lands­sam­bands veiði­fé­laga ­segir að í núver­andi frum­varpi séu ger­breyttar reglur um með­ferð áhættu­mats í lögum frá þeim til­lögum sem starfs­hóp­ur­inn gerði skrif­legt sam­komu­lag um og fram kom í skýrslu hóps­ins. Þær til­lögur voru teknar upp óbreyttar að efni til stjórn­ar­frum­varpi sem lagt var fyrir 148. lög­gjaf­ar­þing Al­þing­is. 

Sam­bandið segir að ráð­herra þurfi að upp­lýsa hvaða nauð­syn liggi að baki þeim „viða­miklu“ breyt­ingum sem nú finna má í fyr­ir­liggj­andi frum­varps­drög­un­um. Sam­band­ið ­seg­ir að þær breyt­ingar hafi ekki verið ræddar eða kynntar Lands­sam­band­inu. „Virð­ist það gert í þeim til­gangi einum að færa ráð­herra mála­flokks­ins geð­þótta­vald yfir umhverf­is­málum fisk­eld­is­ins enda sýn­ist ráð­herra ekki þurfa að rök­styðja ákvörðun sína um hvort áhættu­mat skuli gilda hverju sinni eður ei,“ segir í umsögn­inni.

Auk þess leggst sam­bandið einnig gegn þeirri fyr­ir­ætlan sem kveðið er á um í frum­varp­inu að Haf­rann­sókn­ar­stofnun verði veitt víð­tækar heim­ildir til að stunda eld­istil­raunir í sjó þegar fyrir liggur að stjórn­völd hyggj­ast nýta þá heim­ild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísa­fjarð­ar­djúp þvert á nið­ur­stöðu áhættu­mats  og fram hjá öllum reglum í umhverf­is­rétt­i. Í frétta­til­kynn­ingu sam­bands­ins segir að í ljósi þess­arar stöðu hefur sam­bandið boðað til for­manna­fundar allra veiði­fé­laga í land­inu þann 18. mars þar sem þessi staða verður rædd og við­brögð við henni.

Mál­þing um áhættu­matið

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur boðað til mál­þings um áhættu­mat vegna mögu­legrar erfða­blönd­unar milli eld­is­laxa og nátt­úru­legra laxa­stofna á Íslandi fimmtu­dag­inn 14. mars. Í frétta­til­kynn­ingu segir að ráð­herra hafi nýlega lagt fram á Alþingi frum­varp um breyt­ingar á ýmsum lögum sem tengj­ast fisk­eldi og þar er lagt til að áhættu­matið verði lög­fest og jafn­framt að það verði tekið til end­ur­skoð­unar í sum­ar. Á mál­þing­inu verður farið yfir áhættu­matið og þá vinnu sem liggur að baki því auk þess sem rædd verða næstu skref í þróun þess.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent