Segja frum­varps­drög sjávarútvegsráð­herra stríðs­yfir­lýsingu

Náttúruverndarsamtökin Icelandic Wild­li­fe Fund segja að frum­varp Kristjáns Þórs Júlíus­sonar sjávar­út­vegs­ráð­herra um breytingu á ýmsum laga­á­kvæðum er tengjast fisk­eldi vera stríðs­yfir­lýsingu á hendur þeim sem vilji vernda lífríki.

7DM_9723_raw_2224.JPG
Auglýsing

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in Iceland­ic Wild­life Fund gagn­rýna frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um breyt­ingu á ýmsum laga­á­kvæðum sem tengj­ast fisk­eldi. Sam­tökin segja í yfir­lýs­ingu sem birt var á Face­book í gær­kvöldi að frum­varpið sé „stríðs­yf­ir­lýs­ing á hendur þeim sem vernda vilji líf­ríkið og starfa á vís­inda­legum grund­velli."

Ráð­herra tekið stöðu með hags­muna­gæslu­mönnum

­Sam­tökin gagn­rýna breyt­ing­ar­til­lög­una við 7. grein í frum­varps­drög­un­um, í henni er lagt til að ráð­herra stað­festi til­lögur Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar um áhættu­mat erfða­blönd­unar eld­is­lax við villta laxa. Drögin að frum­varp­inu má lesa á sam­ráðs­gátt rík­is­stjórn­ar­innar.

Í fyrra frum­varp­inu var það Haf­rann­sókna­stofn­un­in ­sem gaf áhættu­matið út án aðkomu ráð­herra. Í yfir­lýs­ingu IWF ­segir að það sé algjör­lega óásætt­an­legt að áhættu­matið verði gert póli­tískt með þessum hætt­i. „­Með því að leggja þessi drög fram hefur ráð­herra sýnt svo ekki verður um villst að hann hefur tekið sér stöðu með hags­muna­­gæslu­­mönnum sjó­kví­a­eld­is­­fyr­ir­­tækj­anna gegn vís­inda­­mönnum Haf­rann­­sókn­ar­­stofn­unar og ­nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um.“

Auglýsing

Gengið sé fram hjá vís­inda­legum vinnu­brögðum

Sam­­kvæmt nú­ver­andi á­hætt­u­mati Haf­rann­­sókn­ar­­stofn­unar er gert ráð fyrir að allt að 4 pró­sent fiska í ám lands­ins séu fiskar sem hafa sloppið úr eldi. Í yfir­lýs­ing­unni er þetta harð­lega gagn­rýnt. „Með öðrum orðum að 1 af hverjum 25 fiskum í ís­­lenskum ám geta verið norskir eld­is­­lax­ar. Það er ó­hugn­an­­leg tala. Sjó­kví­a­eld­is­­fyr­ir­­tækj­unum finnst þetta á­hætt­u­­mat hins vegar ganga of langt og vilja fá þrösk­uld­inn hækk­aðan veru­­lega,“ segir í yfir­lýs­ingu IWF á Face­book.

Kristján Þór Júlíusson á blaðamannafundi vegna veiðigjalda

Enn fremur segir í yfir­lýs­ing­unni að sjó­kvía­eld­is­fyr­ir­tækin vilji fá svig­­rúm frá lög­­gjaf­anum til enn rýmri mis­­­taka. Þau segja að Haf­rann­­sókn­ar­­stofnun hafi mátt sæta þungum þrýst­ingi frá fyr­ir­tækjnum og að Lands­­sam­­band fisk­eld­is­­stöðva  hafi meðal ann­ars óskað eftir því í fyrra að stofn­unin myndi end­ur­­­skoða mat­ið. Haf­rann­sókn­ar­stofnun hafn­aði því og segir í yfir­lýs­ing­unni að „nú ætli ráð­herra að taka valdið til sín svo hægt verði að ganga fram hjá vís­inda­legum vinnu­brögð­u­m.“ 

Sam­tökin munu berj­ast gegn því að frum­varpið verði óbreytt að lögum með öllum til­tækum ráðum

Þá gagn­rýnir IWF einnig ákvæði ráð­herr­ans um sam­ráðs­vett­vang, sem ætl­aður er stjórn­völdum til ráð­gjafar vegna mál­efna fisk­eld­is. Hlut­verk vett­vangs­ins er að leggja mat á for­sendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættu­mat erfða­blönd­unar byggir á. Segir í yfir­lýs­ingu IWF að ákvæðið sé afar sér­stakt. „Ekki er gert ráð fyrir að í þessum sjö manna sam­ráðs­vett­vangi taki sæti vís­inda­­fólk til að rýna fræð­i­­legar nið­ur­­­stöður og gögn Haf­rann­­sókn­ar­­stofn­un­ar, heldur mun vett­vang­ur­inn vera skip­aður þremur full­­trúum ráð­herra, einum full­­trúa eld­is­­fyr­ir­­tækj­anna, einum frá sam­­bandi ís­­lenskra sveit­ar­­fé­laga og svo loks einum frá Haf­rann­­sókn­ar­­stofnun og einum frá Lands­­sam­­bandi veið­i­­­fé­laga.“ 

IWF segir þetta frá­leitt fyr­ir­komu­lag. „Engin ástæða er til að efast um að þetta á fyrst og fremst að vera vett­vangur full­trúa ráð­herra til að færa honum í hendur þá nið­ur­stöðu sem hann vill og gefa honum þannig skjól til að fara gegn mati Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar," segir í yfir­lýs­ing­unni.

Að lokum segir í yfir­lýs­ing­unni að „IWF mun berj­ast gegn því að þetta frum­varp verði óbreytt að lögum með öllum til­tækum ráð­um.“

Ráð­herra ræðst til atlögu gegn vís­indum og líf­ríki Íslands­ Drög Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og...

Posted by Icelandic Wild­life Fund on Sunday, Janu­ary 6, 2019


Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent