Segja frum­varps­drög sjávarútvegsráð­herra stríðs­yfir­lýsingu

Náttúruverndarsamtökin Icelandic Wild­li­fe Fund segja að frum­varp Kristjáns Þórs Júlíus­sonar sjávar­út­vegs­ráð­herra um breytingu á ýmsum laga­á­kvæðum er tengjast fisk­eldi vera stríðs­yfir­lýsingu á hendur þeim sem vilji vernda lífríki.

7DM_9723_raw_2224.JPG
Auglýsing

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in Iceland­ic Wild­life Fund gagn­rýna frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um breyt­ingu á ýmsum laga­á­kvæðum sem tengj­ast fisk­eldi. Sam­tökin segja í yfir­lýs­ingu sem birt var á Face­book í gær­kvöldi að frum­varpið sé „stríðs­yf­ir­lýs­ing á hendur þeim sem vernda vilji líf­ríkið og starfa á vís­inda­legum grund­velli."

Ráð­herra tekið stöðu með hags­muna­gæslu­mönnum

­Sam­tökin gagn­rýna breyt­ing­ar­til­lög­una við 7. grein í frum­varps­drög­un­um, í henni er lagt til að ráð­herra stað­festi til­lögur Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar um áhættu­mat erfða­blönd­unar eld­is­lax við villta laxa. Drögin að frum­varp­inu má lesa á sam­ráðs­gátt rík­is­stjórn­ar­innar.

Í fyrra frum­varp­inu var það Haf­rann­sókna­stofn­un­in ­sem gaf áhættu­matið út án aðkomu ráð­herra. Í yfir­lýs­ingu IWF ­segir að það sé algjör­lega óásætt­an­legt að áhættu­matið verði gert póli­tískt með þessum hætt­i. „­Með því að leggja þessi drög fram hefur ráð­herra sýnt svo ekki verður um villst að hann hefur tekið sér stöðu með hags­muna­­gæslu­­mönnum sjó­kví­a­eld­is­­fyr­ir­­tækj­anna gegn vís­inda­­mönnum Haf­rann­­sókn­ar­­stofn­unar og ­nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um.“

Auglýsing

Gengið sé fram hjá vís­inda­legum vinnu­brögðum

Sam­­kvæmt nú­ver­andi á­hætt­u­mati Haf­rann­­sókn­ar­­stofn­unar er gert ráð fyrir að allt að 4 pró­sent fiska í ám lands­ins séu fiskar sem hafa sloppið úr eldi. Í yfir­lýs­ing­unni er þetta harð­lega gagn­rýnt. „Með öðrum orðum að 1 af hverjum 25 fiskum í ís­­lenskum ám geta verið norskir eld­is­­lax­ar. Það er ó­hugn­an­­leg tala. Sjó­kví­a­eld­is­­fyr­ir­­tækj­unum finnst þetta á­hætt­u­­mat hins vegar ganga of langt og vilja fá þrösk­uld­inn hækk­aðan veru­­lega,“ segir í yfir­lýs­ingu IWF á Face­book.

Kristján Þór Júlíusson á blaðamannafundi vegna veiðigjalda

Enn fremur segir í yfir­lýs­ing­unni að sjó­kvía­eld­is­fyr­ir­tækin vilji fá svig­­rúm frá lög­­gjaf­anum til enn rýmri mis­­­taka. Þau segja að Haf­rann­­sókn­ar­­stofnun hafi mátt sæta þungum þrýst­ingi frá fyr­ir­tækjnum og að Lands­­sam­­band fisk­eld­is­­stöðva  hafi meðal ann­ars óskað eftir því í fyrra að stofn­unin myndi end­ur­­­skoða mat­ið. Haf­rann­sókn­ar­stofnun hafn­aði því og segir í yfir­lýs­ing­unni að „nú ætli ráð­herra að taka valdið til sín svo hægt verði að ganga fram hjá vís­inda­legum vinnu­brögð­u­m.“ 

Sam­tökin munu berj­ast gegn því að frum­varpið verði óbreytt að lögum með öllum til­tækum ráðum

Þá gagn­rýnir IWF einnig ákvæði ráð­herr­ans um sam­ráðs­vett­vang, sem ætl­aður er stjórn­völdum til ráð­gjafar vegna mál­efna fisk­eld­is. Hlut­verk vett­vangs­ins er að leggja mat á for­sendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættu­mat erfða­blönd­unar byggir á. Segir í yfir­lýs­ingu IWF að ákvæðið sé afar sér­stakt. „Ekki er gert ráð fyrir að í þessum sjö manna sam­ráðs­vett­vangi taki sæti vís­inda­­fólk til að rýna fræð­i­­legar nið­ur­­­stöður og gögn Haf­rann­­sókn­ar­­stofn­un­ar, heldur mun vett­vang­ur­inn vera skip­aður þremur full­­trúum ráð­herra, einum full­­trúa eld­is­­fyr­ir­­tækj­anna, einum frá sam­­bandi ís­­lenskra sveit­ar­­fé­laga og svo loks einum frá Haf­rann­­sókn­ar­­stofnun og einum frá Lands­­sam­­bandi veið­i­­­fé­laga.“ 

IWF segir þetta frá­leitt fyr­ir­komu­lag. „Engin ástæða er til að efast um að þetta á fyrst og fremst að vera vett­vangur full­trúa ráð­herra til að færa honum í hendur þá nið­ur­stöðu sem hann vill og gefa honum þannig skjól til að fara gegn mati Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar," segir í yfir­lýs­ing­unni.

Að lokum segir í yfir­lýs­ing­unni að „IWF mun berj­ast gegn því að þetta frum­varp verði óbreytt að lögum með öllum til­tækum ráð­um.“

Ráð­herra ræðst til atlögu gegn vís­indum og líf­ríki Íslands­ Drög Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og...

Posted by Icelandic Wild­life Fund on Sunday, Janu­ary 6, 2019


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent