Segja frum­varps­drög sjávarútvegsráð­herra stríðs­yfir­lýsingu

Náttúruverndarsamtökin Icelandic Wild­li­fe Fund segja að frum­varp Kristjáns Þórs Júlíus­sonar sjávar­út­vegs­ráð­herra um breytingu á ýmsum laga­á­kvæðum er tengjast fisk­eldi vera stríðs­yfir­lýsingu á hendur þeim sem vilji vernda lífríki.

7DM_9723_raw_2224.JPG
Auglýsing

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in Iceland­ic Wild­life Fund gagn­rýna frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um breyt­ingu á ýmsum laga­á­kvæðum sem tengj­ast fisk­eldi. Sam­tökin segja í yfir­lýs­ingu sem birt var á Face­book í gær­kvöldi að frum­varpið sé „stríðs­yf­ir­lýs­ing á hendur þeim sem vernda vilji líf­ríkið og starfa á vís­inda­legum grund­velli."

Ráð­herra tekið stöðu með hags­muna­gæslu­mönnum

­Sam­tökin gagn­rýna breyt­ing­ar­til­lög­una við 7. grein í frum­varps­drög­un­um, í henni er lagt til að ráð­herra stað­festi til­lögur Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar um áhættu­mat erfða­blönd­unar eld­is­lax við villta laxa. Drögin að frum­varp­inu má lesa á sam­ráðs­gátt rík­is­stjórn­ar­innar.

Í fyrra frum­varp­inu var það Haf­rann­sókna­stofn­un­in ­sem gaf áhættu­matið út án aðkomu ráð­herra. Í yfir­lýs­ingu IWF ­segir að það sé algjör­lega óásætt­an­legt að áhættu­matið verði gert póli­tískt með þessum hætt­i. „­Með því að leggja þessi drög fram hefur ráð­herra sýnt svo ekki verður um villst að hann hefur tekið sér stöðu með hags­muna­­gæslu­­mönnum sjó­kví­a­eld­is­­fyr­ir­­tækj­anna gegn vís­inda­­mönnum Haf­rann­­sókn­ar­­stofn­unar og ­nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um.“

Auglýsing

Gengið sé fram hjá vís­inda­legum vinnu­brögðum

Sam­­kvæmt nú­ver­andi á­hætt­u­mati Haf­rann­­sókn­ar­­stofn­unar er gert ráð fyrir að allt að 4 pró­sent fiska í ám lands­ins séu fiskar sem hafa sloppið úr eldi. Í yfir­lýs­ing­unni er þetta harð­lega gagn­rýnt. „Með öðrum orðum að 1 af hverjum 25 fiskum í ís­­lenskum ám geta verið norskir eld­is­­lax­ar. Það er ó­hugn­an­­leg tala. Sjó­kví­a­eld­is­­fyr­ir­­tækj­unum finnst þetta á­hætt­u­­mat hins vegar ganga of langt og vilja fá þrösk­uld­inn hækk­aðan veru­­lega,“ segir í yfir­lýs­ingu IWF á Face­book.

Kristján Þór Júlíusson á blaðamannafundi vegna veiðigjalda

Enn fremur segir í yfir­lýs­ing­unni að sjó­kvía­eld­is­fyr­ir­tækin vilji fá svig­­rúm frá lög­­gjaf­anum til enn rýmri mis­­­taka. Þau segja að Haf­rann­­sókn­ar­­stofnun hafi mátt sæta þungum þrýst­ingi frá fyr­ir­tækjnum og að Lands­­sam­­band fisk­eld­is­­stöðva  hafi meðal ann­ars óskað eftir því í fyrra að stofn­unin myndi end­ur­­­skoða mat­ið. Haf­rann­sókn­ar­stofnun hafn­aði því og segir í yfir­lýs­ing­unni að „nú ætli ráð­herra að taka valdið til sín svo hægt verði að ganga fram hjá vís­inda­legum vinnu­brögð­u­m.“ 

Sam­tökin munu berj­ast gegn því að frum­varpið verði óbreytt að lögum með öllum til­tækum ráðum

Þá gagn­rýnir IWF einnig ákvæði ráð­herr­ans um sam­ráðs­vett­vang, sem ætl­aður er stjórn­völdum til ráð­gjafar vegna mál­efna fisk­eld­is. Hlut­verk vett­vangs­ins er að leggja mat á for­sendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættu­mat erfða­blönd­unar byggir á. Segir í yfir­lýs­ingu IWF að ákvæðið sé afar sér­stakt. „Ekki er gert ráð fyrir að í þessum sjö manna sam­ráðs­vett­vangi taki sæti vís­inda­­fólk til að rýna fræð­i­­legar nið­ur­­­stöður og gögn Haf­rann­­sókn­ar­­stofn­un­ar, heldur mun vett­vang­ur­inn vera skip­aður þremur full­­trúum ráð­herra, einum full­­trúa eld­is­­fyr­ir­­tækj­anna, einum frá sam­­bandi ís­­lenskra sveit­ar­­fé­laga og svo loks einum frá Haf­rann­­sókn­ar­­stofnun og einum frá Lands­­sam­­bandi veið­i­­­fé­laga.“ 

IWF segir þetta frá­leitt fyr­ir­komu­lag. „Engin ástæða er til að efast um að þetta á fyrst og fremst að vera vett­vangur full­trúa ráð­herra til að færa honum í hendur þá nið­ur­stöðu sem hann vill og gefa honum þannig skjól til að fara gegn mati Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar," segir í yfir­lýs­ing­unni.

Að lokum segir í yfir­lýs­ing­unni að „IWF mun berj­ast gegn því að þetta frum­varp verði óbreytt að lögum með öllum til­tækum ráð­um.“

Ráð­herra ræðst til atlögu gegn vís­indum og líf­ríki Íslands­ Drög Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og...

Posted by Icelandic Wild­life Fund on Sunday, Janu­ary 6, 2019


Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent