Lagt til að að kröfugerð SGS verði hluti af stefnu Sósíalistaflokksins

Þann 19. janúar næstkomandi verður haldinn félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands. Á dagskrá fundarins er tillaga um að kröfugerð Starfsgreinasambandsins, gagnvart stjórnvöldum í tengslum við kjarasamninga, verði hluti af stefnu Sósíalistaflokksins.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Auglýsing

Til­laga verður lögð fram á félags­fund­i Sós­í­alista­flokks Ís­lands um að ­kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins, gagn­vart sjórn­völdum í tengslum við kjara­samn­inga, verði hluti af stefn­u Sósísa­lista­flokks­ins. Flokk­ur­inn ­myndi þá taka upp stefnu og kröfur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar gagn­vart stjórn­völd­um. Fund­ur­inn verður hald­inn 19. jan­úar næst­kom­and­i  í Dósa­verk­smiðj­unn­i. Á dag­skrá fund­ar­ins eru umræður um upp­bygg­ingu flokks­ins, stefnu hans, stöðu, hlut­verk og fram­tíð­ar­á­form. 

Allir félagar í Sós­í­alista­flokknum eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun flokks­ins á félags­fund­in­um.  Sós­í­alista­flokk­ur­inn fékk 6,4 pró­sent atkvæða í Reykja­vík og einn borg­­ar­­full­­trú­a í síð­ustu sveitarstjórnarkosningum. 

Auglýsing

Kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins

­Kröfu­gerð SGS var sam­þykkt á fundi sam­bands­ins þann 10. októ­ber 2018. Í kröfu­gerð­inni má finna kröfur sam­bands­ins varð­andi skatt­kerf­ið, hús­næð­is­mál, brotta­starf­semi á vinnu­mark­aði ásamt fleiru. Í kröfu­gerð­inn­i ­segir að þær launa­hækk­anir sem samið hefur verið um síð­ustu ár hafi skilað sér mjög mis­jafn­lega til launa­fólks á Ísland­i.  

„Dregið hefur mjög úr jöfn­un­ar­á­hrifum skatta- og bóta­kerf­is­ins og hús­næð­is­kostn­aður hef­ur rokið upp úr öllu valdi. Umræddar breyt­ingar hafa að öllu leyti bitnað með meiri þunga á lág­launa­fólki en öðr­um. Það er því ský­laus krafa félags­manna innan aðild­ar­fé­laga Starfs­greina­sam­bands Íslands að ­stjórn­völd axli ábyrgð á bættum kjörum með end­ur­skoðun skatta- og bóta­kerf­is­ins og stór­átaki í hús­næð­is­mál­u­m.“ segir í kröfu­gerð­inni. Jafn­framt kemur fram að tugir þús­unda félags­manna hafi tekið þátt í mótun kröfu­gerð­ar­innar og að það sé sam­dóma álit þeirr að „spjótin bein­ist að stjórn­völdum í kom­andi kjara­við­ræð­u­m. 

Starfs­greina­sam­band­ið er fjöl­menn­asta lands­sam­band verka­fólks á Íslandi og stærsta sam­bandið innan ASÍ, með sam­tals um 57.000 félags­menn. ­Starfs­greina­sam­band Íslands (SGS) var stofnað 13. októ­ber árið 2000 við sam­runa Verka­manna­sam­bands Íslands, , Þjón­ustu­sam­bands Íslands og Lands­sam­bands iðn­verka­fólks frá 1973. ­Stofn­fé­lög Starfs­greina­sam­bands­ins voru 50 að tölu en í dag eru aðild­ar­fé­lögin 19 tals­ins.

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent