Lagt til að að kröfugerð SGS verði hluti af stefnu Sósíalistaflokksins

Þann 19. janúar næstkomandi verður haldinn félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands. Á dagskrá fundarins er tillaga um að kröfugerð Starfsgreinasambandsins, gagnvart stjórnvöldum í tengslum við kjarasamninga, verði hluti af stefnu Sósíalistaflokksins.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Auglýsing

Til­laga verður lögð fram á félags­fund­i Sós­í­alista­flokks Ís­lands um að ­kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins, gagn­vart sjórn­völdum í tengslum við kjara­samn­inga, verði hluti af stefn­u Sósísa­lista­flokks­ins. Flokk­ur­inn ­myndi þá taka upp stefnu og kröfur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar gagn­vart stjórn­völd­um. Fund­ur­inn verður hald­inn 19. jan­úar næst­kom­and­i  í Dósa­verk­smiðj­unn­i. Á dag­skrá fund­ar­ins eru umræður um upp­bygg­ingu flokks­ins, stefnu hans, stöðu, hlut­verk og fram­tíð­ar­á­form. 

Allir félagar í Sós­í­alista­flokknum eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun flokks­ins á félags­fund­in­um.  Sós­í­alista­flokk­ur­inn fékk 6,4 pró­sent atkvæða í Reykja­vík og einn borg­­ar­­full­­trú­a í síð­ustu sveitarstjórnarkosningum. 

Auglýsing

Kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins

­Kröfu­gerð SGS var sam­þykkt á fundi sam­bands­ins þann 10. októ­ber 2018. Í kröfu­gerð­inni má finna kröfur sam­bands­ins varð­andi skatt­kerf­ið, hús­næð­is­mál, brotta­starf­semi á vinnu­mark­aði ásamt fleiru. Í kröfu­gerð­inn­i ­segir að þær launa­hækk­anir sem samið hefur verið um síð­ustu ár hafi skilað sér mjög mis­jafn­lega til launa­fólks á Ísland­i.  

„Dregið hefur mjög úr jöfn­un­ar­á­hrifum skatta- og bóta­kerf­is­ins og hús­næð­is­kostn­aður hef­ur rokið upp úr öllu valdi. Umræddar breyt­ingar hafa að öllu leyti bitnað með meiri þunga á lág­launa­fólki en öðr­um. Það er því ský­laus krafa félags­manna innan aðild­ar­fé­laga Starfs­greina­sam­bands Íslands að ­stjórn­völd axli ábyrgð á bættum kjörum með end­ur­skoðun skatta- og bóta­kerf­is­ins og stór­átaki í hús­næð­is­mál­u­m.“ segir í kröfu­gerð­inni. Jafn­framt kemur fram að tugir þús­unda félags­manna hafi tekið þátt í mótun kröfu­gerð­ar­innar og að það sé sam­dóma álit þeirr að „spjótin bein­ist að stjórn­völdum í kom­andi kjara­við­ræð­u­m. 

Starfs­greina­sam­band­ið er fjöl­menn­asta lands­sam­band verka­fólks á Íslandi og stærsta sam­bandið innan ASÍ, með sam­tals um 57.000 félags­menn. ­Starfs­greina­sam­band Íslands (SGS) var stofnað 13. októ­ber árið 2000 við sam­runa Verka­manna­sam­bands Íslands, , Þjón­ustu­sam­bands Íslands og Lands­sam­bands iðn­verka­fólks frá 1973. ­Stofn­fé­lög Starfs­greina­sam­bands­ins voru 50 að tölu en í dag eru aðild­ar­fé­lögin 19 tals­ins.

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent