Lagt til að að kröfugerð SGS verði hluti af stefnu Sósíalistaflokksins

Þann 19. janúar næstkomandi verður haldinn félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands. Á dagskrá fundarins er tillaga um að kröfugerð Starfsgreinasambandsins, gagnvart stjórnvöldum í tengslum við kjarasamninga, verði hluti af stefnu Sósíalistaflokksins.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Auglýsing

Til­laga verður lögð fram á félags­fund­i Sós­í­alista­flokks Ís­lands um að ­kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins, gagn­vart sjórn­völdum í tengslum við kjara­samn­inga, verði hluti af stefn­u Sósísa­lista­flokks­ins. Flokk­ur­inn ­myndi þá taka upp stefnu og kröfur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar gagn­vart stjórn­völd­um. Fund­ur­inn verður hald­inn 19. jan­úar næst­kom­and­i  í Dósa­verk­smiðj­unn­i. Á dag­skrá fund­ar­ins eru umræður um upp­bygg­ingu flokks­ins, stefnu hans, stöðu, hlut­verk og fram­tíð­ar­á­form. 

Allir félagar í Sós­í­alista­flokknum eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun flokks­ins á félags­fund­in­um.  Sós­í­alista­flokk­ur­inn fékk 6,4 pró­sent atkvæða í Reykja­vík og einn borg­­ar­­full­­trú­a í síð­ustu sveitarstjórnarkosningum. 

Auglýsing

Kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands­ins

­Kröfu­gerð SGS var sam­þykkt á fundi sam­bands­ins þann 10. októ­ber 2018. Í kröfu­gerð­inni má finna kröfur sam­bands­ins varð­andi skatt­kerf­ið, hús­næð­is­mál, brotta­starf­semi á vinnu­mark­aði ásamt fleiru. Í kröfu­gerð­inn­i ­segir að þær launa­hækk­anir sem samið hefur verið um síð­ustu ár hafi skilað sér mjög mis­jafn­lega til launa­fólks á Ísland­i.  

„Dregið hefur mjög úr jöfn­un­ar­á­hrifum skatta- og bóta­kerf­is­ins og hús­næð­is­kostn­aður hef­ur rokið upp úr öllu valdi. Umræddar breyt­ingar hafa að öllu leyti bitnað með meiri þunga á lág­launa­fólki en öðr­um. Það er því ský­laus krafa félags­manna innan aðild­ar­fé­laga Starfs­greina­sam­bands Íslands að ­stjórn­völd axli ábyrgð á bættum kjörum með end­ur­skoðun skatta- og bóta­kerf­is­ins og stór­átaki í hús­næð­is­mál­u­m.“ segir í kröfu­gerð­inni. Jafn­framt kemur fram að tugir þús­unda félags­manna hafi tekið þátt í mótun kröfu­gerð­ar­innar og að það sé sam­dóma álit þeirr að „spjótin bein­ist að stjórn­völdum í kom­andi kjara­við­ræð­u­m. 

Starfs­greina­sam­band­ið er fjöl­menn­asta lands­sam­band verka­fólks á Íslandi og stærsta sam­bandið innan ASÍ, með sam­tals um 57.000 félags­menn. ­Starfs­greina­sam­band Íslands (SGS) var stofnað 13. októ­ber árið 2000 við sam­runa Verka­manna­sam­bands Íslands, , Þjón­ustu­sam­bands Íslands og Lands­sam­bands iðn­verka­fólks frá 1973. ­Stofn­fé­lög Starfs­greina­sam­bands­ins voru 50 að tölu en í dag eru aðild­ar­fé­lögin 19 tals­ins.

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent