Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkir Veganúar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkti Samtök Grænkera á Íslandi um 400 þúsund krónur fyrir Veganúar 2019. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðuneytið styrkir Samtök Grænkera en markmið framtaksins er að vekja fólk til umhugsunar um neyslu dýraafurða.

Grænmetismatur
Auglýsing

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið veitti Sam­tökum Græn­kera á Íslandi styrk upp á 400 þús­und krónur fyrir Vegan­úar 2019. Vegan­úar er áskorun þar sem fólki er hvatt til að neyta ein­göngu vegan fæðis í jan­úar mán­uð­i. ­Mark­mið Vegan­úar að vekja fólk til umhugs­unar um áhrif neyslu dýra­af­urða og kynna kost­i og kynna kosti vegna fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýra­vernd. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðu­neytið styrkir Vegan­úar eða Sam­tök Græn­kera.

Veg­anúr í fimmta sinn á Íslandi

Íslend­ingum er nú, í fimmta sinn, boðið að taka þeirri áskorun að neyta ein­göngu vegan fæðis í mán­uð. Sam­tök Græn­kera standa fyrir fram­tak­inu hér á landi og þau skora á þátt­tak­endur að taka þátt í áskor­un­inni og þannig upp­­lifa hversu gef­andi, heilsu­efl­andi og auð­velt það geti verið að neyta ein­göngu vegan fæð­is. 

Mynd:PexelsÁ heima­síðu Vegan­úar segir að margar og fjöl­breyttar á­stæður liggi að baki þess að fólk á­kveði að taka þátt í Vegan­ú­ar. Fyrir flesta sé það dýra­vernd en aðrir geri það til að líða betur og minnka um­hverf­is­á­hrif sín. Aðrir noti á­skor­un­ina sem ára­­móta­heit og nýta þannig mán­uð­inn til að byrja nýtt ár heilsu­­sam­­lega. 

„Veganimsi er lífs­háttur þar sem leit­ast er við að úti­loka og forðast, eftir fremsta megni, hag­nýt­ingu og ofbeldi gagn­vart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatn­að, skemmtun eða aðra neyslu,“ segir á heima­síðu Veganúar. 

Auglýsing

Við­­burð­ur­inn er hluti af al­­þjóð­­legri hreyf­ingu sem hófst í Eng­landi árið 2014 og hefur frá því náð til margra landa víða um heim. Síðan hreyf­ingin byrj­aði fyrir fimm árum síðan hafi þátt­tak­endur í Vegan­úar tvö­fald­ast og í byrjun jan­úar höfðu meira en 250.000 manns í 193 löndum skráð sig, sam­kvæmt frétt á vef Guar­dian.  

Sleppa dýra­af­urðum til að sporna gegn loft­lags­breyt­ing­um 

Umræða um vegan­isma hefur auk­ist tölu­vert hér á landi á síð­ustu árum en í dag eru 21.653 með­limir í Face­book grúpp­unni Vegan Ísland. Grúppan er hugsuð sem umræðu­hópur um vegan­isma á Íslandi og að allir sem hafi ein­lægan áhuga á að ger­ast vegan eða eru það nú þegar séu vel­komnir í hóp­inn. Ein af þremur helstu ástæðum þess að fólk ger­ist vegan er til að hafa jákvæð áhrif á nátt­úr­una, segir á heima­síðu Vegan­ú­ar. Þetta helst í hendur við að á síð­ustu árum hefur fjöldi rann­sókna verið birtar sem sýna fram á ein af þeim aðgerðum sem talið er að gætu haft úrslita­á­hrif í bar­átt­unni gegn hlýnun jarðar eru breyttar neyslu­venjur fólks. 

Í byrjun októ­ber 2018 kom út ný skýrsla loft­lags­­sér­­fræð­inga á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna þar sem skýrt var frá­ ó­hugn­an­­legri ­stöðu er varðar hlýnun jarð­­ar. Nið­­ur­­stöður skýrsl­unnar sýna að hita­­stig á jörð­unni mun hækka um 1,5 gráðu fyrir 2030 ef ekki er brugð­ist hratt við. Í skýrsl­unni segir að nauð­syn­legt sé að breyt­a því hvernig lönd eru nýtt, hvernig fólk borð­­ar, hvernig menn ferð­­ast og svo fram­­veg­­is.

Önnur yfir­grip­mis­mikil rann­sókn á áhrifum mat­væla­fram­leiðslu var birt í vís­inda­rit­inu Nat­ure í fyrra. Nið­ur­staða ­rann­­sókn­­ar­inn­ar ­sýndi að gíf­­ur­­legur sam­­dráttur í kjöt­­­neyslu gæti haft úrslita­á­hrif í að halda hætt­u­­legum veð­­ur­far­s­breyt­ingum í skefj­um. Sam­kvæmt rann­­sókn­inni þarf neysla á Vest­­ur­löndum á nauta­kjöti að drag­­ast saman um 90 pró­­sent og auka þarf neyslu á baunum og belg­­jurtum fimm­falt. Í rann­­sóknin er sýnt fram á land­­bún­­aður og fram­­leiðsla dýra­af­­urða veldur ekki aðeins  losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá búpen­ingi, heldur einnig eyð­ing skóga, gríð­­ar­­mik­illi vatns­­­notkun og súrnun sjá­v­­­ar.

Þessar rann­­sóknir sýna að hinn almenni borg­­ari geti með breyt­ingum á mat­­ar­venjum sínum haft áhrif á kolefn­islos­un.  Fjöldi rann­­sókna hafa aftur á móti sýnt að erfitt getur verið að fá fólk til að breyta mat­­­ar­venj­ur eða ferða­mátum með það að mark­miði að hafa áhrif á umhverf­is­­mál. Því hefur verið bent á ábyrgð stjórn­­­valda í þessum mál­u. Stefna íslenskra stjórn­valda varð­andi kolefn­is­spor mat­væla á Íslandi, allt frá fram­leiðslu til neyslu, er hins vegar óljós.

Stefna íslenskra stjórn­valda varð­andi kolefn­is­spor mat­væla óljós

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­­neytið birti í sept­­em­ber á síð­asta ári aðgerða­á­ætlun í loft­lags­­mál­u­m. ­Sam­­kvæmt heima­­síð­u um­hverf­is­ráðu­­neyt­is­ins á áætl­­unin að vera horn­­steinn og leið­­ar­­ljós um útfærslu á stefnu stjórn­­­valda í mála­­flokkn­­um. Í heild voru settar fram 34 aðgerðir í áætl­un­inni, engin af þeim  aðgerðum snýr að mat­ar­venjum fólks og hvergi í skýrsl­unni er minnst á vit­und­ar­vakn­ingu um kosti þess að minnka neyslu dýr­af­urða.

Mynd: PexelsÁður en aðgerða­á­ætlun stjórn­­­valda var birt í sept­em­ber þá stóðst til boða fyrir fólk að senda inn hug­­myndir um aðgerðir sem stjórn­­völd gæt­u lagst í til að hafa áhrif á kolefn­is­­fót­­spor Íslands. Sex hug­­myndir sneru að ­sam­drætt­i í kjöt­­­neyslu á Íslandi. Meðal þeirra var hug­­mynd um að stjórn­­völd myndu hækka skatta á mjólkur og kjöt­­vör­­ur. Önnur var að styrkja græn­­met­is­bændur í þeirra von að hvetja al­­menn­ing að neyta meira græn­­metis og minnka inn­­­flutn­ing græn­­metis frá­ út­lönd­­um. Ein hug­­myndin benti á ábyrgð stjórn­­­valda við að fræða fólk um hvað felst í að breyta mat­­ar­venjum sínum og hver afleið­ingar þess yrðu á umhverf­ið. Engin af þessum hug­myndum röt­uðu þó í aðgerða­á­ætl­un­ina.

Fyrsti skipti sem umhverf­is- og auð­linda­ráðu­­neytið veitir Sam­tökum Græn­kera styrk

Mynd: FlickrUmhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið hefur um ára­bil veitt ýmsum félaga­sam­tök­um, sem starfa á verk­efna­sviði þess rekstr­ar­styrki en úthlutað er árlega úr sér­stökum rekstr­ar­styrkja­potti. Í heild veitti ráðu­neytið styrki upp á rúmar 34 millj­ónir til ýmissa sam­taka og verk­efna árið 2018. Meðal þeirra fengu Sam­tök Græn­kera styrk upp á 400 þús­und   vegna verk­efn­is­ins „Vegan­úar – vit­und­ar­vakn­ing um græn­met­is­fæði í jan­ú­ar“. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðu­neytið veitir Sam­tökum græn­kera eða sam­tölum græn­metisæta styrk.

Ofan­greind aðgerða­á­ætlun í loft­lags­málum verður upp­færð í ljósi umsagna sem bár­ust eftir að fyrsta útgáfa áætl­un­ar­innar var birt og mun önnur útgáfa koma út á þessu ári.  For­vitn­i­­legt verður að sjá hvort að neysla dýra­af­urða verði á dag­­skrá í nýrri útgáfu aðgerða­á­ætl­­un­­ar­inn­ar. Grein­­ar­­gerð Loft­lags­ráðs um mark­mið stjórn­valda um kolefn­is­hlut­leysið 2040 mun síðan vera birt í mars á þessu ári. Hall­­­dór Þor­­­geir­s­­­son for­­­maður lofts­lags­ráðs og fyrr­ver­andi for­­­stöð­u­­­mað­­­ur­ ­lofts­lagsamn­ing ­Sam­ein­uðu þjóð­anna sagði í skrif­­legu svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans í októ­ber á síð­asta ári, að allar líkur sé á því að neysla dýra­af­­­urða verði tekin fyrir í grein­­­ar­­­gerð Loft­lags­ráð.

Þing­maður Vinstri grænna segir kjöt­skatt mögu­legt næsta skref 

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna.Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Vinstri grænna, birti í gær stöðu­upp­færslu um kosti þess að nota kjöt­skatt sem lið í aðgerðum gegn loft­lags­breyt­ing­um. Hann deildi frétt frá The Guar­dian sem greinir frá því að þing­maður breskra Græn­ingja vilji að breski þingið leggi skatt á kjöt­vör­ur, með það fyrir augum að minnka losun gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda.

„Áhuga­verð hug­mynd frá þing­manni breskra Græn­ingja. Hér á landi er tóbak skatt­lagt sér­stak­lega, m.a. vegna þess sam­fé­lags­kostn­aðar sem reyk­ingar valda, og kolefn­is­gjald á jarða­efna­elds­neyti er ein af þeim leiðum sem eru not­aðar til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ segir Andrés í færsl­unni.

Í færsl­unni segir Andrés að kannski sé kjöt­skattur rök­rétt næsta skref, bæði til að bregð­ast við áhrif á kjöt­neyslu á heilsu­far en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loft­lags­breyt­ingum af manna­völd­um. 

Hann segir að þetta sé eitt­hvað til að melta í Vegan­úar og bendir á að hægt væri til dæmis að nota skatt­tekj­urnar til að hjálpa bændum að verða kolefn­is­hlut­hlaus­ir, ásamt því væri hægt að styðja bæandur í að taka upp fram­leiðslu á græn­meti og fræða almenn­ing um breytta neyslu­hætti.

Áhuga­verð hug­mynd frá þing­manni breskra Græn­ingja. Hér á landi er tóbak skatt­lagt sér­stak­lega, m.a. vegna þess...

Posted by Andrés Ingi á þingi on Fri­day, Janu­ary 4, 2019


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent