Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkir Veganúar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkti Samtök Grænkera á Íslandi um 400 þúsund krónur fyrir Veganúar 2019. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðuneytið styrkir Samtök Grænkera en markmið framtaksins er að vekja fólk til umhugsunar um neyslu dýraafurða.

Grænmetismatur
Auglýsing

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið veitti Sam­tökum Græn­kera á Íslandi styrk upp á 400 þús­und krónur fyrir Vegan­úar 2019. Vegan­úar er áskorun þar sem fólki er hvatt til að neyta ein­göngu vegan fæðis í jan­úar mán­uð­i. ­Mark­mið Vegan­úar að vekja fólk til umhugs­unar um áhrif neyslu dýra­af­urða og kynna kost­i og kynna kosti vegna fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýra­vernd. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðu­neytið styrkir Vegan­úar eða Sam­tök Græn­kera.

Veg­anúr í fimmta sinn á Íslandi

Íslend­ingum er nú, í fimmta sinn, boðið að taka þeirri áskorun að neyta ein­göngu vegan fæðis í mán­uð. Sam­tök Græn­kera standa fyrir fram­tak­inu hér á landi og þau skora á þátt­tak­endur að taka þátt í áskor­un­inni og þannig upp­­lifa hversu gef­andi, heilsu­efl­andi og auð­velt það geti verið að neyta ein­göngu vegan fæð­is. 

Mynd:PexelsÁ heima­síðu Vegan­úar segir að margar og fjöl­breyttar á­stæður liggi að baki þess að fólk á­kveði að taka þátt í Vegan­ú­ar. Fyrir flesta sé það dýra­vernd en aðrir geri það til að líða betur og minnka um­hverf­is­á­hrif sín. Aðrir noti á­skor­un­ina sem ára­­móta­heit og nýta þannig mán­uð­inn til að byrja nýtt ár heilsu­­sam­­lega. 

„Veganimsi er lífs­háttur þar sem leit­ast er við að úti­loka og forðast, eftir fremsta megni, hag­nýt­ingu og ofbeldi gagn­vart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatn­að, skemmtun eða aðra neyslu,“ segir á heima­síðu Veganúar. 

Auglýsing

Við­­burð­ur­inn er hluti af al­­þjóð­­legri hreyf­ingu sem hófst í Eng­landi árið 2014 og hefur frá því náð til margra landa víða um heim. Síðan hreyf­ingin byrj­aði fyrir fimm árum síðan hafi þátt­tak­endur í Vegan­úar tvö­fald­ast og í byrjun jan­úar höfðu meira en 250.000 manns í 193 löndum skráð sig, sam­kvæmt frétt á vef Guar­dian.  

Sleppa dýra­af­urðum til að sporna gegn loft­lags­breyt­ing­um 

Umræða um vegan­isma hefur auk­ist tölu­vert hér á landi á síð­ustu árum en í dag eru 21.653 með­limir í Face­book grúpp­unni Vegan Ísland. Grúppan er hugsuð sem umræðu­hópur um vegan­isma á Íslandi og að allir sem hafi ein­lægan áhuga á að ger­ast vegan eða eru það nú þegar séu vel­komnir í hóp­inn. Ein af þremur helstu ástæðum þess að fólk ger­ist vegan er til að hafa jákvæð áhrif á nátt­úr­una, segir á heima­síðu Vegan­ú­ar. Þetta helst í hendur við að á síð­ustu árum hefur fjöldi rann­sókna verið birtar sem sýna fram á ein af þeim aðgerðum sem talið er að gætu haft úrslita­á­hrif í bar­átt­unni gegn hlýnun jarðar eru breyttar neyslu­venjur fólks. 

Í byrjun októ­ber 2018 kom út ný skýrsla loft­lags­­sér­­fræð­inga á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna þar sem skýrt var frá­ ó­hugn­an­­legri ­stöðu er varðar hlýnun jarð­­ar. Nið­­ur­­stöður skýrsl­unnar sýna að hita­­stig á jörð­unni mun hækka um 1,5 gráðu fyrir 2030 ef ekki er brugð­ist hratt við. Í skýrsl­unni segir að nauð­syn­legt sé að breyt­a því hvernig lönd eru nýtt, hvernig fólk borð­­ar, hvernig menn ferð­­ast og svo fram­­veg­­is.

Önnur yfir­grip­mis­mikil rann­sókn á áhrifum mat­væla­fram­leiðslu var birt í vís­inda­rit­inu Nat­ure í fyrra. Nið­ur­staða ­rann­­sókn­­ar­inn­ar ­sýndi að gíf­­ur­­legur sam­­dráttur í kjöt­­­neyslu gæti haft úrslita­á­hrif í að halda hætt­u­­legum veð­­ur­far­s­breyt­ingum í skefj­um. Sam­kvæmt rann­­sókn­inni þarf neysla á Vest­­ur­löndum á nauta­kjöti að drag­­ast saman um 90 pró­­sent og auka þarf neyslu á baunum og belg­­jurtum fimm­falt. Í rann­­sóknin er sýnt fram á land­­bún­­aður og fram­­leiðsla dýra­af­­urða veldur ekki aðeins  losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá búpen­ingi, heldur einnig eyð­ing skóga, gríð­­ar­­mik­illi vatns­­­notkun og súrnun sjá­v­­­ar.

Þessar rann­­sóknir sýna að hinn almenni borg­­ari geti með breyt­ingum á mat­­ar­venjum sínum haft áhrif á kolefn­islos­un.  Fjöldi rann­­sókna hafa aftur á móti sýnt að erfitt getur verið að fá fólk til að breyta mat­­­ar­venj­ur eða ferða­mátum með það að mark­miði að hafa áhrif á umhverf­is­­mál. Því hefur verið bent á ábyrgð stjórn­­­valda í þessum mál­u. Stefna íslenskra stjórn­valda varð­andi kolefn­is­spor mat­væla á Íslandi, allt frá fram­leiðslu til neyslu, er hins vegar óljós.

Stefna íslenskra stjórn­valda varð­andi kolefn­is­spor mat­væla óljós

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­­neytið birti í sept­­em­ber á síð­asta ári aðgerða­á­ætlun í loft­lags­­mál­u­m. ­Sam­­kvæmt heima­­síð­u um­hverf­is­ráðu­­neyt­is­ins á áætl­­unin að vera horn­­steinn og leið­­ar­­ljós um útfærslu á stefnu stjórn­­­valda í mála­­flokkn­­um. Í heild voru settar fram 34 aðgerðir í áætl­un­inni, engin af þeim  aðgerðum snýr að mat­ar­venjum fólks og hvergi í skýrsl­unni er minnst á vit­und­ar­vakn­ingu um kosti þess að minnka neyslu dýr­af­urða.

Mynd: PexelsÁður en aðgerða­á­ætlun stjórn­­­valda var birt í sept­em­ber þá stóðst til boða fyrir fólk að senda inn hug­­myndir um aðgerðir sem stjórn­­völd gæt­u lagst í til að hafa áhrif á kolefn­is­­fót­­spor Íslands. Sex hug­­myndir sneru að ­sam­drætt­i í kjöt­­­neyslu á Íslandi. Meðal þeirra var hug­­mynd um að stjórn­­völd myndu hækka skatta á mjólkur og kjöt­­vör­­ur. Önnur var að styrkja græn­­met­is­bændur í þeirra von að hvetja al­­menn­ing að neyta meira græn­­metis og minnka inn­­­flutn­ing græn­­metis frá­ út­lönd­­um. Ein hug­­myndin benti á ábyrgð stjórn­­­valda við að fræða fólk um hvað felst í að breyta mat­­ar­venjum sínum og hver afleið­ingar þess yrðu á umhverf­ið. Engin af þessum hug­myndum röt­uðu þó í aðgerða­á­ætl­un­ina.

Fyrsti skipti sem umhverf­is- og auð­linda­ráðu­­neytið veitir Sam­tökum Græn­kera styrk

Mynd: FlickrUmhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið hefur um ára­bil veitt ýmsum félaga­sam­tök­um, sem starfa á verk­efna­sviði þess rekstr­ar­styrki en úthlutað er árlega úr sér­stökum rekstr­ar­styrkja­potti. Í heild veitti ráðu­neytið styrki upp á rúmar 34 millj­ónir til ýmissa sam­taka og verk­efna árið 2018. Meðal þeirra fengu Sam­tök Græn­kera styrk upp á 400 þús­und   vegna verk­efn­is­ins „Vegan­úar – vit­und­ar­vakn­ing um græn­met­is­fæði í jan­ú­ar“. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðu­neytið veitir Sam­tökum græn­kera eða sam­tölum græn­metisæta styrk.

Ofan­greind aðgerða­á­ætlun í loft­lags­málum verður upp­færð í ljósi umsagna sem bár­ust eftir að fyrsta útgáfa áætl­un­ar­innar var birt og mun önnur útgáfa koma út á þessu ári.  For­vitn­i­­legt verður að sjá hvort að neysla dýra­af­urða verði á dag­­skrá í nýrri útgáfu aðgerða­á­ætl­­un­­ar­inn­ar. Grein­­ar­­gerð Loft­lags­ráðs um mark­mið stjórn­valda um kolefn­is­hlut­leysið 2040 mun síðan vera birt í mars á þessu ári. Hall­­­dór Þor­­­geir­s­­­son for­­­maður lofts­lags­ráðs og fyrr­ver­andi for­­­stöð­u­­­mað­­­ur­ ­lofts­lagsamn­ing ­Sam­ein­uðu þjóð­anna sagði í skrif­­legu svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans í októ­ber á síð­asta ári, að allar líkur sé á því að neysla dýra­af­­­urða verði tekin fyrir í grein­­­ar­­­gerð Loft­lags­ráð.

Þing­maður Vinstri grænna segir kjöt­skatt mögu­legt næsta skref 

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna.Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Vinstri grænna, birti í gær stöðu­upp­færslu um kosti þess að nota kjöt­skatt sem lið í aðgerðum gegn loft­lags­breyt­ing­um. Hann deildi frétt frá The Guar­dian sem greinir frá því að þing­maður breskra Græn­ingja vilji að breski þingið leggi skatt á kjöt­vör­ur, með það fyrir augum að minnka losun gróð­ur­húsa­lof­t­eg­unda.

„Áhuga­verð hug­mynd frá þing­manni breskra Græn­ingja. Hér á landi er tóbak skatt­lagt sér­stak­lega, m.a. vegna þess sam­fé­lags­kostn­aðar sem reyk­ingar valda, og kolefn­is­gjald á jarða­efna­elds­neyti er ein af þeim leiðum sem eru not­aðar til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ segir Andrés í færsl­unni.

Í færsl­unni segir Andrés að kannski sé kjöt­skattur rök­rétt næsta skref, bæði til að bregð­ast við áhrif á kjöt­neyslu á heilsu­far en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loft­lags­breyt­ingum af manna­völd­um. 

Hann segir að þetta sé eitt­hvað til að melta í Vegan­úar og bendir á að hægt væri til dæmis að nota skatt­tekj­urnar til að hjálpa bændum að verða kolefn­is­hlut­hlaus­ir, ásamt því væri hægt að styðja bæandur í að taka upp fram­leiðslu á græn­meti og fræða almenn­ing um breytta neyslu­hætti.

Áhuga­verð hug­mynd frá þing­manni breskra Græn­ingja. Hér á landi er tóbak skatt­lagt sér­stak­lega, m.a. vegna þess...

Posted by Andrés Ingi á þingi on Fri­day, Janu­ary 4, 2019


Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent