Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti frumvarp um bráðabirgðaleyfi fyrir fiskeldi

Mikil ólga hefur verið í kringum málið síðan starfs- og rekstraleyfi Fjarðarlax og Arnarlax fyrir fiskeldi í Patreksfirði og Tálknafirði var ógilt.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í hádeginu frumvarp breytingar á lögum um rekstrarleyfi til bráðabirgða fyrir fiskeldi.

Þetta frumvarp er lagt fram eftir að Úrskurð­ar­nefnd auð­linda- og umhverf­is­mál felldi úr gildi ákvörðun Mat­væla­stofn­unar frá 22. des­em­ber síðastliðnum um að veita Fjarð­ar­lax ehf. rekstr­ar­leyfi fyrir 10.700 tonna árs­fram­leiðslu á laxi í opnum sjó­kvíum í Pat­reks­firði og Tálkna­firði.

For­svars­menn Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarðar fund­uðu með for­ystu­mönnum rík­is­stjórn­ar­flokk­ana síð­ast­lið­inn laug­ar­dag og gerðu þeim grein fyrir alvar­leika máls­ins. Sveit­ar­fé­lögin tvö eru með tæp­lega 1300 íbúa og talið er að um 165 íbúar vinni fyrir fyr­ir­tækin á svæð­inu beint auk fjölda verk­taka og þjón­ustu­fyr­ir­tækja sem tengj­ast fisk­eldi. Talið er að ef ekki er brugð­ist við strax við að leysa úr þessum vanda þá er ljóst að þetta mun hafa afdrifa­ríkar afleið­ingar fyrir sam­fé­lagið í heild sinn­i.

Auglýsing

Um helgina lýstu ráðherrar ríkisstjórnarinnar áhyggjum af úrskurði nefndarinnar.  „Við upp­lýstum þau um að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og umhverf­is­ráð­herra hafa verið með til skoð­unar hvaða leiðir eru færar til þess að gæta með­al­hófs í þessu máli og öðrum, þannig að fyr­ir­tæki geti almennt fengið sann­gjarnan frest til að bæta úr þeim ann­mörkum sem koma fram í kæru­ferli og fag­lega sé staðið að öllum mál­um. Það er von mín að far­sæl lausn finn­ist á þessu máli sem allra fyrst.“ Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, forsætisráðherra og for­maður Vinstri Grænna, meðal annars á Face­book-síðu sinni í gær.

Bjarni Bene­dikts­son for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins greindi meðal annars frá því á laug­ar­dag að óvissan sem skap­að­ist á Vest­fjörðum í kjöl­far úrskurðarins væri með öllu óvið­un­andi. „Hér verður að bregð­ast hratt við og svara því með hvaða hætti þeim sem í hlut eiga verði tryggður réttur til að láta reyna á stöðu sína gagn­vart stjórn­völd­um,“ sagði hann og að tryggja yrði að sann­gjarnar reglur giltu um rétt til að bæta úr ágöllum í leyf­is­um­sókn­ar­ferli, ef slíku væri til að dreifa, í þessu máli og til fram­búð­ar.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins kall­aði eftir lausnum og rifj­aði upp á Face­book-síðu sinni í gær hvernig við­var­andi fólks­fækkun á sunn­an­verðum Vest­fjörðum til ársins 2012 hefði snúist við vegna upp­bygg­ingar fisk­eld­is. Sömu­leiðis hefði íbúa­þróun snúist við á norð­an­verðum Vest­fjörðum í fyrra vegna fisk­eld­is. Hann sagði að yfir 300 störf tengd­ust fisk­eld­inu fyrir vest­an. Auk þess störf­uðu tugir í Ölf­usi/Þor­láks­höfn. Þá hefði fisk­eldi haft jákvæð áhrif á byggða­þróun á sunn­an­verðum Aust­fjörð­um. 

„Mik­il­vægi fisk­eldis í upp­bygg­ingu byggð­anna fyrir vestan og austan er stað­reynd og ætti ekki að vera ágrein­ings­mál. Það má því vera öllum ljóst að finna þarf skyn­sam­legar lausnir á núver­andi stöð­u,“ skrif­aði Sig­urður Ingi.

Náttúrverndarsamtök og veiðiréttarhafar hafa hins vegar varað við því að hróflað yrði við niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar, segir í frétt RÚV í dag. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent