Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti frumvarp um bráðabirgðaleyfi fyrir fiskeldi

Mikil ólga hefur verið í kringum málið síðan starfs- og rekstraleyfi Fjarðarlax og Arnarlax fyrir fiskeldi í Patreksfirði og Tálknafirði var ógilt.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi í hádeg­inu frum­varp breyt­ingar á lögum um rekstr­ar­leyfi til bráða­birgða fyrir fisk­eldi.

Þetta frum­varp er lagt fram eftir að Úrskurð­­ar­­nefnd auð­linda- og umhverf­is­­mál felldi úr gildi ákvörðun Mat­væla­­stofn­unar frá 22. des­em­ber síð­ast­liðnum um að veita Fjarð­­ar­­lax ehf. rekstr­­ar­­leyfi fyrir 10.700 tonna árs­fram­­leiðslu á laxi í opnum sjó­kvíum í Pat­­reks­­firði og Tálkna­­firði.

For­svar­s­­menn Vest­­ur­­byggðar og Tálkna­fjarðar fund­uðu með for­yst­u­­mönnum rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­ana síð­­ast­lið­inn laug­­ar­dag og gerðu þeim grein fyrir alvar­­leika máls­ins. Sveit­­ar­­fé­lögin tvö eru með tæp­­lega 1300 íbúa og talið er að um 165 íbúar vinni fyrir fyr­ir­tækin á svæð­inu beint auk fjölda verk­­taka og þjón­ust­u­­fyr­ir­tækja sem tengj­­ast fisk­eldi. Talið er að ef ekki er brugð­ist við strax við að leysa úr þessum vanda þá er ljóst að þetta mun hafa afdrifa­­ríkar afleið­ingar fyrir sam­­fé­lagið í heild sinn­i.

Auglýsing

Um helg­ina lýstu ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar áhyggjum af úrskurði nefnd­ar­inn­ar.  „Við upp­­lýstum þau um að sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra og umhverf­is­ráð­herra hafa verið með til skoð­unar hvaða leiðir eru færar til þess að gæta með­­al­hófs í þessu máli og öðrum, þannig að fyr­ir­tæki geti almennt fengið sann­­gjarnan frest til að bæta úr þeim ann­­mörkum sem koma fram í kæru­­ferli og fag­­lega sé staðið að öllum mál­­um. Það er von mín að far­­sæl lausn finn­ist á þessu máli sem allra fyrst.“ Þetta sagð­i Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­­maður Vinstri Grænna, meðal ann­ars á Face­­book-­síðu sinni í gær.

Bjarni Bene­dikts­­son for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins greindi meðal ann­ars frá því á laug­­ar­dag að óvissan sem skap­að­ist á Vest­­fjörðum í kjöl­far úrskurð­ar­ins væri með öllu óvið­un­andi. „Hér verður að bregð­­ast hratt við og svara því með hvaða hætti þeim sem í hlut eiga verði tryggður réttur til að láta reyna á stöðu sína gagn­vart stjórn­­völd­um,“ sagði hann og að tryggja yrði að sann­­gjarnar reglur giltu um rétt til að bæta úr ágöllum í leyf­­is­um­­sókn­­ar­­ferli, ef slíku væri til að dreifa, í þessu máli og til fram­­búð­­ar.

Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son for­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins kall­aði eftir lausnum og rifj­aði upp á Face­­book-­síðu sinni í gær hvernig við­var­andi fólks­­fækkun á sunn­an­verðum Vest­­fjörðum til árs­ins 2012 hefði snú­ist við vegna upp­­­bygg­ingar fisk­eld­­is. Söm­u­­leiðis hefði íbú­a­­þróun snú­ist við á norð­an­verðum Vest­­fjörðum í fyrra vegna fisk­eld­­is. Hann sagði að yfir 300 störf tengd­ust fisk­eld­inu fyrir vest­­an. Auk þess störf­uðu tugir í Ölf­usi/Þor­láks­höfn. Þá hefði fisk­eldi haft jákvæð áhrif á byggða­­þróun á sunn­an­verðum Aust­­fjörð­­um. 

„Mik­il­vægi fisk­eldis í upp­­­bygg­ingu byggð­anna fyrir vestan og austan er stað­­reynd og ætti ekki að vera ágrein­ings­­mál. Það má því vera öllum ljóst að finna þarf skyn­­sam­­legar lausnir á núver­andi stöð­u,“ skrif­aði Sig­­urður Ingi.

Nátt­úr­vernd­ar­sam­tök og veiði­rétt­ar­hafar hafa hins vegar varað við því að hróflað yrði við nið­ur­stöðum úrskurð­ar­nefnd­ar­inn­ar, segir í frétt RÚV í dag. 

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent