Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti frumvarp um bráðabirgðaleyfi fyrir fiskeldi

Mikil ólga hefur verið í kringum málið síðan starfs- og rekstraleyfi Fjarðarlax og Arnarlax fyrir fiskeldi í Patreksfirði og Tálknafirði var ógilt.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi í hádeg­inu frum­varp breyt­ingar á lögum um rekstr­ar­leyfi til bráða­birgða fyrir fisk­eldi.

Þetta frum­varp er lagt fram eftir að Úrskurð­­ar­­nefnd auð­linda- og umhverf­is­­mál felldi úr gildi ákvörðun Mat­væla­­stofn­unar frá 22. des­em­ber síð­ast­liðnum um að veita Fjarð­­ar­­lax ehf. rekstr­­ar­­leyfi fyrir 10.700 tonna árs­fram­­leiðslu á laxi í opnum sjó­kvíum í Pat­­reks­­firði og Tálkna­­firði.

For­svar­s­­menn Vest­­ur­­byggðar og Tálkna­fjarðar fund­uðu með for­yst­u­­mönnum rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­ana síð­­ast­lið­inn laug­­ar­dag og gerðu þeim grein fyrir alvar­­leika máls­ins. Sveit­­ar­­fé­lögin tvö eru með tæp­­lega 1300 íbúa og talið er að um 165 íbúar vinni fyrir fyr­ir­tækin á svæð­inu beint auk fjölda verk­­taka og þjón­ust­u­­fyr­ir­tækja sem tengj­­ast fisk­eldi. Talið er að ef ekki er brugð­ist við strax við að leysa úr þessum vanda þá er ljóst að þetta mun hafa afdrifa­­ríkar afleið­ingar fyrir sam­­fé­lagið í heild sinn­i.

Auglýsing

Um helg­ina lýstu ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar áhyggjum af úrskurði nefnd­ar­inn­ar.  „Við upp­­lýstum þau um að sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra og umhverf­is­ráð­herra hafa verið með til skoð­unar hvaða leiðir eru færar til þess að gæta með­­al­hófs í þessu máli og öðrum, þannig að fyr­ir­tæki geti almennt fengið sann­­gjarnan frest til að bæta úr þeim ann­­mörkum sem koma fram í kæru­­ferli og fag­­lega sé staðið að öllum mál­­um. Það er von mín að far­­sæl lausn finn­ist á þessu máli sem allra fyrst.“ Þetta sagð­i Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­­maður Vinstri Grænna, meðal ann­ars á Face­­book-­síðu sinni í gær.

Bjarni Bene­dikts­­son for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins greindi meðal ann­ars frá því á laug­­ar­dag að óvissan sem skap­að­ist á Vest­­fjörðum í kjöl­far úrskurð­ar­ins væri með öllu óvið­un­andi. „Hér verður að bregð­­ast hratt við og svara því með hvaða hætti þeim sem í hlut eiga verði tryggður réttur til að láta reyna á stöðu sína gagn­vart stjórn­­völd­um,“ sagði hann og að tryggja yrði að sann­­gjarnar reglur giltu um rétt til að bæta úr ágöllum í leyf­­is­um­­sókn­­ar­­ferli, ef slíku væri til að dreifa, í þessu máli og til fram­­búð­­ar.

Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son for­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins kall­aði eftir lausnum og rifj­aði upp á Face­­book-­síðu sinni í gær hvernig við­var­andi fólks­­fækkun á sunn­an­verðum Vest­­fjörðum til árs­ins 2012 hefði snú­ist við vegna upp­­­bygg­ingar fisk­eld­­is. Söm­u­­leiðis hefði íbú­a­­þróun snú­ist við á norð­an­verðum Vest­­fjörðum í fyrra vegna fisk­eld­­is. Hann sagði að yfir 300 störf tengd­ust fisk­eld­inu fyrir vest­­an. Auk þess störf­uðu tugir í Ölf­usi/Þor­láks­höfn. Þá hefði fisk­eldi haft jákvæð áhrif á byggða­­þróun á sunn­an­verðum Aust­­fjörð­­um. 

„Mik­il­vægi fisk­eldis í upp­­­bygg­ingu byggð­anna fyrir vestan og austan er stað­­reynd og ætti ekki að vera ágrein­ings­­mál. Það má því vera öllum ljóst að finna þarf skyn­­sam­­legar lausnir á núver­andi stöð­u,“ skrif­aði Sig­­urður Ingi.

Nátt­úr­vernd­ar­sam­tök og veiði­rétt­ar­hafar hafa hins vegar varað við því að hróflað yrði við nið­ur­stöðum úrskurð­ar­nefnd­ar­inn­ar, segir í frétt RÚV í dag. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent