Már segist ekki fæddur í gær og viti alveg hvað pólitískur ómöguleiki sé

Seðlabankastjóri segir að það hafi komið í ljós að hægt væri að hafa mjög mikinn hagnað út úr því að brjóta reglurnar sem settar voru í kringum fjármagnshöftin. Hann hafnar því að Seðlabankinn hafi sýnt af sér valdníðslu.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri seg­ist ekki hafa reynt að koma í veg fyrir að banka­ráð Seðla­banka Íslands ynni grein­ar­gerð um gjald­eyr­is­eft­ir­lit bank­ans. Það er bara af og frá og ég er ekki fæddur í gær. Ég veit alveg hvað póli­tískur ómögu­leiki er. Það hefði aldrei hvarflað að mér í ljósi þess sem undan var gengið að það væri yfir­leitt hægt.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við Má í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í lið­inni viku. Þar ræðir Már meðal ann­ars ítar­lega þá gagn­rýni sem Seðla­bank­inn hefur fengið fyrir það hvernig hann gekk fram í eft­ir­liti með því að lögum og reglum um fjár­magns­höft, sem voru í gildi hér í tæpan ára­tug, yrði fram­fylgt. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.Banka­ráð Seðla­banka Íslands skil­aði nýverið grein­ar­gerð til for­sæt­is­ráð­herra vegna for­senda fjár­magns­hafta og sér­stak­lega fram­kvæmdar á gjald­eyr­is­eft­ir­liti bank­ans. Til­­efni hennar voru mál sem tengj­­ast rann­­sókn bank­ans á útgerð­­ar­­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja. Í grein­­ar­­gerð­inni kom fram að eðli­­­legt sé að bank­inn taki sögu fjár­­­­­magns­haft­anna, sem sett voru á í nóv­­­em­ber 2008 í kjöl­far hruns bank­anna, til gaum­­­gæfi­­­legrar skoð­un­­­ar.

Segir þar enn fremur að brýnt sé að bank­inn taki til sín harða gagn­rýni frá Umboðs­­­manni Alþing­­is um mál­ið. Bank­inn hefur nú þegar sagt að hann muni end­­­ur­greiða allar sektir og sátta­greiðsl­­­ur, vegna rann­­­sókna og kæru­­­með­­­­­ferða, þar sem stað­­­fest hafi verið að engin laga­­­stoð hafi verið fyrir aðgerð­u­m.

Auglýsing
Lögmaður Sam­herja lét hafa eftir sér í kjöl­far birt­ingar grein­ar­gerð­ar­innar að Seðla­bank­inn hefði „ekki ein­ungis beitt fyr­ir­tæki og ein­stak­l­inga for­­dæma­­lausri og til­­efn­is­­lausri vald­­níðslu heldur einnig freistað þess að beita sömu fram­­göngu gagn­vart öðrum stjórn­­völd­um, Umboðs­­manni Alþingis og nú síð­­­ast sjálfum for­­sæt­is­ráð­herra.“

Már hafnar því að Seðla­bank­inn hafi beitt vald­níðslu. Hann segir að honum finn­ist margt mjög gott í grein­ar­gerð banka­ráðs­ins. Hún sé tví­skipt, ann­ars vegar almenn grein­ar­gerð sem allir í ráð­inu séu sam­mála um. Siðan séu sér­bók­anir sem gangi í mis­mun­andi átt­ir.

Ekk­ert plott í gangi

Einn þeirra er frá Þór­unni Guð­munds­dóttur og Sig­urði Kára Krist­jáns­syni, en Már svar­aði bókun þeirra sér­stak­lega með yfir­lýs­ingu á vef Seðla­banka Íslands og sagði banka­ráðs­menn­ina tvo fara með rang­færsl­ur.

Már segir að sú yfir­lýs­ing sem birt­ist í bókun þeirra hafi komið sér svaka­lega á óvart. „Þar er verið að veit­ast að ákveðnum sér­fræð­ingum innan bank­ans sem leggja fram lög­fræði­lega grein­ar­gerð.[...]Líka í ljósi þess hvernig ég hafði sjálfur verið að tala á þessum fundum að vera að segja það að það hafi verið eitt­hvað plott í gangi í bank­anum við að reyna að stoppa vinn­una við þessa grein­ar­gerð. Það er bara af og frá og ég er ekki fæddur í gær. Ég veit alveg hvað póli­tískur ómögu­leiki er. Það hefði aldrei hvarflað að mér í ljósi þess sem undan var gengið að það væri yfir­leitt hægt.“

Skila­boðin síuð­ust inn

Í bréfi sem Már sendi til for­sæt­is­ráð­herra nýverið sagði hann að það hefði glögg­lega mátt sjá eftir hús­leit­ina hjá Sam­herja að aðgerðin hefði haft fæl­ing­ar­á­hrif og að búið hafði verið í hag­inn fyrir „hið árang­urs­ríka upp­gjör við erlenda kröfu­hafa.“ Aðspurður um hvort það sé rétt­læt­an­legt, að grípa til slíkra aðgerða gegn ein­stak­lingum og fyr­ir­tækj­um, ein­ungis til þess að skapa fæl­ing­ar­á­hrif, sagði Már alls ekki svo vera.

„Nei, það er alls ekki rétt­læt­an­legt enda tók ég það fram að það hefði ekki verið hugsað út í það fyr­ir­fram enda ekki lög­mæt sjón­ar­mið.“ Hann sagð­ist hafa verið að taka allt sem hafði verið gert í rann­sóknum vegna haft­anna sem mögu­lega hefði haft fæl­ing­ar­á­hrif. „Ég er ekki bara að taka þetta með þessa hús­leit, ég er að tala það og fleiri mál sem smám saman sendu þau skila­boð, ekki vegna þess að það væri mein­ingin heldur vegna þess að það var skylda okkar að reyna að verja þessi höft og þá sem við töldum vera að brjóta regl­urn­ar, að grípa þá til ein­hverra aðgerða í þeim efn­um. Þau skila­boð síuð­ust inn.“

Auglýsing
Til að byrja með hafi fjár­magns­höft­in, sem voru sett síðla árs 2008, ekki að halda. „Þau voru hrip­lek. Bæði vegna þess að reglu­verkið var ekki nógu vel hann­að, en það breytt­ist í októ­ber 2009. En líka vegna þess að það var verið að fara á svig við þetta, kannski í sumum til­vikum vegna þess að þetta var nýtt og fólk átt­aði sig ekki á þessu, í öðrum til­fellum út af hagn­að­ar­tæki­fær­um. Það að þetta var allt gert, það breytti virkni haft­ana. Þau fóru að virka. Þegar kom að því að við fórum að eiga við þrota­bú­in, fyrst voru þau sett inn undir girð­ing­una, þá held ég að það hafi haft sitt að segja í þessu sam­heng­i.“

Hægt að fá mjög mik­inn hagnað út úr því að brjóta regl­urnar

Í ljósi þess að ekki reynd­ist skýr heim­ild fyrir Seðla­banka Íslands að beita refsi­heim­ild­um, og að bank­inn hafi þegar ákveðið að end­ur­greiða allar sektir og sátta­greiðslur vegna rann­sókna og kæru­með­ferða, þar sem engin laga­stoð reynd­ist fyrir aðgerð­un­um, var Már spurður að því hvort að það hlyti ekki að vera eðli­legt að draga þá ályktun að fram­kvæmd Seðla­bank­ans á gjald­eyr­is­eft­ir­lit­inu hafi verið í ólagi?

„Ég veit ekki hvort það var fram­kvæmdin eða hvernig málum var háttað þegar Alþingi tekur sínar ákvarð­anir í nóv­em­ber 2008. Það er alveg greini­legt af því sem sagt í umfjöllun í þing­inu, í grein­ar­gerð með frum­varp­inu og allri til­urð máls­ins að það var ætlun þing­mann­anna að búa til ramma sem væri líka með gildar refsi­heim­ild­ir[...]Þetta með gildu refsi­heim­ild­irnar er nátt­úru­lega mjög alvar­legt mál. Vegna þess að þetta þýðir það að það voru sett hér á höft, það voru gefnar út reglur og það var sagt við allan almenn­ing: „við viljum að þið farið eftir þessum regl­u­m“. Og lang­flestir gerðu það. En síðan kemur í ljós að það var mjög mik­inn hagnað hægt að fá út úr því að  brjóta þessar regl­ur. Og svo kemur í ljós að það væri hægt að gera það án þess að það hefði nein við­ur­lög í för með sér. Og þetta er nátt­úru­lega stór galli sem þarf að mínu viti að rann­saka hvernig kemur hann til­.[...]Það er ekki fyrr en á þessu ári sem við fáum skýr svör frá rík­is­sak­sókn­ara, og það hefði auð­vitað gert mitt líf miklu auð­veld­ara og margra fleiri ef þessi svör hefðu komið til dæmis 2012 þegar við skrif­uðum og spurðum út í þetta.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent