Skúli gæti endað með 0 prósent hlut

Hlut­ur Skúla Mo­gensen, stofn­anda og eina eig­anda fé­lags­ins, gæti orðið á bil­inu 0 til 100 prósent allt eft­ir því hvernig fé­lag­inu reiðir næstu þrjú árin, sam­kvæmt nýrri tilkynningu frá WOW air.

Skúli Mogensen
Skúli Mogensen
Auglýsing

Endanleg skipting milli Indigo Partners og Skúla Mogensen í WOW air veltur á hvernig fjárhagsstaða WOW air þróast á næstu þremur árum, samkvæmt tilkynningu frá flugfélaginu. Sam­kvæmt tilkynningunni gæti hlut­ur Skúla, stofn­anda og eina eig­anda fé­lags­ins orðið á bil­inu 0 til 100 prósent, allt eft­ir því hvernig fé­lag­inu reiðir af á kom­andi árum. Jafnframt segir í tilkynningu að virði Wow air sé lægra en áður hafi verið ráðgert í viðræðum félaganna. Þá er einnig gert ráð fyrir að víkjandi lán sem Skúli hefur veitt Wow air verði afskrifað. 

Indigo hyggst setja meira í WOW

Í tilkynningu sem birt var á vef WOW air í morgun segir að ráðgert sé að fjárfestingu Indigo Parters í Wow air nemi um 90 milljónum dollara, eða sem samsvarar um 11 milljarða króna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það þýðir að félagið hækki fyrra tilboð sitt um 15 milljónir dollara en félagið hafði áður lýst sig reiðubúið að leggja félaginu til allt að 46 milljónir dollara. 

Jafnframt segir í tilkynningunni fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing fé­lags­ins leiði af sér að all­ar mögu­leg­ar end­ur­heimt­ur nú­ver­andi hlut­hafa byggi á rekstr­araf­komu fé­lags­ins á kom­andi árum. Í yf­ir­lýs­ing­unni er hins vegar ít­rekað að enn sé ekki sam­komu­lag komið á milli aðila. Þannig eigi enn eft­ir að ljúka áreiðan­leika­könn­un á rekstri fé­lags­ins. 

Nýir skilmálar fyrir skuldabréfaeigendur

Þá þurfi skuldabréfaeigendur sem keyptu bréf í Wow air í sept­em­ber í fyrra að samþykkja nýja skil­mála sem feli í sér að end­ur­heimt­ur þeirra verða bundn­ar rekstr­ar­frammistöðu fyr­ir­tæk­is­ins á næstu árum. Þannig geti end­ur­heimt­ur þeirra orðið 50 til 100 prósent af upp­haf­legu virði bréf­anna. Jafnframt er óskað eftir því að vextir skuldabréfanna verði lækkaðir úr 9 prósent í 7 prósent. Auk þess verði lengt í skulda­bréf­un­um, í stað þriggja ára eins og upp­haf­lega var lagt upp með er nú miðað við að bréf­in end­ur­greiðist nú á fimm árum. Farið er fram á að ábyrgðir tengdar skuldabréfunum verði felld niður auk þess að skuldabréfin verði afskráð. Breytingar sem skuldabréfaeigendurnir höfðu áður samþykkt runnu úr gildi um síðustu mánaðamót. 

Auglýsing
Sam­kvæmt hinum nýju skilmálum gæti hlut­ur Skúla Mogensen, stofn­anda og eina eig­anda fé­lags­ins því orðið á bil­inu 0 til 100 prósent allt eft­ir því hvernig fé­lag­inu reiðir af á kom­andi árum.  Fjár­fest­ing sjóðsins mun fela í sér, að hann eign­ist hluta­bréf í fé­lag­inu en veiti því einnig lán með breytirétti sem síðari geti orðið stofn að hluta­fé í fé­lag­inu

Skúli gef­i eft­ir víkj­andi lán

Enn fremur kveðið á í tilkynningunni að víkj­andi lán sem fjár­fest­ing­ar­fé­lag Skúla Mogensen, Tít­an, veitti WOW air og stefnt var að yrði end­ur­greitt verði af­skrifað. Fjár­hæð láns­ins sem nú er af­skrifað nam 6 millj­ón­um doll­ara, jafn­v­irði tæp­lega 730 millj­óna króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent