Stjörnuhrap

Danski þjóðarflokkurinn er næst stærsti flokkurinn á danska þinginu. Þrátt fyrir að eiga ekki aðild að núverandi ríkisstjórn hefur flokkurinn ráðið mjög miklu um stjórnarstefnuna. En nú, þegar stutt er til kosninga, hrynur fylgið af flokknum.

Kristian Thulesen Dahl, formaðurd DF
Kristian Thulesen Dahl, formaðurd DF
Auglýsing

Danski þjóðarflokkurinn er næst stærsti flokkurinn á danska þinginu. Þrátt fyrir að eiga ekki aðild að núverandi ríkisstjórn hefur flokkurinn ráðið mjög miklu um stjórnarstefnuna. En nú, þegar stutt er til kosninga, hrynur fylgið af flokknum.

Danski þjóðarflokkurinn (DF) varð til haustið 1995. Stofnendurnir  voru fyrrverandi félagar í Framfaraflokknum, flokki Mogens Glistrup, þar á meðal Pia Kjærsgaard og Kristian Thulesen Dahl.  Framfaraflokkurinn var stofnaður árið 1972 og fékk í þingkosningum ári síðar 28 þingmenn. Stofnandinn og flokksformaðurinn Mogens Glistrup hafði vakið mikla athygli vegna skoðana sinna og yfirlýsinga, einkum um skattamál. Hann hafði meðal annars kallað þá sem sviku undan skatti frelsishetjur og nefndi í því sambandi heimsstyrjöldina síðari. Mörgum líkaði vel málflutningur Mogen Glistrup um lægri, eða jafnvel enga, skatta en aðrir kölluðu hann lýðskrumara. Á ýmsu gekk í flokknum, formaðurinn sat um tíma í fangelsi vegna skattsvika og á meðan gegndi Pia Kjærsgaard formennsku í Framfaraflokknum. Innri átök og óeining urðu til þess að flokkurinn liðaðist nánast í sundur og verður sú saga ekki rakin hér en eins og áður sagði stofnuðu nokkrir félagar úr Framfaraflokknum Danska þjóðarflokkinn.

Auglýsing

Á þingi frá 1998

DF bauð í fyrsta skipti fram til þings árið 1998 og fékk þá 7.4% atkvæða og 13 þingmenn kjörna. Fylgið hefur vaxið nær stöðugt síðan og í þingkosningunum sumarið 2015 fékk flokkurinn 21% atkvæða og 37 þingmenn. Aðeins flokkur Sósíaldemókrata hefur fleiri þingmenn (46) en samtals eru þingmenn á danska þinginu 179.

Pia Kjærsgaard var fyrsti formaður flokksins og gegndi því embætti til ársins 2012, samtals sautján ár. Þá tók við núverandi formaður, Kristian Thulesen Dahl. Velgengni flokksins í þingkosningunum 2015 tengdu margir persónu formannsins. Þótt hann væri síður en svo nýgræðingur í pólitík (hefur setið á þingi frá árinu 1994) fylgdi honum að margra mati ferskur blær sem skilaði sér í auknu fylgi flokksins. 

Stefnumál og kjósendahópur

Stefnumál DF hafa einkum snúið að sjálfstæði Danmerkur, verndun menningararfsins, stuðningi við þjóðkirkjuna, og konungsveldið ásamt því að vilja öflugt velferðarkerfi, og harðar refsingar við lögbrotum. Síðast en ekki síst hefur flokkurinn fylgt mjög eindreginni stefnu varðandi innflytjendur sem einfaldlega gengur út á að takmarka fjölda þeirra sem allra mest og sömuleiðis er flokkurinn mjög andsnúinn fjölmenningarsamfélögum. Þjóðrembuflokkur segja sumir. Í ræðu og riti hafa þingmenn flokksins ekki lagt mikla áherslu á efnahagsmál en nefna gjarna í slíkum umræðum öflugt atvinnulíf.

Fylgi flokksins er mest á landsbyggðinni, einkum Suður-Jótlandi, hann hefur aldrei haft mikið fylgi í Kaupmannahöfn né öðrum borgum. Kannanir hafa sýnt að kjósendahópurinn hefur einkum verið eldra fólk með lágar tekjur og takmarkaða menntun.

Danskir stjórnmálaskýrendur telja flokkinn gjarna hægrisinnaðan miðjuflokk sem leggi áherslu á þjóðleg gildi.

Aftursætisbílstjórinn

Ríkisstjórn Lars Løkke  Rasmussen er minnihlutastjórn þriggja flokka (hefur 53 þingmenn) og verður því algjörlega að reiða sig á stuðning DF til að koma málum gegnum þingið. Vegna sterkrar stöðu sinnar á danska þinginu hefur DF þannig haft mikil áhrif á stjórn landsmála. Svo mikil að flokksformaðurinn Kristian Thulesen Dahl er stundum kallaður aftursætisbílstjórinn í ríkisstjórnarrútunni. 

Danski þjóðarflokkurinn hefur aldrei átt aðild að ríkisstjórn en  stutt ríkisstjórnir sem tilheyra mið og hægri flokkum á danska þinginu, bláu blokkinni svonefndu.

Kristian Thulesen Dahl formaður DF og Pia Kjaersgaard fyrrum formaður DF Mynd: EPAEftir kosningarnar 2015, þar sem stjórn Helle Thorning-Schmidt féll bjuggust margir við að DF tæki sæti í ríkisstjórn undir forystu Lars Løkke Rasmussen en forystumenn flokksins sögðu þá að þeir teldu stöðu flokksins sterkari utan stjórnar. Venstre, flokkur Lars Løkke Rasmussen, tapaði fylgi í kosningunum en stuðningur DF tryggði honum stjórnartaumana. Sem dæmi um mikilvægi DF er rétt að nefna að Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður DF, var kjörinn formaður (forseti) þingsins eftir síðustu kosningar

Daður við kratana  

Í stjórnmálum er ekki hægt að ganga að neinu gefnu. Stundum er sagt að í pólitíkinni gangi allir með rýtinginn í erminni, svo sé bara spurning hvenær rétti tíminn sé til að beita honum. Kristian Thulesen Dahl, sem hefur lengst af hallað sér til hægri, í áttina að Venstre (sem er meira til hægri en vinstri þrátt fyrir nafnið)  hefur frá því fljótlega eftir síðustu kosningar haft uppi það sem stjórnmálaskýrendur kalla daður við sósíaldemókratana. Ekki sé beinlínis hægt að tala um að formaður DF hafi verið að stíga í vænginn við Mette Frederiksen, formann kratanna, en gefið ýmislegt í skyn. ,,Þú veist símanúmerið hjá mér Mette“ sagði Kristian Thulesen Dahl á ársfundi DF í fyrra. Að mati stjórnmálaskýrenda þýddi það að DF gæti hugsanlega stutt kratana undir stjórn Mette Frederiksen. Fyrir einungis örfáum mánuðum sagði Kristian Thulesen Dahl líka að flokkur sinn, DF, væri tilbúinn að setjast í ríkisstjórn, með hægri flokkunum, undir stjórn Lars Løkke Rasmussen eftir næstu kosningar. En skjótt skipast veður í lofti.

Fylgi DF hrynur

DF hefur frá stofnun nánast óslitið stækkað og eflst. En nú hefur það skyndilega breyst. Á örfáum mánuðum hefur fylgi DF dalað og það svo um munar. Samkvæmt könnunum, þegar þrír mánuðir eru til kosninga, hefur þriðji hver kjósandi sem studdi DF við síðustu kosningar snúið bakið við flokknum. Verði það  niðurstaða kosninganna tapar DF þrettán þingmönnum. Ef svo færi yrði DF ekki lengur í þeirri stöðu að geta valið hvort flokkurinn halli sér til hægri, að Lars Løkke Rasmussen eða til vinstri, í áttina að Mette Frederiksen.

Hvað veldur og hvert fara kjósendurnir?

Samkvæmt könnunum fyrirtækisins Epinion virðist hluti þeirra sem síðast kusu DF, og hyggst ekki gera það næst, ætla að kjósa sósíaldemókratana undir stjórn Mette Frederiksen. En fleira kemur til. Frá síðustu þingkosningum í Danmörku eru komnir tveir nýir flokkar fram á sjónarsviðið Annarsvegar er um að ræða  Nye Borgerlige, NB og hins vegar Klaus Riskær Pedersen, sem stofnað hefur flokk í eigin nafni. Hann kallar sig athafnamann, og hefur marga fjöruna sopið. Sat um tíma á Evrópuþinginu fyrir Venstre, hefur sömuleiðis í tvígang setið í fangelsi  vegna fjársvika svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur safnað nægilega mörgum meðmælendum til að bjóða sig fram til þings en kannanir sýna takmarkað fylgi enn sem komið er. Kannanir sýna að fylgjendur Klaus Riskjær Pedersen koma einkum frá Venstre flokknum.

Nye Borgerlige, NB, var stofnaður árið 2015. Leiðtogi flokksins er Pernille Vermund fyrrverandi bæjarfulltrúi í Helsingør fyrir Íhaldsflokkinn. NB hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum við næstu kosningar, kannanir sýna að flokkurinn er í kringum tveggja prósenta þröskuldinn, sem er skilyrði þess að fá þingmenn kjörna. Flokkurinn skilgreinir sig þjóðernisflokk sem vill að Danmörk segi skilið við ESB. Flokkurinn vill ekki að Danmörk taki við flóttafólki og að erlendum afbrotamönnum í Danmörku verði vísað úr landi.

Pernille Vermund formaður NBUpp á síðkastið hefur farið að örla á óánægju meðal stuðningsmanna DF. Formaðurinn sagður alltof lítið áberandi og ekki nógu afgerandi. Þetta er nokkuð sem ekki hefur áður heyrst og stjórnmálaskýrandi dagblaðsins Berlingske nefndi að með tilkomu NB flokks Pernille Vermund væri kannski kominn fram valkostur sem, að minnst kosti sumum, sem fylgt hafa DF þyki fýsilegur. Það kemur heim og saman við kannanir sem sýna að talsverður hluti þeirra sem hyggjast kjósa NB kusu DF í kosningunum árið 2015.

Kappræður í Aabenraa

Síðastliðið fimmtudagskvöld fóru fram kappræður í Aabenraa á Suður-Jótlandi. Kappræður þessar vöktu mikla athygli en þar mættust þau Kristian Thulesen Dahl formaður DF og Pernille Vermund formaður NB. Þau tókust hart á en stjórnmálaskýrendur voru sammála um að bæði hefðu staðið sig ágætlega og að vissu leyti væri komin upp ný og spennandi staða í dönskum stjórnmálum. Staða sem Kristian Thulesen Dahl og DF hafi ekki kynnst fyrr en nú. DF hefur til þessa verið sá flokkur sem fylgt hefur hvað ströngustu línunni varðandi innflytjendur en hefur upp á síðkastið mýkst (orðalag blaðamanns Politiken) og  færst nær Sósíaldemókrötum. Hvort það verður til að flokkur Pernille Vermund, NB, dragi til sín þá sem áður kusu DF er ókomið í ljós og margt getur breyst fram að kosningum. Blaðamaður dagblaðsins Politiken, sem fylgdist með kappræðunum í Aabenraa sagði að fram til þessa hefði Kristian Thulesen Dahl verið skærasta stjarnan á danska þjóðernishimninum en nú skini sú stjarna ekki jafn skært. Þar hefði átt sér stað stjörnuhrap. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar