Stjörnuhrap

Danski þjóðarflokkurinn er næst stærsti flokkurinn á danska þinginu. Þrátt fyrir að eiga ekki aðild að núverandi ríkisstjórn hefur flokkurinn ráðið mjög miklu um stjórnarstefnuna. En nú, þegar stutt er til kosninga, hrynur fylgið af flokknum.

Kristian Thulesen Dahl, formaðurd DF
Kristian Thulesen Dahl, formaðurd DF
Auglýsing

Danski ­þjóð­ar­flokk­ur­inn er næst stærsti flokk­ur­inn á danska þing­inu. Þrátt fyrir að eiga ekki aðild að núver­andi rík­is­stjórn hefur flokk­ur­inn ráðið mjög miklu um ­stjórn­ar­stefn­una. En nú, þegar stutt er til kosn­inga, hrynur fylgið af ­flokkn­um.

Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn (DF) varð til haustið 1995. ­Stofn­end­urn­ir  voru fyrr­ver­andi félagar í Fram­fara­flokkn­um, flokki Mog­ens Glistr­up, þar á meðal Pia Kjærs­gaard og Krist­ian Thulesen Dahl.  Fram­fara­flokk­ur­inn var stofn­aður árið 1972 og fékk í þing­kosn­ingum ári síðar 28 þing­menn. ­Stofn­and­inn og flokks­for­mað­ur­inn Mog­ens Glistrup hafði vakið mikla athygl­i ­vegna skoð­ana sinna og yfir­lýs­inga, einkum um skatta­mál. Hann hafði með­al­ ann­ars kallað þá sem sviku undan skatti frels­is­hetjur og nefndi í því sam­band­i heims­styrj­öld­ina síð­ari. Mörgum lík­aði vel mál­flutn­ingur Mogen Glistrup um lægri, eða jafn­vel enga, skatta en aðrir köll­uðu hann lýð­skrumara. Á ýmsu gekk í flokkn­um, for­mað­ur­inn sat um tíma í fang­elsi vegna skattsvika og á með­an ­gegndi Pia Kjærs­gaard for­mennsku í Fram­fara­flokkn­um. Innri átök og óein­ing urð­u til þess að flokk­ur­inn lið­að­ist nán­ast í sundur og verður sú saga ekki rak­in hér en eins og áður sagði stofn­uðu nokkrir félagar úr Fram­fara­flokknum Danska ­þjóð­ar­flokk­inn.

Auglýsing

Á þingi frá 1998

DF bauð í fyrsta skipti fram til þings árið 1998 og fékk þá 7.4% atkvæða og 13 þing­menn ­kjörna. Fylgið hefur vaxið nær stöðugt síðan og í þing­kosn­ing­unum sum­arið 2015 ­fékk flokk­ur­inn 21% atkvæða og 37 þing­menn. Aðeins flokkur Sós­í­alde­mókrata hef­ur fleiri þing­menn (46) en sam­tals eru þing­menn á danska þing­inu 179.

Pia Kjærs­gaard var fyrsti for­maður flokks­ins og gegndi því emb­ætti til árs­ins 2012, ­sam­tals sautján ár. Þá tók við núver­andi for­mað­ur, Krist­ian Thulesen Dahl. Vel­gengni flokks­ins í þing­kosn­ing­unum 2015 tengdu margir per­sónu for­manns­ins. Þótt hann væri síður en svo nýgræð­ingur í póli­tík (hefur setið á þingi frá­ ár­inu 1994) fylgdi honum að margra mati ferskur blær sem skil­aði sér í aukn­u ­fylgi flokks­ins. 

Stefnu­mál og kjós­enda­hópur

Stefnu­mál DF hafa einkum snúið að sjálf­stæði Dan­merk­ur, verndun menn­ing­ar­arfs­ins, ­stuðn­ingi við þjóð­kirkj­una, og kon­ungs­veldið ásamt því að vilja öfl­ug­t vel­ferð­ar­kerfi, og harðar refs­ingar við lög­brot­um. Síð­ast en ekki síst hef­ur ­flokk­ur­inn fylgt mjög ein­dreg­inni stefnu varð­andi inn­flytj­endur sem ein­fald­lega ­gengur út á að tak­marka fjölda þeirra sem allra mest og sömu­leiðis er ­flokk­ur­inn mjög andsnú­inn fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lög­um. Þjóð­rembu­flokkur segja sum­ir. Í ræðu og riti hafa þing­menn flokks­ins ekki lagt mikla áherslu á efna­hags­mál en nefna gjarna í slíkum umræðum öfl­ugt atvinnu­líf.

Fylg­i ­flokks­ins er mest á lands­byggð­inni, einkum Suð­ur­-Jót­landi, hann hefur aldrei haft mikið fylgi í Kaup­manna­höfn né öðrum borg­um. Kann­anir hafa sýnt að kjós­enda­hóp­ur­inn hefur einkum verið eldra fólk með lágar tekjur og tak­mark­aða ­mennt­un.

Danskir ­stjórn­mála­skýrendur telja flokk­inn gjarna hægri­s­inn­aðan miðju­flokk sem legg­i á­herslu á þjóð­leg gildi.

Aft­ur­sæt­is­bíl­stjór­inn

Rík­is­stjórn Lars Løkk­e  Rasmus­sen er minni­hluta­stjórn þriggja flokka (hefur 53 þing­menn) og verður því algjör­lega að reiða sig á stuðn­ing DF til að koma málum gegn­um ­þing­ið. Vegna sterkrar stöðu sinnar á danska þing­inu hefur DF þannig haft mik­il á­hrif á stjórn lands­mála. Svo mikil að flokks­for­mað­ur­inn Krist­ian Thulesen Dahl er stundum kall­aður aft­ur­sæt­is­bíl­stjór­inn í rík­is­stjórn­ar­rút­unn­i. 

Danski ­þjóð­ar­flokk­ur­inn hefur aldrei átt aðild að rík­is­stjórn en  stutt rík­is­stjórnir sem til­heyra mið og hægri ­flokkum á danska þing­inu, bláu blokk­inni svo­nefndu.

Kristian Thulesen Dahl formaður DF og Pia Kjaersgaard fyrrum formaður DF Mynd: EPAEft­ir ­kosn­ing­arnar 2015, þar sem stjórn Helle Thorn­ing-Schmidt féll bjugg­ust margir við að DF tæki sæti í rík­is­stjórn undir for­ystu Lars Løkke Rasmus­sen en ­for­ystu­menn flokks­ins sögðu þá að þeir teldu stöðu flokks­ins sterk­ari utan­ ­stjórn­ar. Ven­stre, flokkur Lars Løkke Rasmus­sen, tap­aði fylgi í kosn­ing­unum en ­stuðn­ingur DF tryggði honum stjórn­ar­taumana. Sem dæmi um mik­il­vægi DF er rétt að nefna að Pia Kjærs­gaard, fyrr­ver­andi for­maður DF, var kjör­inn for­mað­ur­ (­for­seti) þings­ins eftir síð­ustu kosn­ingar

Daður við kratana  

Í stjórn­mál­u­m er ekki hægt að ganga að neinu gefnu. Stundum er sagt að í póli­tík­inni gang­i allir með rýt­ing­inn í erminni, svo sé bara spurn­ing hvenær rétti tím­inn sé til­ að beita hon­um. Krist­ian Thulesen Dahl, sem hefur lengst af hallað sér til­ hægri, í átt­ina að Ven­stre (sem er meira til hægri en vinstri þrátt fyr­ir­ ­nafn­ið)  hefur frá því fljót­lega eft­ir ­síð­ustu kosn­ingar haft uppi það sem stjórn­mála­skýrendur kalla daður við sós­í­alde­mókratana. Ekki sé bein­línis hægt að tala um að for­maður DF hafi ver­ið að stíga í væng­inn við Mette Frederiksen, for­mann kratanna, en gefið ýmis­legt í skyn. ,,Þú veist síma­núm­erið hjá mér Mette“ sagði Krist­ian Thulesen Dahl á árs­fundi DF í fyrra. Að mati stjórn­mála­skýrenda þýddi það að DF gæt­i hugs­an­lega stutt kratana undir stjórn Mette Frederik­sen. Fyrir ein­ungis örfá­um ­mán­uðum sagði Krist­ian Thulesen Dahl líka að flokkur sinn, DF, væri til­bú­inn að ­setj­ast í ríkis­stjórn, með hægri flokk­un­um, undir stjórn Lars Løkke Rasmus­sen eftir næstu kosn­ing­ar. En skjótt skip­ast veður í lofti.

Fylgi DF hrynur

DF hef­ur frá stofnun nán­ast óslitið stækkað og eflst. En nú hefur það skyndi­lega breyst. Á örfáum mán­uðum hefur fylgi DF dalað og það svo um mun­ar. Sam­kvæmt könn­un­um, þegar þrír mán­uðir eru til kosn­inga, hefur þriðji hver kjós­andi sem studdi DF við síð­ustu kosn­ingar snúið bakið við flokkn­um. Verði það  nið­ur­staða kosn­ing­anna tapar DF þrett­án ­þing­mönn­um. Ef svo færi yrði DF ekki lengur í þeirri stöðu að geta valið hvort ­flokk­ur­inn halli sér til hægri, að Lars Løkke Rasmus­sen eða til vinstri, í átt­ina að Mette Frederik­sen.

Hvað veldur og hvert fara kjós­end­urn­ir?

Sam­kvæmt könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins Epinion virð­ist hluti þeirra sem síð­ast kusu DF, og hyggst ekki gera það næst, ætla að kjósa sós­í­alde­mókratana undir stjórn Mette Frederik­sen. En fleira kemur til. Frá síð­ustu þing­kosn­ingum í Dan­mörku eru komnir tveir nýir flokkar fram á sjón­ar­sviðið Ann­ars­vegar er um að ræða  Nye Borgerlige, NB og hins vegar Klaus Riskær Peder­sen, sem stofnað hefur flokk í eigin nafni. Hann kallar sig athafna­mann, og hefur marga fjör­una sop­ið. Sat um tíma á Evr­ópu­þing­inu fyrir Ven­stre, hef­ur ­sömu­leiðis í tvígang setið í fang­elsi  ­vegna fjársvika svo eitt­hvað sé nefnt. Hann hefur safnað nægi­lega mörg­um ­með­mæl­endum til að bjóða sig fram til þings en kann­anir sýna tak­markað fylg­i enn sem komið er. Kann­anir sýna að fylgj­endur Klaus Riskjær Ped­er­sen kom­a einkum frá Ven­stre flokkn­um.

Nye ­Borgerlige, NB, var stofn­aður árið 2015. Leið­togi flokks­ins er Pern­ille Ver­mund ­fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi í Hels­ingør fyrir Íhalds­flokk­inn. NB hyggst bjóða fram í öllum kjör­dæmum við næst­u ­kosn­ing­ar, kann­anir sýna að flokk­ur­inn er í kringum tveggja pró­senta ­þrösk­uld­inn, sem er skil­yrði þess að fá þing­menn kjörna. Flokk­ur­inn skil­grein­ir ­sig þjóð­ern­is­flokk sem vill að Dan­mörk segi skilið við ESB. Flokk­ur­inn vill ekki að Dan­mörk taki við flótta­fólki og að erlendum afbrota­mönnum í Dan­mörku verði vísað úr landi.

Pernille Vermund formaður NBUpp á síðkastið hefur farið að örla á óánægju meðal stuðn­ings­manna DF. For­mað­ur­inn ­sagður alltof lítið áber­andi og ekki nógu afger­andi. Þetta er nokkuð sem ekki hefur áður heyrst og stjórn­mála­skýr­andi dag­blaðs­ins Berl­ingske nefndi að með­ til­komu NB flokks Pern­ille Ver­mund væri kannski kom­inn fram val­kostur sem, að minnst kosti sum­um, sem fylgt hafa DF þyki fýsi­leg­ur. Það kemur heim og sam­an­ við kann­anir sem sýna að tals­verður hluti þeirra sem hyggj­ast kjósa NB kusu DF í kosn­ing­unum árið 2015.

Kapp­ræður í Aabenraa

Síð­ast­lið­ið fimmtu­dags­kvöld fóru fram kapp­ræður í Aabenraa á Suð­ur­-Jót­landi. Kapp­ræð­ur­ þessar vöktu mikla athygli en þar mætt­ust þau Krist­ian Thulesen Dahl for­maður DF og Pern­ille Ver­mund for­maður NB. Þau tók­ust hart á en stjórn­mála­skýrendur vor­u ­sam­mála um að bæði hefðu staðið sig ágæt­lega og að vissu leyti væri komin upp­ ný og spenn­andi staða í dönskum stjórn­mál­um. Staða sem Krist­ian Thulesen Dahl og DF hafi ekki kynnst fyrr en nú. DF hefur til þessa verið sá flokkur sem ­fylgt hefur hvað ströng­ustu lín­unni varð­andi inn­flytj­endur en hefur upp á síðkastið mýkst (orða­lag blaða­manns Politi­ken) og  færst nær Sós­í­alde­mókröt­um. Hvort það verð­ur­ til að flokkur Pern­ille Ver­mund, NB, dragi til sín þá sem áður kusu DF er ókomið í ljós og margt getur breyst fram að kosn­ing­um. Blaða­maður dag­blaðs­ins Politi­ken, sem fylgd­ist með kapp­ræð­unum í Aabenraa sagði að fram til þessa hefði Krist­ian Thulesen Dahl verið skærasta stjarnan á danska þjóð­ern­is­himn­in­um en nú skini sú stjarna ekki jafn skært. Þar hefði átt sér stað stjörnu­hrap. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar