Kvika fékk tæplega 100 milljónir fyrir að sjá um FÍ

Lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur fasteignafélags sem hagnaðist um 404 milljónir í fyrra. Eignir félagsins voru upp á 11,7 milljarða króna í fyrra.

Fasteignir hús
Auglýsing

FÍ fast­eigna­fé­lag slhf., fast­eigna­fé­lag í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða að nær öllu leyti, hagn­að­ist um 404 millj­ónir króna í fyrra. Eignir félags­ins námu 11,7 millj­örðum króna í árs­lok í fyrra og eru í atvinnu­hús­næði, þar af um 38 pró­sent í skrif­stofu­hús­næði og 18 pró­sent í hót­el­hús­næði, að því er fram kemur í árs­reikn­ingi fyrir árið 2018.

Borgartún 25 er stærsta eign félagsins.

Félagið var með 745, millj­ónir króna í leigu­tekjur í fyrra en sam­tals er tekur eigna­safn félags­ins til rúm­lega 23 þús­und fer­metra atvinnu­hús­næð­is. 

Auglýsing

Félagið er með samn­ing við Kviku banka sem sér um rekstur félags­ins og fær fyrir það umsýslu­þókn­un. Bank­inn er með þrjá menn í stjórn, Hannes Frí­mann Hrólfs­son, Ásgeir H. Reyk­fjörð Gylfa­son og Ásgeir Bald­urs. Sam­tals fékk bank­inn rúm­lega 90 millj­ónir í umsýslu­þóknun í fyrra og stjórn­ar­laun námu rúm­lega 5,4 millj­ónum króna. 

Hluthafarnir í félaginu eru að langmestu leyti lífeyrissjóðir.

Stærsti hlut­hafi félags­ins er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 19,9 pró­sent hlut. LSR, A og B deild, eiga sam­tals svip­aðan hlut, um 19,9 pró­sent, en Gildi líf­eyr­is­sjóður kemur þar á eftir með 15,9 pró­sent hlut. Sam­an­lagður hlutur líf­eyr­is­sjóða er um 98 pró­sent. 

Vaxta­ber­andi skuldir félags­ins í lok árs í fyrra námu um 7,2 millj­örðum króna, en eigið fé félags­ins var um 4,3 millj­arðar króna. 

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent