Kvika fékk tæplega 100 milljónir fyrir að sjá um FÍ

Lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur fasteignafélags sem hagnaðist um 404 milljónir í fyrra. Eignir félagsins voru upp á 11,7 milljarða króna í fyrra.

Fasteignir hús
Auglýsing

FÍ fast­eigna­fé­lag slhf., fast­eigna­fé­lag í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða að nær öllu leyti, hagn­að­ist um 404 millj­ónir króna í fyrra. Eignir félags­ins námu 11,7 millj­örðum króna í árs­lok í fyrra og eru í atvinnu­hús­næði, þar af um 38 pró­sent í skrif­stofu­hús­næði og 18 pró­sent í hót­el­hús­næði, að því er fram kemur í árs­reikn­ingi fyrir árið 2018.

Borgartún 25 er stærsta eign félagsins.

Félagið var með 745, millj­ónir króna í leigu­tekjur í fyrra en sam­tals er tekur eigna­safn félags­ins til rúm­lega 23 þús­und fer­metra atvinnu­hús­næð­is. 

Auglýsing

Félagið er með samn­ing við Kviku banka sem sér um rekstur félags­ins og fær fyrir það umsýslu­þókn­un. Bank­inn er með þrjá menn í stjórn, Hannes Frí­mann Hrólfs­son, Ásgeir H. Reyk­fjörð Gylfa­son og Ásgeir Bald­urs. Sam­tals fékk bank­inn rúm­lega 90 millj­ónir í umsýslu­þóknun í fyrra og stjórn­ar­laun námu rúm­lega 5,4 millj­ónum króna. 

Hluthafarnir í félaginu eru að langmestu leyti lífeyrissjóðir.

Stærsti hlut­hafi félags­ins er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 19,9 pró­sent hlut. LSR, A og B deild, eiga sam­tals svip­aðan hlut, um 19,9 pró­sent, en Gildi líf­eyr­is­sjóður kemur þar á eftir með 15,9 pró­sent hlut. Sam­an­lagður hlutur líf­eyr­is­sjóða er um 98 pró­sent. 

Vaxta­ber­andi skuldir félags­ins í lok árs í fyrra námu um 7,2 millj­örðum króna, en eigið fé félags­ins var um 4,3 millj­arðar króna. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðbúnaður hefur verið aukið á flugvöllum víða um heim vegna veirunnar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent