Kvika fékk tæplega 100 milljónir fyrir að sjá um FÍ

Lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur fasteignafélags sem hagnaðist um 404 milljónir í fyrra. Eignir félagsins voru upp á 11,7 milljarða króna í fyrra.

Fasteignir hús
Auglýsing

FÍ fast­eigna­fé­lag slhf., fast­eigna­fé­lag í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða að nær öllu leyti, hagn­að­ist um 404 millj­ónir króna í fyrra. Eignir félags­ins námu 11,7 millj­örðum króna í árs­lok í fyrra og eru í atvinnu­hús­næði, þar af um 38 pró­sent í skrif­stofu­hús­næði og 18 pró­sent í hót­el­hús­næði, að því er fram kemur í árs­reikn­ingi fyrir árið 2018.

Borgartún 25 er stærsta eign félagsins.

Félagið var með 745, millj­ónir króna í leigu­tekjur í fyrra en sam­tals er tekur eigna­safn félags­ins til rúm­lega 23 þús­und fer­metra atvinnu­hús­næð­is. 

Auglýsing

Félagið er með samn­ing við Kviku banka sem sér um rekstur félags­ins og fær fyrir það umsýslu­þókn­un. Bank­inn er með þrjá menn í stjórn, Hannes Frí­mann Hrólfs­son, Ásgeir H. Reyk­fjörð Gylfa­son og Ásgeir Bald­urs. Sam­tals fékk bank­inn rúm­lega 90 millj­ónir í umsýslu­þóknun í fyrra og stjórn­ar­laun námu rúm­lega 5,4 millj­ónum króna. 

Hluthafarnir í félaginu eru að langmestu leyti lífeyrissjóðir.

Stærsti hlut­hafi félags­ins er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 19,9 pró­sent hlut. LSR, A og B deild, eiga sam­tals svip­aðan hlut, um 19,9 pró­sent, en Gildi líf­eyr­is­sjóður kemur þar á eftir með 15,9 pró­sent hlut. Sam­an­lagður hlutur líf­eyr­is­sjóða er um 98 pró­sent. 

Vaxta­ber­andi skuldir félags­ins í lok árs í fyrra námu um 7,2 millj­örðum króna, en eigið fé félags­ins var um 4,3 millj­arðar króna. 

Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Magnús Halldórsson
Suðupotturinn
Kjarninn 17. september 2019
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.
Stundin skilaði rúmlega 10 milljóna króna afgangi
Ný stjórn Stundarinnar hefur verið kjörin og er Elín G. Ragnarsdóttir nýr stjórnarformaður félagsins.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent