Helga Vala: Dómsmálaráðherra verður að segja af sér strax í dag

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að Sigríður Á. Andersen verði að segja af sér eftir að meirihluti Mannréttindadómstólsins komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu.

Helga Vala Helgadóttir
Helga Vala Helgadóttir
Auglýsing

Helga Vala Helga­dótt­ir, for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, telur að dóms­mála­ráð­herrann, Sig­ríður Á. And­er­sen, verði að segja af sér strax í dag. Þetta segir í hún í sam­tali við Kjarn­ann eftir að dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu var ljós í morg­un.

Fram kom í fréttum fyrr í dag að Ísland hefði tapað Lands­rétt­ar­mál­inu fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stólnum en Ísland braut gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­­mála Evr­­ópu sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­­með­­­ferðar fyrir dómi í máli gegn manni sem dæmdur var í 17 mán­aða fang­elsi í Lands­rétti. Ástæðan er sú að mað­­ur­inn fékk ekki rétt­láta máls­­með­­­ferð fyrir Lands­rétti vegna þess að Arn­­fríður Ein­­ar­s­dótt­ir, sem er dóm­­ari við rétt­inn, var ekki skipuð í hann með lög­­­mætum hætt­i. Sig­ríður til­­­nefndi dóm­­ar­ana sem skip­aðir voru í Lands­rétt og Alþingi sam­­þykkti þá skip­­an.

„Þetta kemur auð­vitað ekki á óvart,“ segir Helga Vala og bendir á að ákvarð­anir ráð­herra hafi mikið verið gagn­rýnd­ar. Í fyrsta lagi nefnir hún þær ákvarð­anir dóms­mála­ráð­herra að víkja frá nið­ur­stöðum hæfn­is­nefndar án úttekt­ar, í öðru lagi að hún hafi farið gegn ráð­legg­ingum sér­fræð­inga innan ráðu­neyt­is­ins og í þriðja lagi að greidd hafi verið atkvæði með öllum fimmtán dóm­ur­unum en ekki fyrir hvern og einn.

Auglýsing

Annar geti vel tekið við emb­ætt­inu

„Nú þurfum við að taka til og til þess verður ráð­herr­ann að fara. Hún verður að segja af sér í dag því þetta er ekki minni háttar mál. Ákvarð­anir hennar sjálfrar hafa leitt til þessa ástands sem nú er komið upp,“ segir Helga Vala en hún telur jafn­framt að emb­ættið sé stærra en Sig­ríður og að ein­hver annar geti vel tekið við emb­ætt­inu. Hún­ biðlar því til Sig­ríðar að bera virð­ingu fyrir emb­ætt­inu og segja af sér.

Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Trúa að rödd þeirra geti haft áhrif
Tveir fulltrúar frá ungmennaráði heimsmarksmiðanna munu ávarpa ráðherrafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun.
Kjarninn 15. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Orkustríðið
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent