Helga Vala: Dómsmálaráðherra verður að segja af sér strax í dag

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur að Sigríður Á. Andersen verði að segja af sér eftir að meirihluti Mannréttindadómstólsins komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu.

Helga Vala Helgadóttir
Helga Vala Helgadóttir
Auglýsing

Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, verði að segja af sér strax í dag. Þetta segir í hún í samtali við Kjarnann eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu var ljós í morgun.

Fram kom í fréttum fyrr í dag að Ísland hefði tapað Landsréttarmálinu fyrir Mannréttindadómstólnum en Ísland braut gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir dómi í máli gegn manni sem dæmdur var í 17 mán­aða fang­elsi í Lands­rétti. Ástæðan er sú að mað­ur­inn fékk ekki rétt­láta máls­með­ferð fyrir Lands­rétti vegna þess að Arn­fríður Ein­ars­dótt­ir, sem er dóm­ari við rétt­inn, var ekki skipuð í hann með lög­mætum hætt­i. Sig­ríður til­nefndi dóm­ar­ana sem skip­aðir voru í Lands­rétt og Alþingi sam­þykkti þá skip­an.

„Þetta kemur auðvitað ekki á óvart,“ segir Helga Vala og bendir á að ákvarðanir ráðherra hafi mikið verið gagnrýndar. Í fyrsta lagi nefnir hún þær ákvarðanir dómsmálaráðherra að víkja frá niðurstöðum hæfnisnefndar án úttektar, í öðru lagi að hún hafi farið gegn ráðleggingum sérfræðinga innan ráðuneytisins og í þriðja lagi að greidd hafi verið atkvæði með öllum fimmtán dómurunum en ekki fyrir hvern og einn.

Auglýsing

Annar geti vel tekið við embættinu

„Nú þurfum við að taka til og til þess verður ráðherrann að fara. Hún verður að segja af sér í dag því þetta er ekki minni háttar mál. Ákvarðanir hennar sjálfrar hafa leitt til þessa ástands sem nú er komið upp,“ segir Helga Vala en hún telur jafnframt að embættið sé stærra en Sigríður og að einhver annar geti vel tekið við embættinu. Hún biðlar því til Sigríðar að bera virðingu fyrir embættinu og segja af sér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent