Hyggst ræða harkalegar aðgerðir lögreglu á nefndarfundi

Þingmaður Vinstri grænna hyggst ræða harkalegar aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum í gær á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eftir hádegi í dag.

Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, hyggst ræða harka­legar aðgerðir lög­reglu gagn­vart mót­mæl­endum í gær á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar eftir hádegi í dag. Frá þessu greinir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í morg­un.

Hæl­is­leit­endur og flótta­menn voru sam­an­komnir á Aust­ur­velli í gær til að krefj­ast úrbóta á aðbún­aði sínum og máls­með­ferð sinni en lög­reglan not­aði piparúða á mót­mæl­endur og hand­tók tvo þeirra. Aðal­varð­stjóri hjá Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segir að til átaka hafi komið þegar lög­regla taldi að verið væri að setja upp bál­köst. Mót­mæl­andi segir að fólkið hafi aðeins ætlað að skrifa á skilti þegar lög­reglan greip inn í.

Auglýsing


Mót­mælin héldu áfram í gær­kvöldi fyrir utan lög­reglu­stöð­ina en sam­kvæmt frétt Vísis söfn­uð­ust um 50 til 60 manns þar sam­an. Þeir sem hand­teknir voru voru leystir úr haldi seinna um kvöld­ið.„Ansi finnst manni þetta harka­legar aðgerð­ir. Hér er fólk að nýta rétt sinn til að mót­mæla og erfitt er að sjá hvað kallar á þessa hörku. Mér finnst ein­boðið að þetta verði tekið upp á vett­vangi þings­ins og mun spyrj­ast fyrir um þetta á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í dag og fá leið­bein­ingar um hvort þetta eigi heima á borði henn­ar; mót­mælin beindust jú gegn þingi og stjórn­völd­um. Þetta er við­kvæm­asti hóp­ur­inn í okkar sam­fé­lagi og ég tel að við eigum að gera gang­skör í því að bæta aðbúnað hans og mæta honum með skiln­ingi og mánn­úð, ekki hörku og pipar­úða,“ skrifar Kol­beinn.

Ansi finnst manni þetta harka­legar aðgerð­ir. Hér er fólk að nýta rétt sinn til að mót­mæla og erfitt er að sjá hvað...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Tues­day, March 12, 2019


Ekk­ert til­efni til harka­legra við­bragða

Logi Már Ein­ars­son, þing­maður og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, furð­aði sig jafn­framt á aðgerðum lög­reglu á mót­mælum hæl­is­leit­enda í gær. Ekk­ert til­efni hefði verið til harka­legra við­bragða.

Á Face­book-­síðu sinni sagði Logi að hann hefði orðið vitni af „óvenju­lega harka­leg­um“ við­brögðum lög­reglu sem hann sagði beint að hópi í afar veikri stöðu. Hann minnt­ist þess ekki að til­tölu­lega fámennum mót­mælum hefði áður verið mætt með slíkum aðgerðum og sagð­ist ekk­ert hafa séð sem hefði gefið til­efni til slíkra aðgerða.

„Þetta bæt­ist við sífelldar þreng­ingar reglu­gerða dóms­mála­ráð­herra í mál­efnum hæl­is­leit­enda og flótta­manna og boðað frum­varps hennar um sömu hópa, sem eru mikil aft­ur­för.

Er nema von að maður spyrji á hvað leið stjórn­völd eru og hvort hún sé farin með sam­þykki VG?“ skrif­aði Logi.

Í dag varð ég vitni að óvenju harka­legum við­brögðum lög­reglu, gagn­vart hóp í afar veikri stöðu, sem hugð­ist tjalda á...

Posted by Logi Ein­ars­son on Monday, March 11, 2019


Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Lilja segir afsögn Sigríðar hafa verið rétta ákvörðun
Varaformaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að taka endanlega afstöðu til þess hvort að það eigi að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en að búið sé að framkvæma og fara yfir hagsmunamat.
Kjarninn 23. mars 2019
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Haftalosun til bjargar
Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent