Hyggst ræða harkalegar aðgerðir lögreglu á nefndarfundi

Þingmaður Vinstri grænna hyggst ræða harkalegar aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum í gær á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eftir hádegi í dag.

Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, hyggst ræða harka­legar aðgerðir lög­reglu gagn­vart mót­mæl­endum í gær á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar eftir hádegi í dag. Frá þessu greinir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í morg­un.

Hæl­is­leit­endur og flótta­menn voru sam­an­komnir á Aust­ur­velli í gær til að krefj­ast úrbóta á aðbún­aði sínum og máls­með­ferð sinni en lög­reglan not­aði piparúða á mót­mæl­endur og hand­tók tvo þeirra. Aðal­varð­stjóri hjá Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segir að til átaka hafi komið þegar lög­regla taldi að verið væri að setja upp bál­köst. Mót­mæl­andi segir að fólkið hafi aðeins ætlað að skrifa á skilti þegar lög­reglan greip inn í.

Auglýsing


Mót­mælin héldu áfram í gær­kvöldi fyrir utan lög­reglu­stöð­ina en sam­kvæmt frétt Vísis söfn­uð­ust um 50 til 60 manns þar sam­an. Þeir sem hand­teknir voru voru leystir úr haldi seinna um kvöld­ið.„Ansi finnst manni þetta harka­legar aðgerð­ir. Hér er fólk að nýta rétt sinn til að mót­mæla og erfitt er að sjá hvað kallar á þessa hörku. Mér finnst ein­boðið að þetta verði tekið upp á vett­vangi þings­ins og mun spyrj­ast fyrir um þetta á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í dag og fá leið­bein­ingar um hvort þetta eigi heima á borði henn­ar; mót­mælin beindust jú gegn þingi og stjórn­völd­um. Þetta er við­kvæm­asti hóp­ur­inn í okkar sam­fé­lagi og ég tel að við eigum að gera gang­skör í því að bæta aðbúnað hans og mæta honum með skiln­ingi og mánn­úð, ekki hörku og pipar­úða,“ skrifar Kol­beinn.

Ansi finnst manni þetta harka­legar aðgerð­ir. Hér er fólk að nýta rétt sinn til að mót­mæla og erfitt er að sjá hvað...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Tues­day, March 12, 2019


Ekk­ert til­efni til harka­legra við­bragða

Logi Már Ein­ars­son, þing­maður og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, furð­aði sig jafn­framt á aðgerðum lög­reglu á mót­mælum hæl­is­leit­enda í gær. Ekk­ert til­efni hefði verið til harka­legra við­bragða.

Á Face­book-­síðu sinni sagði Logi að hann hefði orðið vitni af „óvenju­lega harka­leg­um“ við­brögðum lög­reglu sem hann sagði beint að hópi í afar veikri stöðu. Hann minnt­ist þess ekki að til­tölu­lega fámennum mót­mælum hefði áður verið mætt með slíkum aðgerðum og sagð­ist ekk­ert hafa séð sem hefði gefið til­efni til slíkra aðgerða.

„Þetta bæt­ist við sífelldar þreng­ingar reglu­gerða dóms­mála­ráð­herra í mál­efnum hæl­is­leit­enda og flótta­manna og boðað frum­varps hennar um sömu hópa, sem eru mikil aft­ur­för.

Er nema von að maður spyrji á hvað leið stjórn­völd eru og hvort hún sé farin með sam­þykki VG?“ skrif­aði Logi.

Í dag varð ég vitni að óvenju harka­legum við­brögðum lög­reglu, gagn­vart hóp í afar veikri stöðu, sem hugð­ist tjalda á...

Posted by Logi Ein­ars­son on Monday, March 11, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent