Hyggst ræða harkalegar aðgerðir lögreglu á nefndarfundi

Þingmaður Vinstri grænna hyggst ræða harkalegar aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum í gær á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eftir hádegi í dag.

Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, hyggst ræða harka­legar aðgerðir lög­reglu gagn­vart mót­mæl­endum í gær á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar eftir hádegi í dag. Frá þessu greinir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í morg­un.

Hæl­is­leit­endur og flótta­menn voru sam­an­komnir á Aust­ur­velli í gær til að krefj­ast úrbóta á aðbún­aði sínum og máls­með­ferð sinni en lög­reglan not­aði piparúða á mót­mæl­endur og hand­tók tvo þeirra. Aðal­varð­stjóri hjá Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segir að til átaka hafi komið þegar lög­regla taldi að verið væri að setja upp bál­köst. Mót­mæl­andi segir að fólkið hafi aðeins ætlað að skrifa á skilti þegar lög­reglan greip inn í.

Auglýsing


Mót­mælin héldu áfram í gær­kvöldi fyrir utan lög­reglu­stöð­ina en sam­kvæmt frétt Vísis söfn­uð­ust um 50 til 60 manns þar sam­an. Þeir sem hand­teknir voru voru leystir úr haldi seinna um kvöld­ið.„Ansi finnst manni þetta harka­legar aðgerð­ir. Hér er fólk að nýta rétt sinn til að mót­mæla og erfitt er að sjá hvað kallar á þessa hörku. Mér finnst ein­boðið að þetta verði tekið upp á vett­vangi þings­ins og mun spyrj­ast fyrir um þetta á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í dag og fá leið­bein­ingar um hvort þetta eigi heima á borði henn­ar; mót­mælin beindust jú gegn þingi og stjórn­völd­um. Þetta er við­kvæm­asti hóp­ur­inn í okkar sam­fé­lagi og ég tel að við eigum að gera gang­skör í því að bæta aðbúnað hans og mæta honum með skiln­ingi og mánn­úð, ekki hörku og pipar­úða,“ skrifar Kol­beinn.

Ansi finnst manni þetta harka­legar aðgerð­ir. Hér er fólk að nýta rétt sinn til að mót­mæla og erfitt er að sjá hvað...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Tues­day, March 12, 2019


Ekk­ert til­efni til harka­legra við­bragða

Logi Már Ein­ars­son, þing­maður og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, furð­aði sig jafn­framt á aðgerðum lög­reglu á mót­mælum hæl­is­leit­enda í gær. Ekk­ert til­efni hefði verið til harka­legra við­bragða.

Á Face­book-­síðu sinni sagði Logi að hann hefði orðið vitni af „óvenju­lega harka­leg­um“ við­brögðum lög­reglu sem hann sagði beint að hópi í afar veikri stöðu. Hann minnt­ist þess ekki að til­tölu­lega fámennum mót­mælum hefði áður verið mætt með slíkum aðgerðum og sagð­ist ekk­ert hafa séð sem hefði gefið til­efni til slíkra aðgerða.

„Þetta bæt­ist við sífelldar þreng­ingar reglu­gerða dóms­mála­ráð­herra í mál­efnum hæl­is­leit­enda og flótta­manna og boðað frum­varps hennar um sömu hópa, sem eru mikil aft­ur­för.

Er nema von að maður spyrji á hvað leið stjórn­völd eru og hvort hún sé farin með sam­þykki VG?“ skrif­aði Logi.

Í dag varð ég vitni að óvenju harka­legum við­brögðum lög­reglu, gagn­vart hóp í afar veikri stöðu, sem hugð­ist tjalda á...

Posted by Logi Ein­ars­son on Monday, March 11, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent