Hyggst ræða harkalegar aðgerðir lögreglu á nefndarfundi

Þingmaður Vinstri grænna hyggst ræða harkalegar aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum í gær á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eftir hádegi í dag.

Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, hyggst ræða harka­legar aðgerðir lög­reglu gagn­vart mót­mæl­endum í gær á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar eftir hádegi í dag. Frá þessu greinir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í morg­un.

Hæl­is­leit­endur og flótta­menn voru sam­an­komnir á Aust­ur­velli í gær til að krefj­ast úrbóta á aðbún­aði sínum og máls­með­ferð sinni en lög­reglan not­aði piparúða á mót­mæl­endur og hand­tók tvo þeirra. Aðal­varð­stjóri hjá Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segir að til átaka hafi komið þegar lög­regla taldi að verið væri að setja upp bál­köst. Mót­mæl­andi segir að fólkið hafi aðeins ætlað að skrifa á skilti þegar lög­reglan greip inn í.

Auglýsing


Mót­mælin héldu áfram í gær­kvöldi fyrir utan lög­reglu­stöð­ina en sam­kvæmt frétt Vísis söfn­uð­ust um 50 til 60 manns þar sam­an. Þeir sem hand­teknir voru voru leystir úr haldi seinna um kvöld­ið.„Ansi finnst manni þetta harka­legar aðgerð­ir. Hér er fólk að nýta rétt sinn til að mót­mæla og erfitt er að sjá hvað kallar á þessa hörku. Mér finnst ein­boðið að þetta verði tekið upp á vett­vangi þings­ins og mun spyrj­ast fyrir um þetta á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í dag og fá leið­bein­ingar um hvort þetta eigi heima á borði henn­ar; mót­mælin beindust jú gegn þingi og stjórn­völd­um. Þetta er við­kvæm­asti hóp­ur­inn í okkar sam­fé­lagi og ég tel að við eigum að gera gang­skör í því að bæta aðbúnað hans og mæta honum með skiln­ingi og mánn­úð, ekki hörku og pipar­úða,“ skrifar Kol­beinn.

Ansi finnst manni þetta harka­legar aðgerð­ir. Hér er fólk að nýta rétt sinn til að mót­mæla og erfitt er að sjá hvað...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Tues­day, March 12, 2019


Ekk­ert til­efni til harka­legra við­bragða

Logi Már Ein­ars­son, þing­maður og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, furð­aði sig jafn­framt á aðgerðum lög­reglu á mót­mælum hæl­is­leit­enda í gær. Ekk­ert til­efni hefði verið til harka­legra við­bragða.

Á Face­book-­síðu sinni sagði Logi að hann hefði orðið vitni af „óvenju­lega harka­leg­um“ við­brögðum lög­reglu sem hann sagði beint að hópi í afar veikri stöðu. Hann minnt­ist þess ekki að til­tölu­lega fámennum mót­mælum hefði áður verið mætt með slíkum aðgerðum og sagð­ist ekk­ert hafa séð sem hefði gefið til­efni til slíkra aðgerða.

„Þetta bæt­ist við sífelldar þreng­ingar reglu­gerða dóms­mála­ráð­herra í mál­efnum hæl­is­leit­enda og flótta­manna og boðað frum­varps hennar um sömu hópa, sem eru mikil aft­ur­för.

Er nema von að maður spyrji á hvað leið stjórn­völd eru og hvort hún sé farin með sam­þykki VG?“ skrif­aði Logi.

Í dag varð ég vitni að óvenju harka­legum við­brögðum lög­reglu, gagn­vart hóp í afar veikri stöðu, sem hugð­ist tjalda á...

Posted by Logi Ein­ars­son on Monday, March 11, 2019


Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent