Mesta framboð nýrra íbúða í sjö ár

Nýbyggingar stórfjölga íbúðum á sölu á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru 362 nýjar íbúðir settar á sölu í janúar en ekki hafa fleiri nýbyggingar verið settar á sölu í einum mánuði síðustu sjö ár.

7DM_9563_raw_2114.JPG
Auglýsing

Íslenski fast­eigna­mark­að­ur­inn ein­kenn­ist nú af bygg­ingu nýrra íbúða. Í jan­úar síð­ast­liðnum komu inn á sölu 362 ­í­búð­ir ­yfir landið allt en ekki hafa fleiri nýbygg­ingar verið settar á sölu í einum mán­uði síðan 2013. Enn fremur var 154 pró­sent aukn­ing í skrán­ingu nýrra íbúða til sölu í fyrra. Frá þessu er greint í nýrri mán­að­ar­legri skýrslu Íbúð­ar­lána­sjóðs.

Mesta fjölgun íbúða síðan 2008

Í skýrslu Íbúð­ar­lána­sjóðs segir að árið 2018 var mesta árlega fjölgun íbúða í tíu ár. Íbúðum á land­inu öllu fjölg­aði um 2.400 í fyrra og eru þær nú 140.600 tals­ins. Til sam­an­burðar fjölg­aði íbúðum um 1.800 árið 2017. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fjölg­aði íbúðum um 542. Utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð mesta fjölg­unin í Reykja­nesbæ þar sem 227 íbúðir bætt­ust við.

Þá má nefna að í heild­ina voru 1.880 íbúðir settar á sölu í jan­úar á þessu ári en það er mesta fram­boð íbúða sem mælst hefur á einum mán­uði á und­an­förnum sex árum. Af þeim voru 362 nýjar íbúðir settar á sölu en það er mesti fjöldi nýbygg­inga í einum mán­uði síðan 2013. 

Auglýsing

83 pró­sent íbúða ­seldust undir ásettu verði

Í skýrsl­unni er greint frá því að ásett verð fast­eigna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur heilt yfir hækkað með svip­uðum takti eða ögn meira en sölu­verð und­an­farin fimm ár. Helsta und­an­tekn­ingin frá því var þó á fyrri hluta árs­ins 2017 þegar hækkun sölu­verðs íbúða tók á tíma­bili fram úr hækkun ásetts verðs. Á und­an­förnum mán­uðum hefur hlut­fall við­skipta undir ásettu verði auk­ist eftir tíma­bundna fjölg­un ­í­búða­kaupa ­yfir ásettu verði frá júlí til októ­ber í fyrra.

Hlut­fall íbúða sem selj­ast yfir ásettu verði hefur ekki mælst lægra síðan í byrjun árs 2013.  Aðeins 4 pró­sent íbúða­við­skipta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í jan­úar síð­ast­liðnum áttu sér stað yfir ásettu verði. Mikil meiri­hluti íbúða seld­ust undir ásettu verði eða 83 pró­sent íbúða. 

Þegar horft er til kaup­samn­inga vegna fast­eigna sem und­ir­rit­aðir voru í jan­úar kemur í ljós að meiri­hluti þeirra fast­eigna hafði verið innan við sex mán­uði á sölu. Þetta á jafnt við höf­uð­borg­ar­svæðið og utan þess. Um 11 pró­sent  fast­eigna sem seld­ust í jan­úar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu höfðu verið innan við 30 daga á sölu og 5 pró­sent voru einn til þrjá mán­uði á sölu. Sé horft til íbúða­mark­aðar utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sjást svipuð hlut­föll. 

16 pró­sent fjölgun í þing­lýstum leigu­samn­ingum

Í jan­úar var alls 756 leigu­samn­ingum þing­lýst hér á landi en það er 16 pró­sent fjölgun milli ára. Flestum leigu­samn­ingum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins var þing­lýst á Suð­ur­nesjum í jan­ú­ar. Þar voru þeir alls 78 tals­ins sem sam­svarar 18 pró­sent fjölgun frá fyrra ári.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent