„Annað hvort er maður ráðherra eða ekki“

Prófessor í stjórnmálafræði segir að það sé ekkert stjórnskipunarlega sem heitir að geyma ráðherrastól fyrir einstakling. Sigríður Á. Andersen sé einfaldlega að víkja sem ráðherra og annar kemur í hennar stað.

Eiríkur Bergmann 13. mars 2019 klippa 1
Auglýsing

„Annað hvort er maður ráð­herra eða ekki. Hún ein­fald­lega fer frá sem ráð­herra og nýr ráð­herra kemur í hennar stað. Það er svo auð­vitað lög­form­lega sér­stök ákvörðun á nýjan leik að setja hana inn aft­ur. Hins vegar getur það verið póli­tísk sam­komu­lag milli flokk­anna að hún komi inn síð­ar. En það er auð­vitað ekk­ert sem heitir stjórn­skip­un­ar­lega að geyma stól­inn fyrir ein­hvern.“

Þetta segir Eiríkur Berg­mann Ein­ars­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði, um afsögn Sig­ríðar Á. And­er­sen úr emb­ætti dóms­mála­ráð­herra fyrr í dag. Eiríkur er gestur Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 sem er á dag­skrá klukkan 21:00 í kvöld.

Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an:Sig­ríður sagði af sér á blaða­manna­fundi sem boð­aður var með skömmum fyr­ir­vara fyrr í dag í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Ástæðan fyrir afsögn hennar er Lands­rétt­ar­málið svo­kall­aða og dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í því sem hefur meðal ann­ars orsakað að Lands­réttur hefur ekki treyst sér til að dæma í málum út þessa viku hið minnsta.

Auglýsing
Á blaða­manna­fund­inum sagð­ist Sig­ríður ætla að stíga til hliðar sem ráð­herra á meðan að fjallað væri meira um Lands­rétt­ar­málið og vinna úr þeirri stöðu sem upp væri kom­in. Hún hefði skynjað að hennar per­sóna kynni að hafa trufl­andi áhrif á frek­ari með­ferð þess.

Eiríkur bendir hins vegar á, líkt og áður sagði, að ekki sé hægt að stíga tíma­bundið til hliðar sem ráð­herra. Búast má við því að boðað verði til rík­is­ráðs­fundar í kvöld eða fyrra­málið þar sem Sig­ríður fer úr rík­is­stjórn og nýr ráð­herra úr röðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins kemur inn í hana í stað­inn.

Í við­tali kvölds­ins fer Eiríkur ítar­lega yfir atburði dags­ins í íslenskri póli­tík og þá for­dæma­lausu stöðu sem er uppi í Brex­it.

Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Seðlabanki Íslands
Vextir Seðlabankans enn óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 20. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
Kjarninn 20. mars 2019
Guðbrandur Einarsson
Segir af sér sem formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður LÍV. Ástæðan sem hann gefur er meiningarmunur á milli hans og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð.
Kjarninn 20. mars 2019
Ingrid Kuhlman
Uppskrift að hamingju frá eldri borgurum
Kjarninn 20. mars 2019
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent