„Annað hvort er maður ráðherra eða ekki“

Prófessor í stjórnmálafræði segir að það sé ekkert stjórnskipunarlega sem heitir að geyma ráðherrastól fyrir einstakling. Sigríður Á. Andersen sé einfaldlega að víkja sem ráðherra og annar kemur í hennar stað.

Eiríkur Bergmann 13. mars 2019 klippa 1
Auglýsing

„Annað hvort er maður ráð­herra eða ekki. Hún ein­fald­lega fer frá sem ráð­herra og nýr ráð­herra kemur í hennar stað. Það er svo auð­vitað lög­form­lega sér­stök ákvörðun á nýjan leik að setja hana inn aft­ur. Hins vegar getur það verið póli­tísk sam­komu­lag milli flokk­anna að hún komi inn síð­ar. En það er auð­vitað ekk­ert sem heitir stjórn­skip­un­ar­lega að geyma stól­inn fyrir ein­hvern.“

Þetta segir Eiríkur Berg­mann Ein­ars­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði, um afsögn Sig­ríðar Á. And­er­sen úr emb­ætti dóms­mála­ráð­herra fyrr í dag. Eiríkur er gestur Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 sem er á dag­skrá klukkan 21:00 í kvöld.

Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an:Sig­ríður sagði af sér á blaða­manna­fundi sem boð­aður var með skömmum fyr­ir­vara fyrr í dag í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Ástæðan fyrir afsögn hennar er Lands­rétt­ar­málið svo­kall­aða og dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í því sem hefur meðal ann­ars orsakað að Lands­réttur hefur ekki treyst sér til að dæma í málum út þessa viku hið minnsta.

Auglýsing
Á blaða­manna­fund­inum sagð­ist Sig­ríður ætla að stíga til hliðar sem ráð­herra á meðan að fjallað væri meira um Lands­rétt­ar­málið og vinna úr þeirri stöðu sem upp væri kom­in. Hún hefði skynjað að hennar per­sóna kynni að hafa trufl­andi áhrif á frek­ari með­ferð þess.

Eiríkur bendir hins vegar á, líkt og áður sagði, að ekki sé hægt að stíga tíma­bundið til hliðar sem ráð­herra. Búast má við því að boðað verði til rík­is­ráðs­fundar í kvöld eða fyrra­málið þar sem Sig­ríður fer úr rík­is­stjórn og nýr ráð­herra úr röðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins kemur inn í hana í stað­inn.

Í við­tali kvölds­ins fer Eiríkur ítar­lega yfir atburði dags­ins í íslenskri póli­tík og þá for­dæma­lausu stöðu sem er uppi í Brex­it.

Indversk geimflaug á leið til tunglsins
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins.
Kjarninn 22. júlí 2019
Þingmennirnir sex á Klaustur bar
Siðanefnd Alþingis hefur sent álit sitt um Klausturmálið til forsætisnefndar
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum.
Kjarninn 22. júlí 2019
Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Aldrei fundist eins margar blautþurrkur við strendur landsins
Samkvæmt talningu Umhverfisstofnunar hefur fjöldi svokallaðra blautklúta aukist frá talningu síðustu ára.
Kjarninn 22. júlí 2019
Sjómannasamband Íslands mótmælir harðlega breytingum á lögum um áhafnir skipa
Sambandið hefur sent inn umsögn um breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Það telur að mönnun fiskiskipa og annarra skipa eigi alltaf að taka mið af öryggi skips og áhafnar.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent