Beðið eftir viðbrögðum

Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa ekki enn tjáð sig um dóm Mannréttindadómstólsins sem birtist í gær. Dómsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í dag kl. 14:30.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætir á Alþingi í dag.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætir á Alþingi í dag.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur enn ekki tjáð sig við fjöl­miðla vegna dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sem birtur var í gær­morg­un. Katrín mætti á þing­flokks­fund kl. 13 í dag og vildi ekki tjá sig en sagð­ist þó ætla að tala við frétta- og blaða­menn eftir fund­inn sem ætti að ljúka núna milli kl. 14 og 15. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vildi ekki heldur tjá sig þegar hann mætti á þing­flokks­fund í dag. 

Dóms­mála­ráðu­neytið hefur boðað til blaða­manna­fundar í ráðu­neyt­inu kl. 14:30 og munu línur þá vænt­an­lega skýr­ast. 

­Sig­ríður Á. And­er­­­sen dóms­­­mála­ráð­herra sagði í fréttum í gær að hún teldi dóm Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu ekki vera til­­­efni til þess að segja af sér en hinir ýmsu þing­­menn hafa kraf­ist afsagnar henn­­ar. Í hádeg­is­fréttum Bylgj­unnar í gær sagð­ist ­hún áfram njóta trausts hjá rík­­­is­­­stjórn­­­inni allri og hefur því ekki í hyggju að segja af sér­. Hún sagði dóm­inn bæði ver­a ó­væntan og for­­­dæma­­­lausan og þá komi líka á óvart að dóm­­­ur­inn hefði klofnað í afstöðu sinni til máls­ins.

Auglýsing

Dóms­­­mála­ráð­herra sagði jafn­­­framt að verið væri að greina málið en benti á að dóm­­­ur­inn væri afar yfir­­­­­grips­­­mik­ill. Hún sagði dóm­inn kunna að hafa áhrif um alla Evr­­­ópu. Auk þess sagði Sig­ríður að það væri mat bæði sér­­­fræð­inga í dóms­­­mála­ráðu­­­neyt­inu og hjá rík­­­is­lög­­­manni að það væri til­­­efni til að skoða vand­­­lega og alvar­­­lega hvort ekki væri hægt að skjóta nið­­­ur­­­stöð­unni til yfir­­­­­dóms­ins en slíkt þarf ríkið að gera innan þriggja mán­aða.

Facebook tekur auglýsingu Orkunnar okkar úr birtingu
Aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, segir að Facebook hafi bannað notkun á auglýsingum Orkunnar okkar.
Kjarninn 21. maí 2019
Árshækkun fasteignaverðs nú 1,3 prósent
Verulega hefur dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði að undanförnu.
Kjarninn 21. maí 2019
Viðar: Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum
Framkvæmdastjóri Eflingar vill að Harpan aflýsi viðburði sem á að fara fram 23. maí þar sem þekktur hægri öfgamaður á að koma fram.
Kjarninn 21. maí 2019
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Að borða fíl
Kjarninn 21. maí 2019
Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga
Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.
Kjarninn 21. maí 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé
Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.
Kjarninn 21. maí 2019
Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.
Kjarninn 21. maí 2019
Kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent