Beðið eftir viðbrögðum

Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa ekki enn tjáð sig um dóm Mannréttindadómstólsins sem birtist í gær. Dómsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í dag kl. 14:30.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætir á Alþingi í dag.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætir á Alþingi í dag.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur enn ekki tjáð sig við fjöl­miðla vegna dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sem birtur var í gær­morg­un. Katrín mætti á þing­flokks­fund kl. 13 í dag og vildi ekki tjá sig en sagð­ist þó ætla að tala við frétta- og blaða­menn eftir fund­inn sem ætti að ljúka núna milli kl. 14 og 15. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vildi ekki heldur tjá sig þegar hann mætti á þing­flokks­fund í dag. 

Dóms­mála­ráðu­neytið hefur boðað til blaða­manna­fundar í ráðu­neyt­inu kl. 14:30 og munu línur þá vænt­an­lega skýr­ast. 

­Sig­ríður Á. And­er­­­sen dóms­­­mála­ráð­herra sagði í fréttum í gær að hún teldi dóm Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu ekki vera til­­­efni til þess að segja af sér en hinir ýmsu þing­­menn hafa kraf­ist afsagnar henn­­ar. Í hádeg­is­fréttum Bylgj­unnar í gær sagð­ist ­hún áfram njóta trausts hjá rík­­­is­­­stjórn­­­inni allri og hefur því ekki í hyggju að segja af sér­. Hún sagði dóm­inn bæði ver­a ó­væntan og for­­­dæma­­­lausan og þá komi líka á óvart að dóm­­­ur­inn hefði klofnað í afstöðu sinni til máls­ins.

Auglýsing

Dóms­­­mála­ráð­herra sagði jafn­­­framt að verið væri að greina málið en benti á að dóm­­­ur­inn væri afar yfir­­­­­grips­­­mik­ill. Hún sagði dóm­inn kunna að hafa áhrif um alla Evr­­­ópu. Auk þess sagði Sig­ríður að það væri mat bæði sér­­­fræð­inga í dóms­­­mála­ráðu­­­neyt­inu og hjá rík­­­is­lög­­­manni að það væri til­­­efni til að skoða vand­­­lega og alvar­­­lega hvort ekki væri hægt að skjóta nið­­­ur­­­stöð­unni til yfir­­­­­dóms­ins en slíkt þarf ríkið að gera innan þriggja mán­aða.

Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Seðlabanki Íslands
Vextir Seðlabankans enn óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 20. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
Kjarninn 20. mars 2019
Guðbrandur Einarsson
Segir af sér sem formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður LÍV. Ástæðan sem hann gefur er meiningarmunur á milli hans og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð.
Kjarninn 20. mars 2019
Ingrid Kuhlman
Uppskrift að hamingju frá eldri borgurum
Kjarninn 20. mars 2019
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent