Katrín Jakobsdóttir, forsætsráðherra, segist hafa rætt við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í gær og að hún styðji ákvörðun hennar um að stíga til hliðar sem dómsmálaráðherra.
Hún sagði í samtali við fjölmiðla eftir þingflokksfundi á Alþingi í dag, að það væri nauðsynlegt að leiða málið til lykta og vinna úr þeirri stöðu sem upp væri komin.
Ástæða þess að Sigríður stígur til hliðar er Landsréttarmálið svokallaða og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í gær.
Samkvæmt dómnum braut Ísland gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi í máli gegn manni sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti.
Ástæðan er sú að maðurinn fékk ekki réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti vegna þess að Arnfríður Einarsdóttir, sem er dómari við réttinn, hafi ekki verið skipuð í hann með lögmætum hætti.
Landsréttur hefur ákveðið að kveða ekki upp neina dóma í þessari viku, á meðan er verið að greina áhrif Mannréttindadómstóls Evrópu á áhrif dómsins.