Jón Guðmann hættur í bankaráði Landsbankans

Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna einn bankaráðsmaður í Landsbankanum, stærsta banka landsins, er hættur. Aðalfundi var nýverið frestað.

Landsbankinn
Auglýsing

Jón Guðmann Pétursson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu til kauphallar, þar sem Landsbankinn er með skráð skuldabréf.

Jón Guðmann Pétursson.Jón Guðmann var fyrst kjörinn í bankaráð Landsbankans hf. í apríl 2016 og hefur verið formaður endurskoðunarnefndar bankans. 

Jóni Guðmanni er þakkað fyrir öflugt starf í þágu bankans á undanförnum árum í tilkynningunni.

Aðrir í bankaráðinu eru Helga Björk Eiríksdóttir, formaður, Berglind Svavarsdóttir, Einar Þór Bjarnason, Hersir Sigurgeirsson og Sigríður Benediktsdóttir.

Á fundi bankaráðs Landsbankans 6. mars síðastliðinn var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2019, „þar sem ekki hefur gefist nægur tími til að ganga frá endanlegum tillögum fyrir fundinn,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá bankanum.

Auglýsing

Ákveðið var að halda aðalfundinn fimmtudaginn 4. apríl. Boðað verður til fundarins með auglýsingu í samræmi við lög og samþykktir bankans.

Íslenska ríkið á stærstan eignarhlut í bankanum, 98,2 prósent. Bankinn sjálfur á 1,6 prósent og aðrir hluthafar, aðallega fyrrverandi og núverandi starfsmenn Landsbankans, eða 0,2 prósent hlut. 

Deilt hefur verið um laun bankastjóra Landsbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, og bankastjóra Íslandsbanka, Birnu Einarsdóttur. 

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, hefur farið fram það við stjórn Bankasýslu ríkisins að hún komi því á framfæri við stjórnir Landsbankans og Íslandsbanka með afdráttarlausum hætti að ráðuneytið telji að endurskoða eigi launaákvarðanir æðstu starfsmanna bankanna tafarlaust.

Þetta segir Bjarni í bréfi til stjórnar Bankasýslu ríkisins en þar fer hann fram á að brugðist verði við launaskriði æðstu stjórnenda bankanna með undirbúningi á breytingum á starfskjarastefnum sem lagðar verði fram á komandi aðalfundum bankanna.

Lilja Björk er með langsamlega lægstu launin meðal bankastjóra stærstu bankanna, 3,8 milljónir á mánuði, Birna Einarsdóttir var með 5,3 milljónir í fyrra og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka - sem er í einkaeigu -, var með 6,2 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra. 

Landsbankinn er stærstur bankanna og skilaði mestri arðsemi á eigið fé í fyrra, eins og fjallað var um í fréttaskýringu á vef Kjarnans 14. febrúar síðastliðinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent