Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til fundar á Bessastöðum fimmtudaginn 14. mars kl. 16.00.
Ástæðan er afsögn Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðaherra, vegna Landsréttarmálsins og niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu.
Nýr dómsmálaráðherra tekur sæti í ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, og slík breyting fer formlega fram á ríkisráðsfundi.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti um afsögn sína sem dómsmálaráðherra í dag, á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneytinu, en hún sagðist „stíga til hliðar“ vegna Landsréttarmálsins.
Í reynd snýst málið um það að hún hætti sem dómsmálaráðherra og annar ráðherra verður skipaður í staðinn, en slík breyting fer formlega fram á ríkisráðsfundi.