Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem dómsmálaráðherra. Hún upplýsti um þetta á blaðamannafundi sem hún hélt í dómsmálaráðuneytinu í dag, sem hófst 14:30.
Ástæðan var Landsréttarmálið svonefnda.
Hún sagði á blaðamannafundinum að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu hefði komið „verulega á óvart“.
Hún sagðist nú ætla að ræða við ríkisstjórnina, en í máli Sigríðar kom fram að hún vildi stíga til hliðar sem ráðherra á meðan það væri verið að fjalla meira um Landsréttarmálið og vinnur úr þeirri stöðu sem upp væri komin. Hún sagðist hafa skynjað það að hennar persóna kynni að hafa truflandi áhrif á frekari meðferð málsins.
Ríkisstjórnarfundur hefst kl. 16:00 í dag.