Eimskip ætlar að lækka stjórnarlaun

Í byrjun árs var tilkynnt að stjórn Eimskips ætlaði að lækka laun forstjóra félagsins til að draga úr kostnaði. Nú vill hún lækka laun stjórnarformanns um 24 prósent.

7DM_9928_raw_2243.JPG
Auglýsing

Stjórn Eimskips mun leggja til á komandi aðalfundi félagsins, sem er fram 28. mars næstkomandi, að hluti laun sem stjórnarmenn í félaginu þiggja verði lækkuð. Þannig munu laun stjórnarformanns ekki lengur verða tvöföld laun meðstjórnenda í stjórn heldur 1,5 sinnum þau laun. Stjórnarformaður Eimskipa mun því vera með 470 þúsund krónur í mánaðarlaun verði tillagan samþykkt í stað 620 þúsund króna sem hann hafði áður. Um er að ræða kjaraskerðingu upp á rúm 24 prósent.

Þá leggur stjórnin til að laun varaformanns stjórnarinnar verði lækkuð úr 470 þúsund krónum á mánuði í 450 þúsund krónur, og verði þannig lægri en laun stjórnarformanns. Launa annarra stjórnarmanna haldast óbreytt og verða 310 þúsund krónur á mánuði.

Breytingar urðu á stjórn Eimskipa í september í fyrra þegar Baldvin Þorsteinsson var kosinn stjórnarformaður. Þær breytingar urðu í kjölfar þess að Samherji keypti fjórðungshlut í félaginu, en Baldvin er sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra og annars aðaleiganda Samherja.

Auglýsing

Skömmu síðar, í nóvember 2018, var tilkynnt um að Gylfi Sigfússon myndi láta af störfum sem forstjóri Eimskips eftir að hafa gegnt þeirri stöðu frá því í maí 2008, eða í rúman áratug.

Þann 16. janúar 2019 var síðan greint frá því að Vilhelm Már Þorsteinsson, frændi stjórnarformannsins, hefði verið ráðinn í starf forstjóra Eimskips. Hann hafði starfað hjá Íslandsbanka í tuttugu ár og síðast verið framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestingasviðs bankans.

Tveimur dögum síðar var send út tilkynning um umfangsmiklar skipulagsbreytingar hjá Eimskip. Á sama tíma var greint frá því að laun nýs forstjóra félagsins myndu „taka mið af þeirri áherslu stjórnar að lækka þurfi kostnað félagsins“. Gylfi Sigfússon var með 5,6 milljónir króna í laun á mánuði á árinu 2017.

Afkoma Eimskips var undir væntingum í fyrra. Hagnaður félagsins var rétt rúmur milljarður króna, en hafði verið um 2,3 milljarðar króna á árinu 2017. Þótt tekjur Eimskips hefðu aukist þá minnkaði framlegð, kostnaður jókst og afskrftir drógu afkomu ársins niður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent