Mikilvægt að sem flestir taki skýra afstöðu með Mannréttindadómstólnum

Þingflokksformaður Pírata segir það vera mikilvægt að sem allra flestir taki skýra afstöðu með Mannréttindadómstólnum nú þegar ráðist sé á trúverðugleika hans svo finna megi blóraböggul fyrir embættisafglöpum Sigríðar Andersen.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, segir það vera mik­il­vægt að sem allra flestir taki skýra afstöðu með Mann­rétt­inda­dóm­stólnum nú þegar ráð­ist sé á trú­verð­ug­leika hans svo finna megi blóra­böggul fyrir emb­ætt­is­af­glöpum Sig­ríðar And­er­sen. Frá þessu greinir hún í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagð­ist í gær líta svo á að nið­­ur­­staða Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu hefði komið honum í „opna skjöldu“ og það væri umhugs­un­­ar­s­efni hvort dóm­stól­inn væri far­inn að „stíga yfir línu“ með þeirri gagn­rýni á íslenska stjórn­­­sýslu sem birt­ist í dómn­­um. Hæst­i­­réttur væri æðsti dóm­­stóll Íslands, ekki Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll Evr­­ópu.

Það er mik­il­vægt að sem allra flestir taki skýra afstöðu með Mann­rétt­inda­dóm­stólnum nú þegar ráð­ist er á trú­verð­ug­leika...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Thurs­day, March 14, 2019


Auglýsing

Ætlar að standa vörð um aðild Íslend­inga að MDE

Kolbeinn Óttarsson Proppé Mynd: Birgir ÞórKol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, sagð­ist í við­tali í Bít­inu á Bylgj­unni í morgun vera algjör­lega ósam­mála þeirri afstöðu sem Bjarni hefur tekið gagn­vart Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu.

Í frétt Vísis um málið kemur fram að Kol­beinn hafi tekið af allan vafa um það hvort rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur væri með orðum dóms­mála­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra að und­ir­búa jarð­veg­inn til að segja Ísland úr MDE.

„Nei, rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur ætlar ekki að gera það. Það er þá bara hægt að afgreiða það. Ég er algjör­lega sam­mála því að Mann­rétt­inda­sátt­mál­inn og Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn er einn af horn­steinum rétt­ar­gæslu­vörslu fyrir mann­rétt­indi í okkar heims­hluta og við eigum að vera stoltir aðilar að hon­um,“ sagði Kol­beinn.

Hann hefði um langt skeið dáðst að störfum MDE og ekki síst í gegnum störf sín sem blaða­maður og bætti því við að blaða­menn hefðu í auknum mæli sótt rétt­indi sín þang­að. Kol­beinn sagð­ist ætla að standa vörð um aðild Íslend­inga að MDE og hygð­ist gera það áfram. Hann sagði að fjár­mála­ráð­herra þyrfti sjálfur að svara fyrir sín orð.

Slæmt þegar ráð­herra kastar rýrð á dóm­stól­inn

Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mynd: Birgir ÞórRósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, sagði á Face­book í gær­kvöldi að henni fynd­ist mjög slæmt þegar for­maður stærsta stjórn­mála­flokks Íslands og ráð­herra í rík­is­stjórn leyfði sér að fara inn á mjög vara­samar brautir í við­brögðum sínum við dómi MDE til að planta inn efa­semdum um dóm­stól­inn og kasta rýrð á hann.

„Þegar hann spyr áleitna spurn­inga um túlk­un­ar­vald Mann­rétt­inda­dóms­stóls Evr­ópu og hvort hann hafi „stigið yfir lín­una“ og fleira, er hann á góðri leið með að stilla sér upp með hægri sinn­uðum þjóð­ern­ispópu­lista­flokkum Evr­ópu sem hafa verið að grafa undan lýð­ræði og mann­rétt­inda­bar­áttu í álf­unni. Yfir hvaða línu spyr ég á móti? Við höfum ekki „fram­selt túlk­un­ar­vald yfir íslenskum lögum til Evr­ópu“ eins og Bjarni spyr og ýjar sterk­lega að,“ segir hún á Face­book.

Rósa Björk segir jafn­framt MDE ekki vera ESB, heldur hafi Ísland orðið aðili að Evr­ópu­ráð­inu 1950 og séu Íslend­ingar í gegnum það aðilar að Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu sem sé ein mesta rétt­ar­bót þegar kemur að mann­rétt­indum sem Ísland hefur und­ir­geng­ist og Íslend­ingar þar með við­ur­kennt að hafi laga­gildi á Íslandi.

Mik­il­væg að borg­arar í aðild­ar­ríkjum Evr­ópu­ráðs­ins geti leitað til MDE

„Sátt­mál­inn hefur til að mynda rík túlk­un­ar­á­hrif á mann­rétt­inda­á­kvæði stjórn­ar­skrár Íslands og dómar Hæsta­réttar hafa leit­ast við að túlka mann­rétt­inda­á­kvæði stjórn­ar­skrár­innar í sam­ræmi við ákvæði Mann­rétt­inda­sátt­mál­ans. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu var stofn­aður árið 1959 á grund­velli Mann­rétt­inda­sátt­mál­ans og tryggir að aðild­ar­ríki Evr­ópu­ráðs­ins virði þau rétt­indi borg­ar­anna sem kveðið er á um í sátt­mál­an­um.

Það sem er mik­il­væg­ast er að borg­arar í aðild­ar­ríkjum Evr­ópu­ráðs­ins geta leitað til dóm­stóls­ins telji þeir að stjórn­völd hafi beitt þá órétti. Um það snýst þetta mál sem dæmt var í gær og öll önnur mál fyrir dómn­um. Ef dóm­stóll­inn telur að ríki hafi brotið gegn ákvæðum sátt­mál­ans þá dæmir hann í mál­inu. Það gerð­ist í gær. Og okk­ur, sem aðild­ar­ríki Evr­ópu­ráðs­ins og lýð­ræð­is­ríki sem ber virð­ingu fyrir mann­rétt­ind­um, ber skylda til að fara eftir úrskurðum hans. Berum áfram virð­ingu fyrir mann­rétt­indum og þeim skuld­bind­ingum sem við höfum und­ir­geng­ist. Gagn­vart öllum borg­ur­um, líka fólki á flótta sem hingað koma til að leita verndar okk­ar. Og þó að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þurfi að fórna einum ráð­herra, þá gröfum við ekki undan þeim mik­il­vægu skyldum okkar sem eru miklu stærri og mik­il­væg­ari en eitt stykki ráð­herra­dóm­ur,“ segir Rósa Björk.

RÁЭHERRAR OG MANN­RÉTT­INDA­DÓM­STÓLL EVR­ÓPU Það er gríð­ar­lega þarft að dóms­mála­ráð­herra hafi vikið úr emb­ætti og tekið þar...

Posted by Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir on Wed­nes­day, March 13, 2019


Þór­hildur Sunna segir í stöðu­upp­færslu sinni að það hafi glatt hana mjög að sjá kollega sinn Kol­bein Ótt­ars­son Proppé koma dóm­stólnum til varnar í morg­un, og Rósu Björk Brynj­ólfs­dóttur í gær. „Takk fyrir það kæru félag­ar,“ segir hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent