Blaðamannafélagið dregur fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd

Stjórn BÍ hefur samþykkt að draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar. Ástæðan er sögð eðlisbreyting á starfi nefndarinnar að undanförnu.

Fjölmiðlar collage
Auglýsing

Stjórn Blaðamannafélags Ísland hefur samþykkt að draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar. Þetta kemur fram í frétt á vef Blaðamannafélags Íslands.

Ástæðan er, samkvæmt BÍ, eðlisbreyting sem er að verða á starfi nefndarinnar að undanförnu þar sem nefndin er sérstaklega að úrskurða og gefa út álit á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga, um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla.

„Áður hefur nefndin vísað í þessa gein samhliða því að verið er að fjalla um önnur mál, s.s. samkrull viðskiptaboða og fréttatengds efnis, og einu sinni varðandi efnistök verktaka í dagskrárgerð á RÚV.

Tvö síðustu álit nefndarinnar sem birt eru á heimasíðu hennar snúast hins vegar gagngert um vinnubrögð og fréttamat blaðamanna í einstökum málum og eru til komin vegna kvartana sem nefndin telur sig þurfa að rannsaka, úrskurða um og gefa álit sitt á. Sú grein Fjölmiðlalaganna sem fjallar um lýðræðislegar grundvallarskyldur fjallar að hluta um matskennd atriði og lítur að því að fjölmiðlar eigi að „uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.“,“ segir í fréttinni.

Auglýsing

Blaðamannafélagið bendir á að þegar þessi grein var samþykkt á Alþingi hafi sérstaklega verið tekið fram í nefndaráliti að þessi grein væri refsilaus, enda um stefnuyfirlýsingu laganna varðandi lýðræðislegar grundvallarskyldur að ræða.

BÍ hafi óskað eftir upplýsingum frá fjölmiðlanefnd um viðmið sem nefndin setti varðandi það hvaða og hvers konar mál hún teldi ástæðu til að fjalla um. Félagið skilur þau svör þannig að nefndin teldi sér skylt að fjalla um öll mál í fjölmiðlum á grundvelli rannsóknar- og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.

Í svarbréfi BÍ til fjölmiðlanefndar segir að í þessu felist að enginn áskilnaður sé „um aðild eða tímamörk á birtingu svo dæmi séu tekin. Það er auðvitað ótæk niðurstaða og vandséð hvernig það leiðir sjálfkrafa af rannsóknarreglu eða jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.“

Í bréfi BÍ til fjölmiðlanefndar er vitnað í nefndarálit meirihluta menntamálanefndar sem minnihluti nefndarinnar tók undir. Í nefndarálitinu segir „að ákvæðið um lýðræðislegar grundvallarreglur beri að túlka sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður.”

BÍ segir síðan í bréfinu að íþyngjandi og óeðlilegar skorður á táningarfrelsið séu hins vegar reistar ef stjórnsýslunefnd á vegum framkvæmdavaldsins hyggst yfirfara og krefja blaðamenn upplýsinga og gagna um fréttamat þeirra og dagleg vinnubrögð á grundvelli ábendinga frá Pétri og Páli í stað þess að slíku sé einfaldlega vísað til siðanefndar BÍ eða dómstóla.

Bréf BÍ endar á því að tilkynna um ákvörðunina um að draga fulltrúa sinn út úr starfi fjölmiðlanefndar.

„Af ofangreindu má vera ljóst að fjölmiðlanefnd er komin langt út fyrir valdsvið sitt varðandi þau erindi sem henni hafa borist og hún hefur kosið að láta sig varða. Það er einboðið að fulltrúar Blaðamannafélags Íslands geta ekki tekið þátt í starfi fjölmiðlanefndar meðan nefndin er á þessari óheillabraut. Félagið mun jafnframt að gefnu tilefni beina því til félagsmanna sinna að þeir íhugi hvort erindi frá fjölmiðlanefnd varðandi 26. grein laga um lýðræðislegar grundvallarreglur þarfnist svars í ljósi þeirra lögskýringagagna sem að framan greinir og finna má meðal annars í greinargerð og nefndaráliti meirihluta og minnihluta menntamálanefndar þegar frumvarp um fjölmiðla varð að lögum,“ segir í bréfinu.

Hægt er að lesa bréfið hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent