Forseti ASÍ: Naumur tími til stefnu ef ekki á að koma til harðra átaka

Drífa Snædal segir að samtal sé enn í gangi við stjórnvöld vegna kjaraviðræðna. Hún segir að alþjóðastofnanir séu að gera sér grein fyrir að jöfnuður sé lykilatriði í að koma á og viðhalda friði, hvort sem er innan ríkja eða á milli þeirra.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

„Af inn­lendum vett­vangi er það að frétta að aðild­ar­fé­lög ASÍ ham­ast við að ná samn­ingum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins og sam­tal við stjórn­völd er enn í gangi. Ljóst er þó að ef ekki á að koma til harðra átaka er naumur tími til stefnu enda hefj­ast aðgerðir á ný í næstu viku.“

Þetta segir Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), í viku­legum föstu­dag­spistli sínum sem birtur var síð­degis í dag.

Drífa vísar þar til þeirrar stöðu sem er uppi í kjara­við­ræðum en verk­föll hafa þegar verið boðuð hjá bæði VR og Efl­ingu í nán­ustu fram­tíð og engir samn­ingar hafa náðst við önnur stétt­ar­fé­lög sem eru enn í við­ræðum við Sam­tök Atvinnu­lífs­ins í Karp­hús­inu.

Auglýsing

Í pistl­in­um, sem ber yfir­skrift­ina „Mis­réttið komið að þol­mörk­um“, fjallar hún líka um veru sína sem full­trúi Alþjóða­sam­bands verka­lýðs­fé­laga (IT­UC) á sam­ráðs­vett­vangi Alþjóða­bank­ans og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins í Was­hington í upp­hafi viku. „Þar hafði hreyf­ingin mögu­leika á að ræða milli­liða­laust við þá sem stýra þessum stofn­un­um. Áherslan í þeim sam­töl­um, af okkar hálfu, var á gæði starfa, jöfnuð og jafn­rétti og sátt­mála um félags­lega vernd. Svo virð­ist sem þessar alþjóða­stofn­anir séu að gera sér grein fyrir að jöfn­uður sé lyk­il­at­riði í að koma á og við­halda friði, hvort sem er innan ríkja eða á milli þeirra. Þá þarf að vinda ofan af þeirri stefnu að fjölgun starfa sé nauð­syn í sjálfu sér án þess að vinnu­vernd, félags­legt rétt­læti og sæmi­leg laun séu einnig í pakk­an­um.

Þegar Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn er svo far­inn að leggja til hátekju­skatt til að auka jöfnuð og jafn­vel sam­eig­in­legan fjár­magns­flutn­inga­skatt til að stemma stigu við skattaund­anskotum hljóta stjórn­völd um allan heim að hlusta enda hefur sjóð­ur­inn hingað til ekki verið þekktur fyrir að vilja skatt­leggja þá auð­ugu sér­stak­lega. Þessi stefnu­breyt­ing er til marks um að flestir gera sér nú grein fyrir að mis­rétti í heim­inum er komið að þol­mörk­um. Það er bók­staf­lega lífs­nauð­syn­legt fyrir lýð­ræði og frið í heim­inum að vinda ofan af mis­rétt­inu. Það mun svo koma í ljós hvort áherslur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar skili sér í stefnu og aðgerðum Alþjóða­bank­ans og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins.“

Drífa segir líka frá svartri skýrslu um Ísland sem kom út í dag frá sér­fræð­inga­hópi Evr­ópu­ráðs­ins um mansals­mál. „Það kom ekki á óvart að skýrslan væri svört og til­lög­urnar eru allar í sam­ræmi við þær til­lögur sem helstu sér­fræð­ingar í mála­flokknum hafa barist fyrir síð­ustu ár. Nýs dóms­mála­ráð­herra bíða þau brýnu verk­efni að koma á sam­ræm­ing­arteymi, gera aðgerð­ar­á­ætl­un, breyta lögum er varða mansal, auka yfir­sýn og fræðslu um mála­flokk­inn. Það þarf að lyfta grettistaki í þessum mál­um, ekki síðar en í gær.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent