Forseti ASÍ: Naumur tími til stefnu ef ekki á að koma til harðra átaka

Drífa Snædal segir að samtal sé enn í gangi við stjórnvöld vegna kjaraviðræðna. Hún segir að alþjóðastofnanir séu að gera sér grein fyrir að jöfnuður sé lykilatriði í að koma á og viðhalda friði, hvort sem er innan ríkja eða á milli þeirra.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

„Af inn­lendum vett­vangi er það að frétta að aðild­ar­fé­lög ASÍ ham­ast við að ná samn­ingum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins og sam­tal við stjórn­völd er enn í gangi. Ljóst er þó að ef ekki á að koma til harðra átaka er naumur tími til stefnu enda hefj­ast aðgerðir á ný í næstu viku.“

Þetta segir Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), í viku­legum föstu­dag­spistli sínum sem birtur var síð­degis í dag.

Drífa vísar þar til þeirrar stöðu sem er uppi í kjara­við­ræðum en verk­föll hafa þegar verið boðuð hjá bæði VR og Efl­ingu í nán­ustu fram­tíð og engir samn­ingar hafa náðst við önnur stétt­ar­fé­lög sem eru enn í við­ræðum við Sam­tök Atvinnu­lífs­ins í Karp­hús­inu.

Auglýsing

Í pistl­in­um, sem ber yfir­skrift­ina „Mis­réttið komið að þol­mörk­um“, fjallar hún líka um veru sína sem full­trúi Alþjóða­sam­bands verka­lýðs­fé­laga (IT­UC) á sam­ráðs­vett­vangi Alþjóða­bank­ans og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins í Was­hington í upp­hafi viku. „Þar hafði hreyf­ingin mögu­leika á að ræða milli­liða­laust við þá sem stýra þessum stofn­un­um. Áherslan í þeim sam­töl­um, af okkar hálfu, var á gæði starfa, jöfnuð og jafn­rétti og sátt­mála um félags­lega vernd. Svo virð­ist sem þessar alþjóða­stofn­anir séu að gera sér grein fyrir að jöfn­uður sé lyk­il­at­riði í að koma á og við­halda friði, hvort sem er innan ríkja eða á milli þeirra. Þá þarf að vinda ofan af þeirri stefnu að fjölgun starfa sé nauð­syn í sjálfu sér án þess að vinnu­vernd, félags­legt rétt­læti og sæmi­leg laun séu einnig í pakk­an­um.

Þegar Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn er svo far­inn að leggja til hátekju­skatt til að auka jöfnuð og jafn­vel sam­eig­in­legan fjár­magns­flutn­inga­skatt til að stemma stigu við skattaund­anskotum hljóta stjórn­völd um allan heim að hlusta enda hefur sjóð­ur­inn hingað til ekki verið þekktur fyrir að vilja skatt­leggja þá auð­ugu sér­stak­lega. Þessi stefnu­breyt­ing er til marks um að flestir gera sér nú grein fyrir að mis­rétti í heim­inum er komið að þol­mörk­um. Það er bók­staf­lega lífs­nauð­syn­legt fyrir lýð­ræði og frið í heim­inum að vinda ofan af mis­rétt­inu. Það mun svo koma í ljós hvort áherslur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar skili sér í stefnu og aðgerðum Alþjóða­bank­ans og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins.“

Drífa segir líka frá svartri skýrslu um Ísland sem kom út í dag frá sér­fræð­inga­hópi Evr­ópu­ráðs­ins um mansals­mál. „Það kom ekki á óvart að skýrslan væri svört og til­lög­urnar eru allar í sam­ræmi við þær til­lögur sem helstu sér­fræð­ingar í mála­flokknum hafa barist fyrir síð­ustu ár. Nýs dóms­mála­ráð­herra bíða þau brýnu verk­efni að koma á sam­ræm­ing­arteymi, gera aðgerð­ar­á­ætl­un, breyta lögum er varða mansal, auka yfir­sýn og fræðslu um mála­flokk­inn. Það þarf að lyfta grettistaki í þessum mál­um, ekki síðar en í gær.“

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent