Ísland nær samningi við Breta vegna Brexit

Óbreyttar forsendur viðskipta verða fyrir hendi, fari svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings.

Guðlaugur Þór Þórðarson
Auglýsing

Ísland og Bret­land hafa náð sam­komu­lagi um að halda óbreyttum for­sendum í milli­ríkja­við­skiptum fari svo að Bret­land yfir­gefi Evr­ópu­sam­bandið án samn­ings. 

Þetta stað­festir Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra við mbl.­is.

Ísland hefur í gegnum tíð­ina verið í miklum við­skiptum við Bret­land, einkum á sviði sjáv­ar­út­vegs. 

Auglýsing

Samn­ing­­ur­inn ger­ir ráð fyr­ir að ákvæði EES-­samn­ings­ins sem snúa að við­skipt­um milli ríkj­anna verði óbreytt, segir í umfjöllun mbl.is, en sam­bæri­legur samn­ingur hefur verið gerður við Nor­eg.

Þannig verður eng­in breyt­ing á gild­andi toll­um, né held­ur tolla­­laus­um við­skipt­um iðn­að­ar­­vara. Þá verða kvót­ar fyr­ir toll­frjáls við­skipti með land­­bún­að­ar- og sjá­v­­­ar­út­­­vegsaf­­urðir einnig óbreytt­­ir. Samn­ing­­ur­inn nær ekki til þjón­ust­u­við­skipta.

Í sam­tali við mbl.is segir Guð­laugur Þór að vinnan hafi gengið vel, og við­brögð Breta verið jákvæð. 

Ekki liggur ljóst fyrir í hvaða far­veg Brexit mál fara nú í breska þing­inu, en sam­kvæmt lögum á Bret­land að yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið 29. mars næst­kom­andi. Í tvígang hefur Brex­it-­samn­ingi Ther­esu May, for­sæt­is­ráð­herra,  verið hafnað og John Bercow, þing­for­seti í Bret­landi, hefur sagt að samn­ingur verður ekki bor­inn upp til atkvæðis nema hann taki veru­legum breyt­ing­um. 

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent