Ísland nær samningi við Breta vegna Brexit

Óbreyttar forsendur viðskipta verða fyrir hendi, fari svo að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings.

Guðlaugur Þór Þórðarson
Auglýsing

Ísland og Bret­land hafa náð sam­komu­lagi um að halda óbreyttum for­sendum í milli­ríkja­við­skiptum fari svo að Bret­land yfir­gefi Evr­ópu­sam­bandið án samn­ings. 

Þetta stað­festir Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra við mbl.­is.

Ísland hefur í gegnum tíð­ina verið í miklum við­skiptum við Bret­land, einkum á sviði sjáv­ar­út­vegs. 

Auglýsing

Samn­ing­­ur­inn ger­ir ráð fyr­ir að ákvæði EES-­samn­ings­ins sem snúa að við­skipt­um milli ríkj­anna verði óbreytt, segir í umfjöllun mbl.is, en sam­bæri­legur samn­ingur hefur verið gerður við Nor­eg.

Þannig verður eng­in breyt­ing á gild­andi toll­um, né held­ur tolla­­laus­um við­skipt­um iðn­að­ar­­vara. Þá verða kvót­ar fyr­ir toll­frjáls við­skipti með land­­bún­að­ar- og sjá­v­­­ar­út­­­vegsaf­­urðir einnig óbreytt­­ir. Samn­ing­­ur­inn nær ekki til þjón­ust­u­við­skipta.

Í sam­tali við mbl.is segir Guð­laugur Þór að vinnan hafi gengið vel, og við­brögð Breta verið jákvæð. 

Ekki liggur ljóst fyrir í hvaða far­veg Brexit mál fara nú í breska þing­inu, en sam­kvæmt lögum á Bret­land að yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið 29. mars næst­kom­andi. Í tvígang hefur Brex­it-­samn­ingi Ther­esu May, for­sæt­is­ráð­herra,  verið hafnað og John Bercow, þing­for­seti í Bret­landi, hefur sagt að samn­ingur verður ekki bor­inn upp til atkvæðis nema hann taki veru­legum breyt­ing­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent