Segir viðræðuslit vonbrigði

Formaður Starfsgreinasambandsins segir viðræðuslitin við SA vonbrigði og ef boðað verði til verkfalla verða þau ekki fyrr en seint í apríl eða byrjun maí.

Björn Snæbjörnsson
Björn Snæbjörnsson
Auglýsing

Björn Snæ­björns­son, for­maður Starfs­greina­sam­bands­ins, segir það óneit­an­lega vera von­brigði að samn­inga­nefnd sam­bands­ins hafi slitið við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins á fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara nú rétt fyrir hádegi.

„Við lýstum yfir því að við teldum þetta árang­urs­lausan fund þannig við slitum við­ræð­um. Aðal­vanda­málið snýst um þessi vinnu­tíma­mál sem við höfum verið að þróa á und­an­förnum vik­um. Það er svo­lítið í því sem við getum ekki sætt okkur við og menn þurfa auð­vitað að skoða bet­ur. Þannig að það hefur ekki náðst sátt í þau mál,“ segir Björn Snæ­björns­son í sam­tali við RÚV.

Björn segir jafn­framt að nú verði kall­aður saman aðgerð­ar­hópur innan Starfs­greina­sam­bands­ins þar sem þau skoða hvaða aðgerðum þau geta beitt. Hann reiknar með því að samn­inga­nefnd Starfs­greina­sam­bands­ins verði kölluð saman á mánu­dag­inn til að fara yfir það plan.

Auglýsing

Í frétt RÚV um málið kemur fram að þetta hafi verið þrett­ándi fundur Starfs­greina­sam­bands­ins og rík­is­sátta­semj­ara en deil­unni var vísað þangað fyrir um þremur vik­um.

Björn segir enn fremur að ef boðað verði til verk­falla verða þau ekki fyrr en seint í apríl eða byrjun maí, miðað við dag­setn­ing­una í dag. „Þetta er fer­ill sem þarf að fara í gegnum og tekur dálít­inn tíma.“

Myrkrið dimm­ast skömmu fyrir dag­renn­ingu

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir að þó að lýst hafi verið yfir árang­urs­lausum samn­inga­fundi hjá Starfs­greina­sam­band­inu haldi sam­talið áfram.

Hann segir jafn­framt að margt hafi áunn­ist í við­ræðum við SGS en því miður hafi þau ekki náð saman að sinni. „En sú mikla vinna sem við höfum náð fram, hún mun von­andi nýt­ast síðar og er að sjálf­sögðu ekki unnin fyrir gíg,“ segir Hall­dór Benja­mín.

„Við höfum sagt að við leggjum strax fram það sem við teljum að sé grund­völlur lausn­ar. Það hefur gengið mjög vel með SGS á und­an­förnum vik­um. Lang­flest hefur náðst að þró­ast í sam­ein­ingu. Þannig ég geri ráð fyrir að við getum tekið upp við­ræður aftur með skömmum fyr­ir­vara,“ segir hann.

Enn fremur telur hann að staðan sé tví­sýn, myrkrið sé dimm­ast skömmu fyrir dag­renn­ingu og nú sé mik­il­vægt að nýta næstu daga til að forða því að hér verði mikið efna­hags­legt tjón í gegnum þær verk­falls­að­gerðir sem búið er að boða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent