Segir af sér sem formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna

Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður LÍV. Ástæðan sem hann gefur er meiningarmunur á milli hans og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð.

Auglýsing
Guðbrandur Einarsson
Guðbrandur Einarsson

Guð­brandur Ein­ars­son hefur sagt af sér sem for­maður LÍV. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem Guð­brandur sendi frá sér í gær en birt var í dag. 

Í henni segir hann að þeirri stöðu hafi hann gengt í hart­nær 6 ár af auð­mýkt og þakk­læti fyrir að hafa verið trúað fyrir þessu mik­il­væga verk­efni. „Þessi staða hefur gefið mér margt og veitt mér tæki­færi til að takast á við ný verk­efni s.s. að eiga mikil og náin sam­skipti við syst­ur­sam­tök á Norð­ur­löndum og kynn­ast fólki sem þar er í for­svari. Sú reynsla hefur kennt mér margt sem ég mun búa að,“ segir hann.  

„Þær breyt­ingar hafa hins vegar orðið að það stétt­ar­fé­lag sem ég hef verið í for­svari fyrir und­an­farin 21 ár, sam­ein­ast VR þann 1. apríl og við það fær­ist samn­ings­um­boð þess félags yfir til VR í kjöl­far­ið. Þá er sú staða uppi að LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið við gerð kjara­samn­ings, þrátt fyrir að hafa lagt fram sam­eig­in­lega kröfu­gerð. 

Veru­legur mein­ing­ar­munur er á milli mín og for­svars­manna VR með hvaða hætti skuli nálg­ast kjara­samn­ings­gerð og þar sem ég hef ákveðið að þyggja ekki starf hjá VR, þrátt fyrir boð þar um, tel ég eðli­legt að ég stigi úr stóli for­manns Lands­sam­bands íslenskra versl­un­ar­manna á þessum tíma­punkt­i,“ segi Guð­brandur jafn­fram­t. 

Auglýsing

Hann seg­ist vera fullur þakk­lætis fyrir þann tíma sem hann hefur setið í stjórn LÍV sem nú telur tvo ára­tugi og kveður þennan vett­vang fullur auð­mýkt­ar. „Ég vil óska stjórn LÍV vel­farn­aðar í störfum sínum fyrir íslenskt launa­fólk og þakka þeim ein­stak­lingum sem ég hef fengið að vinna með á þessum vett­vangi fyrir ein­stök og góð kynn­i.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent