„Já, það er stjórnarmeirihluti fyrir því,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hún er spurð hvort að hún sé örugg um stuðning við frumvarp sitt um styrki til einkarekinna fjölmiðla.
Frumvarpið hefur verið gagnrýnt út ýmsum áttum, meðal annars af hluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Lilja segir að þingmenn hafi alltaf skoðanir á frumvörpum sem komi fram og að hún geti vel tekið slíkri gagnrýni. Markmiðið sé hins vegar að efla sjálfstæða fjölmiðla og hún minnir á að hún hafi sagt að það þurfi að taka fleiri skref til þess að gera það eftir þetta.„Ég vonast til að fá fleiri með í þeirri vegferð.“
Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, við Lilju í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut í kvöld klukkan 21. Þar ræðir Lilja meðal annars einnig aðgerðaráætlun stjórnvalda í málefnum kennara, viðbrögð við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu og stöðu mála í efnahagslífinu.
Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvöldsins hér að neðan:
Aðspurð um hvenær megi eiga von á því að frumvarpið um stuðning við einkarekna fjölmiðla, sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í upphafi árs, verði lagt fram á þingi segir Lilja að verið sé að fara yfir þær athugasemdir sem borist hafa.
Vinnan sé vandaverk vegna þess að þetta sé í fyrsta sinn sem verið sé að kynna aðgerðir til að styðja við einkarekna fjölmiðla. „Í þar síðustu viku átti ég fund með danska menningarmálaráðherranum, henni Mette Bock. Þar er umhverfið þannig að ríkisfjölmiðillinn er til að mynda ekki á auglýsingamarkaði.
Átti morgunverðarfund með Mette Bock, menningarmálaráðherra Danmerkur. Til umræðu var meðal annars staða einkarekinna...
Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Friday, March 8, 2019