Banna hálfsjálfvirka riffla og hríðskotariffla í Nýja Sjálandi

Nýsjálendingar ætla að banna hálfsjálfvirka riffla og hríðskotariffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch í síðustu viku. Forsætisráðherra Nýja Sjálands kynnti í nótt vopnalöggjöfina en stefnt er að nýju lögin taki gildi í apríl næstkomandi.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands
Auglýsing

Jacinda ­Ardern, for­sæt­is­ráð­herra Nýja Sjá­lands, til­kynnti í sjón­varps­ávarpi í nótt að ný og hert vopna­lög­gjöf taki gildi í Nýja Sjá­landi í apríl næst­kom­andi. Bannað verður að selja, kaupa og eiga hálf­sjálf­virka riffla og hríð­skotariffla. Lög­gjöfin er kynnt í kjöl­far ó­dæð­is­ins í Christchurch í síð­ustu viku. Frá þessu er greint á vef Reuters

Hindra kaup á slíkum vopnum þar til lög­gjöfin tekur gildi

Í ávarpi sínu sagð­i ­Ardern að í kjöl­far hryðju­verks­ins þann. 15. mars síð­ast­lið­inn hefði sögu lands­ins verið breytt til fram­búðar og nú verði byssu­lög­gjöf­unni einnig breytt. Fimm­tíu manns lét­ust í skotárás í tveimur moskum í borg­inn­i Christchurch í Nýja Sjá­landi í síð­ustu viku. Árás­armað­ur­inn keypti byss­urnar sínar með lög­legum hætti og þar að auki hafði hann keypt margra skota magasín og fleiri hluti sem gerðu byss­urnar hættulegri. 
Auglýsing

Ardern ­sagði að vinna við nýju lög­gjöf­ina væri nú þegar hafin og stefnt væri að hún tæki gildi þann 11. apríl næst­kom­andi. Með lög­gjöf­inni verða öll hálf­virk skot­vopn og hríð­skotarifflar bann­að­ar. Auk þess sem allur bún­aður sem er til þess fall­inn að breyta venju­legum rifflum í eitt­hvað í lík­ingu við fyrr­nefndar byssur verð­ur  ólög­leg­ur. Í ávarp­inu greindi Ardern einnig frá því að sett hafi verið bráða­birgða­reglu­gerð sem tók gildi um leið og hún flutti ávarp sitt í nótt en henni er ætlað að hindra að nokkur geti fest kaup á slíkum vopnum þar til nýju lögin verða sam­þykkt.

Hún sagði að mark­miðið væri að gera Nýja Sjá­land að örugg­ari stað og hún sagð­ist sann­færð um að þessar aðgerðir nytu stuðn­ings þjóð­ar­inn­ar, líka bænda og fleiri sem nota skot­vopn við störf sín, enda bein­ist lög­gjöfin á engan hátt gegn þeim. Ljóst er að margir eiga vopn af því tagi sem nú á að banna en eig­endum slíkra vopna verður gef­inn frestur til að skila þeim til stjórn­valda sem greiða fyrir þau til­tekna upp­hæð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Þorsteinn Kristinsson
Lærdómar frá Taívan
Kjarninn 14. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu fyrr í ár.
Ákvörðunin „vonbrigði í sjálfu sér“
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði það skipta miklu máli að aðgerðir á landamærum væri stöðugt til endurskoðunar hjá stjórnvöldum. Hún sagði stjórnvöld vera heppin með sóttvarnayfirvöld sem hjálpi til við ákvarðanatöku.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir á fundi stjórnvalda í Safnahúsinu í apríl.
Samfélag er „ekki bara hagtölur“
„Það er svo óendanlega mikils virði að samfélagið virki þannig að okkur líði vel í því,“ sagði heilbrigðisráðherra á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Á fundinum voru kynntar hertar aðgerðir á landamærunum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Frá Keflavíkurflugvelli
Allir komufarþegar eiga að fara í skimun og 4-5 daga sóttkví
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að allir sem til Íslands koma þyrftu frá og með 19. ágúst að fara í skimun á landamærum, svo í sóttkví í 4-5 daga og að því búnu aftur í skimun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent