Banna hálfsjálfvirka riffla og hríðskotariffla í Nýja Sjálandi

Nýsjálendingar ætla að banna hálfsjálfvirka riffla og hríðskotariffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch í síðustu viku. Forsætisráðherra Nýja Sjálands kynnti í nótt vopnalöggjöfina en stefnt er að nýju lögin taki gildi í apríl næstkomandi.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands
Auglýsing

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í nótt að ný og hert vopnalöggjöf taki gildi í Nýja Sjálandi í apríl næstkomandi. Bannað verður að selja, kaupa og eiga hálfsjálfvirka riffla og hríðskotariffla. Löggjöfin er kynnt í kjölfar ódæðisins í Christchurch í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef Reuters

Hindra kaup á slíkum vopnum þar til löggjöfin tekur gildi

Í ávarpi sínu sagði Ardern að í kjölfar hryðjuverksins þann. 15. mars síðastliðinn hefði sögu landsins verið breytt til frambúðar og nú verði byssulöggjöfunni einnig breytt. Fimmtíu manns létust í skotárás í tveimur moskum í borg­inni Christchurch í Nýja Sjá­landi í síðustu viku. Árásarmaðurinn keypti byssurnar sínar með löglegum hætti og þar að auki hafði hann keypt margra skota magasín og fleiri hluti sem gerðu byssurnar hættulegri. 
Auglýsing

Ardern sagði að vinna við nýju löggjöfina væri nú þegar hafin og stefnt væri að hún tæki gildi þann 11. apríl næstkomandi. Með löggjöfinni verða öll hálfvirk skotvopn og hríðskotarifflar bannaðar. Auk þess sem allur búnaður sem er til þess fallinn að breyta venjulegum rifflum í eitthvað í líkingu við fyrrnefndar byssur verður  ólöglegur. Í ávarpinu greindi Ardern einnig frá því að sett hafi verið bráðabirgðareglugerð sem tók gildi um leið og hún flutti ávarp sitt í nótt en henni er ætlað að hindra að nokkur geti fest kaup á slíkum vopnum þar til nýju lögin verða samþykkt.

Hún sagði að markmiðið væri að gera Nýja Sjáland að öruggari stað og hún sagðist sannfærð um að þessar aðgerðir nytu stuðnings þjóðarinnar, líka bænda og fleiri sem nota skotvopn við störf sín, enda beinist löggjöfin á engan hátt gegn þeim. Ljóst er að margir eiga vopn af því tagi sem nú á að banna en eigendum slíkra vopna verður gefinn frestur til að skila þeim til stjórnvalda sem greiða fyrir þau tiltekna upphæð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent