Markaðsvirði Marel hækkaði í dag um 1,32 prósent og hefur nú hækkað um rúmlega 47 prósent á einu ári. Markaðsvirði félagsins nemur nú 353 milljörðum króna, en viðskipti með bréf félagsins námu rúmlega tveimur milljörðum í dag.
Erlendir fjárfestar hafa verið duglegir að kaupa bréf félagsins að undanförn, en eins og upplýst var um á aðalfundi félagsins á dögunum, þá stefnir félagið að skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam á næstu misserum. Félagið verður þá tvískráð, bæði á Íslandi og í Amsterdam.
Erlendir fjárfestar eiga nú um 13 prósent hlut í félaginu.
Hagnaður félagsins nam 16,4 milljörðum króna í fyrra, eigið féð var í lok ár 75,6 milljarðar króna. Markaðsvirði félagsins nemur því tæplega fimmföldu eigin fé fyrirtækisins, en það er langsamlega verðmætasta skráða félag landsins.