Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaun ársins fyrir Kaupthinking

Þórður Snær Júlíusson hlaut í daga blaðamannaverðlaunin ársins 2018 fyrir bók sína um Kaupþing - Kaupthinking, bankinn sem átti sig sjálfur.

ÞórðurSnær
Auglýsing

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, hlaut í dag blaða­manna­verð­laun árs­ins 2018 fyrir bók sína Kaupt­hink­ing - bank­inn sem átti sig sjálfur - sem fjallar um Kaup­þing banka.

Bókin byggir á tíu ára vinnu höf­undar og á miklu magni trún­­að­­ar- og rann­­sókn­­ar­­gagna, íslenskum og erlend­um, sem hann fékk aðgang að snemma á síð­­asta ári. Á meðal þeirra gagna eru, ógrynni tölvu­­pósta, frum­­gögn innan úr Kaup­­þingi, yfir­­heyrslur yfir sak­­born­ingum og vitn­um, grein­­ar­­gerðir rann­sak­enda í risa­vöxnum málum og hlust­­­anir í síma sem flestar áttu sér ann­að­hvort stað um það leyti sem skýrsla rann­­sókn­­ar­­nefndar Alþingis birti skýrslu sína í apríl 2010 eða um mán­uði síðar í kjöl­far þess að helstu stjórn­­endur Kaup­­þings voru hnepptir í gæslu­varð­hald vegna gruns um stór­­fellda brota­hegð­un. Flestir þeirra hlutu síðar fang­els­is­­dóma fyrir efna­hags­brot sem eiga sér enga hlið­­stæðu í Íslands­­­sög­unn­i. 

Rök­stuðn­ingur dóm­nefndar verð­laun­anna var svohljóð­and­i: 

Auglýsing

„Þórður Snær Júl­í­us­son, Kjarn­an­um, hlýtur Blaða­manna­verð­laun árs­ins 2018 fyrir heild­stæða grein­ingu á hug­ar­fari og ólög­legum fjár­mála­gjörn­ingum í bók­inni Kaupt­hink­ing – Bank­inn sem átti sig sjálf­ur. 

Umfjöllun Þórðar Snæs dregur upp skýra mynd af ósæmi­legu hátt­ar­lagi þeirra lyk­il­banka­manna sem leiddu Kaup­þing frá einka­væð­ingu að falli árið 2008. Umfjöll­unin er afrakstur ára­langrar rann­sóknar Þórðar á mál­inu og víð­tækrar heim­ilda­vinnu úr bæði opin­berum og óop­in­berum gögnum sem hann komst yfir. Vinna hans á sér fáar hlið­stæð­ur.

Bókin sýnir hvernig gera má yfir­grips­mikla rann­sókn­ar­vinnu til margra ára bæði auð­læsi­lega og skilj­an­lega. Hún er áþreif­an­leg heim­ild um það traust sem blaða­maður getur áunnið sér og þá þekk­ingu sem mynd­ast þegar hann helgar sig mál­efn­i.“

Hér má sjá verðlaunahafa, og þá sem tilnefndir voru til verðlauna.

Ragn­heiður Linn­et, Mann­lífi, hlaut verð­laun fyrir við­tal árs­ins við Mer­hawit Bar­ya­­mik­­ael Tes­fasla­­se, ekkju plast­­barka­þeg­ans, Andemariam Beyene, um aðdrag­anda ígræðsl­unnar og hvernig líf fjöl­­skyld­unnar umturn­að­ist eftir þá örlaga­­ríku aðgerð.

Rök­stuðn­ingur dóm­nefndar var svohljóð­and­i: 

„Ragn­heiður Linn­et, Mann­lífi, hlýtur verð­launin fyrir við­tal sitt við Mer­hawit Bar­ya­mik­ael Tes­faslase Hún er ekkja plast­barka­þeg­ans Andemari­ams Beyene sem var fyrsti mað­ur­inn sem gervi­barki var græddur í árið 2011.

Í við­tal­inu kynn­ist les­and­inn harm­leik fjöl­skyld­unn­ar. Mer­hawit lýsir aðdrag­anda aðgerð­ar­innar og því þegar hún missti mann sinn í einu stærsta svika­máli sem upp hefur komið í lækna­vís­indum ára­tugum sam­an. Málið teng­ist Íslandi með beinum hætti vegna þess að Andemariam var búsettur hér þegar hann veikt­ist og því sjúk­lingur íslenskra lækna.

Mer­hawit greinir frá því hvernig hún stóð upp rétt­inda­laus með þrjú ung börn eftir and­lát Andemari­ams árið 2014.

Við­talið er vel skrifað og hjart­næmt. Auk þess að greina frá örlögum Mer­hawit og barn­anna veitir það góða inn­sýn í málið og það sem aflaga fór bæði vís­inda­lega og sið­fræði­lega.“

Freyr Rögn­­valds­­son og Stein­­dór Grétar Jóns­­son, Stund­inni, fyrir umfjöllun árs­ins, um landið sem auð­­menn eiga sem veitir ríka yfir­­­sýn yfir umfang fyrrum bújarða sem nú eru í eigu inn­­­lendra og erlendra auð­­manna og inn­­­sýn í hverjir þeir eru.

Rök­stuðn­ingur dóm­nefndar var svohljóð­andi:

„Verð­laun fyrir rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins 2018 hljóta Freyr Rögn­valds­son og Stein­dór Grétar Jóns­son, Stund­inni, fyrir umfjöllun sína, Landið sem auð­menn eiga.Í umfjöll­un­inni birt­ist eign­ar­hald auð­fólks á jörðum á Íslands­korti sem nær yfir heila opnu og veitir skýra yfir­sýn yfir umfang fyrrum bújarða sem nú eru í eigu inn­lendra og erlendra auð­manna. Sumir þeirra hafa safnað að sér fjölda jarða og jafn­vel keypt upp jarðir á ákveðnum stöðum á land­inu. Þá er eign­ar­hald fjölda jarða í félögum sem stundum hvílir leynd yfir.

Í umfjöll­un­inni eru við­töl við nokkra þeirra sem hvað umsvifa­mestir hafa verið í jarða­kaupum og veita við­tölin inn­sýn í marg­breyti­legar ástæður fólks fyrir því að vilja eign­ast jarðir á Íslandi.

Fram­lag þeirra Freys og Stein­dórs veitir mik­il­væga yfir­sýn yfir umdeilt mál sem hefur verið mikið til umræðu í sam­fé­lag­in­u.“

Aðal­­heiður Ámunda­dótt­ir, Frétta­­blað­inu, hlaut verð­laun fyrir umfjöllun með fréttum og frétta­­skýr­ingum um for­­sögu, end­­ur­­upp­­­töku og eft­ir­­mála Guð­­mund­­ar- og Geir­finns­­mála.

Rök­stuðn­ingur dóm­nefndar var svohljóð­andi:

Verð­laun fyrir umfjöllun árs­ins hlýtur Aðal­heiður Ámunda­dótt­ir, Frétta­blað­inu, fyrir upp­lýsandi og grein­ar­góð skrif um Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál.

Í umfjöllun sinni um end­ur­upp­töku og um leið for­sögu Guð­mund­ar- og Geir­finns­mála tekst Aðal­heiði að fanga kjarna atburða hverju sinni og setja í sam­hengi.

Auk upp­lýsandi frétta af gangi dóms­máls­ins varp­aði Aðal­heiður í frétta­skýr­ingum ljósi á sögu manns­hvarf­anna tveggja 1974, rann­sókn þeirra á sínum tíma og aðdrag­anda þess að málin feng­ust end­ur­upp­tekin á síð­asta ári. Þá fylgdi hún mál­inu vel eftir þegar Hæsti­réttur hafði fellt sinn dóm með umfjöllun um mögu­leg eft­ir­mál og mögu­leik­anum á því að manns­hvörfin upp­lýs­ist á end­an­um.

Skrif Aðal­heiðar ein­kenn­ast af djúpri þekk­ingu á flók­inni og langri sögu sem hún skilar les­endum á skýran og aðgengi­legan máta.“





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent