Robert Mueller, sem stýrt hefur rannsókn á því hvort Rússar hafi blandað sér í bandarísk stjórnmál í aðdraganda forsetakosninganna 2016, hefur skilað skýrslu sinni til Bill Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Það er í höndum hans að ákveða hversu stór hluti af skýrslunni verður gerður opinber, en hann hefur látið hafa eftir sér að hann vilji að eins stór hluti af skýrslunni verði gerður opinber, eins og hægt er samkvæmt lögum.
Samkvæmt Washington Post er líklegt að Barr muni taka sér nokkra daga í að draga saman helstu atriði úr skýrslunni, og kynna síðan fyrir Bandaríkjaþingi.
Rannsókn Mueller hefur nú þegar leitt til ákæru á hendur 34 einstaklingum, þar á meðal 6 fyrrverandi ráðgjöfum Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, að því er segir í umfjöllun Washington Post.