Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði

Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hyggst leggja sitt af mörkum í yfir­stand­andi deilur á vinnu­mark­aði með kostn­að­ar­sömum aðgerðum fyrir lág­tekju­fólk og fyrstu kaup­endur á hús­næð­is­mark­aði. Auk þess býst hún við „mynd­ar­legri aukn­ingu“ í fjár­fest­ingum hins opin­bera. Þetta kemur fram í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árin 2020-2024.

Í fjár­mála­á­ætl­un­inni nefnir hún að ýmsir óvissu­þættir steðji að hag­kerf­inu eft­ir  um þriðj­ungs­aukn­ingu lands­fram­leiðslu á síð­ustu níu árum. Hins vegar sé staða rík­is­sjóðs sterk, þar sem hann hafi verið rek­inn með afgang­i und­an­far­in ár, en gert er ráð fyrir áfram­hald­andi afgangi af rekstr­inum á árunum 2020-2024 sem nemi um 0,8 til 1 pró­senti af lands­fram­leiðslu á hverju ári.

Mynd­ar­leg aukn­ing

Sam­hliða ­spáðri kólnun í efna­hags­líf­inu gerir rík­is­stjórnin ráð fyrir „mynd­ar­legri aukn­ingu“ í fjár­fest­ingum hins opin­bera, bæði í innviðum félags­lega stuðn­ings­kerfis sam­fé­lags­ins og í efn­is­legum innvið­um. Þar beri helst að nefna átak í upp­bygg­ingu sam­göngu­mann­virkja, en fyr­ir­huguð raun­út­gjöld til sam­göngu­fram­kvæmda á næstu tveimur árum yrðu þau hæstu í tutt­ugu ár. Til við­bótar við sam­göngu­mál mætti einnig búast við sókn í ný­sköp­un­ar-og ­þró­un­ar­verk­efn­um, en fram­lög til þess mála­flokks mun hækka um ríf­lega fjórð­ung frá fyrri áætl­un. Heild­stæð nýsköp­un­ar­stefna verði svo til­kynnt seinna í ár.

Auglýsing

Rík­is­stjórnin bendir á að þrátt fyrir að útlit sé fyrir lít­inn hag­vöxt í ár geti hann tekið við sér á næsta ári. Einnig er ítrekað áætl­un­inni að aðgerðir síð­ustu ára geri það að verkum að hag­kerfið sé mun betur í stakk búið en áður til að bregð­ast við verri horf­um. Skuld­ir ­rík­is­sjóðs ­vegna end­ur­fjár­mögn­unar fjár­mála­kerf­is­ins hafi verið greiddar af fullu og aðrar skuldir vegna halla­rekst­urs und­an­far­inna ára hafi verið lækk­aðar mik­ið. 

Auk­inn stuðn­ingur fyrir lág­tekju­fólk og fyrstu kaup­endur

Sam­kvæmt áætl­un­inni stefnir rík­is­sjóður einnig á að gerðar verði kostn­að­ar­samar ráð­staf­anir til að stuðla að því að sam­komu­lag náist um kjara­samn­inga á vinnu­mark­að­i. 

Þar beri helst að nefna auk­inn stuðn­ing við bygg­ingu hús­næðis fyrir lág­tekju­fólk og við fyrstu kaup­endur á hús­næð­is­mark­aði í ljósi þess að hús­næð­is- og leigu­verð hefur lækkað tals­vert umfram laun síð­ast­liðin ár. 

Einnig bendir rík­is­stjórnin á breyt­ingar á vaxta­bóta­kerf­inu og aukið öryggi á leigu­mark­aði með upp­bygg­ingu almennra íbúða. Í fjár­mála­á­ætl­un­inni er bent á að mark­mið stjórn­valda sé að hús­næð­is­kostn­aður leigj­enda almennra íbúða fari að jafn­aði ekki umfram fjórð­ung tekna að teknu til­liti til­ hús­næð­is­bóta. Rík­is­stjórn­in bendir svo á að lífs­kjara­bætur felist í fyr­ir­hug­uðum hækk­unum fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslna á kjör­tíma­bil­inu, en Ásmundur Einar Daða­son félags­mála­ráð­herra stefnir að því að lengja fæð­ing­ar­or­lofið í 12 mán­uði

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Sigríður segist hafa rætt við regluvörð og formann bankaráðs
Sigríður Benediktsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbankans, segir það ekki rétt að hún hafi sam­þykkt að sitja í nefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra án þess að bera það undir for­mann banka­ráðs eða reglu­vörð Landsbank­ans.
Kjarninn 22. maí 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri: Málþóf fjandsamleg yfirtaka á Alþingi
Þingmaður Samfylkingarinnar hnýtir í Miðflokksmenn en hann telur að málþóf sé leið til þess að láta þingræðið ekki hafa sinn gang.
Kjarninn 22. maí 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankinn lækkar vexti um 0,5 prósentustig
Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti um 0,5 prósentustig í 4,0 prósent.
Kjarninn 22. maí 2019
Sturla Pálsson á meðal tveggja umsækjenda sem kvörtuðu yfir Sigríði
Tveir umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra, sem skipað verður í fyrir miðjan næsta mánuð, hafa kvartað yfir setu Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd sem metur umsækjendur.
Kjarninn 22. maí 2019
Facebook tekur auglýsingu Orkunnar okkar úr birtingu
Aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, segir að Facebook hafi bannað notkun á auglýsingum Orkunnar okkar.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent