Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði

Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hyggst leggja sitt af mörkum í yfir­stand­andi deilur á vinnu­mark­aði með kostn­að­ar­sömum aðgerðum fyrir lág­tekju­fólk og fyrstu kaup­endur á hús­næð­is­mark­aði. Auk þess býst hún við „mynd­ar­legri aukn­ingu“ í fjár­fest­ingum hins opin­bera. Þetta kemur fram í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árin 2020-2024.

Í fjár­mála­á­ætl­un­inni nefnir hún að ýmsir óvissu­þættir steðji að hag­kerf­inu eft­ir  um þriðj­ungs­aukn­ingu lands­fram­leiðslu á síð­ustu níu árum. Hins vegar sé staða rík­is­sjóðs sterk, þar sem hann hafi verið rek­inn með afgang­i und­an­far­in ár, en gert er ráð fyrir áfram­hald­andi afgangi af rekstr­inum á árunum 2020-2024 sem nemi um 0,8 til 1 pró­senti af lands­fram­leiðslu á hverju ári.

Mynd­ar­leg aukn­ing

Sam­hliða ­spáðri kólnun í efna­hags­líf­inu gerir rík­is­stjórnin ráð fyrir „mynd­ar­legri aukn­ingu“ í fjár­fest­ingum hins opin­bera, bæði í innviðum félags­lega stuðn­ings­kerfis sam­fé­lags­ins og í efn­is­legum innvið­um. Þar beri helst að nefna átak í upp­bygg­ingu sam­göngu­mann­virkja, en fyr­ir­huguð raun­út­gjöld til sam­göngu­fram­kvæmda á næstu tveimur árum yrðu þau hæstu í tutt­ugu ár. Til við­bótar við sam­göngu­mál mætti einnig búast við sókn í ný­sköp­un­ar-og ­þró­un­ar­verk­efn­um, en fram­lög til þess mála­flokks mun hækka um ríf­lega fjórð­ung frá fyrri áætl­un. Heild­stæð nýsköp­un­ar­stefna verði svo til­kynnt seinna í ár.

Auglýsing

Rík­is­stjórnin bendir á að þrátt fyrir að útlit sé fyrir lít­inn hag­vöxt í ár geti hann tekið við sér á næsta ári. Einnig er ítrekað áætl­un­inni að aðgerðir síð­ustu ára geri það að verkum að hag­kerfið sé mun betur í stakk búið en áður til að bregð­ast við verri horf­um. Skuld­ir ­rík­is­sjóðs ­vegna end­ur­fjár­mögn­unar fjár­mála­kerf­is­ins hafi verið greiddar af fullu og aðrar skuldir vegna halla­rekst­urs und­an­far­inna ára hafi verið lækk­aðar mik­ið. 

Auk­inn stuðn­ingur fyrir lág­tekju­fólk og fyrstu kaup­endur

Sam­kvæmt áætl­un­inni stefnir rík­is­sjóður einnig á að gerðar verði kostn­að­ar­samar ráð­staf­anir til að stuðla að því að sam­komu­lag náist um kjara­samn­inga á vinnu­mark­að­i. 

Þar beri helst að nefna auk­inn stuðn­ing við bygg­ingu hús­næðis fyrir lág­tekju­fólk og við fyrstu kaup­endur á hús­næð­is­mark­aði í ljósi þess að hús­næð­is- og leigu­verð hefur lækkað tals­vert umfram laun síð­ast­liðin ár. 

Einnig bendir rík­is­stjórnin á breyt­ingar á vaxta­bóta­kerf­inu og aukið öryggi á leigu­mark­aði með upp­bygg­ingu almennra íbúða. Í fjár­mála­á­ætl­un­inni er bent á að mark­mið stjórn­valda sé að hús­næð­is­kostn­aður leigj­enda almennra íbúða fari að jafn­aði ekki umfram fjórð­ung tekna að teknu til­liti til­ hús­næð­is­bóta. Rík­is­stjórn­in bendir svo á að lífs­kjara­bætur felist í fyr­ir­hug­uðum hækk­unum fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslna á kjör­tíma­bil­inu, en Ásmundur Einar Daða­son félags­mála­ráð­herra stefnir að því að lengja fæð­ing­ar­or­lofið í 12 mán­uði

Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Aldrei fundist eins margar blautþurrkur við strendur landsins
Samkvæmt talningu Umhverfisstofnunar hefur fjöldi svokallaðra blautklúta aukist frá talningu síðustu ára.
Kjarninn 22. júlí 2019
Sjómannasamband Íslands mótmælir harðlega breytingum á lögum um áhafnir skipa
Sambandið hefur sent inn umsögn um breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Það telur að mönnun fiskiskipa og annarra skipa eigi alltaf að taka mið af öryggi skips og áhafnar.
Kjarninn 22. júlí 2019
Kínverskum fjárfestingum í Bandaríkjunum fækkar um 88 prósent á tveimur árum
Fækkun fjárfestinganna hefur áhrif á sprotafyrirtæki og fasteignamarkaðinn í Bandaríkjunum. Bretland, Kanada, Japan og Þýskaland fjárfesta meira í Bandaríkjunum en Kína.
Kjarninn 22. júlí 2019
TM gerir aftur tilboð í Lykil
TM hefur gert Klakka kauptilboð í fjármálafyrirtækið Lykil. Tilboðið miðast við að 9,25 milljarðar króna verði greiddir fyrir Lykil í reiðufé auk hagnaðar Lykils á þessu ári eftir skatta.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent