Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði

Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hyggst leggja sitt af mörkum í yfir­stand­andi deilur á vinnu­mark­aði með kostn­að­ar­sömum aðgerðum fyrir lág­tekju­fólk og fyrstu kaup­endur á hús­næð­is­mark­aði. Auk þess býst hún við „mynd­ar­legri aukn­ingu“ í fjár­fest­ingum hins opin­bera. Þetta kemur fram í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árin 2020-2024.

Í fjár­mála­á­ætl­un­inni nefnir hún að ýmsir óvissu­þættir steðji að hag­kerf­inu eft­ir  um þriðj­ungs­aukn­ingu lands­fram­leiðslu á síð­ustu níu árum. Hins vegar sé staða rík­is­sjóðs sterk, þar sem hann hafi verið rek­inn með afgang­i und­an­far­in ár, en gert er ráð fyrir áfram­hald­andi afgangi af rekstr­inum á árunum 2020-2024 sem nemi um 0,8 til 1 pró­senti af lands­fram­leiðslu á hverju ári.

Mynd­ar­leg aukn­ing

Sam­hliða ­spáðri kólnun í efna­hags­líf­inu gerir rík­is­stjórnin ráð fyrir „mynd­ar­legri aukn­ingu“ í fjár­fest­ingum hins opin­bera, bæði í innviðum félags­lega stuðn­ings­kerfis sam­fé­lags­ins og í efn­is­legum innvið­um. Þar beri helst að nefna átak í upp­bygg­ingu sam­göngu­mann­virkja, en fyr­ir­huguð raun­út­gjöld til sam­göngu­fram­kvæmda á næstu tveimur árum yrðu þau hæstu í tutt­ugu ár. Til við­bótar við sam­göngu­mál mætti einnig búast við sókn í ný­sköp­un­ar-og ­þró­un­ar­verk­efn­um, en fram­lög til þess mála­flokks mun hækka um ríf­lega fjórð­ung frá fyrri áætl­un. Heild­stæð nýsköp­un­ar­stefna verði svo til­kynnt seinna í ár.

Auglýsing

Rík­is­stjórnin bendir á að þrátt fyrir að útlit sé fyrir lít­inn hag­vöxt í ár geti hann tekið við sér á næsta ári. Einnig er ítrekað áætl­un­inni að aðgerðir síð­ustu ára geri það að verkum að hag­kerfið sé mun betur í stakk búið en áður til að bregð­ast við verri horf­um. Skuld­ir ­rík­is­sjóðs ­vegna end­ur­fjár­mögn­unar fjár­mála­kerf­is­ins hafi verið greiddar af fullu og aðrar skuldir vegna halla­rekst­urs und­an­far­inna ára hafi verið lækk­aðar mik­ið. 

Auk­inn stuðn­ingur fyrir lág­tekju­fólk og fyrstu kaup­endur

Sam­kvæmt áætl­un­inni stefnir rík­is­sjóður einnig á að gerðar verði kostn­að­ar­samar ráð­staf­anir til að stuðla að því að sam­komu­lag náist um kjara­samn­inga á vinnu­mark­að­i. 

Þar beri helst að nefna auk­inn stuðn­ing við bygg­ingu hús­næðis fyrir lág­tekju­fólk og við fyrstu kaup­endur á hús­næð­is­mark­aði í ljósi þess að hús­næð­is- og leigu­verð hefur lækkað tals­vert umfram laun síð­ast­liðin ár. 

Einnig bendir rík­is­stjórnin á breyt­ingar á vaxta­bóta­kerf­inu og aukið öryggi á leigu­mark­aði með upp­bygg­ingu almennra íbúða. Í fjár­mála­á­ætl­un­inni er bent á að mark­mið stjórn­valda sé að hús­næð­is­kostn­aður leigj­enda almennra íbúða fari að jafn­aði ekki umfram fjórð­ung tekna að teknu til­liti til­ hús­næð­is­bóta. Rík­is­stjórn­in bendir svo á að lífs­kjara­bætur felist í fyr­ir­hug­uðum hækk­unum fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslna á kjör­tíma­bil­inu, en Ásmundur Einar Daða­son félags­mála­ráð­herra stefnir að því að lengja fæð­ing­ar­or­lofið í 12 mán­uði

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent