Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði

Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hyggst leggja sitt af mörkum í yfir­stand­andi deilur á vinnu­mark­aði með kostn­að­ar­sömum aðgerðum fyrir lág­tekju­fólk og fyrstu kaup­endur á hús­næð­is­mark­aði. Auk þess býst hún við „mynd­ar­legri aukn­ingu“ í fjár­fest­ingum hins opin­bera. Þetta kemur fram í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árin 2020-2024.

Í fjár­mála­á­ætl­un­inni nefnir hún að ýmsir óvissu­þættir steðji að hag­kerf­inu eft­ir  um þriðj­ungs­aukn­ingu lands­fram­leiðslu á síð­ustu níu árum. Hins vegar sé staða rík­is­sjóðs sterk, þar sem hann hafi verið rek­inn með afgang­i und­an­far­in ár, en gert er ráð fyrir áfram­hald­andi afgangi af rekstr­inum á árunum 2020-2024 sem nemi um 0,8 til 1 pró­senti af lands­fram­leiðslu á hverju ári.

Mynd­ar­leg aukn­ing

Sam­hliða ­spáðri kólnun í efna­hags­líf­inu gerir rík­is­stjórnin ráð fyrir „mynd­ar­legri aukn­ingu“ í fjár­fest­ingum hins opin­bera, bæði í innviðum félags­lega stuðn­ings­kerfis sam­fé­lags­ins og í efn­is­legum innvið­um. Þar beri helst að nefna átak í upp­bygg­ingu sam­göngu­mann­virkja, en fyr­ir­huguð raun­út­gjöld til sam­göngu­fram­kvæmda á næstu tveimur árum yrðu þau hæstu í tutt­ugu ár. Til við­bótar við sam­göngu­mál mætti einnig búast við sókn í ný­sköp­un­ar-og ­þró­un­ar­verk­efn­um, en fram­lög til þess mála­flokks mun hækka um ríf­lega fjórð­ung frá fyrri áætl­un. Heild­stæð nýsköp­un­ar­stefna verði svo til­kynnt seinna í ár.

Auglýsing

Rík­is­stjórnin bendir á að þrátt fyrir að útlit sé fyrir lít­inn hag­vöxt í ár geti hann tekið við sér á næsta ári. Einnig er ítrekað áætl­un­inni að aðgerðir síð­ustu ára geri það að verkum að hag­kerfið sé mun betur í stakk búið en áður til að bregð­ast við verri horf­um. Skuld­ir ­rík­is­sjóðs ­vegna end­ur­fjár­mögn­unar fjár­mála­kerf­is­ins hafi verið greiddar af fullu og aðrar skuldir vegna halla­rekst­urs und­an­far­inna ára hafi verið lækk­aðar mik­ið. 

Auk­inn stuðn­ingur fyrir lág­tekju­fólk og fyrstu kaup­endur

Sam­kvæmt áætl­un­inni stefnir rík­is­sjóður einnig á að gerðar verði kostn­að­ar­samar ráð­staf­anir til að stuðla að því að sam­komu­lag náist um kjara­samn­inga á vinnu­mark­að­i. 

Þar beri helst að nefna auk­inn stuðn­ing við bygg­ingu hús­næðis fyrir lág­tekju­fólk og við fyrstu kaup­endur á hús­næð­is­mark­aði í ljósi þess að hús­næð­is- og leigu­verð hefur lækkað tals­vert umfram laun síð­ast­liðin ár. 

Einnig bendir rík­is­stjórnin á breyt­ingar á vaxta­bóta­kerf­inu og aukið öryggi á leigu­mark­aði með upp­bygg­ingu almennra íbúða. Í fjár­mála­á­ætl­un­inni er bent á að mark­mið stjórn­valda sé að hús­næð­is­kostn­aður leigj­enda almennra íbúða fari að jafn­aði ekki umfram fjórð­ung tekna að teknu til­liti til­ hús­næð­is­bóta. Rík­is­stjórn­in bendir svo á að lífs­kjara­bætur felist í fyr­ir­hug­uðum hækk­unum fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslna á kjör­tíma­bil­inu, en Ásmundur Einar Daða­son félags­mála­ráð­herra stefnir að því að lengja fæð­ing­ar­or­lofið í 12 mán­uði

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent