Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna

Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.

HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Auglýsing

Fjár­fest­ing­ar­sjóður í stýr­ingu hjá Macqu­arie Infrastruct­ure and Real Assets (MIRA) hefur und­ir­ritað kaup­samn­ing á 53,9 pró­sent hlut Magma Energy Sweden í íslenska orku­fyr­ir­tæk­inu HS Orku á 304,8 millj­ónir dala, eða um 37 millj­arða króna.

MIRA er stærsta eigna­stýr­inga­fyr­ir­tæki í heimi á sviði inn­viða­fjár­fest­inga. HS Orka er þriðja stærsta orku­fyr­ir­tæki lands­ins á eftir Lands­virkjun og Orku­veitu Reykja­vík­ur. Fyr­ir­tækið á tvö orku­ver, annað í Svarts­engi og hitt á Reykja­nesi, og fram­leiðir alls um sex pró­sent af allri orku á Ísland­i. 

Magma Energy Sweden var í eigu kanadíska fyr­ir­tæk­is­ins Inn­ergex Renewa­ble Energy. Það keypti Alt­erra Power, áður stærsta eig­anda HS Orku, í febr­úar í fyrra. Magma Energy Sweden, sem heldur á meiri­hlut­anum í HS Orku var því dótt­ur­fé­lag Inn­ergex. 

Auglýsing

Aðrir eig­endur HS Orku eru meðal ann­ars íslenskir líf­eyr­is­sjóðir í gegnum félagið Jarð­varma slhf. og fjár­fest­inga­sjóð­inn Örk, sem er í eigu sviss­nesks félags. Sam­an­lagður eign­ar­hluti þeirra er 46,1 pró­sent.

Á 30 pró­­sent hlut í Bláa lón­inu

HS Orka er eina íslenska orku­­fyr­ir­tækið sem er í eigu einka­að­ila. HS Orka á og rekur orku­ver í Svarts­engi og á Reykja­­­nesi auk þess sem virkj­ana­­­kostir sem fyr­ir­tækið á eru í nýt­ing­­­ar­­­flokki ramma­á­ætl­­­un­­­ar.

HS Orka skil­aði 4,6 millj­­­arða króna hagn­aði árið 2017 og eignir félags­­­ins voru metnar á um 48,4 millj­­­arða króna. Á meðal þeirra eigna er 30 pró­­­sent hlutur í Bláa lón­inu sem met­inn var á 2,7 millj­­­arð króna í síð­­­asta birta árs­­­reikn­ing­i HS Orku. Á árinu 2017 bár­ust nokkur til­­­­­boð í þann hlut sem voru yfir ell­efu millj­­­örðum króna. Alt­erra vildi taka þeim til­­­­­boðum en Jarð­varmi hafn­aði því og for­svar­s­­­maður fyr­ir­tæk­is­ins sagði að til­­­­­boðin end­­­ur­­­spegl­uðu ekki verð­­­mæti Bláa Lóns­ins. Heild­­­­ar­virði Bláa lóns­ins sam­­­­kvæmt til­­­­­­­boð­unum sem fyrir lágu var 37 millj­­­­arðar króna.

Umdeild kaup á sínum tíma

Alt­erra, sem þá hét Mag­ma Energy, keypti sig inn í HS Orku árið 2009. Við­­­skiptin voru mjög umdeild og þáver­andi stjórn­­­völdum hugn­að­ist þau ekki. Þrátt fyrir ítrek­aðar inn­­­­­grip­stil­raunir hélt Mag­ma/Alt­erra á­fram að eign­­­ast hluti í HS Orku og átti vorið 2011 nán­­­ast allt hluta­­­féð í fyr­ir­tæk­in­u.

Jarð­varmi keypti svo hlut í HS Orku í maí 2011 og nýtti kaup­rétt á við­­­bót­­­ar­hlut ári síð­­­­­ar. Sam­an­lagt á það félag núna 33,4 pró­­­sent hlut. Síð­­sum­­­ars keypti svo fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóð­­ur­inn Örk 12,7 pró­­­sent hlut, en Alt­erra, og síðar Inn­ergex, áttu rest þangað til í dag. Inn­­­­­lendir aðilar munu því eiga 46,1 pró­­­sent hlut í HS Orku á móti MIRA, sem mun eiga 53,9 pró­­sent.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent