Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna

Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.

HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Auglýsing

Fjár­fest­ing­ar­sjóður í stýr­ingu hjá Macqu­arie Infrastruct­ure and Real Assets (MIRA) hefur und­ir­ritað kaup­samn­ing á 53,9 pró­sent hlut Magma Energy Sweden í íslenska orku­fyr­ir­tæk­inu HS Orku á 304,8 millj­ónir dala, eða um 37 millj­arða króna.

MIRA er stærsta eigna­stýr­inga­fyr­ir­tæki í heimi á sviði inn­viða­fjár­fest­inga. HS Orka er þriðja stærsta orku­fyr­ir­tæki lands­ins á eftir Lands­virkjun og Orku­veitu Reykja­vík­ur. Fyr­ir­tækið á tvö orku­ver, annað í Svarts­engi og hitt á Reykja­nesi, og fram­leiðir alls um sex pró­sent af allri orku á Ísland­i. 

Magma Energy Sweden var í eigu kanadíska fyr­ir­tæk­is­ins Inn­ergex Renewa­ble Energy. Það keypti Alt­erra Power, áður stærsta eig­anda HS Orku, í febr­úar í fyrra. Magma Energy Sweden, sem heldur á meiri­hlut­anum í HS Orku var því dótt­ur­fé­lag Inn­ergex. 

Auglýsing

Aðrir eig­endur HS Orku eru meðal ann­ars íslenskir líf­eyr­is­sjóðir í gegnum félagið Jarð­varma slhf. og fjár­fest­inga­sjóð­inn Örk, sem er í eigu sviss­nesks félags. Sam­an­lagður eign­ar­hluti þeirra er 46,1 pró­sent.

Á 30 pró­­sent hlut í Bláa lón­inu

HS Orka er eina íslenska orku­­fyr­ir­tækið sem er í eigu einka­að­ila. HS Orka á og rekur orku­ver í Svarts­engi og á Reykja­­­nesi auk þess sem virkj­ana­­­kostir sem fyr­ir­tækið á eru í nýt­ing­­­ar­­­flokki ramma­á­ætl­­­un­­­ar.

HS Orka skil­aði 4,6 millj­­­arða króna hagn­aði árið 2017 og eignir félags­­­ins voru metnar á um 48,4 millj­­­arða króna. Á meðal þeirra eigna er 30 pró­­­sent hlutur í Bláa lón­inu sem met­inn var á 2,7 millj­­­arð króna í síð­­­asta birta árs­­­reikn­ing­i HS Orku. Á árinu 2017 bár­ust nokkur til­­­­­boð í þann hlut sem voru yfir ell­efu millj­­­örðum króna. Alt­erra vildi taka þeim til­­­­­boðum en Jarð­varmi hafn­aði því og for­svar­s­­­maður fyr­ir­tæk­is­ins sagði að til­­­­­boðin end­­­ur­­­spegl­uðu ekki verð­­­mæti Bláa Lóns­ins. Heild­­­­ar­virði Bláa lóns­ins sam­­­­kvæmt til­­­­­­­boð­unum sem fyrir lágu var 37 millj­­­­arðar króna.

Umdeild kaup á sínum tíma

Alt­erra, sem þá hét Mag­ma Energy, keypti sig inn í HS Orku árið 2009. Við­­­skiptin voru mjög umdeild og þáver­andi stjórn­­­völdum hugn­að­ist þau ekki. Þrátt fyrir ítrek­aðar inn­­­­­grip­stil­raunir hélt Mag­ma/Alt­erra á­fram að eign­­­ast hluti í HS Orku og átti vorið 2011 nán­­­ast allt hluta­­­féð í fyr­ir­tæk­in­u.

Jarð­varmi keypti svo hlut í HS Orku í maí 2011 og nýtti kaup­rétt á við­­­bót­­­ar­hlut ári síð­­­­­ar. Sam­an­lagt á það félag núna 33,4 pró­­­sent hlut. Síð­­sum­­­ars keypti svo fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóð­­ur­inn Örk 12,7 pró­­­sent hlut, en Alt­erra, og síðar Inn­ergex, áttu rest þangað til í dag. Inn­­­­­lendir aðilar munu því eiga 46,1 pró­­­sent hlut í HS Orku á móti MIRA, sem mun eiga 53,9 pró­­sent.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent