Umboðsmaður skuldara telur nauðsynlegt að grípa til aðgerða vegna skyndilána

Sífellt fleiri lenda í vanda vegna töku skyndilána hér á landi en umsækjendum sem óskuðu aðstoðar umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda fjölgaði um 6,5 prósent árið 2018. Mest fjölgaði umsækjendum á aldrinum 18 til 29 ára.

Grettir smálán
Auglýsing

Umsækj­endur sem ósk­uðu aðstoðar umboðs­manns skuld­ara vegna fjár­hags­vanda fjölg­aði um 6,5 pró­sent í fyrra. Alls bár­ust 1.397 umsóknir til emb­ætts­ins árið 2018 á mót­i 1.311 umsóknum árið 2017. Í til­kynn­ingu frá emb­ætt­in­u ­segir að nauð­syn­legt sé að grípa til aðgerða í ljósi vax­andi vanda vegna skyndilána en í fyrra var hlut­fall skyndilána 22 pró­sent af heildar fjár­skuld­bind­ingu þeirra ein­stak­linga sem leit­uðu til­ emb­ætt­is­ins. 

Umboðs­maður skuld­ara leggur því til aðgerðir til að spyrna við þess­ari þró­un. Þar á meðal að kannað verði að setja skorður á mark­aðs­setn­ing­u ­skyndilán, að sett verði á fót mið­lægur skulda­grunnur og að tryggð verði fjár­mála­fræðsla barna og ung­menna.

Vax­andi fjöldi ungs fólks í vanda 

Umboðs­maður skuld­ara skil­greinir skyndilán sem lán sem tekin eru á vefsíðum eða með­ s­má­for­ritum í gegnum farsíma. Lánin eiga það sam­eig­in­legt að ein­falt er að sækja um þau og þau eru afgreidd afar skjótt. Bæði getur verið um að ræða lán sem tekið er sam­hliða kaup­um á vöru eða þjón­ustu en einnig lán þar sem ákveðin fjár­hæð er lögð inn á reikn­ing lán­taka. 

Fjöldi umsókna um aðstoð vegna fjárhagsvanda hefur aukist jafnt og þétt á liðnum árum og mest í yngsta aldursflokknum. Mynd: Umboðsmaður skuldara

Sam­kvæmt emb­ætt­inu eiga þeir ein­stak­lingar sem leita sér aðstoðar það sam­eig­in­legt að hafa tekið fjölda skyndilána á ­stuttum tíma og komið sér í tölu­verðar skuld­ir. Á ár­inu 2018 var hlut­fall skyndilána 22 pró­sent af heildar fjár­skuld­bind­ingu þess­ara ein­stak­linga. 

Þá fjölg­aði mest umsækj­endum sem voru á aldr­inum 18 til 29 ára á milli ára eða úr 23 pró­sentum árið 2017 í 27,3 pró­sent árið 2018.  Emb­ættið seg­ir það veru­legt áhyggju­efni að enn skuli fjölga í hópi umsækj­enda á þessum aldri. Að mati umboðs­manns skuld­ara er því mik­il­vægt að kannað verði hvort hægt sé að setja skorður við því hvernig þessi ­þjónusta er mark­aðs­sett. En gagn­rýnt hefur verið aug­lýs­ingum skyndilána er beint að miklum mæli að yngri kyn­slóð­inni með áherslu á auð­velt aðgengi. Emb­ættið bendir á að í Nor­egi hafa til dæmis verið settar strangar reglur um hvernig auglýsa má þjón­ustu sem þessa.

Auglýsing

Mið­læg skulda­skrá

Í til­kynn­ing­unni segir að ljóst sé að ein­stak­lingar geti auð­veld­lega tekið mörg lán á stuttum tíma hjá ólík­um ­þjónustu­að­ilum og þannig skuld­sett sig langt umfram greiðslu­getu. Því telur umboðs­maður skuld­ara að með því skrá skulda­stöðu ein­stak­linga væri hægt að koma í veg fyrir að sami ein­stak­lingur taki mörg lán hjá ólíkum aðilum með ofan­greindum afleið­ing­um. Með aðgangi að slíkri mið­lægri skrá gæt­u þeir sem veita skyndilán betur metið láns­hæfi umsækj­enda eins og kveðið er á um í lög­um um neyt­endalán. Slík skrán­ing myndi auk þessi veita yfir­sýn yfir umfang útlána af þessu tag­i ­sem ekki er fyrir hendi í dag.

Jafn­framt eru þeir sem taka skyndilán í meiri áhættu að lenda í alvar­leg­um greiðslu­erf­ið­leik­um. Því telur umboðs­maður skuld­ara að það þurfi að tryggja að ein­stak­lingar hafi for­sendur til að taka upp­lýstar ákvarð­anir í fjár­mál­um. Því þurfi mennta- og vel­ferð­ar­kerf­is, fjár­mála­fyr­ir­tækja og fleiri aðila að vinna saman til að tryggja sam­ræmda fjár­mála­fræðslu barna og ung­menna og að sú fræðsla þurfi að byrja snemma. „Sam­eig­in­legt mark­mið okkar ætti að vera að koma í veg fyrir að ungt fólk hefj­i sitt fjár­hags­lega sjálf­stæða líf með neyslu­skuldir á bak­in­u.“ segir í til­kynn­ing­unni.

Skoðað verði hvort að tak­­marka eigi beina og ágenga mark­aðs­­setn­ingu 

­Starfs­hóp­ur um end­ur­skoðun á starf­semi smá­lána­fyr­ir­tækja skil­að­i ­ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra skýrslu og tólf til­lögum að aðgerðum í lok febr­ú­ar. Starfs­hóp­ur­inn taldi ekki þörf á að lána­starf­sem­i yrði gerð leyf­is­skyld þar sem það gæti hamlað nýsköpun og dregið úr sam­keppni. Hóp­ur­inn lagði þó til aðgerðir til að vernda neyt­endur gegn ólög­legri smá­lána­starf­semi.

Í skýrslu starfs­hóps­ins segir að  ­mörg smá­lána­­fyr­ir­tækja, sem lagt hafa starf­semi sína niður hér á landi, þjón­usta nú íslenskar neyt­endum í gegnum erlenda lög­­að­ila. Í skýrsl­unni segir að ætla megi að  það fyr­ir­komu­lag megi rekja til ófrá­víkj­an­­legra reglna um hámark árlegrar hlut­­falls­­tölu kostn­aðar og sé því enn ein leið­in, af mörg­um, til að kom­­ast fram hjá fyrr­­greindu kostn­að­­ar­­þaki. Starfs­hóp­ur­inn lagði því til að skerpt verði á því hvers lands lög gilda þegar smá­lán eru veitt yfir landa­mæri. Hóp­ur­inn lagði auk þess til að gerðar verði kröfur um aukna upp­lýs­inga­gjöf lán­veit­enda sem ekki eru eft­ir­lits­skyldir til eft­ir­lits­að­ila. Jafn­framt verði lán­veit­end­um sem ekki eru leyf­­is­­skyldir gert óheim­ilt að veita neyt­enda­lán nema þeir hafi áður skráð starf­­sem­ina  með við­eig­andi hætti hjá eft­ir­lits­að­ila.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Mynd: Bára Huld BeckStarfs­hóp­ur­inn lagði einnig til að ­skoðað verði hvort að ástæða sé til að birta neyt­enda alltaf nið­­ur­­stöðu lán­hæf­is­­mats áður en hann tekur lán þannig að hann geri sér betur grein fyrir áhætt­unni sem ­­fylgir lán­tök­unn­i. Auk þess verði eft­ir­lits­að­ilum með­ inn­heimtu­fyr­ir­tækj­u­m ­gert að kanna sér­stak­lega hvort neyt­endum séu veittar rangar eða vill­and­i ­upp­lýs­ing­ar ­sem séu mik­il­vægar til að unnt sé að taka afstöðu til krafna. 

Hóp­ur­inn lagði einnig til líkt og umboðs­maður skuld­ara að skoðað yrð­i hvort að ástæða sé til að tak­­marka beina og ágenga mark­aðs­­setn­ingu á fjar­­skipta­mið­l­­um. Að auki verði auk­in á­hersla lögð á kennslu fjár­málæsis í grunn­skólum og fram­halds­skól­u­m. Í til­­kynn­ingu frá ráðu­­neyt­inu segir að af hálfu atvinn­u­­vega- og nýsköp­un­­ar­ráðu­­neytis verður unnið áfram með til­­lög­ur starfs­hóps­ins í sam­ráði við þar til bæra aðila og stofn­an­­ir. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Fjármálaráðherra Noregs segir að DNB þurfi að leggja öll spil á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs segir að rannsaka þurfi í kjölinn það sem norskir fjölmiðlar hafa kallað stærsta peningaþvættishneyksli í sögu þjóðarinnar. Það snýst um viðskipti ríkisbankans DNB við íslenska fyrirtækið Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
„Lágmarkskrafa að Eyþór Arnalds og Samherji geri hreint fyrir sínum dyrum“
Borgarstjóri segir að birting Samherjaskjalanna sýni viðskipti Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, við Samherja um hlut í Morgunblaðinu í nýju ljósi. Hann segir að það gangi ekki að enn sé ótal spurningum ósvarað um þau viðskipti.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Svavar Guðmundsson
Þoþfbsoemssoh
Kjarninn 19. nóvember 2019
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum
Forseti Íslands segir að Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst þau sem hafi notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent