Telja ekki þörf á að lánastarfsemi verði gerð leyfisskyld

Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað 12 tillögum til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hópurinn telur það mikilvægt að umræðan um smálán hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neytendalánum.

Grettir smálán
Auglýsing

Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja telur ekki þörf á að lánastarfsemi verði gerð leyfisskyld. Hópurinn segir að leyfisskyldu gæti hamlað nýsköpun og dregið úr samkeppni og taldi starfshópurinn að unnt væri að ná markmiðum um neytendavernd með öðrum úrræðum. Hópurinn hefur skilað skýrslu og tólf tillögum að aðgerðum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en hún fól hópnum síðastliðið sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. 

Lög um neytendalán reynst vel 

Í skýrslunni kemur fram að vöxtur lána í fjarsölu hefur verið mikill síðustu ár og leitt til aukinnar samkeppni en á sama tíma hafi lánveitendur öðlast meiri reynslu sem hefur í ákveðnum tilvikum leitt til breytinga á lánastarfseminni, s.s. í formi hertra útlánareglna. Hópurinn telur að ætla megi að  vöxtur þessarar tegundar lána eigi eftir að aukast enn frekar og er því eðlilegt að huga að áhrifum þessarar lánastarfsemi. Í skýrslu hópsins segir að íslenskir lögaðilar, sem bjóða neytendum lán í fjarsölu, haga starfsemi sinni nánast undantekningarlaust í samræmi við ákvæði laga um neytendalán.

Í fyrstu hafi smálánafyrirtæki, sem hófu starfsemi sína fyrir gildistöku laga um neytendalán, markvisst reynt að sniðganga ákvæði lagann, þó með takmörkuðum árangri, enda hafi þau nú öll hætt starfsemi sinni. Vörumerki þessara smálánafyrirtækja lifa þó enn og þjónustan stendur íslenskum neytendum enn þá til boða í gegnum erlenda lögaðila. Í skýrslunni segir að ætla verður að ástæðu umrædds fyrirkomulags megi rekja til ófrávíkjanlegra reglna um hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar og sé því enn ein leiðin, af mörgum, til að komast fram hjá fyrrgreindu kostnaðarþaki.

Auglýsing

Starfshópurinn telur að lög um neytendalán hafi reynst vel hvað varðar þá viðleitni löggjafans að banna lánastarfsemi sem felst í því að neytandinn er krafinn um greiðslu mjög hárra vaxta og kostnaðar. Neytendastofa  hefur meðal annars brugðist við í þeim tilvikum og hafa slík mál komið til kasta dómstóla sem staðfestu ákvarðanir stofnunarinnar. Þannig hafi úrræði eftirlitsaðilans skilað tilætluðum árangri hvað varðar íslenska lögaðila. 

Mikilvægt að gera greinarmun á ólöglegum smálánum og öðrum neytendalánum

Í skýrslunni segir að við vinnu starfshópsins hafi verið lagt til grundvallar að gætt yrði að jafnvægi milli neytendaverndar, samkeppni og nýsköpunar á fjármálamarkaði. Brýnt væri að tryggja betur lögbundin réttindi neytenda og að tryggja að viðkvæmir neytendur séu verndaðir gagnvart fyrirtækjum sem beita óréttmætum viðskiptaháttum í starfsemi sinni. Að sama skapi var lagt til grundvallar að reglusetning eigi ekki að setja óþarfa hömlur á nýsköpun á fjármálamarkaði eða draga úr samkeppni milli fyrirtækja.

Það er niðurstaða starfshópsins að hin ólöglegu smálán séu þau lán sem valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. Á sama tíma segir hópurinn að mikilvægt sé að umræðan um smálán hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neytendalánum sem veitt eru í fjarsölu. Starfshópurinn telur því ekki þörf á að lánastarfsemi verði gerð leyfisskyld. Leyfisskylda gæti hamlað nýsköpun og dregið úr samkeppni og taldi starfshópurinn að unnt væri að ná markmiðum um neytendavernd með öðrum úrræðum.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherraþ

Þórdís Kolbrún segir vinnu starfshópsins hafi verið góða og segir það mikilvægt að gerður verði greinarmunur á ólöglegum smálánum og öðrum neytendalánum. „Vinna starfshópsins var góð og ég er ánægð að sjá hvað tókst vel til að horfa á út í mörg horn á margþættu máli. Það er mikilvægt að gera greinarmun á ólöglegum smálánum og öðrum neytendalánum sem snúa að nýsköpun í aukinni fjártækni þegar við vinnum að regluverki slíkra lána. Ég tel að í þeirri vinnu eigi að einblína á að þrengt verði að þeim lánveitendum smálána sem stunda óréttmæta viðskiptahætti.“

Leggja til að skoðað verði að birta neytenda alltaf niðurstöðu lánhæfismats

Í heildina skilaði starfshópurinn tólf tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegri smálánastarfsemi. Meðal tillaga hjá starfshópnum er að gerðar verði kröfur um aukna upplýsingagjöf lánveitenda sem ekki eru eftirlitskyldir til eftirlitsaðila. Hópurinn leggur jafnframt til lögum verði breytt þannig að neytandi verði ekki krafinn um greiðslu vaxta og kostnaðar af láni ef skilmálar lánsins brjóta í bága við lögbundið hámark á árlegri hlutfallstölu kostnaðar. 

Einnig er lagt til að skoðað verði að ástæða sé til að birta neytenda alltaf niðurstöðu lánhæfismats áður en hann tekur lán þannig að hann geri sér betur grein fyrir áhættunni sem fylgir lántökunni. Jafnframt leggur hópurinn til að skoðað verði hvort að ástæða sé til að takmarka beina og ágenga markaðssetningu á fjarskiptamiðlum.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis verður unnið áfram með tillögurnar, í samráði við þar til bæra aðila og stofnanir. Helstu niðurstöður og tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:

 • Skerpt verði á því hvers lands lög gildi þegar smálán eru veitt yfir landamæri.
 • Gerðar verði kröfur um aukna upplýsingagjöf lánveitenda sem ekki eru eftirlitsskyldir til eftirlitsaðila.
 • Lánveitendum, sem ekki eru leyfisskyldir verði óheimilt að veita neytendalán nema þeir hafi áður skráð starfsemina  með viðeigandi hætti hjá eftirlitsaðila.
 • Kannað verði hvort unnt sé að koma í veg fyrir að bankar eða sparisjóðir geti innheimt kostnað af lánum umfram lögbundið hámark og hvort ástæða sé til að herða kröfur um áreiðanleikakönnun á þeirra sem nýta sér greiðsluþjónustu banka og sparisjóða.
 • Lögum verði breytt þannig að neytandi verði ekki krafinn um greiðslu vaxta og kostnaðar af láni ef skilmálar lánsins brjóta í bága við lögbundið hámark á árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
 • Skoðað verði hvort ástæða sé til að takmarka afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhrings.
 • Skoðað verði hvort takmarka eigi beina og ágenga markaðssetningu á fjarskiptamiðlum.
 • Skoðað verði hvort ástæða sé til að birta neytanda alltaf niðurstöðu lánshæfismats áður en hann tekur lán þannig að hann geri sér betur grein fyrir áhættunni sem fylgir lántökunni.
 • Eftirlitsaðilar með innheimtufyrirtækjum kanni sérstaklega hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar sem eru mikilvægar til að unnt sé að taka afstöðu til krafna. Slík háttsemi samræmist ekki góðum innheimtuháttum.
 • Skoðað verði hvort rétt sé að auka kröfur um auðkenningu neytanda þegar lán eru veitt í fjarsölu.
 • Skoðað verði hvort breytinga sé þörf varðandi aðgengi lánveitenda að upplýsingum um skuldsetningu neytenda í tengslum við mat á lánshæfi.
 • Aukin áhersla verði lögð á kennslu í fjármálalæsi í grunnskólum og framhaldsskólum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent