Telja ekki þörf á að lánastarfsemi verði gerð leyfisskyld

Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað 12 tillögum til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hópurinn telur það mikilvægt að umræðan um smálán hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neytendalánum.

Grettir smálán
Auglýsing

Starfs­hópur um end­ur­skoðun á starfs­um­hverf­i s­má­lána­fyr­ir­tækja telur ekki þörf á að lána­starf­semi verði gerð leyf­is­skyld. Hóp­ur­inn segir að leyf­is­skyldu gæti hamlað nýsköpun og dregið úr sam­keppni og taldi starfs­hóp­ur­inn að unnt væri að ná mark­miðum um neyt­enda­vernd með öðrum úrræð­um. Hóp­ur­inn hefur skilað skýrslu og tólf til­lögum að aðgerðum til Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, en hún fól hópnum síð­ast­liðið sumar að kort­leggja starfs­um­hverfi smá­lána­fyr­ir­tækja og leggja fram til­lögur til úrbóta. 

Lög um neyt­enda­lán reynst vel 

Í skýrsl­unni kemur fram að vöxtur lána í fjar­sölu hefur verið mik­ill síð­ustu ár og leitt til auk­innar sam­keppni en á sama tíma hafi lán­veit­endur öðl­ast meiri reynslu sem hefur í ákveðnum til­vikum leitt til breyt­inga á lána­starf­sem­inni, s.s. í formi hertra útlána­reglna. Hóp­ur­inn telur að ætla megi að  vöxtur þess­arar teg­undar lána eigi eftir að aukast enn frekar og er því eðli­legt að huga að áhrifum þess­arar lána­starf­semi. Í skýrslu hóps­ins segir að íslenskir lög­að­il­ar, sem bjóða neyt­endum lán í fjar­sölu, haga starf­semi sinni nánast und­an­tekn­ing­ar­laust í sam­ræmi við ákvæði laga um neyt­enda­lán.

Í fyrstu hafi smá­lána­fyr­ir­tæki, sem hófu starf­semi sína fyrir gild­is­töku laga um neyt­enda­lán, mark­visst reynt að snið­ganga ákvæði lag­ann, þó með tak­mörk­uðum árangri, enda hafi þau nú öll hætt starf­semi sinni. Vöru­merki þess­ara smá­lána­fyr­ir­tækja lifa þó enn og þjón­ustan stendur íslenskum neyt­endum enn þá til boða í gegnum erlenda lög­að­ila. Í skýrsl­unni segir að ætla verður að ástæðu umrædds fyr­ir­komu­lags megi rekja til ófrá­víkj­an­legra reglna um hámark árlegrar hlut­falls­tölu kostn­aðar og sé því enn ein leið­in, af mörg­um, til að kom­ast fram hjá fyrr­greindu kostn­að­ar­þaki.

Auglýsing

Starfs­hóp­ur­inn telur að lög um neyt­enda­lán hafi reynst vel hvað varðar þá við­leitni lög­gjafans að banna lána­starf­semi sem felst í því að neyt­and­inn er kraf­inn um greiðslu mjög hárra vaxta og kostn­að­ar. Neyt­enda­stofa  hefur meðal ann­ars brugð­ist við í þeim til­vikum og hafa slík mál komið til kasta dóm­stóla sem stað­festu ákvarð­anir stofn­un­ar­inn­ar. Þannig hafi úrræði eft­ir­lits­að­il­ans skilað til­ætl­uðum árangri hvað varðar íslenska lög­að­ila. 

Mik­il­vægt að gera grein­ar­mun á ólög­legum smá­lánum og öðrum neyt­enda­lánum

Í skýrsl­unni segir að við vinnu starfs­hóps­ins hafi verið lagt til grund­vallar að gætt yrði að jafn­vægi milli neyt­enda­vernd­ar, sam­keppni og nýsköp­unar á fjár­mála­mark­aði. Brýnt væri að tryggja betur lög­bundin rétt­indi neyt­enda og að tryggja að við­kvæmir neyt­endur séu vernd­aðir gagn­vart fyr­ir­tækjum sem beita órétt­mætum við­skipta­háttum í starf­semi sinni. Að sama skapi var lagt til grund­vallar að reglu­setn­ing eigi ekki að setja óþarfa hömlur á nýsköpun á fjár­mála­mark­aði eða draga úr sam­keppni milli fyr­ir­tækja.

Það er nið­ur­staða starfs­hóps­ins að hin ólög­legu smá­lán séu þau lán sem valdi hvað mestum vanda hjá neyt­end­um. Á sama tíma segir hóp­ur­inn að mik­il­vægt sé að umræðan um smá­lán hafi ekki skað­leg áhrif á fram­boð á lög­legum neyt­enda­lánum sem veitt eru í fjar­sölu. ­Starfs­hóp­ur­inn telur því ekki þörf á að lána­starf­semi verði gerð leyf­is­skyld. Leyf­is­skylda gæti hamlað nýsköpun og dregið úr sam­keppni og taldi starfs­hóp­ur­inn að unnt væri að ná mark­miðum um neyt­enda­vernd með öðrum úrræð­um.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherraþ

Þór­dís Kol­brún segir vinnu starfs­hóps­ins hafi verið góða og segir það mik­il­vægt að gerður verði grein­ar­munur á ólög­legum smá­lánum og öðrum neyt­enda­lán­um. „Vinna starfs­hóps­ins var góð og ég er ánægð að sjá hvað tókst vel til að horfa á út í mörg horn á marg­þættu máli. Það er mik­il­vægt að gera grein­ar­mun á ólög­legum smá­lánum og öðrum neyt­enda­lánum sem snúa að nýsköpun í auk­inni fjár­tækni þegar við vinnum að reglu­verki slíkra lána. Ég tel að í þeirri vinnu eigi að ein­blína á að þrengt verði að þeim lán­veit­endum smá­lána sem stunda órétt­mæta við­skipta­hætt­i.“

Leggja til að skoðað verði að birta neyt­enda alltaf nið­ur­stöðu lán­hæf­is­mats

Í heild­ina skil­að­i ­starfs­hóp­ur­inn tólf til­lögum að að­gerð­u­m ­sem miða að því að skýra betur rétt neyt­enda og að vernda neyt­endur vegna ólög­legri s­má­lána­starf­semi. Með­al­ ­til­laga hjá starfs­hópnum er að gerðar verði kröfur um aukna upp­lýs­inga­gjöf lán­veit­enda sem ekki eru ­eft­ir­lit­skyld­ir til eft­ir­lits­að­ila. Hóp­ur­inn leggur jafn­framt til lögum verði breytt þannig að ­neyt­andi verði ekki kraf­inn um greiðslu vaxta og kostn­aðar af láni ef skil­málar láns­ins brjóta í bága við lög­bundið hámark á árlegri hlut­falls­tölu kostn­að­ar. 

Einnig er lag­t til að skoðað verði að ástæða sé til að birta neyt­enda alltaf nið­ur­stöðu lán­hæf­is­mats áður en hann tekur lán þannig að hann geri sér betur grein fyrir áhætt­unni sem ­fylgir lán­tök­unni. Jafn­framt leggur hóp­ur­inn til að skoðað verði hvort að ástæða sé til að tak­marka beina og ágenga mark­aðs­setn­ingu á fjar­skipta­miðl­um.

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að af hálfu atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytis verður unnið áfram með til­lög­urn­ar, í sam­ráði við þar til bæra aðila og stofn­an­ir. Helstu nið­ur­stöður og til­lögur starfs­hóps­ins eru eft­ir­far­andi:

 • Skerpt verði á því hvers lands lög gildi þegar smá­lán eru veitt yfir landa­mæri.
 • Gerðar verði kröfur um aukna upp­lýs­inga­gjöf lán­veit­enda sem ekki eru eft­ir­lits­skyldir til eft­ir­lits­að­ila.
 • Lán­veit­end­um, sem ekki eru leyf­is­skyldir verði óheim­ilt að veita neyt­enda­lán nema þeir hafi áður skráð starf­sem­ina  með við­eig­andi hætti hjá eft­ir­lits­að­ila.
 • Kannað verði hvort unnt sé að koma í veg fyrir að bankar eða spari­sjóðir geti inn­heimt kostnað af lánum umfram lög­bundið hámark og hvort ástæða sé til að herða kröfur um áreið­an­leika­könnun á þeirra sem nýta sér greiðslu­þjón­ustu banka og spari­sjóða.
 • Lögum verði breytt þannig að neyt­andi verði ekki kraf­inn um greiðslu vaxta og kostn­aðar af láni ef skil­málar láns­ins brjóta í bága við lög­bundið hámark á árlegri hlut­falls­tölu kostn­að­ar.
 • Skoðað verði hvort ástæða sé til að tak­marka afgreiðslu ákveð­inna neyt­enda­lána á til­teknum tíma sól­ar­hrings.
 • Skoðað verði hvort tak­marka eigi beina og ágenga mark­aðs­setn­ingu á fjar­skipta­miðl­um.
 • Skoðað verði hvort ástæða sé til að birta neyt­anda alltaf nið­ur­stöðu láns­hæf­is­mats áður en hann tekur lán þannig að hann geri sér betur grein fyrir áhætt­unni sem fylgir lán­tök­unni.
 • Eft­ir­lits­að­ilar með inn­heimtu­fyr­ir­tækjum kanni sér­stak­lega hvort neyt­endum séu veittar rangar eða vill­andi upp­lýs­ingar sem eru mik­il­vægar til að unnt sé að taka afstöðu til krafna. Slík hátt­semi sam­ræm­ist ekki góðum inn­heimtu­hátt­um.
 • Skoðað verði hvort rétt sé að auka kröfur um auð­kenn­ingu neyt­anda þegar lán eru veitt í fjar­sölu.
 • Skoðað verði hvort breyt­inga sé þörf varð­andi aðgengi lán­veit­enda að upp­lýs­ingum um skuld­setn­ingu neyt­enda í tengslum við mat á láns­hæfi.
 • Aukin áhersla verði lögð á kennslu í fjár­mála­læsi í grunn­skólum og fram­halds­skól­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent