WOW air leitast eftir skuldaafskriftum og milljarðainnspýtingu

Skúli Mogensen reynir til þrautar að halda WOW á floti með viðræðum við kröfuhafa. Arctica Finance vinnur nú að því að safna 5 milljarða króna viðbótarfjárfestingu. WOW air tapaði 22 milljörðum króna á síðasta rekstrarári.

wow air
Auglýsing

Mikil óvissa ríkir nú um fram­tíð flug­fé­lags­ins WOW air en Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flug­fé­lag­inu eftir að það slitn­aði upp úr við­ræðum við Icelandair Group í gær. Sam­kvæmt til­kynn­ingu WOW air frá því í gær vinnur félagið nú að því að ná sam­komu­lagi við meiri­hluta lán­ar­drottna sinna um að skuldum félags­ins verði að stórum hluta umbreytt í hlutafé og að sömu aðilar tryggi félag­inu fjár­magn til rekstr­ar­ins uns það nái „sjálf­bærum rekstri til fram­tíð­ar­“. 

Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins vinn­ur ­Arct­ica Fin­ance nú að því að safna 5 millj­örðum króna í við­bót­ar­fjár­fest­ingu til bjarga flug­fé­lag­inu frá þroti en WOW air skuldar nú um 24 millj­arða króna. Í Morg­un­blað­inu í dag er greint frá því að tap WOW air hafi numið 22 millj­örðum króna í fyrra. 

Víða fundað um WOW í gær 

Á fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku var greint frá því að slitnað hefði upp úr við­ræðum WOW air og banda­ríska fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins Indigo Partners um aðkomu Indigo að félag­inu. Í gær barst Kaup­höll­inni síðan til­kynn­ing um að Icelandair Group hefði slitið við­ræðum sínum við WOW air um kaup á flug­fé­lag­inu að hluta til eða í heild. Umræddar við­ræður voru stuttar en þær hófust á föstu­dag eftir að upp úr flosn­aði milli WOW og Indigo Partner­s. 

Auglýsing

Á sjö­unda tím­anum í gær barst síðan til­kynn­ing frá WOW air þar sem fram kom að meiri­hluti skulda­bréfa­eig­enda félags­ins og aðrir kröfu­hafar ættu í við­ræðum um sam­komu­lag um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­kvæmt því yrði núver­andi skuldum WOW air umbreytt í hlutafé og rekstur félags­ins fjár­magn­aður þannig að það næði sjálf­bærum rekstri til fram­tíð­ar. Í til­kynn­ing­unni kom fram að frek­ari upp­lýs­ingum yrðu veittar í dag. 

Sam­kvæmt umfjöllun Morg­un­blaðs­ins í dag er nú ráð­gert að umbreyta skuldum flug­fé­lag­ins í hlutafé sem væru 49 pró­sent hluta­fjár og bjóða 51 pró­sent í félag­inu til kaups. Þá myndu nýir aðilar í eig­enda­hópnum njóta for­gangs, meðal ann­ars varð­andi sölu bréfa í end­ur­skipu­lögðu félagi.

Isa­via skuldum breytt í lang­tíma­kröfu

Frétta­blaðið greindi frá því í dag að Arct­ica Fin­ance vinnur nú að því að safna 42 millj­ónum doll­ara, and­virði rúm­lega 5 millj­arða króna, til að bjarga WOW air. Flug­fé­lagið skuldar nú um 200 millj­ónir doll­ara eða um 24 millj­arða íslenskra króna. Þar á meðal skuldar félagið Isa­via tvo millj­arða en heim­ildir Morg­un­blaðs­ins herma að Isa­via hafi nú komið til móts við erf­iða stöðu WOW air og breytt kröfum vegna lend­ing­ar­gjalda, sem komnar voru yfir gjald­daga, í lán til tveggja ára. Nemur upp­hæð láns­ins um 1,8 millj­örðum króna og ber það 6 pró­sent vexti en lend­ing­ar­gjöld sem komin eru fram yfir gjald­daga bera alla jafna drátt­ar­vexti, eða 10,25 pró­sent.

Ásamt skuld­inni við Isa­via er Arion banki stór lán­ar­drott­inn félags­ins en sam­kvæmt Morg­un­blað­inu stendur lánið í tæpum 1,6 millj­örðum króna. Aðrir stórir lán­veit­endur WOW air eru flug­véla- og hreyfla­leigu­fyr­ir­tæki. Stærsta skuldin er við Avolon eða jafn­virði 1,9 millj­arða króna. Þá er einnig 1,6 millj­arða skuld við flug­véla­leigu­fé­lagið ALC sem á flestar þeirra þota sem WOW air not­ast við enn í dag. 

WOW tap­aði 22 millj­örðum í fyrra

Sam­kvæmt heim­ildum Morg­un­blaðs­ins tap­aði WOW air 22 millj­örðum í fyrra. Þar af var EBITDA félags­ins, afkoma fyrir fjár­magnsliði, afskriftir og skatta, nei­kvæð sem nam 10 millj­örðum króna. Þar hafi munað gríð­ar­lega um tap vegna sölu fjög­urra nýlegra Air­bus-þota til Air Canada undir lok síð­asta árs. Þá segir jafn­framt að eigið fé félags­ins sé um þessar mundir nei­kvætt sem jafn­gildir rúmum 13,3 millj­örðum króna. Það þýðir að eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins er nei­kvætt um 83 pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent