WOW air leitast eftir skuldaafskriftum og milljarðainnspýtingu

Skúli Mogensen reynir til þrautar að halda WOW á floti með viðræðum við kröfuhafa. Arctica Finance vinnur nú að því að safna 5 milljarða króna viðbótarfjárfestingu. WOW air tapaði 22 milljörðum króna á síðasta rekstrarári.

wow air
Auglýsing

Mikil óvissa ríkir nú um fram­tíð flug­fé­lags­ins WOW air en Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flug­fé­lag­inu eftir að það slitn­aði upp úr við­ræðum við Icelandair Group í gær. Sam­kvæmt til­kynn­ingu WOW air frá því í gær vinnur félagið nú að því að ná sam­komu­lagi við meiri­hluta lán­ar­drottna sinna um að skuldum félags­ins verði að stórum hluta umbreytt í hlutafé og að sömu aðilar tryggi félag­inu fjár­magn til rekstr­ar­ins uns það nái „sjálf­bærum rekstri til fram­tíð­ar­“. 

Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins vinn­ur ­Arct­ica Fin­ance nú að því að safna 5 millj­örðum króna í við­bót­ar­fjár­fest­ingu til bjarga flug­fé­lag­inu frá þroti en WOW air skuldar nú um 24 millj­arða króna. Í Morg­un­blað­inu í dag er greint frá því að tap WOW air hafi numið 22 millj­örðum króna í fyrra. 

Víða fundað um WOW í gær 

Á fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku var greint frá því að slitnað hefði upp úr við­ræðum WOW air og banda­ríska fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins Indigo Partners um aðkomu Indigo að félag­inu. Í gær barst Kaup­höll­inni síðan til­kynn­ing um að Icelandair Group hefði slitið við­ræðum sínum við WOW air um kaup á flug­fé­lag­inu að hluta til eða í heild. Umræddar við­ræður voru stuttar en þær hófust á föstu­dag eftir að upp úr flosn­aði milli WOW og Indigo Partner­s. 

Auglýsing

Á sjö­unda tím­anum í gær barst síðan til­kynn­ing frá WOW air þar sem fram kom að meiri­hluti skulda­bréfa­eig­enda félags­ins og aðrir kröfu­hafar ættu í við­ræðum um sam­komu­lag um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­kvæmt því yrði núver­andi skuldum WOW air umbreytt í hlutafé og rekstur félags­ins fjár­magn­aður þannig að það næði sjálf­bærum rekstri til fram­tíð­ar. Í til­kynn­ing­unni kom fram að frek­ari upp­lýs­ingum yrðu veittar í dag. 

Sam­kvæmt umfjöllun Morg­un­blaðs­ins í dag er nú ráð­gert að umbreyta skuldum flug­fé­lag­ins í hlutafé sem væru 49 pró­sent hluta­fjár og bjóða 51 pró­sent í félag­inu til kaups. Þá myndu nýir aðilar í eig­enda­hópnum njóta for­gangs, meðal ann­ars varð­andi sölu bréfa í end­ur­skipu­lögðu félagi.

Isa­via skuldum breytt í lang­tíma­kröfu

Frétta­blaðið greindi frá því í dag að Arct­ica Fin­ance vinnur nú að því að safna 42 millj­ónum doll­ara, and­virði rúm­lega 5 millj­arða króna, til að bjarga WOW air. Flug­fé­lagið skuldar nú um 200 millj­ónir doll­ara eða um 24 millj­arða íslenskra króna. Þar á meðal skuldar félagið Isa­via tvo millj­arða en heim­ildir Morg­un­blaðs­ins herma að Isa­via hafi nú komið til móts við erf­iða stöðu WOW air og breytt kröfum vegna lend­ing­ar­gjalda, sem komnar voru yfir gjald­daga, í lán til tveggja ára. Nemur upp­hæð láns­ins um 1,8 millj­örðum króna og ber það 6 pró­sent vexti en lend­ing­ar­gjöld sem komin eru fram yfir gjald­daga bera alla jafna drátt­ar­vexti, eða 10,25 pró­sent.

Ásamt skuld­inni við Isa­via er Arion banki stór lán­ar­drott­inn félags­ins en sam­kvæmt Morg­un­blað­inu stendur lánið í tæpum 1,6 millj­örðum króna. Aðrir stórir lán­veit­endur WOW air eru flug­véla- og hreyfla­leigu­fyr­ir­tæki. Stærsta skuldin er við Avolon eða jafn­virði 1,9 millj­arða króna. Þá er einnig 1,6 millj­arða skuld við flug­véla­leigu­fé­lagið ALC sem á flestar þeirra þota sem WOW air not­ast við enn í dag. 

WOW tap­aði 22 millj­örðum í fyrra

Sam­kvæmt heim­ildum Morg­un­blaðs­ins tap­aði WOW air 22 millj­örðum í fyrra. Þar af var EBITDA félags­ins, afkoma fyrir fjár­magnsliði, afskriftir og skatta, nei­kvæð sem nam 10 millj­örðum króna. Þar hafi munað gríð­ar­lega um tap vegna sölu fjög­urra nýlegra Air­bus-þota til Air Canada undir lok síð­asta árs. Þá segir jafn­framt að eigið fé félags­ins sé um þessar mundir nei­kvætt sem jafn­gildir rúmum 13,3 millj­örðum króna. Það þýðir að eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins er nei­kvætt um 83 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent