WOW air leitast eftir skuldaafskriftum og milljarðainnspýtingu

Skúli Mogensen reynir til þrautar að halda WOW á floti með viðræðum við kröfuhafa. Arctica Finance vinnur nú að því að safna 5 milljarða króna viðbótarfjárfestingu. WOW air tapaði 22 milljörðum króna á síðasta rekstrarári.

wow air
Auglýsing

Mikil óvissa ríkir nú um fram­tíð flug­fé­lags­ins WOW air en Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flug­fé­lag­inu eftir að það slitn­aði upp úr við­ræðum við Icelandair Group í gær. Sam­kvæmt til­kynn­ingu WOW air frá því í gær vinnur félagið nú að því að ná sam­komu­lagi við meiri­hluta lán­ar­drottna sinna um að skuldum félags­ins verði að stórum hluta umbreytt í hlutafé og að sömu aðilar tryggi félag­inu fjár­magn til rekstr­ar­ins uns það nái „sjálf­bærum rekstri til fram­tíð­ar­“. 

Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins vinn­ur ­Arct­ica Fin­ance nú að því að safna 5 millj­örðum króna í við­bót­ar­fjár­fest­ingu til bjarga flug­fé­lag­inu frá þroti en WOW air skuldar nú um 24 millj­arða króna. Í Morg­un­blað­inu í dag er greint frá því að tap WOW air hafi numið 22 millj­örðum króna í fyrra. 

Víða fundað um WOW í gær 

Á fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku var greint frá því að slitnað hefði upp úr við­ræðum WOW air og banda­ríska fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins Indigo Partners um aðkomu Indigo að félag­inu. Í gær barst Kaup­höll­inni síðan til­kynn­ing um að Icelandair Group hefði slitið við­ræðum sínum við WOW air um kaup á flug­fé­lag­inu að hluta til eða í heild. Umræddar við­ræður voru stuttar en þær hófust á föstu­dag eftir að upp úr flosn­aði milli WOW og Indigo Partner­s. 

Auglýsing

Á sjö­unda tím­anum í gær barst síðan til­kynn­ing frá WOW air þar sem fram kom að meiri­hluti skulda­bréfa­eig­enda félags­ins og aðrir kröfu­hafar ættu í við­ræðum um sam­komu­lag um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­kvæmt því yrði núver­andi skuldum WOW air umbreytt í hlutafé og rekstur félags­ins fjár­magn­aður þannig að það næði sjálf­bærum rekstri til fram­tíð­ar. Í til­kynn­ing­unni kom fram að frek­ari upp­lýs­ingum yrðu veittar í dag. 

Sam­kvæmt umfjöllun Morg­un­blaðs­ins í dag er nú ráð­gert að umbreyta skuldum flug­fé­lag­ins í hlutafé sem væru 49 pró­sent hluta­fjár og bjóða 51 pró­sent í félag­inu til kaups. Þá myndu nýir aðilar í eig­enda­hópnum njóta for­gangs, meðal ann­ars varð­andi sölu bréfa í end­ur­skipu­lögðu félagi.

Isa­via skuldum breytt í lang­tíma­kröfu

Frétta­blaðið greindi frá því í dag að Arct­ica Fin­ance vinnur nú að því að safna 42 millj­ónum doll­ara, and­virði rúm­lega 5 millj­arða króna, til að bjarga WOW air. Flug­fé­lagið skuldar nú um 200 millj­ónir doll­ara eða um 24 millj­arða íslenskra króna. Þar á meðal skuldar félagið Isa­via tvo millj­arða en heim­ildir Morg­un­blaðs­ins herma að Isa­via hafi nú komið til móts við erf­iða stöðu WOW air og breytt kröfum vegna lend­ing­ar­gjalda, sem komnar voru yfir gjald­daga, í lán til tveggja ára. Nemur upp­hæð láns­ins um 1,8 millj­örðum króna og ber það 6 pró­sent vexti en lend­ing­ar­gjöld sem komin eru fram yfir gjald­daga bera alla jafna drátt­ar­vexti, eða 10,25 pró­sent.

Ásamt skuld­inni við Isa­via er Arion banki stór lán­ar­drott­inn félags­ins en sam­kvæmt Morg­un­blað­inu stendur lánið í tæpum 1,6 millj­örðum króna. Aðrir stórir lán­veit­endur WOW air eru flug­véla- og hreyfla­leigu­fyr­ir­tæki. Stærsta skuldin er við Avolon eða jafn­virði 1,9 millj­arða króna. Þá er einnig 1,6 millj­arða skuld við flug­véla­leigu­fé­lagið ALC sem á flestar þeirra þota sem WOW air not­ast við enn í dag. 

WOW tap­aði 22 millj­örðum í fyrra

Sam­kvæmt heim­ildum Morg­un­blaðs­ins tap­aði WOW air 22 millj­örðum í fyrra. Þar af var EBITDA félags­ins, afkoma fyrir fjár­magnsliði, afskriftir og skatta, nei­kvæð sem nam 10 millj­örðum króna. Þar hafi munað gríð­ar­lega um tap vegna sölu fjög­urra nýlegra Air­bus-þota til Air Canada undir lok síð­asta árs. Þá segir jafn­framt að eigið fé félags­ins sé um þessar mundir nei­kvætt sem jafn­gildir rúmum 13,3 millj­örðum króna. Það þýðir að eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins er nei­kvætt um 83 pró­sent.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent