WOW air leitast eftir skuldaafskriftum og milljarðainnspýtingu

Skúli Mogensen reynir til þrautar að halda WOW á floti með viðræðum við kröfuhafa. Arctica Finance vinnur nú að því að safna 5 milljarða króna viðbótarfjárfestingu. WOW air tapaði 22 milljörðum króna á síðasta rekstrarári.

wow air
Auglýsing

Mikil óvissa ríkir nú um fram­tíð flug­fé­lags­ins WOW air en Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flug­fé­lag­inu eftir að það slitn­aði upp úr við­ræðum við Icelandair Group í gær. Sam­kvæmt til­kynn­ingu WOW air frá því í gær vinnur félagið nú að því að ná sam­komu­lagi við meiri­hluta lán­ar­drottna sinna um að skuldum félags­ins verði að stórum hluta umbreytt í hlutafé og að sömu aðilar tryggi félag­inu fjár­magn til rekstr­ar­ins uns það nái „sjálf­bærum rekstri til fram­tíð­ar­“. 

Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins vinn­ur ­Arct­ica Fin­ance nú að því að safna 5 millj­örðum króna í við­bót­ar­fjár­fest­ingu til bjarga flug­fé­lag­inu frá þroti en WOW air skuldar nú um 24 millj­arða króna. Í Morg­un­blað­inu í dag er greint frá því að tap WOW air hafi numið 22 millj­örðum króna í fyrra. 

Víða fundað um WOW í gær 

Á fimmtu­dag­inn í síð­ustu viku var greint frá því að slitnað hefði upp úr við­ræðum WOW air og banda­ríska fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins Indigo Partners um aðkomu Indigo að félag­inu. Í gær barst Kaup­höll­inni síðan til­kynn­ing um að Icelandair Group hefði slitið við­ræðum sínum við WOW air um kaup á flug­fé­lag­inu að hluta til eða í heild. Umræddar við­ræður voru stuttar en þær hófust á föstu­dag eftir að upp úr flosn­aði milli WOW og Indigo Partner­s. 

Auglýsing

Á sjö­unda tím­anum í gær barst síðan til­kynn­ing frá WOW air þar sem fram kom að meiri­hluti skulda­bréfa­eig­enda félags­ins og aðrir kröfu­hafar ættu í við­ræðum um sam­komu­lag um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­kvæmt því yrði núver­andi skuldum WOW air umbreytt í hlutafé og rekstur félags­ins fjár­magn­aður þannig að það næði sjálf­bærum rekstri til fram­tíð­ar. Í til­kynn­ing­unni kom fram að frek­ari upp­lýs­ingum yrðu veittar í dag. 

Sam­kvæmt umfjöllun Morg­un­blaðs­ins í dag er nú ráð­gert að umbreyta skuldum flug­fé­lag­ins í hlutafé sem væru 49 pró­sent hluta­fjár og bjóða 51 pró­sent í félag­inu til kaups. Þá myndu nýir aðilar í eig­enda­hópnum njóta for­gangs, meðal ann­ars varð­andi sölu bréfa í end­ur­skipu­lögðu félagi.

Isa­via skuldum breytt í lang­tíma­kröfu

Frétta­blaðið greindi frá því í dag að Arct­ica Fin­ance vinnur nú að því að safna 42 millj­ónum doll­ara, and­virði rúm­lega 5 millj­arða króna, til að bjarga WOW air. Flug­fé­lagið skuldar nú um 200 millj­ónir doll­ara eða um 24 millj­arða íslenskra króna. Þar á meðal skuldar félagið Isa­via tvo millj­arða en heim­ildir Morg­un­blaðs­ins herma að Isa­via hafi nú komið til móts við erf­iða stöðu WOW air og breytt kröfum vegna lend­ing­ar­gjalda, sem komnar voru yfir gjald­daga, í lán til tveggja ára. Nemur upp­hæð láns­ins um 1,8 millj­örðum króna og ber það 6 pró­sent vexti en lend­ing­ar­gjöld sem komin eru fram yfir gjald­daga bera alla jafna drátt­ar­vexti, eða 10,25 pró­sent.

Ásamt skuld­inni við Isa­via er Arion banki stór lán­ar­drott­inn félags­ins en sam­kvæmt Morg­un­blað­inu stendur lánið í tæpum 1,6 millj­örðum króna. Aðrir stórir lán­veit­endur WOW air eru flug­véla- og hreyfla­leigu­fyr­ir­tæki. Stærsta skuldin er við Avolon eða jafn­virði 1,9 millj­arða króna. Þá er einnig 1,6 millj­arða skuld við flug­véla­leigu­fé­lagið ALC sem á flestar þeirra þota sem WOW air not­ast við enn í dag. 

WOW tap­aði 22 millj­örðum í fyrra

Sam­kvæmt heim­ildum Morg­un­blaðs­ins tap­aði WOW air 22 millj­örðum í fyrra. Þar af var EBITDA félags­ins, afkoma fyrir fjár­magnsliði, afskriftir og skatta, nei­kvæð sem nam 10 millj­örðum króna. Þar hafi munað gríð­ar­lega um tap vegna sölu fjög­urra nýlegra Air­bus-þota til Air Canada undir lok síð­asta árs. Þá segir jafn­framt að eigið fé félags­ins sé um þessar mundir nei­kvætt sem jafn­gildir rúmum 13,3 millj­örðum króna. Það þýðir að eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins er nei­kvætt um 83 pró­sent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent